Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1994, Side 8
8
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
UPPBOÐ
Á nauðungarsölu sem fram á að fara við Bílageymsluna, Skemmu v/Flug- vallan/eg, Keflavík, föstudaginn 9. desember 1994, kl. 16.00, hefur að kröfu ýmissa lögmanna og sýslumannsins I Keflavík verið krafist sölu á eftirtöldum
bifreiðum og öðru lausafé:
A-9153 DA-240 E-2875 EÞ-812 FE-862 FS-677 G-4642
G-5848 GF-742 GH-302 GH-961 GI-371 GJ-045 GP-415
GT-838 GU-010 GU-378 GX-672 GZ-193 HA-659 HB-155
HD-092 HE-183 HE-252 HE-929 HG-415 HH-668 HK-388
HR-167 HR-930 HU-066 HX-406 HZ-239 HZ-314 HÞ-074
HÖ-817 1-3102 IA-908 IC-490 IE-157 IF-215 IG-210
IJ-186 IJ-526 IL-324 10-831 IP-325 IV-930 IX-984
IY-138 IÞ-124 IÖ-845 ÍS-814 JA-763 JB-784 JB-994
JF-109 JJ-578 JP-827 JT-383 JU-105 JÞ-636 KB-617
KB-850 KD-553 KT-270 KU-891 LD-715 LD-733 LH-329
LT-104 LY-269 OD-233 OT-384 PS-514 R-1058 R-18418
R-18588 R-32397 R-3519 R-45003 R-48081 R-52874 R-53858
R-55504 R-62419 R-77834 SD-512 TG-699 TJ-811 U-4996
VS-526 X-7725 Ö-10771 0-1567 0-4776 0-5378 0-6451
Ö-6497 Ö-8514
Greiðsla áskilin við hamarshögg. Ávísanir ekki teknar gildar nema með
samþykki gjaldkera.
SÝSLUMAÐURINN í KEFLAVÍK
Samkeppni um hönnun
Engjaskóla
Reykjavíkurborg efnir til tveggja þrepa samkeppni um
hönnun ca 4.500 ferm. skóla í Engjahverfi í Reykjavík.
Fyrra þrep samkeppninnar er opin hugmyndasamkeppni
þar sem leitað verður eftir hugmyndum keppenda um ein-
setinn, heildstæðan grunnskóla. Sex tillögur verða valdar
í síðara þrep samkeppninnar og að samkeppninni lokinni
verður samið við höfund (höfunda) þeirrar tillögu sem
hlýtur 1. sæti um áframhaldandi hönnun Engjaskóla. Jafn-
framt verða á síðari stigum valdir hönnuðir grunnskóla í
Víkurhverfi og Borgahverfi úr hópi þeirra höfunda sem
keppa í síðara þrepi.
Öllum, sem eru félagar í Arkitektafélagi íslands eða hafa
réttindi til að leggja aðaluppdrætti fyrir byggingarnefnd
Reykjavíkur, er heimil þátttaka í samkeppninni.
Keppnisgögn verða afhent þátttakendum hjá trúnaðar-
manni dómnefndar, Sigurði Harðarsyni arkitekt, á skrif-
stofu Arkitektafélags íslands, Freyjugötu 41 (Ásmundar-
sal), Reykjavík, á milli kl. 8 og 12 virka daga frá og með
föstudeginum 2. desember og önnur gögn frá þriðjudegin-
um 6. desember nk. Skiladagur tillagna í fyrra þrepi er
miðvikudagurinn 25. janúar 1995.
Dómnefnd
Landsbókasafn íslands
- Háskólabókasafn
auglýsir eftirfarandi stöður lausar til um-
sóknar:
í aðfangadeild eru lausar 2 stöður deildarstjóra:
Staða deildarstjóra sem hefur umsjón með skylduskil-
um og sinnir uppbyggingu og umbúnaði íslensks
ritakosts.
Staða deildarstjóra sem hefur umsjón með almennu
tímaritahaldi.
í skráningardeild er laus staða deildarstjóra:
Staða deildarstjóra sem hefur umsjón með þróun
skráningarsniðs (marksniðs) og skráningu erlendra
rita.
