Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Síða 12
12
Spumingin
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994
Tekur þú þátt
í prófkjöri?
Hildur Jónsdóttir: Nei.
Hjalti Árnason: Nei, ég geri þaö ekki.
Hildur Gunnarsdóttir: Nei.
Þórdís Þorsteinsdóttir: Nei.
Ágúst Gylfason: Já, í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins.
Inger Gíslason: Nei.
Lesendur
Súrt spik og
rengi á ný
Magnús Bjarnason skrifar:
Maöur var orðinn hræddur um að
aldrei yrðu leyfðar hvalveiðar við
ísland að nýju. Fram er komin tillaga
á Alþingi um að hefja skuh hrefnu-
veiðar á ný hér við land. Jafnvel á
næsta ári. Þetta eru mikil þáttaskil
eftir að þorri landsmanna var svo
gott sem búinn að gefa eftir í hvala-
málinu og gangast undir ok græn-
friðunga og blómavina um heim all-
an. En þessir hópar, ásamt kvenskör-
ungum í Ameríku, hótuðu afarkost-
um í fisksölumálum okkar hættiun
viö ekki að veiða hval.
Við getum þakkað Norðmönnum
frændum okkar fyrir að ríða á vaðið
með hvalveiðar, og það undir mikl-
um hótunum um þvinganir á við-
skiptasviöinu. Hótunum sem þó urðu
aldrei annað og meira. - Við það að
snúa nú við blaðinu og gerast hval-
veiðiþjóð á ný mun okkur ganga
ýmislegt í óhag, fyrst um sinn a.m.k.
Það er ekki ósennilegt að nú verð-
um við aö sæta einni herferðinni enn
af hendi dýraverndunarsamtaka í
útlöndum. Það mun því ekki veita
af að styrkja Magnús Guðmundsson
kvikmyndagerðarmann til nýrra
átaka á hvíta tjaldinu gegn óvinum
okkar, hvalfriðunarsinnum.
Það er líka hugsanlegt að okkur
veitist erfiðara að nálgast ESB-
samsteypuna og þá einnig samkomu-
lag um NAFTA-aðild, hvað þá við
Hvalaafurðirnar verða eingöngu fyrir heimamarkaö.
Bandaríkin ein og sér, ef ákvörðunin
um hvalveiðar verður að veruleika.
Og hvar stöndum við þá, íslending-
ar? Einangrunin verður líklega al-
gjör og eilíf með þessari ákvörðun.
Nema við gerum sérstakt samkomu-
lag við Norðmenn, þegar þeir hafa
hafnað ESB. - En einu fagna ég alveg
sérstaklega; að nú skulum við þó eiga
von á að fá aftur súrt spik og rengi.
Hvalaafurðirnar verða nefnilega ein-
göngu fyrir heimamarkað.
Misræmi í refsidómum
Sigurður Gunnarsson skrifar:
Nýgenginn dómur í máli Björns
Önundarsonar, fyrrv. tryggingayfir-
læknis, vekur athygli fyrir magra
hluta sakir. - Ef refsingin, þ.e. 3ja
mánaða skilorðsbundið varðhald og
sekt upp á 3 milljónir króna, er borin
saman við refsingar er aðrir ógæfu-
menn hljóta, t.d. unghngar og smá-
krimmar er fremja innbrot í ölæði
og stela einhverju smáræði, þá sést
að fyrir hvítflibbaglæpinn, þótt stór-
felldur sé, er nánast engin refsing eða
jafnvel verðlaun.
