Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Blaðsíða 22
34 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 Afmæli Ingileif Bryndí s Hallgrímsdóttir Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir húsmóðir, Lynghaga 13, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Ingileif fæddist við Thorvaldsen- stræti við Austurvöll í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá MR1938. Ingileif situr í stjórn H. Benedikts- son hf., er stjómarformaður Nóa- Síríus hf., situr í stjórn Ræsis og stjómHreinshf. Fjölskylda Ingileif giftist 22.5.1948 Gunnari Pálssyni frá Hrísey, f. á Ólafsfirði 28.12.1911, d. 13.11.1976, skrifstofu- stjóra. Foreldrar Gunnars vom Páll Bergsson, kaupmaður og útgerðar- maður á Ólafsfirði og í Hrísey, og Svanhildur Jörundsdóttir húsmóð- ir, dóttir Jörundar, hákarlafor- manns og útvegsb., Jónssonar og Margrétar Guðmundsdóttur. Systkini Gunnars voru tólf en á lífi nú er ein systir hans, Guðrún, húsmóðir í Reykjavík, ekkja Héðins Valdimarssonar. Önnur systkini Gunnars vora Svavar eldri; Eva, húsmóðir á Akureyri; Hreinn, óperusöngvari og forstjóri BP; Gest- ur, lögfræðingur og leikari í Reykja- vík; Bjami vélstjóri; Margrét, hús- móðir í Reykjavík; Jörundur, arki- tekt og listmálari í Reykjavík; Berg- ur, skipstjóri á Akureyri; Svavar endurskoðandi og framkvæmda- stjóri Sementsverksmiðjunnar. Auk þess létust tvö systkini Gunnars í bamæsku. Sonur Gunnars frá því fyrir hjónaband er Hjálmar, f. 1945, kvæntur Sjöfn Jóhannsdóttur og eiga þau þrjú börn, Jóhann, Katrínu ogMagnús. Böm Gunnars og Ingileifar eru Hallgrímur, f. 25.9.1949, rafmagns- verkfræðingur og forstjóri Ræsis hf., kvæntur Steinunni Helgu Jóns- dóttur, f. 12.3.1950, kennara í sænsk- um bókmenntum, og eiga þau þrjú börn, Ingileif Bryndísi, f. 6.5.1975, Sigrúnu, f. 8.12.1981, og Áslaugu, f. 10.8.1984; Páll, f. 20.5.1951, líffræð- ingur; Gunnar Snorri, f. 13.7.1953, sendiherra í Genf; Áslaug, f. 19.8. 1959, píanókennari, gift Þór Þorláks- syni, f. 18.9.1958, hagfræðingi viö Landsbankann en börn þeirra eru Ingileif Bryndís, f. 14.1.1985, Gyða Björg, f. 31.1.1987 og Gunnar Þorlák- ur,f. 20.10.1992. Bræður Ingileifar: Bjöm, f. 17.4. 1921, forstjóri H. Benediktsson hf., kvæntur Sjöfn Kristinsdóttur, f. 12.8.1927 og eiga þau fjögur börn; Geir, f. 3.7.1923, d. í nóvember 1924; Geir, f. 16.12.1925, d. 1.9.1990, for- sætisráðherra, var kvæntur Ernu Finnsdóttur, f. 20.3.1924, og era börn þeirrafjögur. Böm Bjöms og Sjafnar eru Ás- laug, f. 28.12.1948, gift Gunnari Scheving Thorsteinssyni verkfræð- ingi; Kristinn, f. 17.4.1950, forstjóri Skeljungs, kvæntur Sólveigu Pét- ursdóttur, lögfræðingi og alþm.; Emelía Björg, f. 19.7.1954, blaðaljós- myndari; Sjöfn, f. 19.6.1957, gift Sig- urði Sigfússyni, útgerðartækni og sölustjórahjáSH. Börn Geirs og Ernu era Hallgrím- ur, f. 13.7.1949, lögfræðingur og stjórnarformaður Árvakurs, kvæntur Aðalbjörgu Jakobsdóttur; Kristín, f. 19.3.1951, bókasafnsfræð- ingur, gift Frey Þórarinssyni dr. í jarðfræði; Finnur, f. 8.6.1953, dr. í hagfræði og forstjóri Nóa-Síríus, kvæntur Steinunni Þorvaldsdóttur kennara; Áslaug, f. 7.10.1955, dr. í jarðfræði. Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir. Foreldrar Ingileifar vora Hall- grímur Benediktsson, f. 20.7.1885, d. 26.2.1954, forstjóri H. Benedikts- son hf„ alþm. og forseti borgar- stjórnar, og k.h., Áslaug Geirsdóttir Zoéga, f. 14.8.1895, d. 15.8.1967, hús- móðir. Margrét Pálína Gústafsdóttir Margrét Pálína Gústafsdóttir klæð- skeri, Suðurgarði24, Keflavík, er níutíu og fimm ára í dag. Starfsferill Margrét fæddist á Stokkseyri og átti þar heima til sjö ára aldurs en íluttist þá með foreldrum sínum til Stykkishólms. Móðir hennar lærði karlmannafatasaum hjá dönskum manni sem hingað kom en Margrét lærði fatasaum hjá móður sinni, öðlaðist síðar meistararéttindi í greininni og stundaði fatasaum frá sautjánáraaldri. Hún varð ráðskona að Bergvík í Leiru er hún var nítján ára en hús- afmælið 10. nóvember 85 ára Kolbrún Bjömsdóttir, Geitlandí 4, Reykjavík. Jensína Andrésdóttir, Barmahlíð, Reykhólum, Reykhólahreppi. 50 ára 80ára Jóhann Jóhannesson, Bröttugötu 4b, Borgamesi. Sigríður Sveinsdóttir, ÁsmundarstööumlV, Ásahreppi. Fjóla Ingþórsdóttir, Dalatangal9, Mosfellsbæ. Sigurbjörg Smith, Urðarbakka 36, Reykjavík. 70ára 40 ára Birna Friðriksdóttir, Eiðsvallagötu 8, Akureyri. Guðmundur Guðmundsson, Kvígindisdal, Reykdælahreppi. 60 ára BjarniJónsson, Kópsvatni I, Hrunamannahreppi. Ragnheiður J. Gissurardóttir, Borgarbraut 25, Borgarnesi. Þorbjörn Valur Þórðarson, Víkurtúni 5, Hólmavíkurhreppi. Dröfo Árnadóttir, Aðalstræti 125, Patreksfirði. Jón Friðhólm Friðriksson, Klapparstig3, Sandgerði. Bergþóra Stefánsdóttir, Sæbakka26a, Neskaupstað. bóndinn þar var þá ekkill með sex ung börn. Hún giftist húsbóndan- um þar tveimur árum síðar. Þau bjuggu fyrstu árin í Bergvík, síðan í Hrúðunesi í Leiru en fluttu til Reykjavíkur 1929. í Reykjavík tók Margrét heima- saum og 1940 stofnaði hún nærfata- gerðina Max við Hverfisgötu og síð- ar kápusaumastofu þar. Margrét flutti til Bandaríkjanna 1949 þar sem hún vann á ýmsum saumastofum í New York. Þá að- stoðaði hún mann við að setja á stofn prjónastofu þar sem hún bæði sneiöogsaumaði. Hún kom til íslands fyrir sjö áram og dvaldi hjá dóttur sinni, Monu, og manni hennar, Sigur- birni, í Keflavík en er nú vistmaður á öldrunardeildinni Víðihlíð í Grindavík. Fjölskylda Eiginmaður Margrétar var Sím- on Guðmundsson, f. 11.11.1887, d. 8.10.1977, bóndi og sjómaður, sonur GuömundarSímonarsonarað , Klöpp í Miðnesi og síðar að Mels- húsi í Leiru, og k.h., Margrétar Símonardóttur húsmóður. Margrét og Símon shtu samvistum eftir tuttugu og sex ára sambúð. Margrétog Símon eignuðust sex