í upplýsingadeild eru lausar 2 stöður deildarstjóra:
Staða deildarstjóra sem hefur umsjón með tón- og
mynddeild og notendaþjónustu á 4. hæð.
Staða deildarstjóra sem sinnir m.a. uppbyggingu
handbókakosts og hefur umsjón með upplýsinga-
borði á aðalhæð safnsins.
í útlánadeild eru lausar 2 stöður deildarstjóra:
Staða deildarstjóra sem hefur umsjón með náms-
bókasafni og notendaþjónustu á 3. hæð.
Staða deildarstjóra sem hefur umsjón með millisafna-
lánum.
Stöðurnar krefjast menntunar í bókasafnsfræði eða
annarrar háskólamenntunar.
Umsækjendur eru beðnir að láta þess getið ef þeir
óska eftir að koma til álita við ráðningu í aðrar af
ofangreindum stöð.um en þá sem þeir sækja um sér-
staklega.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri
störf skulu sendar Landsbókasafni íslands - Háskóla-
bókasafni, merktar landsbókavörður, Arngrímsgötu
3, 107 Reykjavík, fyrir 21. desember 1994.
Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn,
30. nóvember 1994.
Utlönd
Farþegum og áhöfn Achille Lauro bjargað:
Örlagaf leyta í
Ijósum logum
- tveir menn létust í ringulreiðinni
Nálægt eitt þúsund manns, farþeg-
um og áhöfn ítalska skemmtiferöa-
skipsins Achille Lauro, var bjargað
í gær en þá var skipið alelda um 100
mílur fyrir utan strönd Sómalíu í
Indlandshafi. í morgun var skipið
enn ekki sokkið en hallaðist verulega
og eldur var enn laus.
Eldurinn kom upp í gærmorgun og
var strax erfiður viðureignar. Skipið
hallaðist þá um tuttugu gráður. Skip-
ið lagði úr höfn í Genova á Ítalíu
þann 19. nóvember og var á leið til
Haifa í ísrael. Orsakir eldsins eru
ekki kunnar en talið er líklegt að síg-
arettuglóð hafi verið valdurinn. Eld-
urinn kom upp í vélarrúminu.
977 manns voru á skipinu og var
flestum bjargað um borð í olíuflutn-
ingaskip frá Panama sem kom fljót-
lega á staðinn. Flestir farþegamir
voru ellilífeyrisþegar. Tveir menn
létust í ringulreiðinni eftir að eldur-
inn kom upp.
Skipinu rænt árið 1985
Achille Lauro hefur verið sann-
kölluð örlagafleyta. Skipinu var rænt
árið 1985 og var það í heimsfréttun-
um dag eftir dag. Ríkisstjóm féll
vegna málsins og fræg ópera var
samin um skipið.
í október 1985 var skipinu rænt
fyrir utan höfnina í Genova á Ítalíu
af fjómm skæruliðum sem voru í
flokksbroti Abu Abbas í Frelsissam-
tökum Palestínuaraba (PLO). Skipið
sigldi í ijóra daga um Miðjarðarhaf-
inu áöur en ræningjamir voru
þvingaðir til að sigla því til Egypta-
lands.
Líf farþeganna um borð var algjör
martröð meðan á ráninu stóð. Aldr-
aður bandrískur gyðingur í hjóla-
stól, Leon Klinghofler, var drepinn
og líkinu hent í sjóinn og vakti atvik-
ið mikla reiði um allan heim.
Eftir samningaviðræður náðist
samkomulag um að ræningjarnir
fiúsund björgu>ust af Achille Lauro
Skemmtifenaskipii Achille
Lauro fer frá Genova á ítalfu
á lei> til Durban i Su>ur-Afríku
19. nóvember
■•jít.’ Haifa
""■y® 23. nóv.
Port Saíd %
24. nóv.
