Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1994, Qupperneq 23
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1994 Meiming 31 Jóhanna Jónas og Jakob Þór Einarsson í hlutverkum sinum í Ferðin að miðju jarðar. Háskólabíó: Ferðin að miðju jarðar og Nifl: Tvær á þjóðlegum nótum Ferðin að miðju jarðar og Nifl eru tvær íslenskar stuttmyndir sem báðar eru rammíslenskar hvað varð- ar efni en eiga svo ekki mikla samleið þar fyrir utan. Önnur þeirra, Ferðin að miðju jarðar, sem er fyrri mynd sýningarinnar, er skólaverkefni og ber það með sér en verður að teljast nokkuð metnaðarfull sem slík. Ásgrímur Sverrisson, sem leikstýrir myndinni, kaus að koma með nokkra skólafélaga sína til íslands og kvikmynda sögu sem gerist úti á landi í íslensku um- hverfi og með þjóðlegan söguþráð. Fjallar myndin um unga leikkonu, Mjöll, sem kemur á heimaslóðir úti á landi vegna þess að hún heldur að móðir hennar sé alvarlega veik. Það kemur í ljós að veikindin eru að- eins átylla til að fá Mjöli heim svo að hún geti tekið að sér Mutverk fjallkonunnar, sem móðir hennar hef- ur hingað til leyst af hendi. Hún lætur til leiðast og í skondnu atriði í hlutverki íjallkonunnar kemur leik- konan upp í henni þegar textann vantar. Ferðin að miðju jarðar er nokkuð hrá þegar á heild- ina er htið og sagan ekki ýkja merkileg en inni á milli örlar á vinnubrögðum sem lofa góðu um framtíðina en öruggt er að myndin í því formi sem hún er hefði notið sín betur í sjónvarpi heldur en í Háskólabíói. Nifl er mun heÚsteyptari og áhugaverðari. Þar er farið frjálslega með gamla þjóðsögu og nútímanum og fortíöinni blandað saman á mjög faglegan máta. Nifl er spennumynd þar sem áhorfandinn verður að vera vel með á nótunum um hvað er að gerast. í byrjun er farið beint í þjóðsöguna á Meðailandssandi og þá at- buröi sem gerast þegar sjórekið lík fmnst. Skipt er yfir i nútíðina og beint inn í jeppa af flottustu gerð og við kynnumst ungum gæsaveiðimanni á leið til veiða. Hann stöðvar bíl sinn og tekur upp í unga stúlku sem biður um far. Stúlkan er áhtleg og hann keyrir hana niður á sandinn. Þegar þangað er komið dregur hún upp blað og blýant og byrjar að teikna. í gegnum video- myndatökuvél sér hann sömu stúlkuna en í fötum frá allt öðrum tíma. Nú hehast yfir hann atburðir sem hann hafði aldrei órað fyrir að ættu eftir aö henda hann. Nifl er spennandi frá upphafi th enda og vel gerð Kvikmyndir Hilmar Karlsson að öllu leyti og er leikur hjá þeim Magnúsi Jónssyni og Þóreyju Sigþórsdóttur ágætur. Skiptingar á milh fortíðar og nútíðar eru vel framkvæmdar og dulúðin sem kemur upp strax í byrjun helst út alla myndina. Nifl er leikstýrt af Þór Elís Pálssyni en hann á að baki farsælan feril innan Sjónvarpsins og hefur stjómað mörgum verkum þar. Greinilegt er að sú reynsla kem- ur honum til góða og er leikstjóm hans á vandmeð- förnu efni styrk og kvikmyndun, hljóöi og tónhst allt fyrsta flokks. Feröin að miðju jarðar. Leikstjóri: Ásgrimur Sverrisson. Handrit; John Milarky og Ásgrímur Sverrisson. Kvikmyndataka: Nestor Calvo Pichardo. Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson. Aöalhlutverk: Jóhanna Jónas og Jakob Þór Einarsson. Nifl. Leikstjóri: Þór Elís Pálsson. Handrit: Jón B. Guðlaugsson og Þór Elis Pálsson. Kvikmyndataka: Ólafur Rögnvaldsson. Tónlist: Lárus Grímsson. Aðalhlutverk: Magnús Jónsson og Þórey Sigþórsdóttir. Vangaveltur um upphaf alls Það er ýmislegt sem getur orðið listamönnum thefni til verka. Sumir mála myndir til að tjá ást sína á elsk- unni sinni, sumir fjalla helst um hetjur og ævintýri, aðrir um hið hversdagslega og enn aðrir vinna verk sín helst út frá fylhríum. En lengi vel hefur eitt tema veriö hstamönnum örlátust uppspretta viðfangsefna - það gnægtahom sem flestir hafa sopið af inspírasjón gegnum tíðina - en það er mystík af ýmsu tagi: goð- sögulegar útskýringar á óútskýranlegum hlutum, sagnir af verum sem hafa aldrei verið til, vísindalegar kenningar um efni sem með réttu koma vísindunum ekkert við og angistarköst yfir vandamálum sem eng- um heilbrigðum manni dytti í hug að hafa áhyggjur af svona hversdags. í langflestum tilfehum skipta þessi viðfangsefni áhorfendur engu máh og bæta engu við upplifun þeirra á listaverkunum. Þaö er í rauninni frekar að það skemmi fyrir þegar hstamenn láta skýr- ingar fylgja verkum sínum því það fækkar túlkunar- möguleikunum og þrengir upplifun okkar á verkun- um. Þetta á sérstaklega við þegar viðfangsefnið er mystískt, vísindalegt eða biblíulegt því mystík, vísindi og bibhutextar eru yfirleitt innihaldslaus þvæla. Daníel hefur nú vahö sér viðfangsefni sem er bæði biblíu- og vísindalegt og er auk þess ansi mystískt - verkin fjalla, að sögn Daníels, um upphaf heimsins. Góðu fréttimar em síðan þær að þess sér engan stað Myndlist Jón Proppé í verkunum sjálfum að shkar pæhngar hafi veriö að trufla listamanninn meðan hann vann þau. Ef ekki væri fyrir blaðsnepihnn sem kemur í stað sýningar- skrár dytti engum í hug að þessi fallegu verk ættu að túlka einhvern ontogenesis. Daníel er annars einn sterkasti skúlptúristi borgar- innar og þessi verk hans em afskaplega góð. Það er erfitt að lýsa því hvað það er sem helst heillar í mynd- unum og ýtarleg úthstun verður að bíða betri tíma. Það er einkum næmi hans fyrir efninu sem gerir verk- in séstök og honum tekst að vekja dulúð, jafnvel þegar efniviðurinn er bara krossviður af hversdaglegustu gerð. í þessum verkum er efnisvahö fjölbreyttara en oftast áður en þó em þau jafn einfóld og ögrandi og áður. Þau eru líka algerlega laus við mystík. Mercedes Benz C-200 dísil Elegance árg. 1994, ekinn 45 þús. km. Glæsilegur bíll. Upplýsingar hjá sölumönnum Ræsis hf., sími 619550. Hmðbankar lokaðir föstudaginn 18. nóvember klukkan 19:30 - 23:00 Vegna viðhalds tölvukerfa hjá Reiknistofu bankanna, verða allir hraðbankar lokaðir á ofangreindum tíma. Við biðjum viðskiptavini okkar velvirðingar vegna þeirra óþæginda sem þetta kann að hafa í fór með sér. Bankar og Sparisjóðir __STEINAR WAAGE_ SKÓVERSLUN N Kuldaskór Verð kr. 1.995 . 29-3476 Stærðir: 36-41 Litur: Brúnn Póstsendum srtmdægui's 5% staógreiðsluafsláttui- Domus Medica, Kringlunni, Egilsgötu 3, Kringlunni 8-12, sími 18519 sími 689212 Toppskórinn Veltusundi, sími 21212 V J c

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.