Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Síða 25
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 25 DV Fréttir Fiskur á flögur þúsund krónur kílóið: Gaf unnustunni sand- hverf u í af mælisgjöf „Þetta er yndisleg afmælisgjöf og afar sérstæð. Ég efast um að nokkur hafi fengið annað eins,“ segir Berg- ljót Þorsteinsdóttir sem fékk tveggja kílóa sandhverfu í afmælisgjöf á 21 árs afmælinu. Unnusti hennar, Kristján Berg, barðist fyrir því á fiskmarkaðnum að fá fiskinn sem er afar sjaldgæfur. Hann fékk hann að lokum fyrir 8 þúsund krónur, eða á 4 þúsund krón- ur kílóið eftir hatramma baráttu. „Ég ætlaði mér að ná fiskinum, nánast hvað sem hann kostaöi. Ég var tilbúinn að borga allt að 8 þús- undum króna fyrir kílóiö. Ég var búinn aö ákveða að gefa Bergljótu þetta í afmælisgjöf," segir Kristján. Sandhverfan er sjaldséð hér við land og veiðast aðeins 4 til 5 fiskar árlega hér við land. Þessi fiatfiskur er herramannsmatur og eftirsóttur af þeim sem til þekkja. -rt Skattframtöl: Um 15 þúsund fengu frest í Reykjavík „Þetta hefur gengið vel og engin stór vandamál komiö upp. Eðli- lega spyr fólk ýmissa spuminga varðandi framtalsgerðina,“ segir Gestur Steinþórsson, skattstjóri í Reykjavík. í gær rann út skilafrestur á skattframtölum einstaklinga sem ekki standa í atvinnurekstri. Alls voru um 60 þúsund íramtöl borin i hús i Reykjavík en að sögn Gests hafa um 15 þúsund manns fengið frest til mánaðarloka. Næstu daga munu starfsmenn skattstofa um allt land vinna við flokkun á skattframtölum en að því loknu verður farið yfir framt- ölin. í Reykjavík munu 10 starfs- menn skattstofunnar helga sig þvi verki næstu mánuðina. Von er á annarri töm í móttöku framtala um miðjan mars en þá rennur út frestur hjá þeim sem stunda atvinnurekstur til að skila framtölum. -kaa Bergljót Þorsteinsdóttir þakkar kærlega fyrir hinn sérstæðu afmælisgjöf frá unnusta sinum, Kristjáni Berg. Hún heldur á sandhverfunni sem kostaði átta þúsund krónur. DV-mynd Sveinn Einstæður atburður við djáknavígslu í Dómkirkjunni: Prestur verður vígslu- vottur móður sinnar - stór stund, segir Kristján Björnsson sóknarprestur „Það fær hver djákni sem vigist að velja sér vígsluvott. Einn djákn- inn valdi prestinn sem hún mun starfa hjá, annar manninn sinn en móðir mín sagðist vilja son sinn sem vígsluvott. Ég er mjög spenntur enda er þetta stór stund fyrir móður mína og alla í fiölskyldunni,“ sagði séra Kristján Björnsson, sóknarprestur á Hvammstanga, viö DV. Sá einstæði atburður gerist í Dóm- kirkjunni á sunnudagsmorgiín, þar sem fimm djáknar taka vígslu, að sonur eins þeirra, Kristínar Böge- skov, verður vígsluvottur móður sinnar. Það hefur áður gerst að feður og mæður hafi verið vígsluvottar barna sinna en ekki er vitað til að dæmið hafi áður snúist við eins og reyndin verður í fyrramálið. Við vígsluna leggja vígsluvottarnir og biskup hendur yfir höfuð djákn- anna en það kemur í hlut Kristjáns að leggja stóluna yfir móöur sína. Stóla er borði sem lagður er yfir aðra öxlina og tekinn saman yfir mjöðm- inni hinum megin. „Það er mjög sérstök tilfinning sem fylgir þessu enda hef ég ekki verið vígsluvottur áður. Það er svo enn merkilegra að ég skuli þá vera vígsluvottur móður minnar." Kristín Bögeskov er menntaður bókasafnsfræðingur. Hún fór í öld- ungadeildina eftir að börnin voru farin að heiman, varð stúdent og síð- ar bókasafnsfræðingur. Um það leyti sem hún útskrifaðist var djáknanám aö byrja og skellti hún sér í það. Kristín var í hópi sex djákna sem útskrifuöust úr Háskólanum um síð- ustu helgi. Þar af voru fimm konur sem allar verða vígðar á sunnudag. Einn prestur