Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Síða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994
17
íþróttir
Fékk hjartaslag
ímiðjum leik
Stefano Pioli, varnarleiktnaður
ítalska liðsíns Fiorentina, komst
í hann krappan í leik Fiorentina
og Bari i ítölsku knattspyrnunni
um helgina,
Á 31. mínútu leiksins fékk Pioli
slæmt spark í höfuðið og fékk um
leið alvarlegt hjartaslag. Læknir
Fiorentina, sem kom fyrstur á
vettvang, sagðist strax hafa gert
sér grein fyrir því að alvarlegt
mál væri á ferðinni. Það tók
lækninn tvær mínútur að fá
varnarmanninn til að anda á ný
en hann er nú á batavegi á
sjúkrahúsi.
Schustervillspila
með landsliðinu
Bernd Schuster, einn frægasti
knattspyrnumaður heims sem er
34 ára gamall í dag, hefur lýst þvi
yfir að hann sé til í að leika á ný
með þýska landsliðinu í Evrópu-
keppninni.
Schuster lék um árabil á Spáni
með liðum Barcelona, Real
Madrid og Atletico Madrid. í
fyrra gekk hann til liðs við Bayer
Leverkusen og hefur leikið mjög
vel með liöinu. Berti Vogts,
landsliðsþjálfari Þjóðverja, sagöi
í gær að hann heföi ekki not fyrir
Schuster í landsliðshópi sinum
og í stöðu Schusters væru snjallir
leikmenn sem væru einfaldlega
betri en hann um þessar mundir.
Kærumál í
körfuboltanum
ÍH vann mjög óvæntan sigur á
ÍSí 1. deild karla í körfuknattleik
í síðustu viku og fékk með því sín
fyrstu stig. Tapiö var mikiö áfall
fyrir Stúdenta, sem eru í barátt-
unni um sæti i úrvalsdeildinni en
flest bendir til þess að þeir fái
bæöi stigin þrátt fyrir allt. Þeir
hafa kært leíkinn á þeim forsend-
um aö einn leikmanna ÍH, Hólm-
geir Hólmgeirsson, hafi ekki ver-
ið oröinn löglegur með Hafnar-
fjarðarliðinu eftir félagaskipti úr
Létti, og málið er nú hjá dómstóli
íþróttabandalags Hafnarfjaröar.
Zetterberg
íhópiSvía
Par Zetterherg, leikmaður meö
Anderlecht í Belgíu, hefur veriö
valinn í sænska landslíðshópinn
í knattspyrnu fyrir leik gegn Ung-
verjum i Evrópukeppninni i
næstu viku. Zetterberg, sem lék
mjög vel með Svíum á síðasta
ári, meiddist illa á hné i febrúar
og missti af HM í sumar.
Einn landsliðs-
maður meðZlín
FH-ingum hefur gengið erfiö-
lega að fá upplýsingar um mót-
herja sína í Evrópukeppninni um
næstu helgi, Zlín frá Tékklandi.
Þeir vita nánast það eitt að með
því leikur Ilrazja Karel, 33 ára
fyrrum landsliðsmaður með 153
landsleiki aö bakí, og þrír hafa
spilað með unglingalandsliði.
Zlín tapaði bikarúrslitaleiknum
gegn Dukla Prag í fyrra með einu
marki en Dukla varö jafniramt
meistari.
Leikir FH og Zlín fara fram í
Kaplakrik'a, sá fyrri á laugardag-
inn klukkan 16.30 og sá síðari á
sunnudagskvöldið klukkan 20.
Suttonenn úti
Chris Sutton, dýrasti knatt-
spymumaöur Bretlandseyja,
kemst ekki enn í landslið Eng-
lendinga - sem leikur æfingaleik
við Nígeríu 14. nóvember - þrátt
fyrir að Ian Wright sé meiddur.
Terry Venables valdi Sutton
hins vegar í 2l-árs lið enskra.
