Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Síða 19
ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 23 Sigurösson ósáttur við hlutverk varamannsins hjá Selfyssingum: láskiptingarnar oft kjánalegar linar sem fer í uppskurð og verður frá í einhverjar vikur Einar Gunnar Sigurðsson segir að innáskiptingar þjálfara SelfySs- inga geti kostað hann landsliðssætið. ar Gunnar og aðra betri leikmenn liðs- ins, verma varamannabekkinn langtím- um „saman. Nú er svo komið að þessi snjalli leikmaður er varla svipur hjá sjón og í mun lélegra ásigkomulagi en und- anfarin ár. „Auðvitað er enginn sáttur við að vermp varamannabekkinn og ég get ekki neitað því að mér finnst innáskiptingar þjálfarans stundum kjánalegar. Það hef- ur mátt líkja mér við lélega dísilvél í vetur. Ég hef verið að reyna að hiksta mig í gang í leikjunum, stundum hefur það tekist en stundum hef ég ekki fund- iö nokkurn takt. Auövitað er það erfitt og mikill vandi að spila þegar alltaf er verið að kippa manni út og inn. En þjálf- arinn er frábær kehnari og hefur kennt mér og öðrum í liðinu mikið. Það er bara þetta með innáskiptingamar sem maður á erfitt með að skilja og sætta sig við.“ - Nú hljóta þessar undarlegu inná- skiptingar að geta haft mikil áhrif á framtíð þína með landsliðinu. Óttast þú ekki að þú kunnir að missa lándsliðssæt- ið ef fram heldur sem horfir? „Auðvitað er þetta stórt atriði. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta getur kostað það að ég missi sæti mitt í lands- liðinu. Ég verð auðvitað að standa mig vel til að verðskulda landsliðssæti eins og aðrir.“ - Nú fer það ekki framhjá nokkrum manni að þú ert í mjög lélegri æfingu. Hver er ástæðan fyrir því? „Það er rétt að ég er alls ekki í nógu góðri æfingu og hef verið mjög óánægður með sjálfan mig. Á þessum tíma hef ég venjulega veriö í mjög góðri æfingu en nú ber svo við að meiðslin eru í aðalhlut- verkinu hjá mér. Þetta er einkennilegt og auðvitað hefur maður velt því fyrir sér hvort þjálfunin eigi hér hlut að máli. Það er þó erfitt að fullyrða nokkuö um það. Hins vegar gefur það auga leið að ég kemst ekki í leikæfingu á meðan ég spila ekki meira í deildinni. Þjálfarinn á 30 ára feril að baki, hefur unnið alla titla í handboltanum sem hægt er að vinna ef gull á Ólympíuleikum er undanskilið. Eftir sitja innáskiptingar hans, sem ég er mjög óánægður með. Og það er alltaf erfitt að kenna gömlum hundi að sitja,“ sagði Einar Gunnar. NBAínótt: Nicks sigraði New York Nicks mætti San An- tonio Spurs í Madison Square Gard- en í nótt og hafði sigur í jöfnum leik. Charles Oakley sýndi loks sínar bestu hliðar og var mjög atkvæða- mikill á lokakaflanum. Oakley gerði 16 stig fyrir New York sem er hans mesta á tímabfiinu. Patrick Ewing, sem gekk ekki heUl til skógar, skor- aði 13 stig í leiknum. Chuck Person var stigahæstur hjá San Antonio með 17 stig. San Antonio vann í leik lið- anna í Texas með 19 stigum fyrir tíu dögum síðan. Anfernee Hardaway átti frábæran leik fyrir Orlando í stórsigri á Miami Heat. Hardaway skoraði 30 stig, þar af 17 þeirra í þriðja leikhluta. Yfir- burðir Orlando var voru mikfir lengstum og var þetta fjórði heima- sigurinn í röð. ShaquUle O’Neal skoraði 22 stig og var með sjö fráköst. Phoenix átti aldrei möguleika gegn Utah Jazz á útivelli. Utah gerði 14 stig í röð í öðrum leikhluta og það náði Phoenix síðan aldrei að brúa. Malone gerði 17 stig fyrir Utah og Benoit 16 stig. Stockton skoraði 