börn og komust fjögur þeirra til fullorðinsára. Börn þeirra: Einar Símonarson, f. 6.2.1920, d. samaár; Einar Símonarson, f. 19.5.1921, d. 12.12.1981, múrari í Reykjavík, en eftirlifandi kona hans er Jónína Valdís Eiríksdóttir og eignuðust þau fimm böm; Gústaf Pálmar Símonarson, f. 29.10.1922, prentari í Reykjavík, kvæntur Lilju I. Sigur- jónsdóttur, og eignuðust þau fimm börn; Margrét Símonardóttir, f. 12.7.1924, ekkja eftir Viggó Óskar Sveinsson pípulagningameistara en þau eignuðust fimm böm og eru þrjú þeirra á lífi; Jóna Símonar- dóttir, f. 1926, d. sama ár; Mona Erla Símonardóttir, f. 24.11.1927, gift Sigurbimi Reyni Eiríkssyni húsasmið og eignuðust þau fimm börn. Auk sinna eigin barna ólu Mar- grét og Símon upp að mestu leyti dótturdóttur Símonar af fyrra hjónabandi, Emu Þórðardóttur, f. 29.10.1936, sem er gift Hallgrími Margrét Pálína Gústafsdóttir. Friðrikssyni, húsasmiði í New York, og eiga þau fjögur böm. Margrét átti níu systkin en fimm þeirra dóu í barnæsku. Þau sem upp komust: Baldvin, f. 14.9.1888, látinn; Jóhanna Gústa, f. 29.9.1892, d. 1.12.1911; Sigríður, f. 14.6.1901, d. 11.12.1963; Jón, f. 28.1.1903, d. 12.1.1957. Foreldrar Margrétar voru Gústaf Ámason, f. 10.3.1857, d. 22.8.1914, trésmiður í Ártúnum II á Stokks- eyri, síðar í Stykkishólmi, og k.h., Jóhanna Pálína Margrét Magnús- dóttir, f. 1.9.1862, d. 23.2.1917, hús- móðir og saumakona. Jóakim Hjartarson ÆTTFRÆÐI Námskeið - ættfræðibækur gamlar og nýjar - sam- antekt á ættum - ráðgjöf og aðstoð við ættarleit. Ný ættfræðinámskeið byrja bráðlega (15-21 klst. grunnnám- skeið; einnig námskeið úti á landi og framhaldsnámskeið). Lærið að rekja sjálf ættir ykkar og notfærið ykkur frábæra rannsóknaraðstöðu. Ættfræðiþjónustan tekur að sér gerð ættar- talna, ráðgjöf o.fl. verkefni og býður upp á vinnuaðstöðu við ættarleit. Á annað hundrað nýlegra og eldri ættfræði- og æviskrárrita til sölu, m.a. Bergsætt, Strandamenn, Briems- ætt, Knudsensætt, Múraratal, Reykjaætt af Skeiðum, Víkings- lækjarætt, Hallbjamarætt, Vigurætt, Thorarensenætt, Laxdælir, Svalbarðsstrandarbók, Frá Hvanndölum til Úlfsdala (siglfirzkt), Önfirðingar, Ölfusingar, Kefivíkingar, Vatnsleysustrandar- bókin, nafnalyklar við manntöl 1801 og 1845, Ættarbókin o.m.fl. Ættfræðibók er jólagjöf við hæfi margra. Magn- afsláttur. Sértilboð til 5. desember. Bóksöluskrá send ókeypis. Uppl. alla daga í símum 27100 og 22275 kl. 10-17 og 20-22. VI&A Ættfræðibiónustan.Brautarhoiti 4. s. 27100 EUR.Q Jóakim Hjartarson, skipstjóri frá Hnífsdal, nú til heimihs að Hæðar- garði 29, Reykjavík, er sjötíu og fimmáraídag. Starfsferill Jóakim fæddist í Hnífsdal og átti þar heima fram á þetta ár. Hann stundaði nám við Vélskóla íslands í Reykjavík 1939-40 og Stýrimanna- skóla Islands 1942^3. Jóakim hóf sjómennsku um ferm- ingu. Hann var skipstjóri á ýmsum bátum á áranum 1943-67, var