Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1994, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1994, Page 20
32 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 Hlúum að börnum heims - framtíðin er þeirra FRAMLAG ÞITT ER MIKILS VIRÐI Bridge________________________ Bridgefélag Reykjavíkur Síöastliðinn raiövikudag, 23. nóvember, voru spilaöar 10 um- ferðir í Butlertvímenningi félags- ins og er staöan eftir 29 umferðir þannig: 1. Matthias Þorvaldsson-Jakob Kristinsson 188 2. Sverrir Ármannsson-Þorlákur Jónsson 171 3. Jón Baldursson-Sævar Þorbjöms- son 155 3. Sigurður Sverrisson-Hrólfur Hjaltason 155 5. Haukur Ingason Jón Þorv'arðar- son 127 6. Hjalti Eliasson-Páll Hjaltason 122 7. Helgi Sigurðsson-ísak Öm Sig- urösson 108 8. Guðlaugur II. Jóhannsson-Öm Arnþórsson 96 - og ha»ta skor kvöldsins fengu: 1. Jakob Kristinsson-Jónas P. Erl- ingsson 77 2. Páll Valdimarsson-Ragnar Magn- ússon 72 3. Haukur Ingason-Jón Þorvarðar- son 69 4. Sverrir Ármannsson-Þorlákur Jónsson 67 5. Sigurður Sverrisson-Hrólfur Hjaltason 65 Reglulegir fundir Borgarstjórnar Reykjavíkur eru haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar kl. 17:00. Fundirnir eru opnir almenningi og er þeim jafnframt útvarpað á AÐALSTÖÐINNI FM 90.9. BÆKUR IÆÆÆIÆÆÆÆÆÆÆIÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆA AUKABLAÐ BÆKUR Miðvikudaginn 14. desember nk. kemur út Bókahandbók DV með upplýsingum um þær bækur sem gefnar eru út fyrir jólin. í bókahandbókinni verða birtar allar tilkynningar um nýút- komnar bækur ásamt mynd af bókarkápu. Birting þessi er útgefendum að kostnaðarlausu. Æskilegt er að þeir sem enn hafa ekki sent á ritstjórn nýútkomna bók og tilkynningu geri það fyrir 7. desemb- er svo tryggt sé að tilkynningin birtist. Verð þarf að fylgja. Umsjónarmaður efnis bókahandbókarinnar er Haukur Lárus Hauksson blaðamaður. Þeir auglýsendur sem hafa hug á að auglýsa í Bókahand- bók DV vinsamlega hafi samband við Björk Brynjólfsdótt- ur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 63 ■ 27 • 23. Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 8. desember. Símbréf auglýsingadeildar er 63 • 27 ■ 27. Mennirig Kvikasilfur Einars Kárasonar Þessi skáldsaga er framhald skáldsögu Einars, Heim- skra manna ráð, sem birtist í hittifyrra. Sú sagði frá íslenskri fjölskyldu allt frá því um 1920 og fram á síð- ustu ár, þremur til íjórum kynslóðum. Þessi nýja saga gerist á mun skemmri tíma, fáeinum árum. Hún stenst alveg sem sjálfstæð saga, en skemmtilegra mun að lesa hana í framhaldi af hinni. Raunar eru helstu efnis- , atriði hennar rifjuð upp óbeint í upphafi þessarar. Og mér sýnist að í lok þessarar bókar sé gefið undir fót- inn með viðbót í formi forsögu. Eins og fyrri sagan segir þessi einkum frá sókn manna til fjár og frama, eftir ýmsum leiðum, og með svo margs konar tilbrigðum persóna í einni og sömu fjölskvldu, að úr verður eins konar samtíðarsaga þjóð- arinnar, bæði í sigrum og ósigrum. Lýsing á útför í upphafi bókar sýnir glöggt hvernig gróðafiknin af- mennskar fólkið, það verður tilfmningakaldir hræsn- arar. Bókmenntir Örn Ólafsson Hér er mikið stuðst við alkunn fjárglæfra- og saka- mál á íslandi undanfama áratugi. Það má vera til að styrkja örlagablæ sögunnar, svo að hversu mikil sem velgengni sögupersóna er, hefur lesandinn á tilfinning- unni að þeirra bíði fall. Ennfremur er stundum vel heppnað að allt hið lygilegasta í sögunni skuli vera satt, t.d. verða fyndnar ótrúlegar samsærissögur bók- arinnar, og rifja vel upp landlæga ofsókaróra fyrir hálfum öðrum áratug, þegar fjöldi manns trúði því að dómsmálaráðherra landsins væri aðalforstjóri Morðs h/f. En á heildina litið sýnist mér misráðið að nota þessi alkunnu sakamál hér. Því þau hafa veriö svo margtuggin af almenningi að hér verða