Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Blaðsíða 32
Jón Baldvin Hannibalsson.
Þjóðin mun eiga
síðasta orðið
...Því fyrr sem við skilgrein-
um okkar samningsmarkmið,
sækjum um og látum reyna á
samningsniðurstöður þeim mun
betra. Það er áhættulaust þvi
þjóðin mun eiga síðasta orðið,“
segir Jón Baldvin Hannibalsson
í DV.
Ágætt að skýrslunni
var lekið
...Það má svo sem segja að það
hafi verið ágætt að þessum
Ummæli
skýrslum var lekið út frá lögregl-
unni til fjölmiðla. Þar með fáum
við tækifæri til að verjast þessum
ásökunum sem við höfðum ekki
hugmynd um að við þyrftum að
veijast... “ segir Gísli Gíslason,
lögfræðingur Lindu Pétursdóttur
ÍDV.
Valtaðyfir völlinn
„Maður hefur verið að vinna við
þennan völl í 20 ár og svo koma
allt í einu stórvirkar vinnuvélar
og valta yfir allt saman," segir
Gestur Sæmundsson, fyrrum
stjórnarmaður í Golfklúbbi Ól-
afsfjarðar, í DV.
Norðmenn eiga bágt
„Það má segja að Norðmenn eigt
bágt eftir þessa niðurstöðu. Þetta
er eiginlega hvert klúðrið á fætur
öðru. Þeir hafa sjálfir séð um að
skjóta undan sér lappirnar. Viö
þurftum hvergi að koma þar að,“
segir Friðrik Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Tanga hf„ í
DV.
Stofnun
hverflsfélags
{ kvöld verður stofnað hverfis-
félag Reykjavíkurlistans í vest-
urbæ. Fundurinn veröur haldinn
í Tæknigaröi, Dunhaga 5, og hefst
kl. 20.30. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri mun mæta á
fundinn og ræða borgarmálefni
og svara fyrirspumum._
Fundir
Markaðsgæsla með
leikföngum
í dag verður haldinn kynningar-
fundur um markaðsgæslu með
leikfóngum milli kl. 14.00 og 16.00.
Fundurinn er ölium opinn en efni
hans er þó sérstaklega sniðið að
þörfum seljenda leikfanga. Á
fundinum verða haldin erindi um
stöðu effirlitsmála í Evrópu, nýja
reglugerð um öryggi leikfanga og
framkvæmd markaðseftirlits
með leikföngum.
ITC-deildin Irpa
ITC-deildin Irpa heldur fund í
kvöld kl. 20.30 í safnaðarheimili
Grafarvogskirkju. Fundurinn er
öllum opinn.
ITC-deildin Harpa
ITC-deildin Harpa heldur fund í
kvöld kl. 20.00 að Sigtúni 9. Allir
velkomnir.
Sagtvar:
Honum var orðið það afhuga.
Gætum tunguimar
Rétt væri: Hann var oröinn því
afhuga.
Rignir á höfuð-
borgarsvæðinu
í dag verður suðaustan kaldi og víða
rigning á Suður- og Suðvesturlandi,
Veðrið í dag
en suðvestan kaldi eöa stinnings-
kaldi annars staðar. Dálitlar skúrir
eða slydduél á Norðurlandi, en norð-
austan- og austanlands verður þurrt
og nokkuð bjart veður. Heldur kóln-
ar, einkum norðan til á landinu. Á
höfuðborgarsvæðinu er sunnan og
suðaustan kaldi og rigning og skúrir.
Vestan kaldi og slydduél í kvöld. Hiti
2-4 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 16.09
Sólarupprás á morgun: 10.21
Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.45
Árdegisflóð á morgun: 9.05
Heimild: Alnmnak Háskólans
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri hálfskýjaö 5
Akurnes rigning 4
Bergstaöir léttskýjað 3
Bolungarvík léttskýjað 4
Keíla rikurflugvöllur úrkoma í grennd 2
Kirkjubæjarklaustur rigning 2
Raufarhöfn skýjað 3
Reykjavík skúr 3
Stórhöföi rigningog súld 4
Bergen skýjað 8
Helsinki léttskýjað -1
Kaupmannahöfn þoka 5
Stokkhólmur skýjað 3
Þórshöfh rigning 8
Amsterdam þoka 5
Berlín súldásíö. klst. 6
Chicago heiðskirt 0
Feneyjar þoka 6
Fraxikfurt skýjað 9
Glasgow rigningog súld 12
Hamborg þoka 5
London súld 8
LosAngeles alskýjaö 12
Lúxemborg rigningog súld 8
Madríd léttskýjað 5
MaUorca þoka 12
Magnús Bess, íslandsmeistari í vaxtarrækt:
Vaxtarrækt og
lyftingar í tíu ár
að matseðillinn byggist á fiski,
hrísgjjónum, pasta, ávöxtum og
; mögru kjöti, en litlu af því.“ .:
Magnús sagðist æfa í eigin lik-
amsræktarst oð::: „Kg ásamt fööur
mínum og bróður rek líkamsrækt-:
/ arstööina Lækjarþrek í Hafuarfirði
ug þar æfi ég eingöngu. Við opnuð- :
um stöðina fyrir rúmu ári og hefur
■::■■■ reksturinn gengið ágætlega. Við
. erum vel búnir tækjum til iikams-
ræktunar og einnig vel búnir fyrir
þá sem eru meira að hugsa um lyft-
ingar."
