Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 Menning DV Sharon Stone og Sylvester Stallone á háskastund þegar allt er að fara að springa í loft upp. SAM-bíóin - Sérfræðingurinn: ★ Sprengjum eins og nágranninn Það er ekkert nýtt að hugmyndafátæktin sé ein af helstu meinsemdunum sem htjá menn vestur í Holly- wood, að minnsta kosti þá sem ráða því hvaða hand- rit verða að bíómyndum og hver ekki. Ef manni dettur sjálfum ekkert í hug er best að gera bara eins og ná- granninn eða þá endurgera einhverja franska mynd. Ekki þarf nema að líta á úrval kvikmyndahúsanna í Reykjavík til að fá staðfestingu á þessu því þar er verið sýna hvorki fleiri né færri en þrjár stórmyndir sem allar ganga út á sprengjur og sprengjusérfræð- inga. Nýjasta myndin í þeim ílokki til að berast hingað er Sérfræðingurinn með þeim Sylvester Stallone og Sharon Stone í aöalhlutverkunum. Stallone leikur Ray Quick, sprengjusérfræðing og fyrrum CIA-gaur, sem fór í sjálfskipaöa útlegð og sprengjuvarða einangrun eftir að hann varð óvart valdur að dauða saklausrar ungrar stúlku í einni af sendiförum sínum á vegum CIA, fyrir mörgum, mörg- um árum. Stone leikur May Munro, dularfulla þokka- dís, sem tekst að draga Quick út úr skehnni og ganga frá þremur þorpurum sem myrtu foreldra hennar tutt- ugu árum áður. En ekki er allt sem sýnist í þeim efn- um því Ned nokkur Trent (Woods), fyrrum sprengjufé- lagi Quicks í CIA, er í liði með bófunum. Uppgjör er óumflýjanlegt því það var Trent að kenna að litla sak- lausa stúlkan lét líflð forðum daga. Sérfræðingurinn fer afskaplega hægt af stað. Löng- um tíma er varið í að byggja upp samband þeirra Quicks og Munro fyrir tilstilh símtala og segulbands- upptaka, samband sem sífellt verður nánara, þótt þau hafi aldrei hist. Ekki svo vitlaust, nema hvað þau Stall- one og Stone eru ekki menn til að bera alein uppi langa Kvikmyndir Guðlaugur Bergmundsson kafla í senn, sérstaklega ekki Stallone sem er áreiðan- lega með verstu leikurum. Þar á ofan bætist afskap- lega stirðbusalega skrifað handrit sem er fullt af göml- um karlaklisjum frá upphafi til enda. Eyjólfur hress- ist þó heldur síðasta hálftímann eða svo en það dugar ekki. Stjörnurnar standa ekki undir nafni en aukaleikar- arnir stela senunni. James Woods er góður eins og alltaf en hlutverkið vont, Eric Roberts er prýðilegur sem fordekraður bófasonur og Rod gamli Steiger stendur fyrir sínu í hlutverki bófapabba. Vonandi verður þetta svo síðasta sprengjumyndin í bráð. Sérfræðingurinn (The Specialist). Handrit: Aiexandra Seros. Leikstjóri: Luis Llosa. Leikendur: Sylvester Stallone, Sharon Stone, James Woods, Eric Roberts, Rod Steiger, Mario Ernesto Sanchez. Leitin að upprunanum Toni Morrison, sem margir telja merkasta rithöfund í hópi bandarí- skra blökkumanna síðan Ralph Ehison leið, varð fyrst þeirra til að hljóta sænska Nóbelinn. Það var á síðasta ári (ekki 1994 eins og stend- ur bæði framan og innan á kápu- síðu þessarar bókar). Morrison, sem fæddist árið 1931, hóf feril sinn sem skáldsagnahöf- undur árið 1970 með The Bluest Eyes um blökkustúlku sem sér þá einu leið út úr eymd lifs síns að hún verði bláeygð. Sula, sem er jafnvel enn harmrænni frásögn af ungri stúlku og fjölskyldu hennar, fylgdi í kjölfarið árið 1974. Það var svo með þeirri sögu sem nú hefur verið þýdd á íslensku, Song of Solomon eða Söngur Salómons, sem Morri- son steig fram á sviðið sem fuh- þroskaður skáldsagnahöfundur. Þetta er saga bandarískrar fjöl- skyldu. Ekki síst saga nokkurra kvenna þótt gerandinn í sögunni sé karlmaður sem var fyrsta svarta barnið sem fékk að fæðast á sjúkra- húsi hvíta fólksins. Það kom ekki th af góðu: Móðirin, Rut, varð vitni af því þegar karlmaður framdi sjálfsmorð með því að stökkva fram af sjúkrahússbyggingunni. Henni varð svo mikið um að barnið fæddist fyr- ir tímann. Sagan hefst þannig í senn á dauða og fæðingu. Fjölskylda drengins er tiltölulega vel efnum búin. En heimilisfaðirinn, Macon Dead, ríkir sem harðstjóri yfir konu sinni, dætrunum Kórintu og ^Lenu og svo syninum unga. Móðirin bætti sér upp ástlaust hjónaband meö því að hafa drenginn á brjósti árum saman. Þegar þaö kemst.á al- manna vitorð fær hann nafn sem hann losnar aldrei viö: Milkman (Mjólk- urmaðurinn). Á unghngsárum kemst Milkman að því að hann á nákomnar frænkur: sérkennilega fóðursystur, Pítatus, dóttur hennar, Rebu, og dótturdóttur- ina Hagar sem verður ástmey hans. Fyrir Milkman er lífið fyrst og síðast kvöl. Það batnar ekkert þegar hann kemst á fullorðinsár: „Fjölskyldan er að gera mig vitlausan. Pabbi vill að mér líki við sig og hati mömmu. Mamma vill að ég hugsi eins og hún og hati pabba. Kórinta vill ekki tala við mig. Lena vill mig út. Og Hagar vill mig hlekkjaöan við rúmið sitt,“ segir hann eitt sinn við vin sinn, Gítar, sem reyndar á í blóðugu einkastríði við hvíta manninn. Og Gítar svarar honum: „Þau vilja líf þitt, maður." En Milkman er ekki reiöubúinn að gefa þeim hf sitt. Hann finnur sig knúinn til að finna uppruna sinn, rætur ættarinnar. Sú leit berst til af- skekktra byggða í Suðurríkjunum þar sem söngurinn um Salómon reyn- ist vera eins konar dulmál sem hann þarf að leysa til að sannleikurinn ljúkist upp fyrir honum. Úlfur Hjörvar hefur snúiö þessari sterku og áhrifamiklu skáldsögu á íslensku. Hann er reyndar oröinn hagvanur í smiðju Morrison því önnur skáldsaga hennar kom út i þýöingu hans fyrir nokkrum árum. Það er ekki auðvelt verk, en virðist hafa tekist prýðilega. SÖNGUR SALÓMONS. Hölundur: Toni Morrison. Forlagið, 1994. Toni Morrison Bókmenntir Elías Snæland Jónsson MATUR & KÖKUR /////////////////////////////// 20 síðna aukablað um mat og kökur fyrir jólin fylgir DV á morgun. Blaðið verður fjölbreytt og efnismikið að vanda. Fjallað verður um matartilbúning fyrir jólin, kökuuppskriftir og jólasiði. r J-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.