Guðmundur bestur
hjá Þórsurum
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Guðmundur Benediktsson var kjörinn
„leikmaður ársins“ hjá Þór á Akureyri í lok
keppnistímabilsins.
Það kjör kemur fáum á óvart, en Guðmund-
ur, sem lék nú sitt fyrsta heila keppnistíma-
bil með mfl. hér á landi, átti stórgott tímabil
með Þór og vakti mikla athygli. Arnar Bill
Gunnarsson var kjörinn leikmaður 2. flokks
og Bjarni Freyr Guðmundsson efnilegasti
leikmaðurinn bæði í 2. fl. og meistaraflokki.
Þá fékk Ólafur Pétursson, markvörður meist-
araflokks, sérstaka viðurkenningu.
Borðtennis:
IngólfurogEva
unnu Pepsi-mótið
Ingólfur Ingólfsson sigraði
Guðmund E. Stephensen í úr-
slitaleik í meistaraflokki karla á
Pepsi-mótinu í borðtennis sem
fram fór í TBR húsinu á sunnu-
daginn. Guðmundur vann fyrstu
lotuna, 21-18, en Ingólfur hinar
tvær, 21-14 og 21-16.
Eva Jósteinsdóttir vann Lilju
Rós Jóhannesdóttur í úrslitaleik
í meistaraflokki kvenna.
Víkingar voru mjög sigursælir
á mótinu og unnu alla ílokka.
Hættu þessum skrípalátum
eða þú verður eins og ég
- George Best hefur miklar áhyggjur af framtíð Ryans Giggs
George Best, einn mesti glaum-
gosi enskrar knattspyrnu fyrr og
síðar, hefur miklar áhyggjur af
Ryan Giggs, táningnum efnilega
hjá Manchester United. Best tók
ljúfa lífið iðulega fram yfir knatt-
spyrnuna á sínum yngri árum og
er það talið hafa staðið hæfileikum
og frammistöðu þessa snillings á
knattspymuvellinum fyrir þrifum
á árum áður.
Ryan Giggs hefur verið mikið í
fjölmiðlum á Bretlandseyjum und-
anfarna mánuði. Giggs hefur sést
með hinúm og þessum konum og
lifað ljúfu lífi að því er virðist. Nú
á efri árum hefur Best róast tölu-
vert og séð sjálfan sig í Giggs að
mörgu leyti. Skilaboð Best til Giggs
eru einfold: „Hættu þessum skrípa-
látum eða þú verður alveg eins og
ég.“
Best segir aö hann og Giggs eigi
ótrúlega margt sameiginlegt. Best
lék fyrst sem táningur í liði Man.
Utd og var álitinn einn efnilegasti
knattspyrnumaður landsins um
árabil, líkt og Giggs. Báðir höfðu
þeir útlitið með sér og þénuðu heil
ósköp af peningum. „Stúlkurnar
voru alltaf til staðar og allir vinir
mínir vildu drekka meö mér. Nú
skoðar maður blöðin og þá er Giggs
með þessari stúlku einn daginn og
uuMni hinn
Ferguson að
stöðva þessa þróun og knattspyrnu-
ferill Giggs sé þegar í mikilli hættu.
Giggs er mjög mikið í fiölmiðlum
og þegar má sjá þess merki á hans
leiki með United,“ segir Best sem
endaði sinn feril hjá United 28 ára
gamall. Og allir vita ástæðuna,
kvennafar og drykkjuskapur.
Best lék á sínum tíma 349 leiki
með United og skoraði í þeim 134
mörk. í dag er Best 48 ára gamall
og viU gera aUt sem hægt er til aö
afstýra því að Ryan Giggs feti í fót-
spor hans. Giggs hefur leikið 128
leiki með United og skorað 28 mörk.
