Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Page 29
ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994 33 dv Merming Safnaðarstarf Askirkja: Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17. Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjónusta í dag kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Bústaðakirkja: Starf fyrir 10-11 ára kl. 15.00. Starf fyrir 12 ára kl. 17.30. Dómkirkjan: Mömmumorgunn í safnað- arheimilinu, Lækjargötu 14a, kl. 10-12. Fella- og Hólakirkja: Fyrirbænastund í kapellu kirkjunnar í dag, þriðjudag, kl. 18. 9-10 ára starf í dag kl. 17. Mömmu- morgunn miðvikudaga kl. 10-12. Friðrikskapella: Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Sigurður Pálsson. Grafarvogskirkja: Starf eldri borgara í dag kl. 13.30. Helgistund. Spilað og fóndr- að. Umsjón: Unnur Malmquist og Val- gerður Gísladóttir. Starf fyrir 9-12 ára drengi á vegum KFUM kl. 17.30-19. Grensáskirkja: Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 14.00. Bibliulestur, bænastund, kaffiveitingar. Sr. Halldór S. Gröndal. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20.00. Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Aftan- söngur kl. 18.00. Vesper. Opið hús fyrir foreldra ungra barna á morgun, miðviku- dag, kl. 10-12. Hjallakirkja: Mömmumorgnar miðviku- daga kl. 10-12. Keflavikurkirkja: Kirkjan er opin alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16-18. Komið og eigið ykkar kyrrðarstund í kirkjunni. Starfsfólk kirkjunnar verður á sama tíma í Kirkjulundi. Kópa vogskirkj a: Mömmumorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10-12. Langholtskirkja: Aftansöngur kl. 18.00. Laugarneskirkja: „Jesús í starfV'. Bibl- íulestur úr Markúsarguðspjalh kl. 20.30 í safnaðarheimilinu. Sr. Ólafur Jóhanns- son. Neskirkja: Mömmumorgunn í safnaðar- heimilinu kl. 10-12. Kaffi og spjall. Tilkynningar Félag eldri borgara í Rvík og nágrenni Þriðjudagshópurinn kemur saman í Ris- inu kl. 20 í kvöld. Sigvaldi velur lög og stjómar. Jólakort og barmmerki félags- ins eru afgreidd á skrifstofu félagsins. Hlýja undir yf irborðinu Þorgrímur Þráinsson er einn þeirra rithöfunda sem vakiö hafa mikla athygh fyrir bækur sínar á undanf- örnum árum. Honum þótti takast vel upp í fyrstu bók- um sínum og fyrir Tár, bros og takkaskór (1990) hlaut hann barna- og unghngabókaverðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkur. Sú bók var góð og vakti verulegar vonir um Þorgrím sem höfund sem vakti talsverða bjartsýni um að hann ætti eftir að gera góða hluti. Nýjasta bók hans Amó Amas er eins konar tilraun. Hann bryddar upp á óvenjulegu efni og blandar saman raunveruleika og óraunveruleika. í stuttu máli fjallar sagan um Amó Amas sem er þrettán ára drengur sem Bókmenntir Sigurður Helgason allt í einu birtist á sveitabæ þar sem frændsystkinin Ómar og María eru hjá afa sínum og ömmu. Amó Amas er einhvers konar geimvera og er lesandanum látið eftir að ímynda sér hvaðan hann kunni að vera sprottinn. Lögregla og sýslumaður í sveitinni komast á snorðir um aö eitthvað óvenjulegt sé á seýði og taka til við að kanna máliö. Börnin segja að Amó sé skólafé- lagi þeirra úr Reykjavík í heimsókn hjá þeim. Áfram heldur sagan. Bömin fara heim til Reykjavík- ur og við tekur skólagangan og Amó fer í sama skóla og Ómar og María. Sitthvað gerist í skólanum og með- al annars gerir lögregla tilraun tii að handtaka Amó, en sú tilraun fellur um sjálfa sig. Persónusköpun er veikasta hlið Þorgríms Þráinsson- ar sem rithöfundar. Sá eini sem virðist nálgast það að vera með lífsmarki af persónum sögunnar er Amó. Hann býr yfir hlýju og heiðarleika, en jafnframt er hann algjörlega óskiljanlegur fyrir venjulegt fólk. Aðrar persónur í sögimni eru eiginlega ósýnilegar. Lögreglumaðurinn og sýslumaðurinn eru nákvæm- lega eins og hliðstæðar persónur í svo mörgum bók- um, en engum getur dottið í hug hvers konar menn þetta eru eða hvort þeir hugsi yfirleitt. Tilraun er gerð til að gefa afanum í sögunni líf, en amman, pabbinn og mamman eru nefnd á nafn, en hafa enga sjálfstæða tilveru í