Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 15 Fyrrum höfuðstöðvar Stasi í austurhluta Berlínar. Allan sannleikann fram í dagsljósið! Sunnudaginn 25. júní 1989 fór einhver í skjalageymslur austur- þýsku leyniþjónustunnar, Stasi, í höfuðstöðvum hennar í Austur- Berlín og fjarlægði skjöl í möppu sem merkt var nafni Svavars Gestssonar alþingismanns, þáver- andi menntamálaráðherra. Skjölin virðast síðan hafa verið eyðilögð því í möppunni er nú aðeins að finna blað sem á er ritað „Akten gelöscht", þ.e. skjölunum eytt. Núverandi umsjónarmenn Stasi- skjalanna geta enga skýringu gefið á atvikinu, enda kommúnistar enn við völd þegar þetta gerðist og eng- ir aðrir en starfsmenn og háttsettir ráðamenn höfðu þá aðgang að skjalageymslum Stasi. Eyðilegging skjalanna er því ráðgáta enn um sinn en vel má vera að á henni fá- ist skýring þegar fram líða stundir. í þjónustu Stasi Frá þessu var skýrt í sjónvarps- þættinum í nafni sósíalismans sem sýndur var á sunnudaginn og vakið hefur mikla athygli og orðið tilefni blaðaskrifa, frétta og heitra um- ræðna á Alþingi. Enn einu sinni hefur kastljósinu vcrið beint að fortíð Alþýðubandalagsins og nokkurra helstu forystumanna flokksins. Upplýst var í þættinum að fyrsti formaður Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík, Guðmundur Ágústsson, njósnaði fyrir Stasi á námsárum sínum í Austur-Þýska- landi og leyniþjónustan vann að því að fá fleiri námsmenn, sem síð- ar uröu áhrifamenn í flokknum og áberandi í íslensku þjóðlífi, til starfa fyrir sig. Þá kom fram að Austur-Þjóðverjar veittu íslensk- um sósíalistum, flokki þeirra, ein- staklingum og fyrirtækjum á veg- um flokksins íjárhagslegan stuðn- ing og fyrirgreiðslu. Sumt af þessu hafði raunar kom- ið fram í bókinni Liösmenn Moskvu sem höfundar sjónvarps- þáttarins, Árni Snævarr og Valur Ingimundarson, gáfu út fyrir tveimur árum og furðu litla athygh vakti þá. En efnið er íjarri því að vera tæmt, því Þór Whitehead sagnfræðiprófessor. sem manna best þekkir til þessara mála, telur að hér sé aðeins um „toppinn á ísjakanum" að ræða. Bendir hann á að flest skjöl sem varða njósnir Stasi og trúnaðarmenn erlendis, þ. á m. á íslandi, hafi verið flutt til Moskvu þegar Berlínarmúrinn hrundi haustið 1989. Hvort og hve- nær þau skjöl verða aögengileg er ekki vitað nú. Dauðans alvara Þótt Stasi sé ekki lengur til er starfsemi hennar ekkert til að brosa að eða hafa að gamanmálum frekar en t.d. starfsemi Gestapo eða SS-sveitanna fyrr á árum. Stasi er einhver illræmdasta leyniþjónusta sem sögur fara af og tengist fleiri ódæðisverkum um heim allan en nokkur sambærileg stofnun í kommúnistaríkjunum fyrrver- andi. Meðal annars tók Stasi þátt í þjálfun hermdarverkamanna Irska lýðveldishersins og Palestínu- araba. Starfsemi hennar gekk út á það að grafa undan vestrænu þjóð- skipulagi. Þeir sem gengu á mála hjá Stasi voru sannarlega í þjón- ustu illvirkja. í ljósi þessa kemur það manni á óvart hvernig ýmsir hér á landi vilja taka á nýjum uppljóstrunum um tengsl Stasi við Islendinga. Jafnvel starfsmenn sumra fjöl- miðla þykjast geta ýtt þessum frétt- um til hliöar sem ómerkilegum leif- um kalda stríðsins eða gert grín að þeim eins og óhugsandi sé að htla ísland tengist alvörumálum sam- tímans. Sannleikurinn er sá að málefni Stasi, fyrr og síðar, eru nánast dag- lega til umíjöllunar í erlendum Laugardags- pistillinn Guðmundur Magnússon fréttastjóri fjölmiðlum. Sífellt koma fram nýjar upplýsingar og þær hafa orðið