Hann hefur ekki náð sér á strik á
þessu tíma-
bili, hverju
sem um er að
kenna. Best
segir að mál-
ið sé einfalt
varðandi
Giggs og
skUaboð
hans séu ein-
föld: „Þú verður að einbeita þér að
knattspyrnunni. Ef þú gerir það
ekki á knattspyrnuvelUnum munt
þú missa allt annað. Peningana,
auglýsingasamninga og konunar.
Þetta mun aUt hverfa."
Iþróttir
Austurbakki og KKÍ semja
Körfuknattleikssamband íslands og Austurbakki hf. hafa endurnýjað samn-
ing sinn til þriggja ára en samstarfið hefur staðið yfir í átta ár. Austurbakki
hf. sér KKÍ fyrir boltum, skóm og fatnaði á landshðin, auk þess að styrkja
sambandið með ýmsu móti. Á myndinni skrifa Árni Þór Árnason, forstjóri
Austurbakka, og Kolbeinn Pálsson, formaður KKÍ, undir samninginn, sem
metinn er á rúmar fimm millj ónir króna. DV-my nd Bry nj ar Gauti
Karen og Sigurpáll
„kylf ingar ársins“
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
Karen Sævarsdóttir, Golfklúbbi Suðurnesja, og SigurpáU Geir Sveins-
son, Golfklúbbi Akureyrar, voru kjörin „kylílngar ársins" á uppskeruhá-
tíð Félags meistaraflokkskylfinga sem haldin var um helgina.
EfnUegasti kylfingurinn var kjörinn ÞorkeU Snorri Sigurðsson, Golf-
klúbbi Reykjavíkur, og Kristín Elsa Erlendsdóttir, Golíklúbbi Akureyrar,
kjörin bjartasta vonin, en hún er aðeins 12 ára með 15 í forgjöf.
Þá voru veittar viðurkenningar fyrir ýmis afrek unnin á golfvöllunum
í sumar. Björgvin Sigurbergsson úr KeUi var með lægsta meðalskor úr
mótum sumarsins, 74,33 högg, og hann fékk einnig flesta „fugla“. Eins
og undanfarin ár var Sigurður Hafsteinsson, GoUklúbbi Reykjavikur, sá
meistaraflokkskylfingur í karlaflokkl sem hitti flestar brautir i upphafs-
höggi eða í 68% tilvika, og Þórdís Geirsdóttir úr Keili var hæst í kvenna-
flokki með 75% árangur, Með fæst pútt að jafnaði var KeUismaðurimi
Sveinn Sigurbergsson með 30 pútt að jafnaöi. Loks var Siguijón Arnars-
son, Golfklúbbi Reykjavikur, sá sem oftast hitti flatir í þeim höggafiölda
að þurfa tvö pútt tU að ná pari.
Danskir fjölmiðlar:
Ánægðir með sína
menn í Reykjavík
Danskir íþróttafréttamenn, sem fylgdust með
Alþjóða Reykjavíkurmótinu í handknattleik, fara
fógrum orðum um mótið og segja að íslendingar
séu vel í stakk búnir að halda heimsmeistaramót-
ið í maí næsta vor. í Ekstra Bladet segir blaða-
maðurinn að stemningin á landsleik íslands og
Danmerkur í Kópavogi hafi verið sérlega
skemmtUeg og sér minnisstæð. Hann segir húsið
mjög gott í aUa staði.
Ekstra Bladet segir að fyrri hálfleikur Dana
gegn íslendingum hafi verið besti hálfleikur
danska liðsins í langan tíma. í síðari hálfleik
hafi liðið gert afdrifarík mistök og ekki hafi held-
ur bætt úr skák að norsku dómararnir dæmdu
danska liðinu aUt í mót.
Danskir fiölmiðlar eru fulUr bjartsýni fyrir
heimsmeistaramótið og segja engan vafa á því
að þjálfari liðsins, Svíinn Schefvert, sé á góðri
leik með Uðið. Nógur tími sé til stefnu og spenn-
andi verði að fylgjast með Uðinu fram að heims-
meistaramótinu.
