Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1994, Blaðsíða 12
12 Spumingin Ertu farin/n að kaupa jólagjafir? Þórgunnur, Sandra og Iðunn: Nei. Aðalsteinn Þórðarson: Nei. Þórunn Elfa Halldórsdóttir: Nei, ekki fyrr en í desember. Hlin íris Arnþórsdóttir: Nei, ég byrja yfirleitt ekki fyrr en í desember. Emil örn Kristjánsson: Ég er ekki farin að hugsa til jólanna. vcrríT* ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 Lesendur Hestar og heiðursmenn: Siðlausar aðferð ir við tamningu Sigurður Ólafsson skrifar: Það er af sem áður var þegar ís- lenski hesturinn var löngum besti vinur mannsins hér á landi. Maður minnist nú ekki á vþarfasta þjón- inn“ í því sambandi. íslenski hestur- inn er nú orðinn útflutningsvara mestan part, en til augnayndis og kappleikja þegar best lætur. Og þaö er á þeim vettvangi sem nú tiðkast hin breiðu spjótin þegar íslenski hesturinn skal undirbúinn og þjálf- aður svo að eigandinn megi vinna sem mest og flest verðlaun. Margir tamningamenn hér á landi hafa nú tekið til sinna ráða á sínu sviði og beita „hugvitssömum" að- ferðum til að ná fæmi og flýti úr þessum undursamlegu skepnum. Menn minnast með hryllingi örlaga fáksins Gýmis, sem haltraði síöasta spölinn, deyfður á fæti og laut þeim örlögum sem honum voru búin af mannavöldum. - En hugvit tamn- ingamanna er líka framsækið. Nú tíðkast það að setja svokallaðar „þyngingar" á fót hestsins. Þetta er t.d. gert með þyngri skeifu, eða leður- hlífum sem þyngdar eru með blýi, hófhlífum úr þykku gúmmíi. Samtals getur þetta vegið allt að eitt kíló. Og þetta ber hesturinn meðan á tamn- ingu stendur. Síðan er þetta fjarlægt á keppnisdegi og hesturinn, sem ekki áttar sig á viðbrögðunum fyrst í stað, heldur sínum tilburöum og verður árangur hans samkvæmt því. Markmiðið er að ná öllu út úr hestin- um sem mögulegt er og með öllum Góðhesturinn Gýmir haltraði siðasta spölinn á vit örlaga sinna. þeim ráðum sem hugvit tamninga- mannanna nær til. Dýralæknar þekkja þessar lýsing- ar, en þeir hafa ekki treyst sér tii afskipta fram að þessu. Hestar, sem svona hafa verið meðhöndlaðir, fá með tímanum, þetta 9-10 vetra, sina- skeiðabólgu í ökklana og eru þar með orðnir að aflóga bikkjum. Fólk sem kaupir hesta sem þessa tamninga- meðferð hafa fengið veit oft ekki um hvaða eiginleika hesturinn hefur þegar það ætlar að nota hann sem venjulegan reiðhest. Örlög margra hesta sem lent hafa í slíkum og þvílíkum tamningatortúr verða ekki önnur en þau að falla 'undir heitið truntur eftir skamman tíma. Þetta eru sorgleg dæmi um sið- lausar aöferöir tamningamanna, sið- leysi í því sporti sem nefnist hesta- mennska. - Svona umgangast heið- ursmenn hreinlega ekki hesta sína. Dómskerf i á hættu lega rangri braut Sigríður Einarsdóttir skrifar: Eftir að hafa lesið DV fimmudaginn 27. október sl. um tvo dóma, sem of- beldismenn hafa nýlega fengiö, get ég ekki annað en sent þessar línur. Annar þessara dóma er vegna kyn- ferðislegrar misnotkunar á stúlku- barni, mörgum sinnum á tímabihnu frá því á fyrri hluta árs 1991 og allt þar til í mars 1994. Stúlkan er 13 ára í dag. - Og hæfilegar miskabætur til stúlkunnar eru að mati héraösdóm- ara kr. 300 þúsund krónur! Móðir stúlkunnar hafði hins vegar krafist 1,5 milljóna í skaðabætur fyrir stúlk- una. - Sveinn Sigurkarlsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Síðan, er blaöinu er flett áfram, sjáum við aðra frétt, um dóm á of- beldismanni sem er dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 2,6 milljónir króna fyrir ökklábrot, sem er að mínu mati alls ekki of hátt. Miðað við þetta er þó hinn dómurinn algjör- lega út í hött. - Er ekki dómskerfi, sem dæmir á þennan hátt, á hættu- lega rangri braut? Ég held að flestum foreldrum blöskri sú meðferð sem afbrotamál gagnvart börnum fá hjá dómurum þessa lands. - Það hefur einnig oft komiö fram á síðum dagblaða að það virðist vera dæmt mun harðar í mál- um um fjárdrátt og þjófnað, sem þó er hægt að bæta, en fyrir grófar lík- amsárásir sem viökomandi fóm- arlömb bera merki um alla ævi. - Ég skora á fólk aö stinga niður penna eða koma fram opinberlega tfi að fá í gang umræðu um þessi mál. Öðra- vísi verður þessu ekki breytt. Laugavegurinn undir þak Guðbjörg Gylfadóttir: Nei, ekki fyrr en 1 nóvember. H.P.