þau mikið eins og upprifjun á gömlum blaöafréttum, í öldinni okkar. Og það er töluvert fyrir neðan staöal Einars. Persónusköpun er ýkt og einhliða og síst skal ég kvarta undan því. Þannig verður sagan skopleg og örlög persónanna dæmigerð. Hins vegar verður aö sama skapi erfitt að meðtaka það að þessar persónur breytist, t.d. er eins og að Vilhjálmur bankastjóri sé tvær alveg óskyldar persónur, fyrir og eftir fall, lesend- ur fá ekkert til að skilja hamskipti hans. Eitt hið besta við söguna er hve vel málfarið sérkenn- ir persónur. Það á ekki síst viö um sögumann, og ber þó víöa keim af skopstælingu hans á einhverjum ís- lenskum almannarómi, t.d. ruglingslegum talmálsstíl þessa (bls. 162); „Og hvemig brugðust nú íslendingar við þegar vor- menn þjóðarinnar fundu gull í jörðu? Jú, það var sama gamla sagan, aumingjarnir sem stjórna þessu landi, þessu volaða landi sem ætið og eilíflega er stjórnað af mannleysum sem skilja ekki stórhug eldhuganna, einsog sannaðist svo átakanlega þegar Einar skáld Benediktsson ætlaði að hafa forgöngu um að lyfta okkur uppúr volæðinu fyrr á öldinni; aumingjamir voru fullir efasemda. Mannleysurnar héldu að sér höndum og allt lenti í lagaþvargi og reglugerðum; menn fóru í hár saman út af smámunum, hver ætti góssiö, hvort yflrleitt mætti hrófla við sona fomminj- um; hvað segja Hollendingar," o.áfr. Þessi bók er afar skemmtileg lesning. Einar Kárason: Kvikasilfur Mál og menning 1994 233 bls. Líf ið er skrítið Lífið er skrítið og stutt. Fyrst er ég þarna en svo er ég flutt. Á þessum línum hefst kvæði eftir Oddbjörgu Lilju Ingadóttur í safnriti með Ijóðum eftir íslensk börn búsett í Skandinavíu, „Samfélagsstyrkir og Bæjarins bestu“, sem Hugrún Guðmundsdóttir hefur safnaö og gefíð út. Eins og við er að búast setja flutningar milli landa, aöskilnaður, missir og einmanakennd talsverð- an svip á ljóðin og stundum eru efnistökin skáldleg þó einföld séu, eins og í þessari vísu Hildar Thorarens- en: Ef ég ætti eina ósk, bara eina, þá myndi ég óska mér að þú værir hér, bara hér. Mörg ljóð fjalla um ísland, aðdráttarafl þess og sér- kenni í samanburöi við önnur lönd. Við fáum til dæm- is að vita í ljóði Egils Eyjólfssonar að Svíþjóð sé „fínt land meö skógum“ og þar gráti enginn maður: „En á íslandi er gaman, þar leika allir saman. / Þar eru Bæjarins bestu og þær eru ekki þær verstu." Yrkisefnin eru fjölbreytileg; börnin yrkja um árstíö- irnar, umhverfismál, heimsmálin. Þau skoða eigin persónu frá ýmsum hliöum, yrkja heldur daufleg ljóð um ástina og sterkari ljóð um dauðann. Þau velta fyr- ir sér heimspekilegu efni: „Af hveiju finnst sumum það / vera gaman að fara í bað“ spyr Svanlaug Árna- dóttir, og svarar sér sjálf: „Það er af því að við erum Bókmeruitir Silja Aðalsteinsdóttir ekki eins. / Ekki er nefið mitt eins og Sveins." Og Þórdís Friðbergsdóttir, sem er bara níu ára, skapar sinn eigin heim með orðum: Fyrst yrki ég mold, svo yrki ég korn. Siðan yrki ég tré og hreiður, síðast yrki ég fugla. Yfirleitt koma yngri börnin betur út en þau eldri, eru óhræddari við formið og órög við að segja það sem þeim dettur í hug. Ein eftirlætisbókin mín er Ljóðabók barnanna sem kom út 1991 og er um margt svipuð þessari bók en mun vandaðri að öllum frágangi. Tónninn í nýju bók- inni er dálítið þyngri og sjálfhverfari, það er meiri leikur og húmor í þeirri eldri þó að víða skíni í sárar tilfinningar einnig þar. Saman eru þær merk heimild um hugmyndaheim barna á okkar tímum. Nýja bókin er skreytt svarthvítum teikningum barna sem eru margar ágætar, en standast illa samanburö við lit- skrúðugar myndir eldri bókarinnar. Samfélagsstyrkir og Bæjarins bestu Ljóð eftir íslensk börn búsett í Skandinaviu Hugrun Guðmundsdóttir Lundi, 1994

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.