Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Page 32
Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994. Hafnarfjörður: Bókhaldsgögn listahátíðar sendtil skattstjóra Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að senda skattstjóra Reykjaness bókhaldsgögn fyrirtæk- isins Listahátíð Hafnaríjarðar hf. til frekari meðferðar vegna rökstudds gruns um skattalagabrot, skjalafals og ótvíræða bókhaldsóreiðu. Þetta var ákveðið í samræmi við áht bæj- arlögmanns Hafnarfjarðar á auka- fundi í bæjarráði í gær. „Bókhaldsleg vinnubrögð vegna hstahátíðarinnar voru ámælisverð og öll bókhaldslög þverbrotin. Við fengum bæjarlögmann og bæjarend- urskoðanda til að vinna áfram í mál- „4 inu og bæjarlögmaður lagði mat á hvað bæri að gera. Máhð hefur kom- ið th meðferðar skattstjóra Reykja- nesumdæmis og því vhjum við vísa málinu til hans. Það er eðlilegt að skattayfirvöld skoði málið og fehi sinn dóm yfir þeim sem hlut eiga að máli. Þau taka varla mhdhega á því þegar menn gerast sekir um ótví- ræða bókhaldsóreiðu, skattlagabrot og skjalafals," segir Magnús Gunn- arsson, formaður bæjarráðs í Hafn- arfirði. Sjúkraliöar: Undirbúa verk- f all á föstudag Sáttafundur verður í deilu sjúkra- hða og ríkisins hjá ríkissáttasemjara í dag en verkfall hefur verið boðað á miðnætti á fimmtudag. Kristín A. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkra- liðafélagsins, segist búast við verk- fahi þar sem samningaviðræður hafa reynst árangurslausar. Sjúkrahðar hafa undirbúið verk- fall að undanfórnu. Þeir hafa skipað undanþágunefnd fyrir þá spítala sem hafa neyðarlista og fært út verksvið nefndarinnar þannig að hún geti einnig fjallað um undanþágur á stofnunum sem enga neyðarlista hafa. Sjúkraliðar hittast á trúnaðar- mannafundi og félagsfundi síðdegis í dag. Þá eru fyrirhugaöir fundir með forsvarsmönnum Ríkisspítala og Borgarspítala. Eldur í potti Kona á Sehjarnarnesi brenndist lít- hlega þegar hún reyndi að slökkva eld sem kom upp í potti á eldavél heima hjá henni. Hún var flutt á slysadeild en einnig lék grunur á að hún hefði hlotið reykeitrun. Litlar skemmdir hlutust af brunanum. LOKI Er bókhald sérstök listgrein í Hafnarfirði? Veturinn hefur hopað um stund sunnan heiða. Þeir Magnús Guðmundsson og Horður Jónsson nýttu ser það i gær og léku golf á Nesvellinum. Veðrið var ekki síðra i morgun en í gær þannig að þeir félagar ættu að geta tekið annan hring í dag. DV-mynd Brynjar Gauti Hreppurinn fer við kaupfélagið - fyrrverandi sveitarstjóri, sem „heimilaði greiðslumar“, sat í kaupfélagsstjórn Reykhólahreppur mun fela lög- Bjarni P. Magnússon sveitarstjóri máli. Þegar Bjami hefði spurt manni sínum að annast málssókn í samtah við DV í gær. hvort hami hefði á sínum tíma fyrir dómstólum þar sem þess verð- Bjarni sagði að hann hefði haft heimilað að kaupfélagið tæki við urkrafistaðKaupfélagKróksfjarð- samband við starfsmann ráðuneyt- styrknum hefði hinn neitað því. í araess endurgreiði hreppnum á isins vegna greiðslnanna sem áttu bréfi frá Reinhard hefði annað fjóröu mihión króna sem kaupfé- að greiðast á kemhtölu hreppsins. lhjóð verið konhð í strokkinn. Þar lagið hefur móttekið sem greiöslur Þar hefðu þær skýringar verið segir