Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1994, Page 30
•»*.?
42
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1994
A&næli
Kristján Pálsson
Kristján Pálsson, fyrrv. bæjarstjóri,
Kjarrmóa 3, Njarðvík, er fimmtugur
ídag.
Starfsferill
Kristján fæddist í Reykjavík en
ólst upp á ísafirði. Hann lauk gagn-
fræðaprófi á ísafirði, lauk far-
mannaprófi frá Stýrimannaskólan-
um í Reykjavík 1967, raungreina-
prófi frá Tækniskóla íslands 1973-75
og er útgerðartæknir frá Tækni-
skóla íslands frá 1977.
Kristján var sjómaður á bátum,
togurum og fraktskipum. Hann var
sveitarstjóri Suðureyrarhrepps
1977^80, útgerðarmaður hjá Útnesi
hf. í Ólafsvík 1980-86, bæjarstjóri í
Ólafsvík 1986-90 og bæjarstjóri í
Njarðvík 1990-94.
Kristján var kosinn í hreppsnefnd
Ólafsvíkur 1982 fyrir óháðan bæjar-
málalista, L-listann, sat í bæjarráði
í Ólafsvík, í atvinnumálanefnd, fé-
lagsíbúðanefnd, afmælisnefnd og
fleiri nefndum á vegum Ólafsvíkur-
bæjar.
Hann var einn af stofnendum
Fiskideilda á Vesturlandi, sat í
stjóm Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum 1990-94 og var for-
maður þess í eitt ár, er Lionsfélagi
frá 1978, er í sjálfstæðisfélaginu
Njarðvíkingi og situr í fulltrúaráði
sjálfstæðisfélaganna í Keflavík,
Njarðvík og Höfnum. Hann varð í
fimmta sæti í prófkjöri sjálfstæðis-
manna í Reykjaneskjördæmi fyrir
alþingiskosningarnar í vor.
Kristján hefur skrifað greinar um
atvinnu- og sveitarstjórnarmál í
blöðogtímarit.
Fjölskylda
Kona Kristjáns er Sóley Halla Þór-
hallsdóttir, f. 11.7.1953, kennari.
Hún er dóttir Þórhalls Halldórsson,
fyrrv. vegaverkstjóra og sveitar-
stjóra á Suðureyri, nú starfsmanns
Reykjavíkurborgar, og Sigrúnar
Sturludóttur, kirkjuvarðar í Bú-
staðakirkju.
Börn Kristjáns og Sóleyjar Höllu
eru Hallgerður Lind Kristjánsdóttir,
f. 25.10.1978, nemi við MR, og Sigrún
Kristjánsdóttir, f. 8.4.1980, nemi í
Grunnskóla Njarðvíkur.
Dætur Kristjáns frá fyrra hjóna-
bandi eru Arndís Kristjánsdóttir, f.
14.4.1969, nemi við HÍ, og Ólöf Krist-
jánsdóttir, f. 17.10.1970, nemi við
HÍ, í sambýli meö Guðmundi Jens
Óttarssyni skrifstofumanni.
Systkin Kristjáns eru dr. Ólafur
Karvel, f. 29.1.1946, fiskifræðingur
hjá Hafrannsóknastofnun, kvæntur
Svandísi Bjarnadóttur skrifstofu-
manni; Guðrún Helga, f. 5.8.1949,
flugfreyja; Ólafía Guðfinna, f. 24.6.
1951, hjúkrunarfræðingur við
Landspítalann, gift Árna Guðjóns-
syni bifvélavirkja; Guðlaug Björk,
f. 2.2.1955, sjúkraþjálfi, nú látin.
Foreldrar Kristjáns: Páll Pálsson,
f. 1.4.1914, skipstjóri í Hnífsdal, á
Isafirði og í Reykjavík, og Ólöf Kar-
velsdóttir, f. 15.11.1916, húsmóðir.