í máh tryggingayfirlæknisins kem-
ur þetta einstaklega skýrt fram. -
Þegar hann lét af störfum, fyrir einu
ári, leysti sá örláti maöur á almanna-
fé - þáverandi heilbrigðis- og trygg-
ingaráðherra - tryggingayflrlækn-
inn út með gjöfum er námu 2,8 millj-
ónum króna! Þetta var látið heita
uppsafnaö námsorlof fyrir ferðir sem
voru aldrei farnar og væntanlega
reiknað út af öðrum snillingi í þeim
efnum, skrifstofustjóra heilbrigðis-
ráðuneytisins. En það ofurmenni,
sem vann þrjú full störf í tveimur
þjóðlöndúm samtímis, virðist kunna
manna best aö reikna út dagpeninga
sem nokkurs konar ábæti ofan á
launin.
Auk þessa fól svo Guðmundur Árni
Stefánsson títtnefndum tryggingayf-
irlækni gerviverkefni, skýrslugerð
um launamál lækna (og þar með
skattamál þeirra). Var skýrslan upp
á 4 síður og kostaði ekki nema 400
þúsund krónur! Hann átti einnig að
fá fleiri gerviverkefni hjá heilbrigðis-
ráðherranum, m.a. skýrslugerð fyrir
landsbyggðina sem var fólgin í um-
ritun á sams konar skýrslu sem ann-
ar læknir hafði gert fyrir 2-3 árum.
- Fyrir þá umritun rukkaði Björn
Önundarson ráðuneytið um aðeins
650 þúsund krónur! Heilbrigðisráð-
herra, Sighvatur Björgvinsson, sá
sóma sinn í því að stöðva greiðslur.
Eftir stendur að Björn Önundarson
er búinn að fá gefins af opinberu fé
fyrir tilstilli hollvinar síns, Guð-
mundar Árna, 3,2 milljónir, heilu ári
áður en dómurinn sektar hann um 3
milljónir fyrir hin grófustu skatt-
svik. Hann er því með u.þ.b. 200 þús-
und krónur í nettóhagnað þegar upp *
er staðið. Svona er stjórnsýslan á
íslandi í dag. Munchausen barón
hefur ekki roð við Guðmundi Árna.
- Og slíka snillinga má ekki setja út
á Guö og gaddinn.
ESB, sjávarútvegurinn
og nómenklatúran
Magnús Sigurðsson skrifar:
Enginn vafl leikur á að umræðan
um ESB og hugsanlega aðild okkar
íslendinga aö þessu stóra sambandi
verður kosningamál hér á næstu vik-
um og mánuöum. Fátt er okkur mik-
ilvægara í pólitísku tillit en að útkljá
í eitt skipti fyrir öll hvort okkur er
mikilvægara að sækja um aðild að
ESB eða standa utan þess. Við þurf-
um að taka sjálfstaéða ákvörðun og
3ar mun við sitja þar til lýkur um-
Hringið í síma
63 27 OO
milli kl. 14 og 16
Nafn og símanr. verður að fylgja bréfum
Getum við gert umræðuna um ESB-
aðild að eilífðarmáli?
ræðunum um ESB.
Frá mínum bæjardyrum séð er
mesta hættan fólgin í því að íslensk
stjórnvöld, hver sem þau eru, muni
semja af sér við Evrópusambandið
ef aðaláherslan á að vera sú að ná
samningum um íslenskan sjávarút-'
veg sérstaklega. Allt eins þótt ís-
lenskir útvegsmenn sjái litla framtíð
í sinni atvinnugrein nema viö semj-
um við ESB.
Það undarlegasta við þetta mál allt
er að það er eins og ekki megi minn-
ast á möguleika okkar í samningum
við Bandaríkin. - Gera menn sér
virkilega ekki minnstu grein fyrir
því að þar mun þrautalendingin
verða eftir að lýkur endalausum
hugleiðingum um hverju við kunn-
um að ná fram í ESB-viðræðum. Sá
sannleikur liggur á borðinu nú þeg-
ar. Endalaust grufl og vangaveltur
um ESB er heimskra manna háttur
og þjónar vart öörum tillgangi en að
gera út á ferðalög og dagpeninga fyr-
ir nómenklatúruna og nefndakóng-
ana sem myndu vilja að óvissan um
ESB-aðild endaði aldrei.
