Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 Spumingin Hvað finnst þér skemmtilegast við þennan árstíma? Jón Hafsteinn Jónsson: Mér fmnst allur árstími álíka skemmtilegur. Guðmundur Brynjólfsson: Maður þarf ekki að vinna, ég er nefnilega í skóla. Þórir Gíslason: Það er ekkert skemmtilegt við þennan árstíma. Högni Högnason: Veðrið. Erna Otterstedt: Mér flirnst ekkert, skemmtilegt við hann. Lesendur Um „Premiere" og önnur kartöf luaf brigði Kaupa íslenskir neytendur kartöflur einungis eftir útliti? Sigurgeir Ólafsson, deildarstjóri Plöntusjúkdómad. >RALA, skrifar: Mánud. 7. nóv. sl. birtist í DV les- endabréf frá Brynjólfi Brynjólfssyni á Akureyri, þar sem hann hallmælir kartöfluafbrigðinu „Premiere". Þar sem ég á nokkurn þátt í að farið var að rækta þetta afbrigði hér á landi tel ég mér skylt að svara fyrir þess hönd. - Gengur Brynjólfur hér að mínu mati of langt, en sem betur fer missa svo öfgakennd skrif oft marks. Helsta vandamál við ræktun kart- aflna hér á landi er hversu stuttur og kaldur vaxtartíminn er að jafn- aði, og hve sveiflukennd vaxtarskil- yrðin eru frá einu ári til annars. Það er mjög erfitt að fmna kartöfluaf- brigði sem verða nægilega þurrefnis- rík við svo stuttan vaxtartíma, en náið samhengi er milli þurrefnisinni- haids og bragðgæða. Það er engin tilviljun að við ræktum enn í miklum mæli afbrigði sem hafa verið hér í yfir 60 ár eins og Gullauga eða yfir 200 ára eins og Rauðar íslenskar. Premiere hefur sína kosti og galla. Sérstaða þess felst einkum í því að það þarf ótrúlega stuttan vaxtartíma til að mynda stórar kartöflur með góðu þurrefnismagni. Premiere myndar að jafnaði fáar og stórar kartöflur sem henta vel í bökun. Ég tel Premiere ágæta matarkartöflu, en jafnframt þó síðri en Gullauga, Helgu og Rauðar íslenskar. Því miður kaupa íslenskir neytend- ur kartöflur eftir útliti þeirra. Hýðis- sjúkdómur sem kallaður er blöðru- kláöi hefur um árabil þjakað Gull- auga. í litlum mæli spillir blöðru- kláði ekki matargæðum en einungis úthti. Eftir að farið var að þvo kart- öflur og pakka í plastpoka kaus neyt- andinn fremur faUega útlítandi kart- öflur eins og Premiere, Amazone, o.fl., en Gullauga með úthtsgalla. Það er því ekki óeðlilegt að kartöflu- bændur hafi aukið ræktun á slíkum afbrigðum á kostnað Guhauga. • Það er rétt hjá Brynjólfi, að Bintje hentar betur en Premiere í franskar kartöflur. Hún er fallegri en Premi- ere á diski eftir suðu, en Bintje er yfirleitt með lægra þurrefnisinni- hald. Hún er erfið í ræktun vegna næmi fyrir ýmsum sjúkdómum en einnig fyrir ýmsum göllum sem vaxt- arskilyrðin hafa áhrif á, svo sem vaxtarssprungum og hrjúfu hýði. Premiere er enginn „markaðsskað- valdur“ eins og Brynjólfur fullyrðir. Ég skal hins vegar fallast á að meira megi rækta af Guhauga, Helgu og Rauðum íslenskum og minna af Premiere. Það hlýtur þó fyrst og síð- ast að vera kaupandinn sem á að ráða því hver hlutdeild hinna ýmsu afbrigða á að vera í ræktuninni. Þá verður að gera þá lágmarkskröfu að allar matarkartöflur