Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994 Spumingin Býrð þú til aðventukrans? Ingigerður Gottskálsdóttir: Nei, ég hef bara ljós í glugganum. Sigríður Guðmundsdóttir: Já, geri það alltaf. Sigurður Óskarsson: Nei, ég læt kon- una gera það. Svanhildur Jónsdóttir: Nei, ég set bara ný kerti í þann sem ég á. Jón Halldórsson: Nei, hann er til á heimilinu. Sigríður Valdimarsdóttir: Nei, mamma sér um það. Lesendur Enga samninga við sjúkraliða Margrét Kristjánsdóttir skrifar: Afstða samninganefndar ríkisins er sannarlega aumkunarverð. Hún lætur sem hún vilji semja en það séu bara aðrir sem standi í veginum. - Sagt er að sjúkraliðum hafi verið skýrt frá því (svona óopinberlega) að það sé Vinnuveitendasambandið sem standi í vegi fyrir því að gengið verði að kröfum sjúkraliðanna. Með þessum málatilbúnaði kemur samninganefnd ríkisins því á fram- færi að nú sé bara að ná fram- kvæmdastjóra VSÍ að samninga- boröinu svo að þjarma megi að hon- um. VSÍ á vitanlega engan þátt í þess- ari deilu. Hér er við ríkið eitt að eiga. Hitt er svo annað að samningar við sjúkraliða eina sér eru óhugsandi á þessu stigi. Það eru allir kjarasamn- ingar lausir og mál sjúkraliða á að leysa um leið og annarra stétta í landinu. Þar er ég sammála fjármála- ráðherra sem hefur nánast einn manna þorað að segja hið rétta í málinu. - Margir þingmenn þykjast t.d. vera sammála sjúkraliðum og Er sjúkraliðum visað á VSÍ? segja að við þá eigi að semja strax. - Það er auðvelt að sýna samúð en meina svo allt annað. Sjúkraliðadeil- an verður bara að hafa sinn gang og það bitnar mest á sjúkraliðum sjálf- um ef þeir vilja ekki bíða þar til launasamningur verður gerður við alla launþega. Þingmenn undir f ölsku f laggi Kjósandi skrifar: í lýðfijálsum ríkjum er vafalaust að finna stjórnmálamenn og aðra sem láta lítið sem ekkert aftra sér frá því að komast til valda og áhrifa. Metnaðargirnd og valdagræðgi ræð- ur þar mestu. Hugsjónum og stefnu- festu er ýtt til hliðar og skipta slíkt fólk engu. Það þekkjum við íslend- ingar af starfsháttum og flakki ákveöinna stjórnmálamanna milli íslensku stjórnmálaflokkanna. Tveir úr hópi þessara manna eru mér ofarlega í huga nú að gefnu til- efni. Báðum hefur tekist að klóra sig upp í kennarastöður við æðstu menntastofnun þjóöarinnar. Þar hafa þeir tekið laun sín en einatt tek- ið laun annars staðar frá á sama tíma vegna stjórnmálastarfa sinna. Þessir menn eru formaður Alþýðubanda- lagsins og alþýðuflokksmaður sem nú er nýgenginn úr flokknum. íeir eiga ýmislegt annað sameigin- legt, svo sem eins og að vera, að því er virðist, algjörlega prinsiplausir menn, hugsandi um það eitt aö kom- ast áfram í póhtík. Báðir hyggja á framboð í Reykjaneskjördæmi í komandi alþingiskosningum. Annar væntanlega fyrir Alþýðubandalagið, hinn fyrir framboð sem ekki hefur hlotið nafn. Ferill þeirra er í opin- beru lífi á þann veg að ég hlýt að vara kjósendur við þessum fram- bjóöendum alveg sérstaklega. Og geri það sem íslendingur og kjósandi í áöurnefndu kjördæmi. Mér eru minnisstæð fyrstu kynni Suðurnesjamanna af núverandi formanni Alþýðubandalagsins á framboðsfundi í Keflavík árið 1971 en hann var þar þá ekki í framboði. Var hann með síendurtekin framí- köll um EFTA-málin. Er þau mál bar á góma gullu sífellt frá þessum fram- tíöarprinsi í stjórnmálum sem sat aftast í salnum: „Gylfi Þ., Gylfi Þ.“ Þetta hrópaði hann hálffalinn á bak við fundarmenn og enginn botnaði neitt í neinu. - Og þetta vorú líka hans málefnarök í því málinu! Nokkrum árum áður haföi núver- andi formaður Alþýðubandalagsins starfað í Framsóknarflokknum en farið þaðan í burtu ásamt nokkrum öðrum og stofnaði hina svonefndu Möðruvallahreyfingu. Hún hföi stutt og þá leitaði hann fyrir sér um pláss í Alþýðuflokknum eða aftur í Fram- sóknarflokknum. En kommar tóku honum loks opnum örmum og gerðu hann að formanni sinum. Hinn prófessorinn og flokkaflakk- arinn er sonur mikils íhaldsmanns og kapítahsta. Af einhverjum ástæð- um sóttist þessi prófessor eftir bitl- ingum í Alþýðuflokknum með góð- um árangri. Ekki undi hann lengi, fór úr flokknum og stofnaði Banda- lag jafnaðarmanna ásamt fleirum. Tókst síðan aftur að næla sér í há- launaða bitlingastöðu hjá Alþýðu- flokknum eftir uppgjöf Bandalags- ins. Og nú er hann aftur kominn á flokkaflakk eftir að hafa skipulagt níðherferð gegn varaformani flokks- ins. - Eru þetta menn, kjósendur, sem þiö getið treyst? Ég segi nei. - Burt meö slíka