í bikarleikinn
„Raunhæft að Island
stef m a þriðja sætið
66
Gylfi Kristjártsson, DV, Akureyri:
„Ég á ekki von á því að okkar
menn verði heimsmeistarar, tU
þess eru lið Svíþjóðar og Rússlands
allt of sterk og reyndar í allt öðrum
gæðaflokki en önnur landsUð í
heiminum i dag. Hins vegar finnst
mér raunhæft að ísland leiki um
3. sætið í mótmu i vor, og það er
markmið sem stefna á að,“ segir
AUreð Gíslason, handboltamaöur
úr KA og fyrrverandi landsliðs-
maður, um möguleika íslands i
HM-keppninni hér á landi í vor.
Alfreð segir að ýmislegt hafi verið
jákvætt við leik okkar manna í al-
þjóðamótinu í síðustu viku. „Mér
fannst t.d. frammistaða Dags í hlut-
verki leikstjórnanda ágæt, hann
hefur ekki spilað mikiö með lands-
liöinu en stóð sig ágætlega. Þá er
ég sérstaklega ánægður með
frammistöðu Patreks. Hann hefði
reyndar átt að fá tækifæri fyrr í
mótinu en hann stóð sig mjög vel
og leikur t.d. mun betri vörn en
áöur.
Hægra hornið var ekki gott,
Bjarki náöi sér ekki á strik en
Konráð kom mér á óvart í vinstra
horninu og stóð sig vel. Þá
Bergsveinn mjög vel i þessum leikj
um.
Það sem er að í þessu liði er
menn vantar meiri samæfingu því
þarna eru margir nýir raenn
koma inn og það vantar t.d. betri
tæmingu í sóknarleikinn. Þá þurf-
um við aö nýta betur færin
gefast, þau voru t.d. mjög mörg
leiknum gegn Svíum en þeir létu
markmanninn verja aUt of mikið
frá sér. Varnarleikur liðsins hefði
að mínu mati mátt vera betri,
vörnin var þó góð á köflum.
Við verðum að athuga að íslenska
Uðið er ungt liö sem er að mótast.
Þegar Uðið kemur út í keppni eins
og heimsmeistarakeppnina í vor
þá spilar ýmislegt inn í, svo sem
hvort strákarnir standast það álag
og þá pressu sem verður á þeím,
hvort þeir hafa einhverja hepþni
með sér, en að öllu samanlögðu þá
tel ég að 3. sætið í vor eigi að vera
raunhæfur möguleiki sem menn
geta stefnt aö,“ segir Alfreð Gisla-
son.
Markalaust
á City Ground
Nottingham Forest og Newc-
astle gerðu markalaust jafntefli á
City Ground í Nottingham í
ensku úrvalsdeUdinni í gær-
kvöldi.
Staöa efstu liða:
Newcastle.14 10 3 1 31-13 33
Blackburn 14 9 3 2 28-12 30
Manch. Utd ...13 9 1 3 23-10 28
Nott.Forest...l4 8 4 2 25-14 28
Liverpool.13 8 2 3 29-13 26
Steina margt
til lista lagt
Þorsteinn Gunnarsson, DV, Eyjum:
Þorsteini Hallgrímssyni, fyrr-
verandi íslandsmeistara í golfi,
frá Vestmannaeyjum er ýmislegt
til Usta lagt. Hann gerði sér lítið
fyrir á stigamóti í snóker um síð-
ustu helgi og vann fyrrverandi
heimsmeistara unglinga, Kristj-
án Helgason, í úrslitaleik, 3-2.
„Ég hef leikiö nokkuð mikið
snóker í gegnum tíðina með Eð-
varði Matthíassyni sem núna er
að reyna fyrir sér í atvinnu-
mennsku. Sigurinn kom mér
skemmtilega á óvart,“ sagði Þor-
steinn Halgrímsson. Þorsteinn
hefur átt í þrálátum bakmeiðsl-
um en segir niðurstöðu að vænta
úr rannsóknum.