25 stig fyrir Phoenix Utah og 14 stoð- sendingar._ ÚrsUt leikja í nótt: New York - San Antonio......92-88 Orlando - Miami............124-89 Utah Jazz - Phoenix........106-91 Úrslit leikja í fyrrinótt: New Jersey - LA Clippers...98-97 Sacramento - Cleveland......96-88 Portland - Detroit...........98-96 Kenny Anderson og Derrick Cole- man skoruðu 20 stig hvor fyrir New Jersey gegn Clippers í jöfnum og spennandi leik. Pooh Richardson gerði 19 stig fyrir CUppers. Clifíord Robinson skoraði 26 stig fyrir Portland og James Robinson 24 stig. í kvöld Körfubolti - bikar karla: Grindavík - Skallagrímur ....20.00 Körfubolti - 1. deild kvenna: Keflavík - KR............20.00 ÍR-ÍS....................20.00 Enska knattspyman: Joe Royle byrjaði á sigri gegn Liverpool - Everton af botninum FerUl Joes Royles í framkvæmda- stjórastöðunni hjá Everton byrjaði glæsfiega í gærkvöldi þegar Everton sigraði Liverpool, 2-0, í leik Uðanna í ensku úrvalsdeildinni. Royle tók viö af Mike Walker á dögunum og fékk það erfiða verkefni í sínum fyrsta leik að stjóma liði Everton gegn erkióvininum í Liver- pool. Duncan Ferguson, sem er í láni frá Glasgow Rangers í 3 mánuði, skoraði fyrra markið með skalla á 57. mínútu og Paul Rideout bætti öðm við á 87. mínútu eftir að hafa átt skot í stöng skömmu áður. Þetta var annar sigur Everton í deildinni og í fyrsta skipti síðan 10. september sem liðið vermir ekki botnsæti úrvalsdefidarinnar. Staða neðstu liða eftir leikinn í gærkvöldi: QPR.........15 4 4 7 23-27 16 Aston Villa.15 3 4 8 19-27 13 Everton.....15 2 5 8 11-24 11 Ipswich.....15 3 1 11 14-30 10 Leicester...14 2 3 9 14-26 9 Matthaus æf ur út í dómara Lothar Mattháus, fyrirUði þýska landsfiðsins í knattspyrnu og leik- maður með Bayern Munchen, hellti úr skálum reiöi sinnar eftir jafntefli Bayern gegn Karlsruhe í þýsku knattspyrnunni um helgina. Mattháus gaf sterklega í skyn eftir leikinn að forráðamenn Karlsruhe hefðu greitt dómaranum væna fúlgu fyrir umræddan leik og gagnrýndi dómarann harðlega og sagði hann hafa verið á bandi Karlsruhe í 90 mínútur. MáUð er komið til kasta þýska knattspyrnusambandins sem hefur gefið Mattheaus frest til fimmtudags að gera grein fyrir ásökunum sínum. Ef Mattháus verður undir í viðskipt- um sínum við knattspyrnusamband- ið á hann yfir höfði sér háa fjársekt og jafnvel leikbann. Við blaðamenn sagði Mattháus þetta eftir leikinn: „Þetta er mesta ósvífni sem ég hef orðið vitni að í 15 ár. Dómarinn hlýtur að hafa fengið háa greiðslu frá Karlsruhe. Þetta var tómt svindl og svínarí. Og þetta á að vera besti dómari Þýskalands. Hann dæmdi gegn okkur í 90 mínútur." í gær var Mattháus að nokkru runnin reiðin: „Ég sagði að dómarinn heíði dæmt á móti okkur allan leik- inn og stend við það,“ sagöi Mattha- eus og bætti því við aö hann hefði ekki verið að ásaka dómarann um að þiggja mútur frá Karlsruhe. „Ég sagði aðeins að Karlsruhe ætti að borga dómaranum aukagreiðslu fyr- ir frammistöðuna. Þetta var einungis uppástunga um aö þeir gætu gefiö honum litla gjöf, ekki ásökun um rnútur," sagði Mattháus. Staðan í NBA-deildinni Atlantshafsríðiti: Orlando...............6 2 75,0% NewYork...............6 3 66,7% Washington............4 4 50,0% Boston................4 4 50,0% New Jersey............4 6 40,0% Philadelphia..........3 6 33,3% Míami Heat............1 7 12,5% Miðriðilí: Indiana...............5 3 62,5% Milwaukee.............4 3 57,1% Detroit...............5 4 55,6% Chieago...............5 4 55,6% Cleveland.............4 4 50,0% Charlotte.......... 