sögunni. Hugmyndin aö sögunni er skemmtileg og höfundi tekst ágætlega að láta söguþráðinn ganga upp. Hún byrjar reyndar frekar rólega, en nær skriði eftir því sem á líður. Höfundur fjallar nærfærnislega um sam- skiptin við htla telpu sem er ein tímunum saman og Amó ákveöur að veita félagsskap. Undir niðri er sagan fuh af hlýju, en samt er einhvern veginn eins og að hún nái ekki að komast alveg upp á yfirborðið. í texta sögunnar gætir að sumu leyti dálítils ósam- ræmis. Til dæmis þykir börnunum mjög vænt um afa sinn, sem þau eru hjá í sveitinni. Þess vegna er skrýt- ið að ætla þeim að kaha hann karhnn. Svoleiöis tala börn ekki um þann sem þeim þykir vænt um. Með sama hætti er erfitt að skhja að á sama tíma og amma og afi eiga erfitt með að kveðja börnin þegar þau fara úr sveitinni segir í textanum að hann eigi erfitt með að kveðja „krakkaormana“. Eins og fyrr sagði hafa miklar vonir verið bundnar við Þorgrím Þráinsson, ekki síst meðal barna og ungl- inga. Hins vegar þarf hann að leggja sig meira fram. Hann þarf að gefa sér meiri tíma og vinna texta sög- unnar betur. Það er eins og að pínpússninguná vanti alveg. En margt er mjög vel gert og ber vott um gott hugmyndaflug. En koma tímar koma ráð - ekki satt. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Slóra sviðió ki. 20.00 VALD ÖRLAGANNA eftir Giuseppe Verdi Föd. 25/11, örlá sæti laus, sud. 27/11, örlá sæti laus, þrd. 29/11, nokkur sæti laus, föd. 2/12, örfá sæti laus, sud. 4/12, nokkur sæti laus, þrd. 6/12, laus sæti, fid. 8/12, nokkursæti laus, Id. 10/12, örfá sæti laus. Ósóttar pantanir seldar daglega. GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman Ld. 26/11,fid. 1/12. GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson Fim. 24/11, uppselt, mvd. 30/11, uppselt, Id. 3/12,60 sýn. nokkur sæti laus. Ath. Fáarsýningareftir. SNÆDROTTNINGIN eftir Evgeni Schwartz Byggt á ævintýri H.C. Andersen Sud. 27/11 kl. 13.00 (ath. sýningartíma), sud. 4/12 kl. 13.00 (ath. sýnlngartíma. Litla sviðið kl. 20.30. DÓTTIR LÚSÍFERS eftir William Luce Föd.25/11,ld. 26/11. Ath. Sýningum iýkur í desember. Smiðaverkstæðið kl. 20.00 SANNARSÖGURAF SÁLARLÍFISYSTRA eftir Guðberg Bergsson i leikgerð Viðars Eggertssonar Föd. 25/11, örfá sæti laus, Id. 26/11, fid. 1/12, föd. 2/12. Ath. sýnlngum ter fækk- andi. Gjafakortileikhús- sigild og skemmtlleg gjöf. Mióasala Þjóóleikhússins er opin alla daganema mánudaga frá kl. 13-18 og fram aó sýnlngu sýningardaga. Tekið á móti simapöntunum alla vlrka daga frá kl. 10.00. Græna Iinan99 61 60. Bréfsimi611200. Sími 1 12 00 - Greióslukortaþjónusta. Ljóð á ff læðarmáli ísak Harðarson kahar nýja ljóðabók sína Stokks- eyri, en samkvæmt einkunnarorðum hennar er ekki eingöngu átt við „kauptún í Árnessýslu" heldur einn- ig yfirskyggðan stað, „stund eða ástand nálægt mörk- um hins ósýnilega, óhugsaða eða yfirvpfandi... “ Þetta er ekki þorp Jóns úr Vör, ekki heldur Óseyri við Axlar- fjörð. Mestu munar að sá sem talar í bók Isaks er utan- garðs í samfélagi þorpsins og á meira samneyti við náttúruna, haf og himin, en aðra íbúa. Skáld ljóöanna finnur jafnvel til skyldleika við guð sjálfan þegar það skapar líf og ljós úr hugmyndum sínum og („loksins loksins") tungunni „flæðarmáli". Fyrsti hluti bókarinnar, „Stokkseyri á flæðarmáli", er um hafið og fjöruna þar sem haf og land mætast. Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir Hér er sterk tilfmning um eilífð sem ekkert táknar betur en hafið: „löngu eftir að þú ert skráþurr og mold //_ þá skvettist brimið / og skvettist / og skvettist enn“. Övæntustu fyrirbæri fá líf og persónu - kyrrðin verður heihandi manneskja þar sem hún leitar að manni sem leitar hennar - eða hlutgerast: ljóðið er staður þar sem maður og náttúra hittast og er tilveran öll ekki eins og ástarbréf frá guði? Stokkseyri verður sú Paradísarhöfn sem maður siglir úr „Til þess að komast / sem fyrst // aftur hingaö". í næstsíðasta ljóði þessa hluta, „Hafboði", býður skáldið annarri mannveru með sér út að hafsbrúninni (eins og aðrir bjóða elskunni sinni út að borða) - til að „dreypa á brimsöltu