Magnús Bess tekur ekkí aðeins
vaxtarræktarmótum, síðast 1984. Magnús Bess. þátt í vaxtarræktarkeppnum, hann
Aöspurðurhvorthannhefðilengi hefur einnig tekið þátt í lyftínga-
stundaö vaxtarrækt sagði Magnús: ræktarkeppni í unghngaflokki og mótum og aflraunakeppnum og
„Ég er búinn að æfa allt frá því ég varrn þann flokk tvisvar 1989 og sagðist einnig hafa gaman af því.
var fimmtán ára gamall eða í tíu 1990. Magnús er í sambúð og heitir sam-
ár, en það má segja að alla tið hafi Um hvað vaxtarræktarmenn býliskona hans Hildur Eggertsdótt-
ég verið viðloðandi lyftingar. Faðir leggja sér til munns þegar staðið ir og eiga þau eitt barn. Um önnur
minn er, búinn að vera í þessu í er í ströngu æfingaprógrammi áhugamál sagði Magnús að hann
þrjátíu ár eða meira, svo þetta er í sagði Magnús: „Við borðum í raun væri veikur fyrir bílum og væri
blóðinu. Ég keppti fyrst i vaxtar- ekkert sem er óhollt. Það má segja með bíladellu.
„Það fara yfirleitt tveir mánuðir
í undirbúninginn. Þá byrjar maður
á að taka mataræðið í gegn og
hreyfa sig roeira en æfingarnar
sjálfar eru á svipuðu róli og verið
hefur,“ segir Magnús Bess, ný-
krýndúr íslandsmeistari í vaxtar-
rækt, en hann vann einnigþennan
titil 1992. Magnús á ekki langt að
sækja áhugann á vaxtarrækt, en
faðir hans, Júlíus Bess, keppti i
Kveikir á perunni
Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði.
ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994
Grindavík-Skalla-
grímur í bikar-
keppninni
Það er frekar rólegt í íþróttum
í dag fyrir utan körfuboltann. Þar
er leikið í bikarkeppni Körfu-
boltasambands og 1. deild
kvenna. í bikarkeppninni leika
Grindavík og Skallagrímur og fer
leikurinn fram í Grindavík og
ætti leikur þessi að vera heima-
mönnum auðveldur en Grindvík-
ingar eru með mjög sterkt lið um
þessar mundir.
I l. deild kvenna leika íslands-
meistarar Keflavíkur við KR-
stúlkur og verður þar örugglega
um spennandi viðureign að ræða
en þessi lið hafa verið sterkust í
kvennakörfunni undanfarin ár.
Fer leikurinn fram i Keflavík. Þá
leika í íþróttahúsi Seljaskóla ÍR-
ÍS. Allir leikirnir hefjast kl. 20.00.
Skák
Svo fór aö átta skákmenn deildu sigrin-
um á stóra opna mótinu í Berlín í lok
sumars en stórmeistarinn Eingorn frá
Úkraínu heföi hæglega getaö setið einn
að sigurlaummum. 1 lokaskákinni, þar
sem hann hafði hvítt gegn Þjóðverjanum
Lööler, gerði hann sig sekan um ótrúlegt
glappaskot í meðfylgjandi stöðu:
Eftir 1. Dxa8+ getur svartur aöeins
tafið mátið um tvo leiki. í stað þessa tefld-
ist 1. fxe5?? c3 + og nú fellur hvíta drottn-
ingin og Eingorn gafst upp! Þessi „fingur-
brjótur” kostaði hann hátt í hálfa milljón
íslenskra króna. Jón L Árnason
Bridge
Um síðustu helgi var spilaður lands- og
Evróputvímemúngur í bridge í í nýju og
glæsilegu húsnæði Bridgesambands ís-
lands að Þönglabakka 1. Þátttakan var
mjög góð og til dæmis spiluðu 150 pör í
Reykjavík. Þátttakan á landsvísu var 696
pör sem verður aö tefjast nokkuð gott.
Bestum árangri í NS náðu Þröstur Ingi-
marson og Úlfar Örn Eysteinsson en best-
um i AV Unnsteinn Árason og Magnús
Ásgrímsson. Þetta spil vakti töluverða
athygli í Þönglabakka 1, en þar fengu
Þórður Björnsson og Erlendur Jónsson
toppskoriö í AV fyrir frekar furðulegan
samning. Þeir voru í rólegheitunum að
leita aö bestu úttektinni (game) og vestur
sagði þrjú lauf til þess að spyija félaga
um stöðvara í litnum. Norður leyfði sér
að dobla þá sögn til þess að benda félaga
á útspil í litnum og austur ákvað að re-
dobla og bjóða upp á að spila þann lit.
Spil 17, norður gjafari og enginn á hættu:
♦ 9754.
V G95
♦ G5
*■ ÁKD6
♦ ÁK1063
V ÁK
♦ 984
+ G107
♦ G8
V D1043
♦ ÁKD10
4> 932
* D2
V 8762
* 7632
* 854
Þriggja laufa samningur í AV er óhnekkj-
andi gegn hvaða vöm sem er. Norður fær
aðeins sina fjóra upplögðu slagi á lauf
þvi sagnhafi spilar alltaf laufi um leið og
hann kemst inn í spiliö. Ekki þýðir fyrir
norður að reyna að sækja spaðastungu
fyrir suður, því laufnían í austri er stór-
veldi í spilinu. Þetta spil er einnig for-
vitnilegt fyrir aörar sakir. Algengur loka-
samningur á spilin er fjórir spaðar á 5-2
samleguna. Ef norður tekur þrjá hæstu
í laufi ætti spilið að vera niður, því hann
fær óhjákvæmilega slag á trompníuna
ijórðu. En norður verður samt að passa
sig, eftir að hafa tekið þijá hæstu í laufi.
Ef hann spilar fjórða laufmu í þrefalda
eyði^ er stórhætta á að suður trompi með
spaðadrottningu. Þá yfirtrompar sagn-
hafi og svínar síöan spaðaáttunni sem
nægir til að vinna spilið.
ísak Örn Sigurðsson