Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 Árangursrík aðferð í móðurmálskennslu: Nemendur hættir að stynja við ritun / Nemendur í 5. SHB í Ölduselsskóla læra ritun eftir aðferð sem kennar- inn þeirra nam í Ástralíu, og þeir eru hæstánægðir. Það heyrast engar stunur þegar þeir eiga að setjast nið- ur og semja texta. „Við kennum ritunina eins og ferh og styðjumst þá nokkurn veginn við vinnubrögð rithöfunda," segir Sig- ríður Heiöa Bragadóttir kennari. „Nemendurnir gera uppkast á af- gangspappír úr skólanum, pappír sem kannski er búið að vélrita á öðr- um megin. Þetta er vinnuplagg sem þeir mega krota á. Síðan fer ég yfir uppkastið með hverjum og einum nemanda í eins konar viðtali. Ég er með bók sem ég skrái viðtalspantan- ir í og svo kemur nemandinn og sest hjá mér og þá fórum við yfir efnið. Nemandinn les efnið fyrir mig og heyrir þá oft sjálfur villur sem hann hefur gert. Það koma líka upp nýjar hugmyndir í viðtalstímanum. Efnið er svo endurritað og að lokum gefiö út í bók. Bókin er síðan sett í bekkjar- bókasafn sem nemendurnir ganga í og lesa,“ greinir Sigríður frá. Móðurmálið ein heild Hún segir að litið sé á móðurmálið sem eina heild í kennslunni. „í haust byrjuðum viö á því að endursegja ævintýri. Við fjölluðum um ævintýri í bókmenntum á sama tíma og rædd- um hvernig þau væru byggð upp. Ég las ævintýri fyrir þau og þegar nem- endur voru búnir að læra um upp- bygginguna sömdu þeir sín eigin ævintýri." Sigríður hóf kennslustörf 1982 og segir þessa aðferö miklu skemmti- legri en þá sem þá tíðkaðist. Hún kveðst reyndar hafa breytt áherslun- um frá því að hún tók upp nýju að- ferðina 1987. „Þá hafði ég aðallega frjálst verk- efnaval með örlítilli stýringu. Núna stýri ég nemendunum miklu meira. Reynsla mín og annarra sem hafa kennt þessa ritun er sú að strákar skrifa um strákahluti og stelpur um stelpuhluti. Þeir eru að skrifa um hasar og blóð og löggur en þær eru Sigriður Heiða Bragadóttir, kennari í Ölduselsskóla, kennir nemendum sínum ritun með aðferð sem hún lærði í Ástralíu. Nemendurnir blómstra og Sigríður getur ekki hugsað sér að taka upp hefðbundna kennslu í ritun á ný. DV-myndir GVA meira í sætum ævintýrum. Ef þetta er algjörlega frjálst festast þau meira í ákveðnum ritunarstíl.“ Læra að lesa við ritun Að sögn Sigríðar hafa ýmsir skólar hér á landi tekið upp þessa kennslu- aðferð við móðurmálskennsluna. Sums staðar er byrjað að kenna sex ára nemendum að rita. „í Ástralíu, þar sem ég var við nám, byija börnin í skóla fimm ára og þá eru þau strax látin rita. Á þessum aldri þekkja nemendur þegar marga stafi.-Þau stafsetja orðin eins og þau halda að eigi að stafsetja. Þegar börnin eru svona lítil segja þau kennaranum Fundað i upphafi kennslustundar í ritun. Nemendur greina Sigríði frá hversu langt þeir eru komnir með verkefni sín. & % ■V*' Höfum fyrirliggjandi vandaða farangurskassa á bílinn. 3 gerðir, t.d undir skíðin. Verð frá kr. 24.500 Einnig hjólkoppar, 12, 13, 14 og 15" bæði sér- merktir og ómerktir. Sendum í póstkröfu Glerið s/f Bíldshöfða 16 s. 876510 - fax 876520 Karl Kristinsson í 5. SHB gluggar i ævintýri í bekkjarbókasafninu. hvaöa orð þau eru að rita og kennar- inn skrifar þá orðið á réttan hátt fyr- ir ofan. Stafsetning er þannig kennd í gegnum ritunina. Börn hafa jafnvel lært að lesa á þennan hátt þegar þau rita mikið.“ Frægur fyrirlesari frá Bandaríkjunum Sigríður segir að svo virðist sem þessi aðferð njóti mikils stuðnings hér á landi um þessar mundir. „Það er verið að endurskoða námsskrána fyrir bæði grunnskóla og framhalds- skóla og svo virðist sem þetta sé það sem koma skal. Það veröur haldin stór ráðstefna hér í mars um ritun fyrir öll skólastig og ber ráðstefnan heitið Brúarsmíði. Hingað kemur frægur fyrirlesari frá Bandaríkjun- um, Donald Graves. Hann er einn af þeim frægustu í fræðunum og það var hann sem kynnti aðferðina í Ástralíu á sínum tíma.“ Losna við hræðsluna Það er mat Sigríðar að nemendur hennar hafi mjög gaman af ritun. Þau ætli alveg að éta hana og vilji halda áfram með verkefnin sín. „Við höfum verið tvær hér í skólanum sem höfum unnið markvisst eftir þessu kerfi og það er reynsla okkar að krakkar sem hafa verið slakir í stafsetningu blómstra oft í þessu kerfi. Þeir losna við hræðsluna að allt sé vitlaust sem þeir setja á blað. Við lesum einnig mikið. með þessari aðferð." Árangur þeirra sem lært hafa eftir nýju aðferðinni og þeirri gömlu hef- ur verið borinn saman. „Það var geröur samanburður milli nokkurra skóla og við komum ekki verr út. Svo hefur líka verið gerð viðhorfskönnun meðal nemenda og þá komu okkar nemendur miklu betur út. Það var greinilegt að okkar krakkar voru miklu jákvæðari. Þeim þykir gaman að rita og læra málfræði og alla þá þætti sem skipta máli.“ Kennarar á unglingastigi hafa haft á orði að nemendur sem hafa lært ritun með nýju aðferðinni séu betur búnimrndir heimildavinnu en þeir sem hafa lært á hefðbundinn hátt. „Við tíu ára aldur er strax lagður grunnur að því að kenna þeim aö nota heimildir og það er svo byggt ofan á það á hveiju aldursstigi," seg- ir hún. Örvandi að hafa stóran lesendahóp Sigríður leggur á það áherslu að það sé ekki bara kennarinn sem les verkefnið yfir heldur sé lesendahóp- urinn í raun stór. „í lok hvers verk- efnis kynna nemendur bók sína fyrir bekknum áður en hún er sett í bekkj- arbókasafnið. Útbúinn er vasi aftast í bókina og kort sem þeir sem fá bók- ina lánaða rita nafn sitt á. Rekist les- endur á einhveija villu segja þeir bókarhöfundi frá henni og þá leið- réttir höfundurinn villuna. Það er mjög örvandi fyrir nemendur að sjá að aðrir hafa áhuga á verkum þeirra," segir Sigríður sem getur ekki hugsað sér að taka upp hefð- bundna kennslu í ritun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.