löðrinu / af löngu sokknum morgnum tímans / og hlusta... á öldu eftir öldu eftir öldur aldanna... “ í þvi síðasta sjást svo loks húsin í þorpinu bruna til hafs í stafni lands sem leitar nýrrar hafnar, á magnaðri svipmynd af mannlífl á valdi nátt- úruafla við ysta haf. Miðhlutinn, „Stokkseyri séð frá jörðu“, segir af þeirri ómunafjarlægð sem getur verið mhh fólks í þessari „New Stokksyork“ sem rúmar 456 alheima. Þetta er „grafkyrrt dúnsængurþorp“ þar sem einasta von einmana manns um félagsskap getur ver- ið að hafmey gangi á land til „að greiða sér (og gægj- ast á glugga að horfa á vídeó)“. Þar er frystihúsið svefn- bjarg og íbúarnir svefndvergar sem „bíða þess fólir / að martröðum linni, fjötraðir / myndböndum fram- andi stjarna / sem aldrei speglast 1 söltum sjó“. En þrátt fyrir allt fáum við fullvissu þess í „Hversdags- vísu“ að hvergi sé betra að lifa. í þeirri undurfahegu ástarjátningu syngja lífið, ég og englakór Stokkseyrar saman lag við undirleik andardráttar og hjartasláttar og ómurinn berst „alla leið / út á Eyrarbakka". {lokahlutanum, „Stokkseyri séð af himnum“, er þó eins og dapurleikinn sæki á. Fólkið í þorpinu unir betur nóttunni en deginum því á daginn sér það „áhyggjur sínar / af ótryggri atvinnu, ástvinum á sjó / og hámenntuðum ræningjum með tölvur / í brjóst- inu“. Sár einmanakennd er í „Enginn veit hvar ég bý“ og í „Vetrarnætursighngu" er látin í ljósi von um að við séum bara draumut einhvers sem vakni bráð- um. Dauðaþrá er líka í trúarljóðinu „Himinþangi", og í lokaljóði kaflans er endurlausnarkenningin orðuð á nýjan hátt: Jesús hangir ekki á krossi kirkjunnar, hann skrapp frá til að sækja þeim eilífð. Togstreitan í ljóðunum er milh hfsástar og löngunar til að samein- ast óendanleikanum. Langt mál mætti skrifa um þróun ísaks sem skálds, en það verður að nægja hér að segja að hugkvæmni hans og málflmi eru samar við sig, en einlægnin er miklu meiri. Töfrar þessarar bókar eru víddir hennar og djúp lotning fyrir sköpunarverkinu og höfundi þess. ísak Haröarson: Stokkseyri Forlagiö 1994 Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Litlasviðkl. 20.00 ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR) eftir Jóhann Sigurjónsson Föstud. 25/11. Laugard. 26/11. Föstud. 2/12. Laugard.3/12. Stóra sviö kl. 20. LEYNIMELUR13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Laugard. 26/11, fáein sæti laus, laugard. 3/12. Stóra svið kl. 20. HVAÐ UM LEONARDO? eftir Evald Flisar. Föstud. 25/11 og föstud. 2/12. Ath. fáar sýningar eftlr. Litla sviðkl. 20: ÓFÆLNA STÚLKAN eftir Anton Helga Jónsson. Á morgun, uppselt, fimmtud. 24/11, sunnúd. 27/11. Stóra svið kl. 20: Svöluleikhúsið sýnir í samvinnu við íslenska dansflokkinn: JÖRFAGLEÐI Höfundar Auöur Bjarnadóttir og Hákon Lelfsson Danshöfundur: Auöur Bjarnadóttir Tónlist: Hákon Leifsson í kvöld, fimmtud. 24/11. Siðustu sýningar. Miðasala er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-20.00. Miða- pantanir i síma 680680 alla virka daga frákl.10-12. Gjafakortin okkar erufrábær jólagjöf! Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Leikfélag Akureyrar BARPAR Tveggja manna kabarettinn sem sló i gegn á síðasta leikári! Sýnt i Þorpinu, Höfðahlíð 1 Föstud. 25. nóv. kl. 20.30. Laugard. 26. nóv. kl. 20.30. Siðustu sýningar. SALAAÐGANGSKORTA STENDUR YFIR! Miðasala i Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Simi 24073. Simsvari tekur við miðapöntunum utan opnunartíma. Greiðslukortaþjónusta. Bridsdeild Fél. eldri borgara í Kópavogi Spilaður verður tvímemúngur í kvöld kl. 19 að Fannborg 8 (Gjábakka). Kvenfélagið Framtíðin á Akureyri hefur gefiö út hiö árlega jóla- merki sitt. Á merkinu er mynd af stofn- anda og fyrsta formanni félagsins, frú Þorbjörgu Stefánsdóttur. Félagið varð 100 ára 13. janúar 1994 og er merkið því helg- að afmælisárinu. Jólamerkið er telquöfl- un fyrir félagið, en tekju sínum ýerkja Framtíðarkonur til líknarmála. Merkið er til sölu á Pósthúsinu og í Möppudýrinu á Akureyri, í Frímerkjahúsinu og Frí- merkjamiðstöðinni í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.