veröur vígður við sama tækifæri, einnig kona. Djáknar fá ekki vígslu nema hafa fengið starf en djákni er vígður starfsmaður kirkjunnar. Er fyrst og fremst verið að vígja fólk til líknar- starfa og mun Kristín fara til starfa í Neskirkju. „Þetta er mjög gott mál. Djáknam- ir sinna þá fræðslu, líknar- og heim- sóknarþjónustu, almennu hjálpar- starfi og aðstoða við helgihaldið," sagði Kristján. Skipskaðinn út af Vestflörðum: Fékk skýrslu um atburðinn í dag - segir Páll Guðmundsson hjá Siglingamálastofnun „Ég hringdi í Pál Guðmundsson hjá Siglingamálastofnun og lét hann vita að báturinn hefði sokkið. Ég gerði það eftir túrinn þegar við kom- um heim. Það var helgina fyrir snjó- flóðin í Súðavík. Hann fékk afrit úr dagbók þar sem atburðurinn er tí- undaður. Við vorum ekkert að hlaupa með þetta i blöðin, þaö var nógu leiðinlegt að standa í þessu samt,“ segir Brynjar Magnússon, eigandi vélbátsins Guðfinns ÓF sem sökk út af Hornbjargi efti’ hafa slitnað úr togi hjá vélbátnum Guð- mundi Kristni SU. Páll Guðmundsson hjá Siglinga- málastofnun segir að eigandinn hafi hringt eftir að þeir komu úr fórinni og látið vita að báturinn hefði sokkið. „Hann hringdi og lét mig vita af þessu eftir að þeir komu til Reykja- víkur. Ég sagði honum að ég yrði að fá um þetta skýrslur og þær fékk ég núna í morgun. Mengunarvarna- deild okkar mun fialla um þetta mál,“ segir Páll Guðmundsson. Það var borguð einhver olía fyrir þá, meira veit ég ekki um málið. Ég kom þeirri greiðslu til Olís. Ég vissi ekki betur en báturinn væri kominn suður,“ segir Garðar Björnsson, yfir- hafnarvörður á Dalvík og Ólafsfirði. Báturinn hafði legið um árabil í höfninni á Ólafsfirði og gripu menn tækifærið þegar aðilar úr Reykjavík vildu kaupa bátinn. Hafnarsamlagið styrkti þá til kaupanna með þvi.aö leggja dráttarskipinu til olíu til farar- innar. -rt Framhald uppboðs Framhald uppboðs á eftirtalinni fasteign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Heiði I, II og Heiðarbrekka, Rangárvallahreppi, fimmtudaginn 16. febrúar 1995 kl. 16.00. Þingl. eig. Birgir Þórðarson, Páll Melsted og Halldór Melsted. Gerðarbeiðendur eru Iðnlánasjóður og Bifreiðaviðgerðir hf. Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu TELEFUNKEN ÞYSK HAGÆÐASJONVARPSTÆKI MEÐ SURROUND STEREO Telefunken F-540 C STEREO NIC er 29" sjónvarpstæki: Black D.I.V.A.-flatur glampalaus skjór • Cine Zoom-myndstækkun • Surround-umhverfishljómur • PSI (Picture Signal Improvement) • ICE (Intelligent Contrast Elec- tronic) • Pal, Secam og NTSC- video • 59 slöðva minni • Sjólfvirk stöðvaleit og -innsetning • Mögu- leiki ó 16:9 móttöku • Islenskt textavarp • 40W magnari • A2- Stereo Nicam • 4 hótalarar • Tímarofi • Tengi fyrir heyrnartól og sjónvarpsmyndavél • Aðskilinn styrkstillir fyrir heymartól • 2 Scart- tengi o.m.fl. Verð 119.900,- kr. eða 107.900,-,, \ * Meðoltal ósamt vöxtum, lóntökukostnoSi og ferslugjaldi, miðoS vi5 roSgreðslur Eurocard — EIMSKIP — AÐALFUNDUR HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu fimmtudaginn 9. mars 1995 og hefst kl. 14.00. --------- DAGSKRÁ ---------- 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagssins. 2. Tillaga félagsstjórnar um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við breytingar á lögum nr. 32/1978 um hlutafélög. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjómarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum, ásamt tillögum um breytingar á samþykktum félagsins, verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 2. mars til hádegis 9. mars. Reykjavík, 6. febrúar 1995. STJÓRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.