séu merktar með réttu afbrigðaheiti, hvort sem um innlendar eða innfluttar kartöfl- ur er að ræða. Þá getur neytandinn valið þær kartöflur sem honum hkar best. Ég hef hins vegar meiri áhyggj- ur af ýmsum öðrum afbrigðum sem flutt hafa verið inn á undanfornum árum og sem seld eru undir safnheit- inu „Gular kartöflur", „íslenskar kartöflur" eða jafnvel ómerkt. - Þar er ég hræddur um að geti leynst markaðsskaðvaldar. íhald og allaballar í Haf narf irði Jón Hannesson skrifar: Það var stórmerkilegt viðtal við einn bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins í Hafnarfirði í einu bæjarblaðanna þar nýlega. Þar lýsti hann á raunsæj- an hátt vinnubrögðum núverandi meirihluta, þvargi hans um einstök mál og sviðsetningu fyrir fjölmiðla, án annars sýnilegs tilgangs en að hefna sín persónulega á fuhtrúum fyrrverandi meirihluta í bæjarstjóm. Hann hafði efasemdir um að nú- verandi valdhafar gætu yfirleitt stjómað bæjarfélaginu þar sem ekk- ert hefði komið fram um eiginleg stefnumið hans til næstu framtíðar. Meirihlutinn virtist enn í skotgröf- unum og kynni ekki annað en að vera í stjórnarandstöðu. - Það er áreiðanlega margt til í þessum orð- um og því full ástæða fyrir aðra bæjarbúa að hafa áhyggjur af gangi mála í bænum. Ónefndur embættismaður hjá Hafnarflarðarbæ staðfesti þessi orð fyrir mér nýlega. - Hann sagðist hafa miklar áhyggjur af þessum málum. Engin stefna virtist vera fyrir hendi hjá meirihlutanum, stjómun væri í algeru lágmarki, starfsfólkið héngi eins og í lausu lofti og látjð væri reka á reiðanum frá degi til dags. Nú hefði verið tekið 1300 milljóna króna lán, hluti af því verið settur til að mæta tilbúnum afskriftum og 300 milljónir lagðar inn á banka með hæstu vöxtum. Tilgangurinn væri að taka þetta háa lán á fjárhagstíma- bili fyrrverandi meirihluta, geyma hluta upphæðarinnar á vöxtum og nota hana síðar til að greiða niður skuldir á næsta kjörtímabili svo sýna mætti þá fram á árangur við að greiða niður skuldir. - Ef þetta er ekki svínarí, þá veit ég ekki hvað það er. Heilbrigðiskerf i til f yrirmyndar Þorsteinn Einarsson skrifar: Ég get ekki verið sammála þeim sem sífellt úthúða heilbrigðiskerf- inu. Ég tel það vera með því full- komnasta sem gerist á Vesturlönd- um og er það þó víða ágætt, svo sem í Sviss, Hollandi, Lúxemborg og við- ar. Ég tek ekki mark á einstaklingum sem sífellt eru að væla í Þjóðarsál eða annars staðar öafnvel í lesenda- bréfum, eða þar sem þeir koma því viö) um einhveija misfellu sem skipt- ir heildarkerflð ekki nokkru máli. Tökum t.d. manninn sem var í frétt- um DV nýlega og kvartaði yfir því að slysadeild Borgarspítalans krafði Heilbrigðiskerfi sem við getum státað af, segir m.a. í bréfinu. Hringið í síma 63 27 OO - eöa skriiið Nafnossímanr. verftur að fylsia bréfum hann um 1.600 krónur fyrir hækjur! - Er þetta eitthvað óeðlilegt? Ég held að segja megi krötum til hróss, þrátt fyrir allt og allt, að þeirra flokkur hefur haldið afar vel á mál- um í heilbrigðiskerfmu, og ráðherrar þeirra hafa verið farsæhr