Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Qupperneq 17
ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 17 Tónlist Askell Másson Píanóverk Jóns Leifs Nýlega kom út hljómdiskur sem á eru öll píanótónverk Jóns. Leifs. Það er sænska fyrirtækið BIS sem gefur diskinn út en Öm Magnússon leikur verkin. Fyrst heyrum við Vökudraum sem Jón samdi aðeins 14 ára gamall. Þetta er lítið fallegt lag sem hann samdi fyrir vinkonu móður sinnar og hefur það aldrei borist til heyrna almennings fyrr. Ásamt Strákalagi, op. 47, sem er síðast á þessum diski, eru næstu tvö verk þau sem telja verður með ' athyglisverðustu píanótónsmíöum Jóns, en þau eru Torrek-Intermezzo, op. 1 no. 2, sem hann tileinkaði unnustu sinni og síðar eiginkonu, Annie, og Fjögur lög fyrir píanóforte, op. 2. í þessum verkum er rödd Jóns sjálfstæðust og tign- arleikinn skín þar bjartast. Önnur verk eru íslensk þjóðlög, alls 25 talsins og Rímnadanslög op. 11, fimm að tölu, auk Nýrra rímnadanslaga, sem em tvö stef eftir Jón sjálfan. Reynir hann í þjóðlögunum að skila þeim sem hreinustum og án þess að klæða þau í búning sinn eða annan. Það er skemmst frá því að segja að hljómdiskur þessi er hinn vandað- asti. Upptökurnar em frábærar. Píanóleikur Amar er alls staðar góður og sérlega áhrifamikill í Fjómm lögum fyrir píanóforte. Aðeins ber á að b-strengur í melódíunni í hægri hönd sé óhreinn í Allegrettóinu í Rímna- danslögunum op. 11, og málverkið á forhlið disksins hefði mátt vera veiga- meira, en þetta em smáatriði. Þessi diskur er afar kærkominn ölium þeim er vilja kynna sér tónlist Jóns Leifs og íslenska píanótóniist aimennt. Björgunarafrek þyrlusveitar Útkall Alfa TF-SIF er nýútkomin bók frá Erni og Örlygi bókaklúbbi hf. Höfundur hennar, Óttar Sveins- son blaðamaður, hefur safnað sam- an frásögnum áhafnar þyrlunnar TF-SIF og annarra sem komið hafa við sögu í tengslum við björgun mannslífa á undanfórnum áratug. Þessar frásagnir eru mjög ná- kvæmar og skýrar og gefa mjög ljósa mynd af störfum björgunar- mannanna. Þeir hafa oft þurft að vinna við hættuleg skilyrði og framkvæma hluti sem segja má að séu nánast óvinnandi. Bókin skiptist niður í ellefu frá- sagnir, sem sýna mjög vel hversu fjölbreyttar aðstæður við er að etja. Greint er frá björgun úr strönduð- um skipum, björgunum á flug- mönnum úti á sjó, björgun sigl- ingamanns á Skerjafirði, glæfra- legum björgunaraðgerðum til fjalla og uppi á jöklum, Vitnað er í fólk sem lent hefur í svaðilforum og greinir það mjög nákvæmlega frá því sem á daga þess hefur drifið og aðdraganda björgunar og björgun í smáatriðum. í öllum þeim tilvikum, sem fjallað er um í bókinni, er unnið við mjög erfið skilyrði, en alltaf er greinilegt að virðingin fyrir lífi þeirra sem ver- ið er að bjarga er efst á blaði. Annað kemur mjög vel fram, en það er sú fagmennska sem þessir starfsmenn hafa tamið sér og þjálfað. Ein smá- mistök geta haft afdrifaríkar afleiðingar, jafnvel kostað mannslíf. Útkall Alfa TF-SIF er áhugaverð bók fyrir ýmsar sakir. Hún gerir lesand- anum grein fyrir þeim aðstæðum sem björgunarmenn vinna við og um leið hversu skammt er á milli lífs og dauða. En fyrst og fremst er bókin vitnisburður um mikilvægi traustrar björgunarþyrlu á Islandi, tækis sem hefur þá eiginleika sem íslenskar aðstæður kreQast. Hún er til þess fallin að hafa áhrif á almenningsálitið í þeim efnum. Fyrir tæpum áratug hafði hópur ungra lækna áhuga á að nýta sér þá möguleika sem fylgja þyrlu. Það var ekki sjálfgefið og tók talsverðan tíma að koma því heim og saman. Starf frumheijanna hefur hins vegar skilað sér vel. Það hefur bjargað mörgu fólki og sannað gildi sitt. Það er í raun og veru stærsti kostur þessarar bókar að undirstrika þetta. Þetta þurfa allir íslendingar að vita og þá borga þeir þá skattpeninga sem í þyrluna fara með bros á vör. Við vitum