Ætt
Páll er sonur Páls, útvegsb. í
Heimabæ í Hnífsdal, Pálssonar, í
Heimabæ, Halldórssonar, hrepp-
stjóra á Gih í Bolungarvík, Bjarna-
sonar. Móðir Páls Halldórssonar
var Margrét Halldórsdóttir, hrepp-
stjóra í Neðri-Hnífsdal, Pálssonar,
hreppstjóra í Neðri-Arnardal, Hall-
dórssonar. Móðir Halldórs Pálsson-
ar var Margrét Guðmundsdóttir, b.
í Arnardal, Bárðarsonar, ættfööur
Amardalsættarinnar, Illugasonar.
Móðir Margrétar Halldórsdóttur
var Margrét Ólafsdóttir, afkomandi
Jóns Indíafara. Móðir Páls útvegsb.
var Helga Jóakimsdóttir, b. í Árbót
í Aðaldal, bróður Jóns á Þverá, fóð-
ur Benedikts á Auðnum og Sigurð-
ar, langafa Ólafs Jóhannessonar
forsætisráðherra. Annar bróðir Jó-
akims var Hálfdán, faöir Jakobs,
Kristján Pálsson.
stofnanda Kaupfélags Þingeyinga.
Móöir Páls skipstjóra var Guðrún,
Guðleifsdóttir, b. á Sæbóh í Aðalvík,
ísleifssonar, b. í Hlöðuvík, ísleifs-
sonar, langafa Jakobínu Sigurðar-
dóttur og Þorleifs Bjarnasonar nám-
stjóra.
Ólöf er dóttir Karvels, skipstjóra
í Hnífsdal, Jónssonar, b. á Kirkju-
bóli í Skutulsfirði, Jónssonar. Móðir
Ólafar var Ólafía Sigurðardóttir,
útvegsmanns í Hnífsdal, Þorvarðar-
sonar í Hnífsdal.
Kristján og Sóley Halla taka á
móti gestum i safnaðarheimhi
Innri-Njarðvíkurkirkju í dag, mhh
kl. 18.00 og 21.00.
Daníel Jónsson
Daníel Jónsson, bóndi og hrepp-
stjóri að Dröngum í Skógarstrand-
arhreppi á Snæfellsnesi, verður
sextugur á morgun.
Starfsferill
Daníel fæddist að Hvallátrum í
Flateyjarhreppi og ólst þar upp.
Hann lauk búfræðiprófi frá Hvann-
eyri 1956. Daníel átti heima að
Hvallátrum th 1967. Þá flutti hann
í Kópavoginn og starfaði við Bygg-
ingariðjuna í eitt ár. Þau hjónin
keyptu síðan jörðina Dranga í
Skógarstrandarhreppi 1968 og hafa
búið þar síðan.
Daníel sat í hreppsnefnd Flateyj-
arhrepps nokkur ár og sá um rekst-
ur Sparisjóðs Flateyjar í tvö ár.
Hann sat í hreppsnefnd Skógar-
strandarhrepps 1970-78 var sýslu-
nefndarmaður sömu ár, er hrepp-
Til hamingju með
afmælið 1. desember
90 ára
Kristjana Jónasdóttir,
Brunngötu 14, ísafirði.
80 ára
Guðbjörg Guðjónsdóttir,
Heiðarhrauni 30B, Grindavík.
Herdis Steinsdóttir,
Akurgerði 44, Reykjavík.
Mávahraut
UA.Keflavík.
Júlíanatekurá
mótigestumá
afmæhsdaginn
aðheimhidótt-
ur sinnar, Sól-
vallagötu44,
Keflavík.frákl.
18.00.
60ára
Arndís Guðmundsdóttir,
Digranesheiöi 31, Kópavogi.
75 ára
Elísabet Kristjánsdóttir,
Heiðarvegi25,
Vestmannaeyj-
um.
Elísabeter
stöddáheimhi
dóttursinnar,
Kambaseli 18,
Reykjavík, og
tekurþará
mótigestum.
Ástríður Jónsdóttir,
Vahargerði 18, Kópavogi.
Guðlaug Kjerulf,
l>augamesvegi 80, Reykjavík.
Guðlaug tekur á móti gestum í sal
Múrarafélags Reykjavíkur að Síð-
umúla 25 á afmæhsdaginn frá kl.
