Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 45 Jane með áhugasömum unglingum. Jane Seymour kennir dans Jane Seymour kennir unglingum dans í gömlu vöruhúsi í miöbæ Los Angeles. Jane, sem er oröin stjama í bandarísku sjónvarpi vegna leiks síns í Dr. Quinn, býr nú með fjórða eiginmanni sínum, leikstjóranum James Keach, í glæsilegum híbýlum. Þegar hún hefur tíma til frá öðrum störfum kennir hún unglingum, sem eiga við félagsleg vandamál að stríða, dans. „Hér fá unglingamir tækifæri til að skapa í stað þess að eyðileggja. Foreldrar minir lögðu miklu meiri áherslu á að ég og systur mínar tvær fengju menntun á sviði tónlistar og bókmennta heldur en að safna auði. Ég varð fegin aö fá tækifæri til að vinna við þessa stofnun,“ segir Jane. Jessica Lange. Óánægð með aldurinn Kvikmyndaleikkonan Jessica Lange, sem hlaut Golden Globe verð- launin í ár fyrir leik sinn í Blue Sky, segir þaö eríitt aö eldast. Jessica er orðin 45 ára og hefur ekki fariö í andhtslyftingu. Sam Shepard, eiginmaður Jessicu, vill ekki að hún láti snerta á sér and- litið og kveðst ekki skilja hvað ami að henni. Jessica segir aftur á móti: „Þegar maður er á gangi eftir götu og sér spegilmynd sína í búðarglugga þá á maður það til að spyrja sig hver eigi þetta andlit. Þetta er stundum Claudia Schiffer. Notar aldrei hárþurrku Súperfyrirsætan Claudia Schiffer, sem nýlega þénaði rúmar 2 milljónir á flögurra mínútna tískusýningu í Róm, notar ýmis ráð til að líta vel út. Hún hefur greint frá því að hún drekki aldrei kaffi, noti aldrei sápu og þurrki aldrei á sér hárið með hár- þurrku. Fyrirsætan fallega veit að vatn er hollt og drekkur einn lítra af ölkelduvatni á dag. Sviðsljós Ættleiðing út um þúfur Kærasta Als Pacinos, Lyndall barninu. A1 Pacino, sem er orðinn Hobbs frá Ástralíu, er sögð vera nið- 55 ára, á htla dóttur með fyrrverandi urbrotin vegna ættleiðingarmála. kærustu sinni, Jan Tarrant. A1 og Lyndall hafði komist að samkomu- Lyndall, sem er 44 ára, hafa þekkst lagi við barnshafandi konu um að fá í níu ár en þau felldu ekki hugi sam- barn hennar að lokinni meðgöngu. an fyrr en fyrir um það bil fimm En er nær dró hinni stóru stund sá árum. konan sig um hönd og ákvað að halda Al Pacino og Lyndall Hobbs. Skák Þröstur sigraði af öryggi á Skákþingi Reykjavíkur Þröstur Þórhallsson, alþjóðlegur meistari, sigraði með yfirburðum á Skákþingi Reykjavíkur, sem lauk sl. sunnudag. Þröstur leyföi sér stutt jafntefh í lokaumferðinni gegn Jóhanni Helga Sigurðssyni og tryggði sér þar með sigurinn á mótinu. Þröstur vann átta skákir og gerði þrjú jafntefli, gegn Hah- dóri Pálssyni, Arnari E. Gunnars- syni og Jóhanni. Keppendur á þinginu voru 93 og tefldu allir í einum flokki, ellefu umferðir eftir Monrad-kerfi. Röö efstu manna varð þessi: 1. Þröstur Þórhallsson 9,5 v. 2. Arnar E. Gunnarsson 9 v. 3. -9. Arnar Þorsteinsson, Jóhann Helgi Sigurðsson, Jón Viktor Gunnarsson og.Júlíus Friðjónsson 8 v. 7.-10. Björn Freyr Björnsson, Jón G. Viðarsson, Páll Agnar Þórarins- son og Sævar Bjarnason 7,5 v. Þekktir skákmenn, eins og Jón G. Viðarsson og Sævar Bjarnason, al- þjóðlegur meistari, náðu ekki að blanda sér í baráttuna um efstu sætin og kom það verulega á óvart. Svo virðist sem ungu mennimir séu sífellt að verða sterkari en helstu keppinautar Þrastar um efsta sætið eru á unghngsaldri. Arnar E. Gunnarsson, sem hreppti 2. sætið, kom skemmtilega á óvart með góðri taflmennsku. Hann slapp taplaus frá mótinu, eins og Þröstur en hafði raunar heppnina með sér er þeir mættust innbyrðis. Grípum niður í taflið eftir 31. leik hvíts. Þröstur, sem stýrir svörtu mönnunum, á leik: Skák Jón L. Árnason Eftir mikið tímahrak var Þröstur ekki viss um það hvort tímamörk- unum (sem voru viö 30. leik) hefði veriö náð og var of bráður á sér. Þröstur Þórhallsson, alþjóðlegur rneistarj, er skákmeistari Reykja- víkur 1995. Skákin tefldist áfram: 31. - Dxg3? 