3 5 37,3% Atlanta...............2 7 22,2% Miðvesturríðill: Houston..............9 0 100,0% Denver...............5 3 62,5% Dallas...............4 3 57,1% UtahJazz.............5 5 50,0% SanAntonio...........4 4 50,0% Minnesota............1 8 11,1% Kyrrahafsriðill: Golden State..........7 1 87,5% Phoenix.............6 3 66,7,0% Portiand..............4 3 57,1% Sacramento............4 3 57,1% Seattle...............4 4 50,0% LALakers..............4 5 44,4% LA Clippers...........0 9 0,0% _______________Iþróttir Framhaldsskólamót í göíukörf ubolta 3:3 Körfuknattleikssamband ís- lands stendur fyrir framhalds- skólamóti í götukörfubolta, 3:3. Mótið verður haldið í Kolaport- inu á morgun, miðvikudag. Otak- markaður fjöldi liða getur tekið þátt frá hverjum skóla og verður keppt bæði í karla og kvenna- flokki. Skráning fer fram í síma 685949. Boltadrengirnir kostuðu Hajduksekt Króatiska knattspyrnuliðið Hajduk Splít var í gær sektað um 1 milljón króna af knattspyrnu- sambandi Evrópu. Ástæða sekt- arinnar er sú að boltadrengir fé- lagsins töfðu leikinn með því aö fara sér hægt í að sækja boltann þegar hann fór utan vallar í leík Hajduk gegn Anderlecht i meist- arakeppni Evrópu sem króatíska liðið vann, 2-1. AdvocaattilPSV 14. desember Eyþór Eðvarðsson, DV, HoUandi: Dick Advocaat, landsliðsþjálf- ari Hollendinga, byrjar að öllum líkindum sem þjálfari hjá PSV, liöi Eiðs Smára Guðjohnsen, eftir landsleik Hollands og Lúxem- borgar 14. desember. Það eina sem hugsanlega getur staðið í vegi fyrir ráðningunni, en er taliö frekar ólíklegt, er ef konunglega hollenska knattspyrnusamband- ið, KNVB, gefi honum ekki grænt Ijós en Advocaat er á samningi hjá KNVB sem landsliðsþjálfari þangað til síðustu umferð lýkur á HMárið 1998. Menn hafa miklar væntingar um PSV og flestir eru sammála um aö þeir hafi mjög sterkt lið með snillinga eins og Ronaldo, Wouters, Numans og Nilis innanborðs. PSV er í 5. sæti í deildinni. Brotistinníannað sinnhjáGascoigne Ólukkan heldur áfram að elta enska knattspyrnumanninn Paul Gascoigne. í gær var brotist inn á heimili hans í Róm og stolið ýmsum hlutum svo sem sjón- varpi, myndbandstæki, geisla- spilara, sjónvarpsupptökuvél og fleiru. Verðmæti þessara hluta eru um 2,3 milfjónir króna. Þetta er í annað sinn sem brotist er inn á heimili Gazza í Róm. ÆUarséraftur íenskafótbdtann Meira af Gascoigne. Eins og menn muna fótbrotnaði hann í fyrra og er enn fjarri góðu gamni, Han leikur sennilega ekkert á þessari leiktíð en um helgina sagði hann í viötali við ítalska fiölmiðla að hann reiknaði með að snúa aftur í enska boltann þó svo að hann ætti tvö ár eftir af samningi sínum við Lazio. Birkir bestur hjá Fram Á uppskeruhátíð Fram á dög- unum var Birkir Kristinsson val- inn besti leikmaður félagsms árið 1994. Haukur Örvar Pálmason fékk verðlaun fyrirbestu áslund- un og Hólmsteinn Jónasson var heiðraður fyrir frábæra frammi- stöðu. Þá var Gylfi Orrason val- inn Fram dómari ársins 1994. Ardiles aftur tilSwindon? Osvaldo Ardiles var í gærkvöldi sterklega orðaður við að taka á ný við starfi framkvæmdastjóra , enska knattspyrnufélagsins Swin- don Town, en hann var á dögun- um rekinn frá Tottenham. Þá hef- ur stjóm Leicester enn ekki gefið siniun sfjóra, Brian Little, leyfi til aö ræða viö Aston Villa. en ViUa sækist nijög eftir honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.