síðan verkstjóri hjá Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal en þar starfaði hann til 1993. Jóakim var einn af stofnendum Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal 1941, var varamaður í stjórn frá 1951 og sat í aðalstjóm 1967-94. Hann var einn af stofnendum Miðfells hf. 1964 sem gerir út togarann Pál Pálsson ÍS-102 og var þar stjómarmaður frá upphafi til 1994, lengst af stjórnar- formaður, sat í stjórn Mjölvinnsl- unnar hf. í Hnífsdal 1970-94, í stjórn ísfangs hf. á ísafirði 1982-94 og er einn af stofnendum Slysavarnafé- lagsins í Hnífsdal 1934. Fjölskylda Jóakim kvæntist 9.11.1947 Ólafíu Gúöfinnu Alfonsdóttur, f. 17.5.1924, húsmóður. Hún er dóttir Alfons Gíslasonar, hreppstjóra og sím- stöðvarstjóra í Hnífsdal, og Helgu Sigurðardóttur húsmóður. Börn Jóakims og Ólafíu eru Gréta, f. 4.9.1948, sérkennari við skóla heymarskertra í Ósló, gift Odd Trygve Marvel hagverkfræðingi; Helga Sigríður, f. 20.10.1949, skrif- stofumaður hjá Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal, gift Sigurði Borgari Þórðarsyni, vélstjóra og starfs- manni hjá Órkubúi Vestfjarða, og eiga þau þrjú börn, Helgu, Halldór og Hildi; Jóakim Gunnar, f. 28.5. 1952, viðskiptafræðingur og fram- kvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar, kvæntur Sólveigu Þórhallsdóttur, hjúkrunarfræðingi á Heilsugæslu- stöðinni á Seltjarnarnesi, og eiga þau þrjú börn, Dóra, Grétu og Jóakim Þór; Kristján Guðmundur, f. 19.2.1958, sjávarútvegsfræðingur hjá Norðurtanganum á ísafirði, kvæntur Sigrúnu Sigvaldadóttur, meinatækni við Sjúkrahúsið á ísafirði, og eiga þau þrjú böm, Gísla, Ólafíu og Ingibjörgu; Aðalbjörg, f. 14.11.1959, viðskiptafræðingur og íjármálastjóri Kjötumboðsins hf. í Reykjavík og á hún eina dóttur, Heiðu. Systkin Jóakims: Margrét Ehsa- bet, f. 27.4.1917, ekkja eftir Bjarna Ingimarsson skipstjóra; Kristjana, f. 1.7.1918, gift Karh Kristjáni Sig- urðssyni skipstjóra; Ingibjörg Guð- ríður, f. 20.9.1923, var gift Friðrik Maríassyni sjómanni sem lést 1966. Hálfsystkin Jóakims vora Helga, f. 11.8.1904, d. 10.3.1990, var gift Halldóri Ingimarssyni skipstjóra; Jóakim Hjartarson. Sigríður, f. 12.4.1906, d. 9.9.1986, var gift Snæbirni Tryggva Ólafssyni skipstjóra; Jóakim, f. 5.4.1907, d. 11.4.1913; Guðrún, f. 21.5.1908, d. 1.10.1941, var gift Karh Ingimars- syni; Páh, f. 26.11.1910, d. 5.1.1911; Aðalbjörg, f. 22.1.1912, ekkja eftir Geir Ólafsson loftskeytamann; Jó- hanna Pálína, f. 22.2.1913, d. 16.11. 1913; María, f. 7.5.1914, ekkja eftir Guðjón Guðjónsson kaupmann sem lést 1986. Foreldrar Jóakims vora Hjörtur Guðmundsson, f. 2.2.1891, d. 4.3. 1967, formaður í Hnífsdal, og Mar- grét Krisfíana Þorsteinsdóttir, f. 9.4. 1889, d. 2.8.1958, húsmóðir. Mar'grét var ekkja Jóakims Pálssonar, f. 16.7. 1879, d. 17.12.1914, formanns í Hnífsdal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.