Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1994, Page 13
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994
13
+
Meiming
Stofngjöf
Listasafns Islands
í tilefni af því að Listasafn íslands er 110 ára um þessar mundir hefur
safnið nú opnað sýningu á listaverkagjöf þeirri er markaði stofnun þess.
Það var 31 árs lögfræðikandídat í Kaupmannahöfn, Björn Bjarnarson, sem
gerði það heyrinkunnugt í október árið 1884 að hann hefði fengiö loforð
frá mörgum nafnkunnum dönskum listamönnum um að þeir gæfu verk
til stofnunar listaverkasafns á íslandi. Eftir það sendi Björn verkin með
skipum frá Danmörku; 11 með fyrstu ferð, þá 2 o.s.frv. Verkin voru til
sýnis sumarið 1885 í Barnaskólahúsinu á horni Pósthússtrætis og Hafnar-
strætis, en voru um haustið flutt í Alþingishúsið að tillögu Björns. Þar
gat almenningur séð þau um helgar og munu þeir Þórarinn B. Þorláks-
son, Einar Jónsson og Jón Stefánsson a.m.k. allir hafa séð verkin í Alþing-
ishúsinu, en um þær mundir var engum öörum listsýningum til að dreifa
í höfuðborginni.
Djúptæk áhrif
Verkin áttu eftir að hafa djúptæk áhrif á list þeirra Þórarins og Einars
og Einar fór síðar lofsamlegum orðum um framtak Björns Bjarnarsonar,
þess „stórhuga vormanns hins myndelska íslands". Til stofngjafarinnar
teljast einnig þau verk er voru í dánargjöf Edvalds J. Johnsens, læknis
í Kaupmannahöfn, er komu til landsins áriö 1895 og gjöf frá Thorvaldsens-
safninu í Kaupmannahöfn er innihélt 66 grafísk verk ýmissa listamanna,
unnin út frá höggmyndum Thorvaldsens. Alls voru skráö í safninu um
aldamót 74 málverk og 2 höggmyndir auk grafískra verka og telst sú eign
stofngjöfin.
Raunsæi frá Skagen
Þekktastir dönsku málaranna voru og eru ugglaust þau Ancherhjón frá
Skagen, Anna og Michael, ásamt Peder Severin Kröyer, sem einnig dvaldi
oft á Skagen. Þar hófst raunsæið til vegs í dönsku lista- og menningarlífi
um þaö leyti er stofngjöfina bar að. „Fisksölustúlka" eftir Önnu Ancher
Myndlist
Ólafur J. Engilbertsson
frá 1886, „Sjómaður" eftir Michael Ancher og „Hjá Jóakim á Skaganum"
eftir Peder Severin Kröyer frá 1885 eru tvímælalaust meðal helstu dýr-
gripa stofngjafarinnar. Þar fer saman góð tækni þeirra tíma og innsýn í
þjóðarsálina dönsku undir lok nítjándu aldar þar sem áherslan var lögð
á að fanga hversdaginn og nánasta umhverfi.
íslenskt landslag með útlendum augum
Ugglaust vekja þó meiri forvitni á sýningunni þau verk hinna erlendu
listamanna er sýna íslenskt landslag. Mörg kunna aö koma undarlega
fyrir sjónir enda munu flestir málararnir einungis hafa rissað landslagið
upp hér á landi en geymt endanlega útfærslu þar til heim kom. Þannig
hafa sjónarhorn riðlast líkt og sést á mynd Theodors Kloss, „Við Öx-
ará“. Dönsku málararnir höfðu mun meiri áhuga á tign fjallanna en ís-
lensku mannlífi eða byggðum bólum og því kemur ekki á óvart að mynd-
ir Christians Blache frá Eskifirði og Eyjafirði frá 1881 og 1882 skuli einung-
is sýna fjöll og skútur að lóna. Perlurnar meðal þessara mynda hijóta
að teljast Geysismynd Emanuels Larsen frá 1847 og Þingvallamynd Aug-
usts G. Schiötts frá 1872. Fyrir slíkum myndum liggur að grópast inn í
þjóðarvitundina. Sýning Listasafnins er ágætlega uppsett. Rauðbrúni lit-
urinn í sal tvö hefur fest sig í sessi og hæfir vel sýningu sem þessari. í
raun hefði salur eitt mátt vera meira í þá áttina. Annað er að skrá vant-
ar yfir hin upphengdu verk. Sýningarskráin stendur annars vel fyrir sínu
sem sjálfstætt rit með fróðlegri grein eftir Beru Nordal um stofngjöfma.
Mest seldu amerísku dýnurnar
Marco
" HUSGAGNAVERSLUN
Langholtsvegi 111, sími 680 690.
Jólabaksturinn verður að ánægjustundum
með góðu hráefni. Ljóma smjörlíki fæst
nú i sérstökum jólapakkningum, ^
tvö stykki í pakka. Með Ljóma |
jólapakkningu gefst þer tækifæri
til að taka þátt i auðveldri getraun.
VINNINGARNIR E R U
harðduglegar
hrærivélar,. liprar eldhúsvogir,
Sodastream-tæki og ávaxtasafar
i litravís. Dregið verður
daglega á Bylgjunni fra
Á/\ 1. til 15. desember og
JPd 3 riöfn vinningshafa
Q -m birt jafnoðum i DV.
Gleðileg jói!
ljomandi gott