nefnilega aldrei hver er næstur. Bókin er læsileg. Helsti gallinn er reyndar sá að á stundum er erfitt að greina hver er að segja frá. En það telst ekki megingalli. Textinn er talsvert í stil blaðamennsku og rétt er að lesa hann með það í huga. En aðalatriðið er að höfundurinn skrifar bókina af greinanlegum áhuga. Þessa bók er ekki hægt að leggja frá sér fyrr en að lestri loknum. Hún hefur í sér næga spennu, þannig að sumir kaflamir líkjast því sem ætla mætti að kæmi fyrir í skáldsögu. En það er jú kostur. Óttar Sveinsson: Útkall Alfa TF-SIF. Reykjavík, örn og Örlygur bókaklúbbur, 1994. Uppboð Eftirtaldar bifreiðar verða boðnar upp að Gránugötu 4-6, Siglufirði, miðviku- daginn 30. nóvember 1994 kl. 16.00. DR-985 GF-987 HA-694 Ennfremur verða boðnar upp PGG 20 gull- og silfurhúðunarvél og Cabe mótapressa, Type VPM 400/800, ásamt járnmótum. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Siglufirði, 21. nóvember 1994 Bókmenntir Sigurður Helgason __________________Menninc Skin og skúrir Einar Bollason. í lífi hans hafa skipst á skin og skúrir. Frá því greinir hann í nýútkominni bók sem Heimir Karlsson skráði. Einar Bollason var þjóðkunnur íþróttamaður þegar hann dróst með öðrum inn í hið fræga, eða öllu heldur hið illræmda, Geir- flnnsmál á sínum tíma. Þjóðin vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Einar sat alsaklaus í fangaklefa 105 daga, sakaður um aðild að alvarlegum Bókmeimtir Jónas Haraldsson glæp. Sú vonda lífsreynsla hefur að vonum sett mark sitt á mann- inn, fjölskyldu hans og vini. Frá þessari reynslu sinni og stærstu þáttum í lífshlaupi sínu greinir Einar Bollason í nýútkom- inni bók Heimis Karlssonar, Riðið á vaðið. Bókin lýsir stæltum og sterkum strák sem þó er viðkvæm- ur undir niðri. En umfram allt kynnist maður kraftmiklum fram- kvæmdamanni, skemmtilegum manni og miklum vini vina sinna. Einar er reyndar enn á besta aldri, aðeins rúmlega fimmtugur. Þessir þættir úr lífi Einars Bolla- sonar lýsa meðbyr en einnig mót- læti sem tekið er á af krafti þannig að Einar stendur eftir óbugaður. Stóran þátt í lífshamingju Einars á eiginkona hans, Sigrún Ingólfsdótt- ir. Að vonum reyndi mjög á hana meðan á gæsluvarðhaldinu stóð en óhætt er að segja að hún hafi varið mann sinn með „kjafti og klóm“. Gagnkvæm ást þeirra hjóna og samvinna er sem stef gegnum bók- ina. Að frátalinni frásögn af æsku og skólagöngu má segja aö þættirnir í sögu Einars og Heimis séu þrír: íþróttaferill körfuboltastjömunn- ar, vistin vonda í Síðumúlanum og loks hestamennsjcan. Einar Bolla- son á að baki glæsilegan íþróttafer- il sem leikmaður og þjálfari. íþrótt- irnar skipa því veglegan sess í lífi hans. Þar fór hann fyrir liði sínu líkt og hann gerir nú sem stórtæk- ur hestabóndi í fyrirtæki sínu, ís- hestum. En manninum kynnumst við best í þrengingum hans í ein- angran Síðumúlafangelsisins. Það þarf sterk bein til þess að komast óskaddaður frá þeirri vist. Bók Heimis er léttilega skrifuð að hætti blaðamanns. Rýnir hnaut þó um nokkrar villur sem auðvelt hefði veriö að laga í yfirlestri. Bók- ina prýða fjölmargar myndir. Nafnaskrá vantar. Heimlr Karlsson: Riðið á vaðiö - þættlr úr lifi Einars Bollasonar. 264 bls. Fróði hf. 1994. 'eoftrey Hansen á Hótel íslantíi sjónhverfingamaðurinn og dávaldurinn sem sýnt hefur í Einstakt tækifæri til að sjá einn besta sjónhverfingamann í heiminum í dag. 130 löndum Syningar Wgl v Þri22. nóvkl. 21.00 \ Mið 23. nóv kl 21.00 Þetta veráujc, svo sannarlega óvenjulegc Fös 25 nóv kl. 21.00 sýningar sem heltekur áhorfendur og ris afúpt í undirmeðvitund. Draugar og Forynjur munu upp risa. Dáleiösla og hugarlestur. ^ Miðaverð aðeins lcr 900. SÍIV1I 687111. Hús andanna í Armúla Sýningin er bönnuð börnum inna 12 ára og taugaveiklubu fólki er ráðlagt að sitja heima.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.