I>V
Svara ef til
þess kemur
Elín hringdi:
Óskaplega er dapurlegt að lesa
ummæli þingmanna á borð við
þau sem DV birti sl. föstudagþeg-
ar þeír voru spurðir um van-
traust á félagsmálaráðherra,
Guðmund Árna Stefánsson. -
Svörin voru ekki beysin: Vil ekki
gefa upp afstöð mína, vil ekki
svara spumingunni, svara þegar
og ef til þess kemur, o.s.frv.,
o.s.frv. Er nokkur furða þótt
flokkakerfið höföi ekki mjög til
kjósenda þegar þingmenn þora
ekki að taka afstööu fyrir opnum
tjöldum um vantraust á einn
starfsbræðra simia? Hvernig fara
þeir að ef og þegar þar að kemur
að vantrauststillaga verður lögö
fram? Kannski allir forfallaðir?
Rýmrigötuvita-
reglur
S.B.K. hringdi:
Ég las bréf frá Páli Steinssyni
um „Hægri beygjur á rauðu
ijósi". Ég er sammála Páh. Raun-
ar er hægt að létta talsvert á
umferðarhnútum með þvi aö
rýmka reglurnar um götuvitana,
t.d. með leyfúegri hægri beygju
ef umferð er engin inn á akrein
frá vinstri og með því aö kvikni
á gulum bhkkandi ljósum á
helstu umferðargötum mun oftar
en nú er.
Háffirdagpen-
ingarogmakar
Þorsteinn Einarsson skrifar:
Mér finnst óréttlátt að makar
ráðherra skuh ekki fá nema hálfa
dagpeninga þegar þeir ferðast.
Þótt i reglum um feröalög opin-
berra starfsmanna segi að ekki
eigi að greiða kostnað vegna
maka nema um sé að ræða opin-
bera heimsókn eða mjög sérstak-
ar aðstæður fmnst mér tímabært
að bæta mökum ráðherra upp
álagið sem skapast af því að vera
giftur ráðherra og veita þeim fuh-
an ferðarétt og fulla dagpeninga.
Makai' geta aldrei verið nema
hálfir ef þeir fá aðeins hálfa dag-
peninga.
JöKaljósin upp
Helga Óiafsdóttir hringdi:
Þótt nú sé sól og bjart þegar ég
set þessar línur á blað er veturínn
hér óskaplega dimmur mestan
part. Miðbærinn i Reykjavik er
lika dimraastm allra borgar-
hverfa yfir háveturinn og lítið
skemmtilegt að vera þar á ferh
aha jafna. Þetta breytist þó
snögglega þegar borgin er vel
upplýst, t.d. í jólakauptiðinni. Ég
legg til að jólaljósin verði sett upp
sem allra fyrst, og ekki síðar en
um miðjan nóvember. Það lífgar
upp miðbænum og verslunina og
dregur ef til vill úr verslunarferð-
um til útlanda. - Hvað er svo sem
að því að hafa borgina upplýsta
og skrautlega? Hún er það aldrei
nema með jólaljósunum.
StuniðyfirStund-
inni „okkar((
G.G. skrifar:
Eftir að hafa horft á Stundina
okkar í nýjum búningi Sjón-
varpsins virðist mér full jxirf á
að setja lög gegn forheimskandi
og heilaskemmandi barnaefni. Ég
man ekki eftir að hafa orðið vitni
að jafn ófyndnum og niðurdrep-
andi aulabárðalátum, og var þó
ekki úr háum sööli að detta í þess-
um dagskrárlið. Þetta efni er
hrein móðgun við böm og mikill
munur að sjá hins vegar barna-
þátt Stöðvar 2 þar sem talað er
við börn eins og fólk, í stað þess
að misbjóða dómgreind þeirra
með gargi og einskærri vitleysu.