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Valdimar Grímsson stefnir ótrauður á
að leika með KA í bikarleiknum gegn Vík-
ingi sem verður á Akureyri í lok mánaðar-
ins. Fram að þeim tíma leikur KA tvo leiki
í íslandsmótinu, gegn ÍH á útivelU og gegn
FH á Akureyri og Valdimar missir af þess-
um leikjum.
Valdimar fór í aðgerð á hné í síðustu
viku, en meiðsU hafa háð honum í aUan
vetur þótt hann hafi jafnan spUað í leikj-
um KA. Um er m.a. að ræða Uðþófa-
meiðsU og sennilega teflir Valdimar á tæp-
asta vað með því að ætla sér í bikarleikinn
gegn Víkingi.
í leik KA og Víkings í 1. umferð íslands-
mótsins skildu liðin jöfn í miklum hörku-
leik á Akureyri. Það er því víst að bikar-
leikurinn verður hörkuviðureign og ekki
nokkur möguleiki að sjá fyrir hver niður-
staða þeirrar rimmu getur orðiö.
HM fatlaðra í sundi:
Heimsmet hjá Sigrúnu
Sigrún Huld Hrafnsdóttir í flokki þroskaheftra sigraði í 50 m bringusundi
kvenna á HM fatlaðra á Möltu í gær. Sigrún varð í fyrsta sæti á tímanum
41,84 sek. sem er nýtt heimsmet. Bára B. ErUngsdóttir keppti í sama sundi
og varð í fjórða sæti.
Kristín Rós Hákonardóttir vann til silfurverðlauna í 100 m bringusundi
þegar kom kom í mark á nýju íslandsmeti, 1:42,40 mínútum.
Hilmar Jónsson komst í úrslit í 50 metra bringsundi í flokki þroskaheftra
og varð í 8. sæti á tímanum 38,71 sekúndum sem er nýtt íslandsmet.
Birkir R. Gunnarsson varð í fimmta sæti í flokkum B-1 og B-2 í 100 m flug-
sundi á 1:16,13 mínútum.
Þá vann Pálmar Gunnarsson silfurverðlaunin í 100 m skriðsundi í flokki S-3
í fyrradag en hann synti á 2:08,71 mínútum sem er nýtt íslandsmet.
Þessir kappar leggja upp i (erð tii Suður-Afríku á morgun og munu þeir
taka þátt í heimsmeistarakeppni áhugamanna í snóker sem fer fram í Jó-
hannesarborg 12.-26. nóvember. Til vinstri er Kristján B. Helgason, heims-
meistari unglinga í fyrra, og til hægri er Jóhannes R. Jóhannesson.
DV-mynd Hson
Andri handsalar samninginn við Fjölni í gærkvöld. Á myndinni frá vinstri eru Kári Jónsson, formaður meistaraflokksráðs
Fjölnis, Andri Marteinsson og Haraldur Haraldsson í meistaraflokksráði Fjölnis. DV-mynd ÞÖK
Valdimar ætlar
Andriráðinn
þjáKari Fjölnis
Andri Marteinsson var í gærkvöldi
ráðinn þjálfari 3. deildar liðs Fjölnis
í knattspyrnu og skrifaði hann undir
tveggja ára samning viö félagið. Sam-
hliða þjálfuninni mun hann einnig
spila með liðinu sem hafnaði í þriðja
sæti á sínu fyrsta ári í 3. deild á síð-
asta keppnistímabili undir stjórn
Magnúsar Þorvaldssonar.
Andri, sem er 29 ára gamall, hefur
leikið með FH-ingum við góðan orðs-
tír undanfarin 5 ár en á alls að baki
183 leiki í 1. deild. Eftir íslandsmótiö
í fyrra gekk hann til liðs við norska
1. deildar liðið Lyn en líkaði ekki
vistin og kom aftur til FH snemma
sumars. Andri hefur leikið 20 leiki
með A-landsliði íslands, þá síðustu
gegn Sádi-Aröbum og Bandaríkja-
mönnum í apríl í vor.