meðal annars: vegna vegagerðar- og samgöngu- gefnar að fyrirmæh hefðu komið „Sé mið tekið af málavöxtum, mála frá árinu 1988. Hér er um að að vestan þess efnis að greiðslurn- eins og þeir voru og hér hefur ver- ræða greiðslur sem samgöngu- ar ætti að senda til kaupfélagsins. iö rakið, er líklegt að undirritaður nefnd Alþingis ætlaði hreppnum Óljóst var hver það var nákvæm- hafi á sínum tíma (1988) gefið, lík- en kaupfélagsstjórinn hefm- ávaht lega sem gaf fyrirmælin eða í hvaða lega símleiöis, heimhd til greiðslu móttekið. Samþykkt hefur aldrei heimild var vísað. styrksins th kaupfélagsins." verið gerð um það í hreppsnefnd Bjarni sagði jafnframt að Rein- Á þeim tíma sem um ræðir sat aðkaupfélagiömættitaka viðþess- hard Reynisson, fyrrverandi sveit- Reinhard einnig í stjórn kaupfé- um greiðslum.' Þetta staðfesti arstjóri, hefði orðið tvisaga í þessu lagsins. Veörið á morgun: Hægaust- an- og suð- austanátt Á morgun verður austan- og suðaustanátt, víðst fremur hæg. Skúrir verða við suður- og suð- austurströndina en að mestu úr- komulaust annars staðar. Veðriö í dag er á bls. 28 Ólafur Ragnar Grímsson: Bíður með van- trauststillögu fram að helgi „Ég hef ákveðið eftir viðræður við einstaka þingmenn úr öllum flokk- um að bíða eftir skýrslu Ríkisendur- skoðunar og gefa félagsmálaráð- herra og ríkisstjórninni nokkurra daga frest eftir það áður en ég legg fram vantrauststillögu. Ég tel að þeg- ar verið er að reyna að siðbæta ís- lensk stjómmál sé betra að menn, sem ástæða er til að segi af sér, geri það sjálfir en séu ekki þvingaðir til þess,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður í morgun um væntan- lega vantrauststillögu hans á Guð- mund Árna Stefánsson. Tahð er að skýrsla Ríkisendur- skoðunar um embættisfærslur Guð- mundar Áma komi síðar í vikunni. Flugmannadeilan: Enn og aftur kominíhnút Kjaradeilan milh Félags íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, og flug- manna Atlanta er enn og aftur kom- in í hnút eftir að shtnaði upp úr samningaviðræðum hjá Ríkissátta- semjara í nótt. Sátu deiluaðhar á 11 klukkustunda sáttafundi og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Tryggvi Baldursson, formaður FÍA, sagði við DV í morgun að hlut- irnir hefðu verið farnir að skýrast þegar shtnaði upp úr á endapunkti viðræðna í nótt. Að hans mati sner- ist málið um aö félagsmenn FÍA hefðu ekki sama rétt th vinnu og fé- lagsmenn Fijálsa flugmannafélags- ins, FFF, hjá Atlanta. Ekki náðist í fulltrúa FFF og Atlanta í morgun. Seðlaveski með LSDfannstá Laugaveginum Fikniefnadehd lögreglunnar hefur í vörslu sinni 50 skammta af LSD sem voru í seðlaveski sem fannst á Laugaveginum. Vegfarandi kom á lögreglustöðina með fíkniefnin og veskið. Lögreglan óskar eftir því að eigandi veskisins gefi sig fram þótt lítil von sé th þess. LSD fíkniefni er í strimlaformi. Pappaspjaldi er dýft ofan i sýru og situr efnið eftir á pappanum. Að sögn Kristjáns Inga Kristjánssonar, yfir- . manns fíkniefnadeildar, getur snert- ing við strimlana með fingurgómun- um orðið þess valdandi að efnið kom- ist inn í líkamann. Hefði þetta því getað skapað mikla hættu hefðu börn komist í efnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.