20.00.
50ára
70 ára
Friðrik Friðriksson,
Hjarðarholtil, Selfossi.
HelgaThomsen,
Vogalandi 11, Reykjavik.
Sveindis Þórisdóttir,
Vesturgötu 50A, Reykjavík.
Kristinn Hraunfjörð,
Tjamarmýri4, Seltjarnamesi.
Jóhann Pétur Sigurðsson,
FrostasHjóh 53, ReyKjavik.
Guðfinna Edda Valgarðsdóttir,
Rauðhömmm 3, Reykjavík.
Anna Geirsdóttir,
Skálanesgötu 8, Vopnafiröi.
Valgerður Dan Jónsdóttir,
Frostaskjóh 36, Reykjavík.
Kristín Árnadóttir,
Vesturhópsskóla, Þverárhreppi.
Indriði Albertsson,
Skúlagötu 19 A, Borgamesi.
Þórdís Kristjánsdóttir,
Aðalbraut 16, Raufarhöfn.
Guðbjörg Þorleifsdóttir,
Borgarbraut 12, Borgarnesi.
Magnús Biöndal Bjarnason,
Grundargerði 2J, Akureyri.
J úlíana Þorfinnsdóttir Colvin,
40ára
Aðalsteinn Freyr Kárason,
Kambsvegi 5, Reykjavík.
Kolbrún Hulda Gunnarsdóttir,
GmndarhúsumS, Reykjavik.
Maria fatvísa Kjartansdóttir,
Skólavegi75, Fáskrúösfirði.
stjóri í Skógarstrandarhreppi frá
1983 og hefur verið stefnuvottur í
Skógarstrandarhreppi í rúm tutt-
ugu ár. Þá hefur hann verið sókn-
arnefndarformaður Breiðabólstað-
arsóknarfrál974.
Daníel hefur setið í stjórn Kaup-
félags Stykkishólms um árabil og
verið stjórnarformaður nokkur ár,
í stjórn Mjólkursamlagsins í Búð-
ardal í um tvo áratugi og stjórnar-
formaður þess frá 1978, í Lions-
klúbbi Hnappdælinga um árabil og
svæðisstjóri á svæði 1B1986-87.
Hann sat í nefnd sem endurskoðaði
eignarhald á Mjólkursamsölunni á
ámnum 1993-94.
Daníel hefur samið nokkrar smá-
sögur og ljóð sem hann hefur lesið
á samkomum auk þess sem ein
smásaga hans hefur verið flutt í
Ríkisútvarpið.
Fjölskylda
Daníel kvæntist 31.5.1959 Stein-
unni Bjarnadóttur, f. 25.2.1935,
húsfreyju. Hún er dóttir Bjarna
Bæringssonar, sjómanns og verka-
manns á Drangsnesi, sem lést 1949,
og Önnu Ólafsdóttur húsfreyju frá
Vindheimum í Tálknafirði sem nú
er búsett í Reykjavík.
Böm Daníels og Steinunnar eru
Hrafnkell Daníelsson, f. 30.1.1965
(kjörsonur), verkamaður á Akur-
eyri, og á hann þtjú börn; Aðal-
steinn Bjarni Bjamason, f. 3.12.
1970 (fóstursonur), verkamaður í
Reykjavik; Anna María Bjarna-
dóttir, f. 10.6.1975 (fósturdóttir),
nemi við Fjölbrautaskóla Vestur-
lands. Aðalsteinn og Anna eru
systkini.
Systkini Daníels eru Ólína Jóns-
dóttir, f. 6.4.1933, húsfreyja í Flatey
á Breiðafirði, gift Hafsteini Guð-
mundssyni og eiga þau þrjú böm;
María Jónsdóttir, f. 28.4.1938, hús-
móðir í Garðabæ, gift Einari Sig-
geirssyni og eiga þau þrjá syni;
Valdimar Jónsson, f. 24.11.1943,
lögregluþjónn í Hafnarfiröi,
kvæntur Aðalheiði Halldórsdóttur.
