Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1994, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1994, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994 39 dv___________________________________Fréttir Sala á íslenskri endurtryggingu og Þróunarfélaginu: 149 milljóna munur - á verömæti og söluverði hlutabréfa ríkisins í fyrirtækjunum Sala ríkisfyrirtækja - mismunur söluverðs og verðmætis ■ 350 milljónir 300 Mismunur: 260 150 50 íslensk endurtrygging 39,25% hlutur Þróunarfélag fslands 29,02% hlutur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu ríkisfyrirtækja kemur i ljós að hlutur ríkisins í íslenskri endurtryggingu og Þróunarfélagi ís- lands hafi verið seldur töluvert undir eiginlegu verðmæti. Munar þar allt að 149 milljónum, þar af tæpum 144 milljónum vegna Islenskrar endur- tryggingar. Um 39% hlutur ríkisins í íslenskri endurtryggingu var seldur á 162,1 milljón en upplausnarvirði hlutarins hafði verið metið á 306 milljónir. Mismunurinn þar er tæpar 144 millj- ónir. Hlutur ríkisins í Þróunarfélag- inu, um 29%, var seldur á 130 millj- ónir en hafði verið metinn á 130 millj- ónir. Munar þar 5 milljónum. Það var í desember 1992 sem ríkis- sjóður seldi sinn hlut í íslenskri end- urtryggingu og kaupendur voru VÍS, Tryggingamiðstööin, Sjóvá-Almenn- ar og Trygging hf. en þau áttu fyrir stærstan hlut í félaginu. Verðbréfa- markaður íslandsbanka, VÍB, var fenginn til samráðs um undirbúning sölunnar og að gera verðmat á eign- arhlut ríkissjóðs. VÍB tók mið af fjárhagsstöðu í árs- lok 1991 og þá samsvaraði eignar- hlutur ríkissjóðs 147,5 milljónum króna. En VIB lagði til að staðan yrði metin í árslok 1992 þegar reikn- ingar þess árs lægju fyrir. Það var ekki gert en samkvæmt útreikning- um Ríkisendurskoðunar eftir árs- reikningi 1992 hefði hlutur ríkisins verið metinn á 227 milljónir, eða 65 milljónum meira en söluverðiö. Síð- :an reiknar Ríkisendurskoðun hugs- anlegt upplausnarvirði hlutarins og fær út 306 milljónir. Að mati Ríkis- endurskoðunar hefði uppgjör þurft að liggja fyrir þegar fullnaðar- ákvörðun var tekin um söluverð. í nóvember 1992 seldi ríkið 29,02% hlut í Þróunarfélaginu, að nafnvirði 100 milljónir, til samtaka lífeyris- sjóða fyrir 130 milljónir. Landsbréf- um var falið að annast söluna. Fyrstu útreikningar Landsbréfa gerðu ráð fyrir 179-208 milljóna króna verð- mæti eignarhlutar ríkisins og við næstu útreikninga var verðmætið komið í 150 til 165 milljónir. Þá voru bréfin auglýst en aðeins einn aðili sýndi áhuga á að kaupa, þ.e. Lands- samband lífeyrissjóða og Samband almennra lífeyrissjóða í sameiningu. Þessir aðilar vildu kaupa á genginu 1,0 en framkvæmdanefnd um einka- væðingu samþykkti að fara ekki neð- ar en 1,35. Þaö hefði þýtt 135 milljóna króna söluverð. En samkomulag tókst við lífeyrissjóðina um sölu á genginu 1,30 og þar með 130 milljóna söluvirði. Ríkisendurskoðun gagnrýnir ekki söluna að öðru leyti en þvi að velta upp þeirri spurningu hvort ekki heföi verið skynsamlegra að bíða með sölu þar til hærra verð byðist. Mat Ríkisendurskoðunar: Eins og að miða við smíðaverð tfú&et RANGÁRSEL 2 S:74980 VERÐHRUN Á ÍS ÍS í BOXI BOX 1 50 KR. BOX 2 90 KR. BOX 3 130 KR. 1 LÍTER 189 KR. SHAKE BOX 1 70 KR. BOX 2 100 KR. BOX 3 160 KR BOX 4 250 KR. HEITAR OG KALDAR SAMLOKUR = 99 KR. GEGGJAÐ 5 DAGA TILBOÐ 1 LÍTER AF ÍS + SÓSA + ÍSKEX + GÓU BRAK = 199 KR. GILDIR 1.