th- efni sviptinga í stjómmálum í Evr- ópu og m.a. leitt til afsagnar manna í áhrifastöðum. Um síöustu helgi birti t.d. Sunday Times viðtal við enskan háskólakennara, David Childs að nafni, sem greindi frá því hvernig Stasi níósnaði um hann. Childs, sem er sérfræðingur í mál- efnum Austur-Þýskalands, kvaðst hafa komist yfir Stasi-skjöl um sig þar sem fram kom að útsendarar leyniþjónustunnar höfðu jafnvel skráð niöur efni fyrirlestra hans. í hópi snuðraranna var m.a. breskur háskólakennari sem gekk undir dulnefni hjá Stasi en Chhds telur sig nú vita hver var án þess að hann vilji að svo stöddu greina frá nafni hans. Undanbrögð Svavars Ekki er höfundur þessa pistils trúaður á það að Svavar Gestsson hafi sjálfur haft eitthvaö með það að gera að skjöhn um hann voru eyðhögð. Sjálfur segist hann ekki einu sinni hafa vitað að þau voru th. Fram hefur komiö að hann var á ferðalagi um Evrópu í júní og júlí 1989, en kveðst ekki hafa komiö til Þýskalands, hvað þá í höfuð- stöðvar Stasi í Austur-Berlín. Óneitanlega er það hins vegar undarlegt að hann skuh ekki, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir DV, vilja svara því hvar hann var ná- kvæmlega sunnudaginn 25. júní 1989. Slík undanbrögð gefa aðeins gróusögum og slúöri undir fótinn og eru sannast sagna óskiljanleg þegar í hlut á maður sem kveðst ekkert hafa að fela. Mér er kunn- ugt um það að Svavar hefur haft vitneskju um það í nær fimm mán- uði að hann yrði spurður um dag- setninguna 25. júní 1989. Hvers vegna í ósköpunum afgreiðir hann máhð ekki út úr heiminum með því að leggja fram vegabréf sitt eða far- seðla og önnur gögn? Vel má vera að Svavari finnist tortryggnin sem býr að baki spurningunni óþol- andi, en hafa ber í huga að það er hann sfálfur sem skapað hefur þessa tortryggni með vinnubrögð- um sínum og framkomu um árabh. Þörf á uppgjöri í umræðum á Alþingi á fimmtu- daginn hvatti Bjöm Bjarnason al- þýðubandalagsmenn th að gera upp við fortíðina. Undir það skal tekiö hér. Þeir forystumenn flokks- ins sem tengdir hafa verið Sovét- ríkjunum og Austur-Evrópu verða að leggja sphin á borðið. Þeir eru ekki búnir að þvi eins og Ólafur Ragnar Grímsson vill að menn haldi. Svavar Gestsson getur t.d. lagt gögn Sósíahstaflokksins fram. Og áhrifamenn í flpkknum, eins og t.d. Guðmundur Ágústsson, ættu að segja frá samskiptum sínum við sendiráð Austur-Þjóðverja í stað þess að bíða þess að ný skjöl komi fram. Að sönnu er framtíðin þaö sem mestu skiptir í nútímanum og þaö á við í stjórnmálum sem á öðrum sviðum. En eins og allir vita geta óuppgerð mál og draugar fortíðar- innar sphlt fyrir mönnum og komið í veg fyrir að menn nái árangri. Það mundi hreinsa andrúmsloft ís- lenskra stjórnmála mikið ef al- þýðubandalagsmenn sýndu það hugrekki aö segja söguna alla eins pg hún var og draga ekkert undan. í öðrum löndum þykir þetta sjálf- sagður hlutur ef vafi leikur á ein- hverju í fortíð manna. Má í því sambandi benda á nýlegt frum- kvæði Mitterrands Frakklandsfor- seta að rekja svartan kafla í ævi- sögu sinni er varðar tengsl hans við leppstjórn nasista í Frakklandi. Menn ræða mjög um siðferöi í íslenskum stjómmálum um þessar mundir. Stasimálið. og fortíð ís- lenskra sósíahsta er eitt stærsta siðferðismálið sem sett hefur verið á dagskrá íslenskra stjómmála. Og nú er að sjá hvort íslenskir stjóm- málamenn og fjölmiðlar treysta sér til að halda því vakandi og fá allan sannleikann fram í dagsljósið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.