Hálfsystkini Daníels, sammæðra,
em Björg Aöalsteinsdóttir Savage,
f. 27.6.1922, húsmóðir í Vancouver
í Kanada, gift John Samuel Savage;
Aöalsteinn Aðalsteinsson, f. 5.8.
1923, verkstjóri hjá Vitamálastofn-
un, kvæntur Önnu Pálsdóttur og
eiga þau átta börn. Fósturbróðir
Daníelsér Aðalsteinn Valdimars-
son, f. 29.3.1938.
Foreldrar Daníels vom Jón Daní-
elsson, f. 25.3.1904, d. 20.8.1988,
bóndi að Hvallátrum í Flateyjar-
Daníel Jónsson.
hreppi, og Jóhanna Friðriksdóttir,
f. 19.10.1899, d. 30.6.1989, húsfreyja.
Ætt
Jón er sonur Daníels Jónssonar
og Maríu Guðmundsdóttur úr
Skáleyjum. Jón missti ungur for-
eldra sína og ólst því upp hjá fóður-
systur sinni, Ólínu Jónsdóttur, og
manni hennar, Ólafi Bergsveins-
syni í Hvallátrum'
Jóhanna var dóttir Friðriks
Kristmannssonar frá Litla-Vatns-
horni í Haukadal í Dalasýslu, og
Elínar Jónasdóttur frá Vífilsdal í
Hörðudal í Dalasýslu en þau fluttu
tilKanada 1902.
Daníel og Steinunn verða heima
laugardaginn 3.12. og taka þá á
móti gestum á heimili sínu eftir kl.
18.00.
Baohua Yang
Baohua Yang, sérfræðingur við
Raunvísindastofnun Háskólans, til
heimilis aö Brávallagötu 12, Reykja-
vík, er fertugur í dag.
Starfsferill
Baohua fæddist í Henan í Kína.
Hann stundaði nám við kennara-
skóla í Kína 1973-74. Baohua var
kennari í stærðfræði og eðlisfræði
við gmnnskóla í Kína 1974-78,
stundaði síðan nám viö háskóla
Pósts og síma í Nanjing í Kína þar
sem hann sérhæfði sig í örrafeinda-
fræði en hann lauk þaðan Bachel-
or-prófi í verkfræði 1982. Hann
stundaði síðan nám við Institute of
Semiconductors and Gradulate
School við Chinese Academy of Sci-
ences í Beijing þar sem hann sér-
hæfði sig í eðlis- og tæknifræði hálf-
leiðara en þar lauk hann M.Sc.-prófi
1986 og lauk doktorsprófi 1990.
Baohua stundaði vísindarann-
sóknir í boði háskólans í Lundi í
Svíþjóð 1990-91 en hefur starfað sem
sérfræðingur í boði Háskóla íslands
við Raunvísindastofnun Háskólans
frál991.
Á síðustu sjö árum hafa birst tutt-
ugu og tvær vísindagreinar eftir
Baohua og samstarfsmenn hans í
ýmsum þekktustu vísindatímarit-
um veraldarinnar, s.s. Physical
Review, Apphed Physics, Crystal
Growth og Intemational Conferenc-
es, en helmingur þessara greina eru
byggðar á verkefnum hans við Há-
skólaíslands.
Baohua er meðlimur í Kínversku
vísindaakademíunni ogjafnframt
virkur meðlimur í Vísindaakadem-
íunniíNewYork.
Baohua er áhugamaður um ferða-
lög og myndatöku á ferðalögum, auk
þess sem hann hefur áhuga á ýms-
um íþróttagreinum.
Fjölskylda
Eiginkona Baohua er Fenglan
Baohua Yang.
Zou, f. í Gansu í Kína 25.9.1954,
bókmenntafræðingur og kennari.
Sonur Baohua og Fenglan er Tao
Yang, f. í Xinjiang í Kina 18.1.1984.
Foreldrar Baohua era Changxiu
Yang, f. í Henan í Kína 5.10.1922,
bóndi, og Xuezhen Liang, f. í Henan
í Kína 26.11.1918, bóndi.