32. Dg2 De3 33. Hgl g5 34. De4+ og þótt hvítur eigi peði minna hefur hann góða jafnteflis- möguleika í endataflinu, þökk sé mislitum biskupum, enda fór svo að skákinni lyktaði með jafntefli um síðir. Frá stöðumyndinni er 31. - Rf5! mun sterkara, eins og Þröstur benti á eftir skákina. Við máthót- uninni á g3 er varla neitt svar nema 32. Dg2 en þá er 32. - Rxg3+ 33. Kh2 De3 sterkt (eða 33. - Df4), sem ógnar hróknum á cl og hótar Hf2 og leppa drottninguna - svartur á vinningsstöðu. Þröstur slapp að mestu við sér eldri og reyndari skákmenn á mót- inu, eins og áður er vikið aö, en mætti þess í stað fleiri skákmönn- um af ungu kynslóðinni. Bragi Þorfinnsson er einn þeirra ahra efnilegustu en hann átti þó ekki gott mót að þessu sinni. Er þeir Þröstur mættust gerði hann sig sekan um ónákvæmni í byrjuninni og Þröstur náði tangarhaldi á stöð- unni sem hann losaði aldrei um. Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Bragi Þorfmnsson Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 RfB 5. Rc3 a6 6. Be3 Ein fjölmargra leiða sem hvítum standa til boða gegn Najdorf- afbrigðinu, sem hefst með 5. leik svarts. e6 7. f3 b5 8. g4 Dc7 Eins og oft vih verða í byrjun tafls er vandi að velja milli af- brigða. Reyndir „Najdorf-menn“ kjósa gjarnan að leika 8. - h6 og stöðva frekari framgöngu hvita g- peðsins, a.m.k. um stundarsakir. Þröstur gefur ungum andstæðingi sínum þó annað tækifæri. 9. Dd2 Rc6 10. g5 Rd7 11. 0-tH) Rce5 12. h4 b4 13. Rbl Rc4? Betra er 13. - Hb8. 14. Bxc4 Dxc4 15. b3! Nú kemst svartur ekki hjá peð- stapi og fær ekki nægar bætur í staðinn. 15. - Dc7 16. Dxb4 Rc5 17. Dc3 a5 18. Rb5 Db6 19. a4 Bd7 20. Bxc5 dxc5 21. Rla3 Bxb5 Ekki veit á gott að gefa þennan biskup en svartur óttast að riddar- inn komi á c4. 22. Rxb5 Hc8 23. Dc4 Be7 24. f4 Db8 25. e5! 0-0 26. Hd7 Hfe8 27. Hhdl Bf8 28. h5 g6 29. h6! «1 liV s k k k k A k&k A & A W A A A ^ A B C D E F G H Múrar biskup svarts inni til eilífð- amóns. Engum dylst að hvítur á vinningsstöðu. 29. - Hed8 30. Rc3 Hxd7 31. Hxd7 Hd8 32. Re4 Hxd7 33. Rf6+ Kh8 34. Rxd7 Dd8 35. Rxf8 Dxf8 36. Db5 - Og svartur gafst upp. Hann missir annað peð og döpur kóngs- staðan gerir frekari mótspyrnu óþarfa. MeSalfal ósamt vöxtum, lóntötakostnoði og færslugjaldi, miSað viS roðgreiðslur Eurocard 3-1 MUNALAN TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA TIL ALLT AÐ 30 MÁNAÐA RAÐDREIÐSL Ufí VíSA SKIPHOLT11 SÍMI29800 19 TIL ALLT AO 24 MÁNAOA TELEFUNKEN ÞÝSK HÁGÆÐASJÓNVARPSTÆKI MEÐ SURROUND STEREO Teiefunken F-531 C STEREO NIC er 28" sjónvarpstæki: Black Matrix-flatur glampalaus skjór • Surround-umhverfishljóm- ur • PSI (Picture Signal Improve- ment) • ICE (Intelligent Contrast Electrónic) • Pal, Secam og NTSC- video • 59 stöðva minni • Sjólfvirk stöðvaleit og -innsetning • Mögu-leiki ó 16:9 móttöku • Islenskt textavarp • Tímarofi • 40W magnari • A2-Stereo Nicam • 4 hótalarar • Tengi fyrir heymartól og sjónvarpsmyndavél • Aðskilinn styrkstillir fyrir heymartól • 2 Scart-tengi o.m.fl. VerS 98.900,- kr. eða 89.900,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.