-5. DES. GEGN FRAMVÍSUN ÞESSA AGÐA Styrkir úr Málræktarsjóði Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Málræktarsjóði. Sjóðurinn var stofnaður árið 1991. Samkvæmt skipulags- skrá er tilgangur hans: a) að styrkja fjárhagslega nýyrða- og íðorðastarf í land- inu, b) að styrkja fjárhagslega starf orðanefnda sem vinna að þýðingum á tæknimáli eða sérhæfðu máli, c) að styrkja fjárhagslega útgáfu handbóka og leiðbein- inga um málnotkun, d) að styrkja fjárhagslega útgáfu kennsluefnis í íslensku, e) að styrkja fjárhagslega útgáfu orðabóka, f) að veita einstaklingum, samtökum og stofnunum við- urkenningu fyrir málvöndun og málrækt, g) að styrkja með fjárframlögum hvers konar framtak sem verða má til þess að markmiðum Málræktarsjóðs verði náð. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu íslenskrar málstöðvar, Aragötu 9,101 Reykjavík (sími 24480), og skal umsóknum skilað þangað fyrir 1. febrúar 1995. t MÁLRÆKTARSJÓÐUR - segir formaður einkavæðingarnefndar Hreinn Loftsson, formaður fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu, sagðist í samtali við DV vera þokka- lega sáttur við skýi slu Ríkisendur- skoðunar um einkavæðingu ríkis- stjórnarinnar en væri þó ósammála henni í nokkrum atriðum. Snýr það einkanlega að gagnrýni Ríkisendur- skoðunar á sölu eignarhlutar ríkis- ins í íslenskri endurtryggingu. Þar telur Ríkisendurskoðun að hlutur- inn hafi verið seldur fyrir 144 millj- ónum lægra verð en upplausnarvirði hlutarins. „Reiknað upplausnarvirði fyrir- tækisins gat ekki ráðið söluverðinu. Þar er um að ræða flóknara málefni en svo. Ekki stóð til aö leggja fyrir- tækið niður, ríkissjóður hafði ekkert um það að segja með innan við 40% hlut. Það vafðist heldur ekki fyrir stjómendum Eimskips að selja sinn hlut í íslenskri endurtryggingu á sama gengi skömmu eftir að ríkið seldi sinn hlut. Fullvíst er að enginn kaupandi heíði fengist að fyrirtæk- inu með hhðsjón af upplausnarvirð- inu og aldrei má gleyma aðalatrið- inu. Ekkert verður af viðskiptum nema kaupandi og seljandi komi sér saman um verðið," sagði Hreinn. Hann líkti því saman að þaö að styðjast við upplausnarvirði félags- ins væri eins og að notast við smíða- verð í viðskiptum með notaða bíla. Um þá skoðun Ríkisendurskoðun- Leiðrétting í myndatexta um piparköku- kirkju var Ragnar Rögnvalds- son bakarameistari ranglega nefndur Hjalti. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. ar að ríkið hefði mátt taka sér meiri tíma í sölu ríkisfyrirtækja í því skyni að fá hærra söluverð sagði Hreinn að spyrja mætti á móti af hverju Rík- isendurskoðun beið ekki með gerð skýrslunnar þar til einkavæðingu Lyfjaverslunar ríkisins væri lokið sem Hreinn telur best heppnuðu einkavæðinguna til þessa. „Ég segi þetta meira í stríðni en af hverju lá Ríkisendurskoðun svona á að koma skýrslunni út?“ LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA! ||UMFEROAR Nýkomið frá Ítalíu Teg. 52355 Með hlýju fóðri og stömum slitsterkum sóla. Lit. svart leður. St. 36-41. Verð kr. 6.980 Teg. 51815 Með hlýju fóðri og slitsterkum sóla. Lit. mokka-brúnt leður. St. 36-41 Verð kr. 4.750 Teg. 52346 Með hlýju fóðri og stömum slitsterkum sóla. Litur tabacco-brúnt leður. St. 36-41. kr. Póstsendum ecco Laugavegi 41 Sími 13570 PÓ'RÐAR fyxðv öty pjónuita/ KIRKJUSTRÆTI8 S( M / 14 16 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.