og komið miklu í framkvæmd að öðru jöfnu. Við skulum þakka fyrir á meðan við höfum jafn gott heilbrigðiskerfi og hér er. Það er ekki öruggt að við höfum ætíð efni á því. wiarvöruverðs K.I.P. hringdi: Einhver sagði nýlega að besta ráðiö til aö lækka vöruverð hér á landi væri það aö kaupa sem mest hér innanlands. Sem sé; kaupa íslenskt. - Ég tel þetta ekki alls kostar sannleikanum sam- kvæmt. Verslunarferðir íslend- irtga til útlanda hafa einmitt leitt til þess að vöruverðið hér heima hefur sífellt lækkað eftir því sem ásóknin hefur aukist í erlendar verslunarferðir. Segja má því að leiðin til lækkunar vöruverðs hér hafi að miklu leyti legið gegnum liinar erlendu verslunarferðir. Kálfaiif ur í MeBa- búðinni Guðmundur Júlíusson kaupmað- ur hringdi: Vegna lesendabréfs í DV fyrr í vikunni, þar sem bréfritari segist hvergi finna kálfalifur í matvöru- búðum og óskar upplýsinga um hvar hún fáist eða hvort hún fá- ist yfirleitt ekki, vii ég taka fram eftirfarandi, Hér í Melabúðinni hef ég lagt áherslu á að hafa kálfalifur ásamt öðrum vinsælum innmat ávaUt til sölu. Kálfalifur er því nokkuð öruggiega hægt að finna í versl- uninni. Vinsældir hennar hafa sífellt aukist, enda ódýrt og prýði- legt hráefni í dýrindismáltíð ef hún er rétt matreidd. Rógsherferð gegnGuðmundi Fyrrum alþýðubandaiagsmaður skrifar: Sem alþýðubandalagsmaður skammast ég mín fyrir formann flokksins og bæjarstjóra Hafnar- flarðar sem ráðast ásamt fjölm- iðlum af offorsi gegn einum manni, Guðmundi Árna Stefáns- syni. Hann er hvorki verri né betri en aðrir í pólitíkinni. Að Pressan fyrrverandi og aðrir íjölmiðlar skuli nærast á þessu er forkastanlegt og ég er undr- andi á því að forseti bæjarstjórn- ar Hafnarfjarðar skuli taka þátt í þessum óhróðri. Ég spái því að fyrr eða síðar muni þeir er fremstir fóru í rógsherferðinni gegn Guömundi Árna þurfa að gleypa þá spýju sem þeir ætluðu öðrum. Háu Ijósin hættuleg K.S. skrifar: Enn einu sinni vil ég hvetja ökumenn til að nota ekki háu ljósin í innanbæjarakstri því það er mikil hætta á að þau blindi aðra ökumenn. Og líka eru dæmi um aö gangandi vegfarendur sjái ekki fram undan sér við þær að- stæður. Ég hef skorað á Umferð- arráð og lögreglu að beita sér gegn notkun háu ljósanna innan borgarmarkanna, en án árang- urs. Ég vil nú einnig skora á ljósa- skoðunarmenn að beina jeppa- þósum niður á við því þau eru stórhættuleg nú í svartasta skammdeginu. Frábær þjónusta Ingvar Reynisson skrifar: Fyrir nokkru keypti ég mér sófasett í IKEA. Eg var mjög ánægður með vöruna og fékk hana senda heim samdægurs. - Nema hvað, þegar ég skrúfa fæt- urna undir ruggar einn stólhnn ískyggilega. Var þarna augsýni- lega gaili í framleiðslunni. Morg- uninn eftir hringi ég í IKEA og tala við konu, Huldu að nafni, sem var afar viðmótsþýð. Bjóst ég nú við að reynt yrði að lagfæra þetta á staðnum. En ónei, hún sendi bíl innan tveggja stunda með nýjan stól og tók þann gall- aða til baka. - Ég þakka frábæra þjónustu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.