Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Qupperneq 32
F R ÉTTAS KOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994. Gullskipiö: Leitin kost- " aði skatt- greiðendur 103 milljónir Enn á að hefja leit að gullskipinu í Skaftafellsfjöru í vor. Um er að - ræða hollenska kaupfarið Het Vapen van Amsterdam sem strandaði hér við land á 17. öld og leitað hefur ver- ið að frá 1962. Björgun hf. mun standa að leitinni sem verður fjármögnuð af einkaaðilum. Til þessa hefur leitin kostað skatt- greiðendur um 103 milljónir króna á núverandi verðlagi. Var 92 milljóna króna lán til Gullskipsins hf. afskrif- að 1991 en það fyrirtæki var stofnað um uppgröft þess sem menn héldu að væri gullskipið en reyndist togari. Leitarsvæðið er um 50 ferkílómetr- ar en eftir er að leita á 5 ferkílómetra svæði. Konaísnjóflóði: Hafði engan tíma til að verða hrædd „Ég náði að snarbremsa en þrátt fyrir það fór bíllinn hálfa bíllengd eða svo inn í skaflinn. Þetta gerðist afar snögglega," segir Jóna Vilhelm- ína Héðinsdóttir, ung kona frá Ólafs- firði sem lenti í snjóflóði á bifreið sinni í Ólafsfjarðarmúla í gærkvöldi. Jóna var ein í bílnum á leiðinni frá Ólafsfirði til Akureyrar. Hún segist hafa verið komin suður undir Sauða- nes, sem er Dalvíkurmegin jarðgang- anna, þegar ósköpin dundu yfir. „Það var myrkur og snjókoma og skyggni því afar lítið og þess vegna ók ég haegt. Þegar flóöið varð sá ég fyrst koma snjóköggla niður og yfir veginn og síðan dundi þetta yfir, mikið kóf og útsýnið varð ekkert," segir Jóna. Hún segist hafa stöðvað bílinn nærri jaðri flóðsins. „Bíllinn fór þó tæpa lengd sína inn í flóðið og festist í snjónum. Ég fór strax út til að reyna að losa bílinn og hugsaði bara um að reyna að koma mér í burtu. En ég gat ekki losað bílinn, hann var alveg fastur. Það kom fólk að flóðinu Dalvíkurmegin frá óg ég hljóp yfir snjóinn eftir hjálp. Það tókst hins vegar ekki að losa bflinn fyrr en tveir gámabílar frá Ólafsfirði komu þama að og annar þeirrra dró mig út. Ég hafði engan tíma tfl að verða hrædd. Ég var líka heppin og má þakka fyrir að ekki fór verr.“ Akranes: Fjárdráttur hjá æskulýðs- fulltrúa bæjarins Bæjarráð Akraness ákvað á fundi sínum síðastliðinn mánudag að gefa íþrótta- og æskulýðsfulltrúa staðar- ins kost á að segja upp starfi sínu vegna gruns um töluverðan fjárdrátt úr bæjarsjóði. Æskulýðsfulltrúinn varð fyrri til og sagði starfinu lausu. Samkvæmt heimildum DV fundaði bæjarráðið tvisvar um þetta mál á mánudag. Á seinni fundinum var ákveðið að æskufýösfulltrúinn yrði að víkja. Fjárdrátturinn á að hafa verið umtalsverður en æskulýðsfull- trúinn mun hafa gert upp þessa fjár- hæð við bæjarsjóð við starfslok. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, sagði að fjárdrátturinn hefði komist upp fyrir um tveimur vikum. Þá heföi farið af stað rannsókn á vegum bæjarins. Niðurstaða þeirrar rannsóknar lá fyrir á bæjarráðsfund- inum sl. mánudag þegar grunur um fjárdrátt var staðfestur. Samkomu- lag var gert við æskulýðsfufltrúann um að hann greiddi bæjarsjóði til baka það sem hann tók. Fulltrúinn hafði starfað hjá Akraneskaupstað f. 15 ár og sagði Gísli þetta hafa verið „þungt og viðkvæmt" mál að taka á. Akureyrarflugvöllur: „Rörið" þvers- um í lendingu Metró skrúfuþota Flugfélags Norð- urlands, sem