„Metnaður minn er í rauninni far-
inn að stefna á önnur mið. Ég hef
stefnt að því að fara út í þjálfun síð-
ustu árin og hef reynt að mennta
mig sem slíkan. Þetta er mjög spenn-
andi verkefni og ég sé þarna frábært
tækifæri til að sanna mig sem þjálf-
ari í góðri umgjörð. Samningur minn
við Fjölni er uppsegjanlegur af
beggja hálfu eftir eitt ár þannig að
ég hef alltaf færi á að snúa til baka
ef ég finn að þetta er eitthvað sem
ég er ekki tilbúinn til að gera strax,"
sagði Andri við DV í gærkvöldi.
„Þetta er stór stund fyrir okkur
Fjölnismenn. Við erum mjög ánægð-
ir með hafa náð samningum við
Andra og væntum góðs af verkum
hans. Fjölnir er ungt félag með mik-
inn metnað og við teljum mikla lyfti-
stöng fyrir félagið að fá Andra til liðs
við okkur,“ sagði Kári Jónsson,
formaður meistaraflokksráðs Fjöln-
is, við DV í gærkvöldi.
Fyrsti sigur SA Spurs
- Moses Malone setti nýtt met í NB A-deildinni í nótt
Varamenn Chicago Bulls áttu
mjög góðan leik í nótt er Chicago
sigraði 76ers örugglega í NBA-
deildinni í körfuknattleik.
Það var Króatinn Toni Kukoc
sem fór fremstur í flokki og hefur
aldrei á ferlinum skorað fleiri stig
í leik: „Ég fann mig mjög vel í þess-
um leik og það gaf mér aukið sjálfs-
traust að fá að taka þátt í þessum
leik. Við lékum mjög góða vörn í
fjórða leikhluta og það lagði grunn-
inn að sigrinum," sagði Kukoc eftir
leikinn. Þess má geta að varamenn
Chicago skoruðu alls 62 stig í leikn-
um gegn 13 stigum varamanna
76ers. Atlanta gaf eftir á enda-
sprettinum gegn Utah Jazz en að-
eins munaði einu stigi á liðunum
þegar rúmar 3 mínútur voru til
leiksloka. Atlanta hefur ekki enn
unnið leik á tímabilinu.
Sömu sögu er að segja af New
Jersey Nets sem tapaði fyrir Spurs
í nótt en Spurs vann þar slnn fyrsta
sigur í vetur en örugglega ekki
þann síðasta. Gamli lurkurinn
Moses Malone, nú varamiðherji
Spurs, skoraði úr vítaskoti númer
9000 á ferlinum og er Malone fyrsti
leikmaöur NBA-deildarinnar sem
slikt gerir.
• Þeir Charles Barkley og Danny
Ainge léku ekki með Phoenix Suns
gegn Miami, aðfaranótt mánudags-
ins. Kevin Johnson fór á kostum
þrátt fyrir að leika meiddur á fæti:
„Fyrst Barkley og Ainge léku ekki
varð ég að vera með. Við sigruðum
en vitum þó að margt má betur
fara í leik okkar. Vörnin er til dæm-
is hræðilega léleg hjá okkur,“ sagði
Johnson eftir sigurinn.
Úrslit í NBA-deildinni í nótt:
Chicago-Philadelpia 76ers.. 98- 83
Kukoc 28, Pippen 22/10 - Malone
25, Weatherspoon 20.
San Antonio-NJ Nets......105- 96
Elliott 23, Robinson 18/19, Person
18 - Edwards 22, Anderson 18.
Utah Jazz-Atlata Hawks....104- 86
Malone 28/9, Bond 14 - Augman
24, Lang 17, Norman 15.
Aðfaranótt mánudags
Phoenix Suns-Miami Heat... 119-107
Johnson 29, Person 23, Majerle
20/15 - Rice 23, Smith 22.