Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994
7
Fréttir
Umskráð yfir rækjulinu
Rækjubátum noröan markalínu
er óheimilt að veiöa sunnan
Rækjubátum sunnan markalínu
er heimilt að veiöa á öllu
svæöinu.
Vestflaröatogari geröur út frá Búðardal:
Rækjuskip skráð
unnvörpum
sunnanlands
- til aö fá aðgang aö miöum þar
„Við grípum til þessa ráðs vegna
þess óréttlætis sem viðgengst þar
sem skip sem skráð eru á svæðinu
frá Bjargtöngum norður um að Ing-
ólfshöfða mega ekki veiða sunnan
við land. Þeir sem eru gerðir út sunn-
an þessarar línu mega aftur á móti
veiða alls staöar sem þeim sýnist,"
segir Pálmi Stefánsson, útgerðar-
stjóri hjá Básafelli hf. á Isafirði.
Básafell hf. ætlar að skrá togara sína
sunnanlands til að fá heimild til að
veiða á þeim slóðum. Hann segir að
Hafrafell ÍS verði skráð á Hvolsvelli
og Guðmundur Péturs ÍS verður
skráður í Hveragerði. Þegar hafa
skip Norðurtangans hf. á ísafirði,
Guðbjartur ÍS og Orri ÍS, fengið nýtt
heimilisfangsunnanlands. Guðbjart-
ur er skráður í Búðardal og heitir
nú Guðbjartur DA og Orri er skráður
í Vestmannaeyjum.
Þessar reglur sem um ræðir og
banna norðanskipum veiðar fyrir
Suður- og Vesturlandi hafa verið
deilumál um árabil. Þessi reglugerð
var sett á sínum tíma vegna þess að
talið var að Kolluáll út af Snæfells-
nesi þyldi ekki nema takmarkaða
sókn. Pálmi segir að þær forsendur
séu ekki lengur til staðar þar sem
veiðisvæðið hafi stækkað að miklum
mun.
„Við viljum einfaldlega knýja fram
réttlæti í þessum málum. Þessu rang-
læti verður að linna,“ segir Pálmi.
Stúlka beit mann
Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi:
Stúlka beit mann í augabrún eftir
að deilur höfðu orðið milli þeirra og
fleiri á götu á Akranesi aðfaranótt
sunnudags. Maðurinn lét gera að
sárum sínum á sjúkrahúsi eftir at-
vikið og tjáði lögreglu að hann myndi
leggja fram kæru . Tildrög árásar-
innar eru óljós.
Matseðill
Forréttur: Sjávarrétta fantasía
Aðalréttur: Rósmarínkryddaður lambavöðvi
Eftirréttur: Franskur kirsuberja ístoppur
Verð kr. j.600 - Sýningarverd kr. 2.000
Dansleikur kr.800
Hljómar og Lónlí Blú Bojs
leika íyrir dansi eftir sýningu.
Borðapantanir
í síma 687111
Tvöfaldlur safnöiskur vœntanlegur
með Björgvin HaUdórssyni frá Skífunnu
Hótel ísland kynnir skemmtidagskrána
BJORGVIN HALLDORSSON - 25 ARA AFMÆLISTONLEIKAR
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON lítur yfir dagsverkið sem dægurlagasöngvari á
hljómplötum í aldarfjóröung, og við heyrum nær 60 lög frá
glæstum ferli - frá 1969 til okkar daga
^ALL°
Gestasöngvari:
SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓ'
Leikmynd og leikstjórn:
BJÖRN G. BJÖRNSSON
Hljómsveitarsíjórn:
GUNNAR ÞÓRÐARSON
ásamt 10 manna hljómsveit
Kynnir: ,
JÓNAXEL ÓLAFSSON
Danshöfundur:
HELENA JÓNSDÓTTIR
Dansarar úr BATTU ílokknum
Yetrarskoðun hjá Toyota
15% afsláttur af varahlutum sem viðkoma skoðuninni.
Tilboðsverð 7.770 kr.
(^g) TOYOTA
Tákn um gœði
l\lú býðst Toyotaeigendum að koma með bíla sína í fullkomna vetrarskoðun á verkstæði okkar við Nýbýldveg.
Pantaðu tíma í síma 63 44 00. Við skutlum þér frá verkstæði og sækjum þig þegar bíllinn er tilbúinn.
Innifalið í skoðuninni er:
• Vélarþvottur
• Vélarstilling
• Bremsur prófaðar
• Allar reimar athugaðar
• Hleðsla mæld
• Rafgeymir athugaður og hreinsaður
• Þurrkur og rúðusprautur athugaðar
og bætt á vökva ef þarf
• Ljós og Ijósabúnaður skoðaður
• Ljósastilling
• Frostþol kælikerfis mælt og frostlegi
bætt við ef þörf krefur
• Hurðalæsingar og hurðalamir smurðar
• Dekk athuguð og loftþrýstingur í þeim
• Sílíkon borið á hurðaþéttingar
• Reynsluakstur