gengur undir nafninu „Rörið“, rann til í lendingu á flug- brautinni á Akureyrarflugvelli í gær og sat föst í snjóskaili er hún stöðvað- ist. í vélinni voru 5 farþegar á leið til Keflavíkur. Skömmu eftir flugtak kviknaði aðvörunarljós sem gefur til kynna að að vélin smyrji sig ekki og var þá ákveöið að lenda strax aftur. Tveir starfsmenn FN, sem DV ræddi við í morgun, gerðu lítið úr málinu, sögðu að engin hætta hefði verið á ferðum og farþegar tekið þessu óhappi með stillingu. Verðmætum símum stolið Brotist var inn í verslunina Há- tækni við Ármúla í nótt. Þjófarnir höfðu á brott með sér töluvert magn af símtækjum, farsímum og svoköll- uðum GSM-farsímum. Verðmæti hins stolna er töluvert en þjófarnir höfðu ekki náðst þegar lögreglan var á vettvangi í morgun. Börnin í Vesturbæjarskóla í Reykjavík kunna vel að meta snjóinn sem kyngdi niður i vikunni. Hver frístund frá skólaamstri er nýtt til leikja og ærsla. Hraði og spenna fylgir hverri bunu og því ábyrgðarhluti að vera snjóþotustjóri. DV-mynd GVA Eina leiðin er að óska eftir auka landsþingi „Það eina sem hægt er að gera er að óska eftir auka iandsþingi. Þar yrði síðan lýst vantrausti á stjómina. Ég veit að visuekki hvort þetta stenst samkvæmt lögunum en ég geri ráö fyrir aö þetta verði reynt,“ segir Reynir Ragnarsson í Vík sem var annar þeirra tveggja sem skipaðir voru í sáttanefnd vegna brottreksturs Hálfdans Henryssonar frá Slysavamafélagi íslands. Gunnar Tómasson, varaforseti Slysavamafélagsins, sendi i gær frá sér yfirlýsingu sem hann undir- ritar fyrir hönd Slysavamafélags- ins. Þar er gerð grein fyrir meint- um samstarfsörðugleikum milli Hálfdans og framkvæmdastjóra fé- lagsins. Þar segir m.a. að ekki hafi lengur verið hægt að þola einleik Hálfdans og skort á samstarfsvilja. Reynir segist vera mjög undrandi á því að þessi greinargerð skyldi send út á sama tíma og samninga- umleitanir stóðu yfir. Þeir tveir sem stóðu að sáttatilraunum hafi ekki haft hugmynd um að slíkt væri á leiðinni. „Við vorum aö ræða við Hálfdan síðast í gærdag og höfðum ekki hugmynd um að þetta væri á leið- inni. Þá kom reyndar fram hjá stjórninní að þeir væru hættir við aö bjóða honum nýtt starf innan félagsins. Þeir voru tilbúnir að liðka til eða útvega honum starf annarsstaðar, sem manni fannst hálfskrítið," segir Reynir. Hálfdan Henrysson sagði i morg- un að hann hefði enn ekki fengið skýrsluna í hendur en hefði rekið augun i hana í Morgunblaðinu. „Mér skilst að þeir hafi boðsent þetta til fjölda fólks í gær. Ég ósk- aði eftir því fyrir hálfum mánuði að fá að sjá greinargerð frá þeim. Þetta er það fyrsta sem ég sé og það kemur i blöðunum,“ segir Hálfdan. Gunnar Tómasson segir ljóst að Hálfdan snúi ekki aftur til starfa innan Slysavarnafélagsins meðan núverandi stjórn sitji. Aftur á móti hafi stjórnin verið að leita leiða til að útvega honum starf annarsstað- ar. „Það er ekki þar með sagt að þó hann geti ekki unnið með okkur geti hann ekki unníð annarsstað- ar,“ segir Gunnar. LOKI Svo segja menn að skattsvik borgi sig ekki! Veðrið á morgun: Hæg breytileg átt Á morgun verður austangola eða hæg breytileg átt. Léttskýjað um mestallt land en skýjað syðst á landinu er líður á daginn. Frost 0-8 stig. Veðrið 1 dag er á bls. 36

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.