Á. skrifar: Það virðist örla á lítils háttar en sjálfsögðum breytingum hér í Reykjavík fyrir gangandi vegfarend- ur þótt hægt gangi. Eg á hér aðallega við þá hagræðingu sem felst í því að byggja yfir fjölfarnar götur eða gönguleiðir í umferðarþyngsta hlut- anum. Byggt hefur verið glerþak yfir gönguleið viö Austurvöll, á milli Ing- ólfstorgs og Austurvallar. Þetta er til veralegra bóta fyrir gangandi og þetta hefði átt að gera fyrir löngu víðar í miðborginni. Nú hefur um nokkurt skeið verið rætt um að endumýja aðstæður fyrir gangandi við Laugaveginn. Og m.a. hefur verið teiknuð yfirbygging yflr DV áskilur sér rétt tilaðstytta aösend lesendabréf. „öll sérkenni Laugavegar geta því varðveist þrótt fyrir að gatan fari undir þak,“ segir m.a. i bréfinu. gangstéttimar til skjóls gegn veðrum og vindum, sem oft eru þess eðhs að þarna er vart fært gangandi fólki. Þetta er mikið hagsmunamál, bæði kaupmanna og ibúa borgarinnar. En þá kemur babb í bátinn líkt og venjulega þegar hér era kynnt ný- mæh í byggingarframkvæmdum höfuðstaðarins miðsvæðis. Það er eins og vemda eigi sem flesta kofa og hreysi hvað sem hður hagsmun- um borgarbúa sjálfra. Gildi Laugavegar er t.d. nánast ekkert nema sem verslunar- og þjón- ustugata. Þar era engin hús sem ekki mætti þá nota jafnhhða sem burðar- stoðir undir glerþak eða aðra vöm fyrir vegfarendur. Reyndar mega mörg þeirra hverfa af sjónarsviðinu hvaö sem líður aldri og sögu. - Öll sérkenni Laugavegar geta því varð- veist þrátt fyrir að gatan fari undir þak. Vonandi gerist þaö sem ahra fyrst. Skattleysismörk aldraðra Stjórn Samtaka aldraðra skrifar: Háttvirtur alþingismaður! Stjóm Samtaka aldraðra óskar eftír því að þér beitiö yður fyrir eftírfarandi: - Aö á yfirstandandi starfsári Alþingis verði tekið til afgreiöslu þingsályktunartillaga, sem liggur fyrir þessu þingi, um afnám tvísköttunar á lífeyris- sjóðsgreiðslur. - Að skatfleysismörk fólks, sem er 67 ára og eldra, verði miðuð við 70.000 krónur á mánuði. Aldraðir hafa lagt sitt af mörk- um til þéssa þjóöfélags með mík- ilh vinnu og flestir geta veriö sammála um að aldraðir eigi það skilið að lifa siðustu ár ævinnar við ásættanleg lífskjör og geta verið sem mestáhyggjulausir um fiármál. - Því væntum við þess, háttvirti þingmaður, að þú styðjir okkur í máh þessu sem kalla mætti hin stóru mistök stað- greiðslunnar. Gjaldeyris- flóttðnn Markús hringdi: Hvemig skyldi ráðamönnum verða við þegar landsmenn vakna við að gjaldeyrir veröur ekki lengur háður leyfi og færa má hann milli landa að vild og fjármagn fer að streyma úr landi? Detti einhverjum í hug að menn taki ekki við sér við þær aðstæð- ur og yfirfæri gjaldeyri i stóram stil, þá er sá á vilhgötum. Ég ótt- ast satt að segja að galdeyrisflótti verði stærsta vandamál okkar á næstu mánuðum. Ég hvet til var- úðarráðstafana gegn þessu nú þegar. Niðurfærsla verðlags Tómas Guðmundsson hringdi: Eitt sinn var talsvert rætt um efnahagsráðstafanir sem fælust í því að færa niður kaupgjald og verðlag. Varla verður nú lengur rætt um að færa niður kaupgjald- ið sem er líklega við frostmark hjá almennum launþegum. Enn er þó grundvöllur til að kanna verðlagið sem nauðsynlega þarf að færa niður. Það gæti þá um leið skapað skilyrði fyrir stöövun launaskriðs ef vel tekst til. Er ekki ráð að ræða þetta eitthvaö frekar? Þingmennfæl- astvanfraustið Halldór skrifar: Það virðist sem þingmenn séu ekki ýkja hrifnir af hugmyndinni um vantraust á féiagsmálaráö- herra þegar til kastanna kemur. Síðast heyrði ég í fréttum að bæði forystumenn Framsóknarflokks og Kvennahsta hefðu nú dregið i land eftir að vantraust á félags- málaráðherra elnan komst á dag- skrá. - Þaö skyldi nú ekki vera að þeir hræddust frekara upprót ráðherrans sjálfs í málum ann- arra þyrfti hann að vikja sæti? Hvaðhindrarmagn- esíum-framleiðsiu? Þorsteinn skrifar: Ef grundvöhur er fyrir því aö framleiða magnesíum hér á landi hvers vegna er þá ekki fýrir löngu byijað á því? Minnugur þess sem gerðist með skipasmíðar hér, sem nú era fluttar úr landi, vil ég kasta fram þeirri spurningu hvort ráðamenn séu vitandi vits að halda að sér höndum í útflutn- ingsmálum okkar, eina mögu- leikanum fýrir aukinn hagvöxt. - Er hér kannski á ferðinni stefnu- mótun sem á að leiða th þess að viö sjáum okkur nauðbeygða th að sækjast eftír aðild aö stærra samfélagi sem þó er fjarri skapi flestra landsmanna?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.