Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Page 11
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 11 DV Ólafsflörður: Bærinn kaupir kera- mikf yrirtækið Glit Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Ólafsfjaröarbær hefur fest kaup á keramikfyrirtækinu Glit hf. í Reykjavík og þessa dagana eru Ml- trúar bæjarins erlendis að ganga frá sölumálum við stórverslanir í Bret- landi og Svíþjóö sem keypt hafa tals- vert af framleiðsluvörum Glits und- anfarin ár. Jónína Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi á Ólafsfirði, segir að ekki sé ætlunin að bærinn standi lengi í rekstri fyrir- tækisins þótt bæjarfélagið hafi for- göngu um kaupin, heldur sé hug- myndin að stofna almenningshluta- félag um reksturinn sem fyrst. Fyrirtækið mun veita 10-12 manns atvinnu, en þessa dagana er verið að athuga með staðsetningu fyrirtækis- ins og koma tveir staðir til greina í því sambandi. Ólafsijarðarbær greið- ir 7 milljónir króna fyrir tæki, vélar og áhöld fyrirtækisins og einnig kaupir bærinn lager sem er í eigu Öryrkjabandalagsins sem rak Glit um tíma. Smásöluverð lagersins mun vera um 14 milijónir króna en hann fæst keyptur á heildsöluverði sem lætur nærri að sé helmingur af þeirri upphæð að sögn Jónínu Ósk- arsdóttur. Glit hf. var stofnað fyrir um 35 árum og hefur lengst af verið rekið af Orra Vigfússyni og fjölskyldu hans, en Öryrkjabandalagið rak fyr- irtækið um tima á þessum áratug. Þótt framleiðsla fyrirtækisins hafi fram til þessa aðallega verið seld inn- anlands til erlendra'ferðamanna er framtíð fyrirtækisins ekki síst talin liggja í sölu á erlenda markaði og eru Hálfdán Kristjánsson bæjarstjóri og Þorsteinn Ásgeirsson, forseti bæjar- stjórnar, erlendis þessa dagana að vinna að markaðsmálum. Það er líf og fjör i fríminútunum hjá krökkunum i Grunnskóla Ólafsfjarðar. Þegar DV var þar á ferð voru „löngu frímínútur" og krakkarnir klifruðu af mikilli fimi í leiktækjum á skólalóðinni. DV-mynd gk Aðkomufólk gefst upp á botnlausri vinnu á Djúpavogi: Ekki miklir bógar af höfuðborgarsvæðinu - segir framkvæmdastjóri Búlandstinds „Það er mikil vinna hér en mér vitanlega engin óánægja. Það eru auðvitað margir orðnir þreyttir og ég veit til þess að þaö hafa komið hér menn til vinnu sem gefist hafa upp og farið. Það hafa þá verið menn sem eru óvanir erfiðisvinnu og þeir hafa kannski verið um lengri eða skemmri tíma á atvinnuleysisbótum. Þetta er erfið vinna og langur vinnu- dagur,“ segir ívar Björgvinsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafé- lags Djúpavogs. Eins og fram hefur komið í DV er mikil vinna hjá Búlandstindi hf. á Djúpavogi og er unnið þar 13 tíma á dag. Jóhann Þór Halldórsson fram- kvæmdastjóri segir að það sé unnið eftir þörfum og ef með þarf alla daga vikunnar. Hann segir að það hafi gerst að fólk hafi hætt og farið eftir skamman tíma. „Það er því miður þannig að fólk sem kemur af höfuðborgarsvæðinu og er að leita út á land er oft ekki miklir bógar. Síldarvinna er geysi- lega erfið vinna, þetta er svo mikið magn sem er í þessu. Það er búið aö framleiða núna á stuttum tíma 1616 tonn af vöru, frosinni og saltaðri," segir Jóhann. Djúpavlk: Samdráttur á hótelinu Regína Thorarensen, DV, Gjögri: Að sögn Evu Sigurbjömsdóttur, hótelstýru á Djúpuvík, var talsvert minna aö gera í ár en undanfarin ár á Hótel Djúpuvík. Ferðafólk var í tjöldum og eldaði mat sinn í hinni góðu veðráttu og hlýindum sem voru í sumar. Elstu menn munu ekki eftir öðru eins sumri hér um slóðir. Hótelið á Djúpuvík fékk þó talsvert góða búbót í haust þegar flokkur vegavinnumanna var þar í fæði og húsnæði. Suðurland: Unnið að sérframboði - mikiU þrýstingur, segir Eggert Haukdal „Það hafa mjög margir í kjördæm- inu haft samband við mig og þrýst á um að ég bjóði fram sérlista í alþing- iskosningunum í vor. Og það er verið að skoða það mál vel,“ sagði Eggert Haukdal alþingismaður í samtali við DV. Orðrómur um aö Eggert og stuðn- ingsmenn hans í Suðurlandskjör- dæmi séu með sérframboð í huga er orðinn sterkur. Eggert missti sem kunnugt er þriðja sætið á lista Sjálf- stæðisflokksins til Drífu Hjartardótt- ur á Keldum í prófkjöri flokksins á dögunum. Eggert og stuðningsmenn hans una þeim málalokum illa. Þess vegna er hugmyndin að sérframboði Eggerts Haukdals komin fram og vinnan við það hafin MEGABUÐ Skeifunni 7 Sími 811600 Stærsla hugbúnaðarverslun landsins opnar í Skeifunni 7, laugardaginn 19. nóvember. Hugbúnaður og fylgihlutir fyrir aldurshópa. Pöntunarsími 811600 Verið velkomin! PC-Rom leikir kennsla PC 3.5 alfræði alla tónlist WIN viöskipti flug MAC iNTERACnVE entertainment GÆJAR9ÁRA 20% afsláttur af öllum vörum 17., 18. og 19. nóvember. Fréttir Alþýðusamband Vestþarða: Lægstu laun farií80þús> und á mánuði í ályktun, sem samþykkt var á þingi Alþýðusambands Vest- fjarða um síðustu helgi, er þess krafist að lægstu laun verði ekki undir 80 þúsund krónum á mán- uöí fyrir lok næsta samnings- tímabils. Þá er þess einnig krafist að persónuafslætti verði breytt þannig að laun undir 80 þúsund- um króna á mánuði veröi undan- þegin tekjuskatti. Pétur Sigurðsson var endur- kjörinn formaöur Alþýðusam- bands Vestfjarða. Group TEKA AG Heimilistæki á kynningarverði Nú er lag! Endurnýjaðu gömlu tækin með glæsilegum og vönduö- um TEKA heimilistækjum, meðan þessi hagstæðu kynn- ingarverö bjóðast. Innbyggingarofnar, efri og neðri ofnar. Litir: hvítt, brúnt eða burstað stál. Verð frá 17.950 Helluborð Litir: hvítt, brúnt eða burstað stál með eða án takkaborðs. Steyptar hellur verð frá 11.900 Keramik hellur verð frá 24.350 Litir: hvítt, brúnt eða burstað stál. Verð frá 6.890 Stjórnborð Litir: hvítt eða brúnt Verð Irá 3.250 Faxafeni 9, s. 887332 Opið: mánud.-föstud. kl. 9-18 laugard. 10-14 Verslun fyrir alla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.