AFRIKA
Tveir farflegar létust í ringulreMnni flegar elds var>
vart um bor> i skemmtiferaskipinu. Um 1000
manns neyddust til a> yfirgefa skipi>
og var öllum bjarga>
Skipi> halla>ist strax mjög miki> vegna
vatnsins sem nota> var vi> slökkvi-
starfn. Eldurinn vir>ist hafa komi> upp í
.vélarrúmi íb
skiluðu skipinu og gíslunum en
fengju sjálfir að sleppa. Þegar ræn-
ingjarnir voru komnir í loftið þving-
uðu bandariskar herflugvélar vél
þeirra til að lenda aftur og voru þeir
handteknir ásamt foringjanum Abu
Abbas. ítölsk yfirvöld ákváöu síðan
aö sleppa Abu Abbas úr haldi. Vakti
það mikla bræði víða um heim og á
endanum neyddist ítalska ríkis-
stjórnin til að segja af sér vegna
málsins.
Fræg sjónvarpsmynd var gerð um
ránið og ópera samin um dauöa
Klinghoffers. Reuter
Stuttar fréttir
Kona sem kært hefur Clinton fyrir áreitni:
Kærir tímarit fyrir
birtingu nektarmynda
Paula Corbin Jones, sem kærði
Bill Clinton forseta nýlega fyrir kyn-
ferðislega áreitni þegar hann var rík-
isstjóri í Arkansas, hefur nú einnig
kært tímaritið Penthouse til að koma
í veg fyrir birtingu nektarmynda af
sér sem birtast eiga í næstu viku.
Birting myndanna hefur verið bönn-
uð timabundið.
Paula krefst jafnvirðis tveggja
milljarða íslenskra króna frá þremur
aðilum verði myndirnar birtar.
Paula segist aldrei hafa leyft sölu
myndanna eða notkun en þær sýna
hana mjög lítið klædda í ýmsum
stellingum. Fyrrverandi kærasti
hennar tók myndirnar og seldi tíma-
ritinu.
Penthouse-menn hafa lítið geflð út
á kæru Paulu en í grein sem birtast
á með myndunum er henni lýst sem
miklum daðrara og blaöið leggur
ekki mikinn trúnað á sögur hennar
um kynferðislega áreitni Clintons.
Vinir og fjölskylda segja hana laus-
láta. Reuter
Málaferli um líkamsleifar Jeffreys Dahmers:
Ríf ast um ösku mannætu
Hin undarlegasta deila er nú upp
risin um hvað skal verða af líkams-
leifum íjöldamorðingjans illræmda
Jeffreys Dahmers sem myrtur var í
fangelsi í Milwaukee sl. mánudag.
Dahmer myrti á 13 ára tímabili 17
unga menn, flesta homma, á hroða-
legan hátt.
Dahmer fer fram á þaö í erfðaskrá
sinni að lík sitt verði brennt, gröf
hans verði ekki merkt og engin jarð-
arfór haldin. Líklegast er þó að
mannætunni verði ekki að ósk sinni
því foreldrar hans, sem eru skilin,
deila um hvort þeirra eigi að fá ösk-
una. Faðirinn hefur stungiö upp á
því að þau skipti öskunni til helm-
inga. Hins vegar gæti farið svo að
málaferli yröu vegna líkamsleifa
mannætunnar.
Búast við innrás
Í Grosni, höfuðborg Tsjetsjniu,
er búist við innrás hers Rússa.
Vararviðeinleik
Gro Harlem
Brundtland,
forsætisráð-
herra Noregs,
hefur varað
aöra sfjórn-
málaílokka í
landinu við að
leika einleik til
aö afla sér stuðnings eftir þjóðar-
atkæðið um ESB.
Biðröð eftir Bitlaplötu
Aðdáendur Bítlanna stóðu í
biðröðum eftir nýju plötunni.
Spá GATT-sigri
Embættismenn í Hvíta húsínu
spá því að öldungadeild Banda-
rikjaþings samþykki GATT.
AdamstilClintons
Gerry Adams, leiötoga Sinn
Fein, pólitísks arras IRA, hefur
veriö boöið í Hvíta húsiö.
Mesta hættan
Símon Peres,
utanríkisráð-
herra ísraels,
segir að ísl-
amskir heittrú-
armenn séu
mesta hættan
sem steðji að
Miö-Austur-
löndum og eina lausnin sé að
dæla peningum inn á svæöið.
Samvlnna endurmetin
Leiðtogar Norðurlanda hittast í
Kaupmannahöfn í janúar til að
ræða norræna samvinnu.
Reuter, NTB, TT