flokkaflakkara og af- siðara úr íslenskum stjórnmálum! Tæknibrellur við tamningar Einar Sigurðsson skrifar: Mig langar til að segja stutta sögu af íslenska hestinum sem ílentist á erlendri grundu. Hún á að vísu ekki við alla hesta íslenska á þeim vett- vangi en lýsir vel ástandinu hjá þess- um málllausu vinum okkar sem ör- lögin færa þeim við eigendaskiptin oft og tíðum. Ég hitti erlendis þýskan hesta- mann sem hingað kom árið 1992, og keypti 3 hesta hvern af sínum selj- anda og prófaði þá alla vandlega og var allánægöur með útkomuna. Þeg- ar hestamir voru komnir til síns heima og byrjað var að nota þá kom í ljós að eiginleikar tveggja hestanna hurfu eftir ekki langan tíma. Málið var einfalt að hans mati. Þessir hestar hefðu hreinlega ekki Margur hestamaðurinn hefur lent í hremmingum vegna tæknibrellna við tamningu hests sins. Hringid í síma 63 27 00 milli kl. 14 og 16 -eða skriíió Nafn og simanr. verður að fylgja bréfum verið tamdir á heiðarlegan hátt. Með því að nota svokallaðar „þyngingar" og aðrar tæknibrellur við tamningu hestanna, en þær voru nú ekki leng- ur til staðar á hans heimavelli, sýndu nú hestamir sína réttu eiginleika. Með öðmm orðum, hestarnir höfðu einfaldlega ekki hæfileika reiöhesta. Þriðji hesturinn, hvernig svo sem hann hafði verið taminn, var hins vegar augnayndi og eftirlæti eigand- ans. Það sem mig furðar mjög er aö hvorki dýralæknar né tamninga- menn skuli láta í sér heyra um þetta mál. Ekki síst vegna þess að ég hef áður séð skrifað um þessi mál í DV og þaö ekki fyrir löngu. Geirfinnsmálið tekiðupp? Friðjón hringdi: Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum og eyrum þegar ég horfði á fréttina um að fyrrv. sak- borningur í Geirfinnsmálinu væri búinn að leggja þykkan bunka af gögnum inn til dóms- málaráðuneytisins með beiðni um að mál hans yrði tekiö fyrir að nýju til að afsanna sekt hans. - Ef málið verður tekið upp og sakleysi mannsins sannast bið ég guð að hjálpa þessari þjóð. En verður málið tekið upp að nýju? „Þjóðarsálin“ þynnist Bjarni Sigurðsson skrifar: Mér finnst Þjóðarsálin á RÚV vera orðin þunn, a.m.k. á annan vangann. Mest um innskot, t.d. um launamál, félagslegar bætur, sjúkraliöastuðning og svo karp um allt og ekkert, t.d. hvort alda- mótin byiji árið 2000 eða 2001. Þárna koma inn „langlokulákar" og kverúlantar og oft i annarlegu ástandi að því er manni heyrist. En þá dregur nú umsjónarmaður niður i viðkomandi sem er ágætt. En ég er nú farinn að hlusta frek- ar á Hallgrím þar sem fólk tekur fastar á málunum en Þjóðarsálin leyfir. Skipulagðuráróð- urfrá Hafnarfirði? Guðmundur Guðmundsson skrif- ar: Fólk hefur tekið eftir því að undaförnu, t.d. í blööum með les- endaefni og svo í útvarpsþáttum sem taka á móti innhringingum, að það er eins og skipulagður áróður sé hafmn fyrir uppgangi fyrrverandi félagsmálaráöherra, Guðmundar Áma Stefánssonar. Ég hef t.d. lesið eftir menn er lýsa því hve erfitt sé að búa í Hafhar- flrði eftir að hin nýja bæjarstjórn tók við og hve gott hafi verið að leita tíl Guðmundar sem bæjar- stjóra og þess er við tók er Guð- mundur gerðist ráöherra. - Það verður fróðlegt að sjá hvort svona sjónarspil heldur áfram. Verslunarferðirtil útlanda Jón hriugdi: í viðtali viö formann Kaup- mannasmtakanna á rás 2 sl. mið- vikudag, var m.a. komið inn á verslunarferöir íslendinga til Bretíands. í samtalinu komst formaður Kaupmannasamtak- anna svo að orði að þessar ferðir væru nú orðnar meira skemmtí- ferðir en verslunarferðir. - Skrýtíð að maður í þessari stöðu skuli tala gegn betri vitund. Hann veit fullvel að þessar feröir eru fyrst og fremst verslunarferöir, þótt látíð sé liggja að því t.d. af ferðaskrifstofum og Flugleiðum að sá þáttur sé meira og minna úr sögunni, Ég hygg að þessi ummæli formannnsins hafi hitt margan kaupmanninn heldur illa. íslenskasælgætið Jón Kristjánsson skrifar: Ég las pistil um íslenskt sæl- gæti og erlent í DV 22. þ.m. Ég tek undir með bréfritara aö þvi er varðar verðið sem er oröiö ís- lenskum framleiðendum i óhag, einkum á smærri pakkningum. Og það er einnig athygli vert, aö þessar rainni pakkningar, t.d. með súkkulaði og fleira svipuðu sælgæti hafa minnkað aö undan- fórnu eða þá að pakkningin er sú sama, en innihaldið hefur minnk- að. Já, þessu taka neytendur eftir og þetta hefur fljótt áhrif í nei- kvæðum viðbrögðum þeirra. Þeir bara kaupa ekki lengur viðkom- andi tegundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.