Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Side 33
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995
41
Stórhættuleg fíkniefni í sakleysislegum umbúdum:
LSD-nevsla er stórhættuleg
Laugardaginn 15. janúar 1994 lagöi
fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykja-
vík hald á 347 skammta af LSD. Tveir
karlmenn um tvítugt voru handtekn-
ir í framhaldi af því og úrskurðaðir
í gæsluvarðhald. A síðará stigi rann-
sóknarinnar viðurkenndu mennirn-
ir að hafa í upphafi farið til Bretlands
með flugi frá Keflavíkurflugvelli,
keypt þar 1000 skammta af LSD og
smyglað þeim síðan til íslands. Kváð-
ust mennirnir vera búnir að selja
rúmlega 600 skammta og þá aðallega
til unglinga. Átta mánuðum síðar
voru mennirnir dæmdir af héraðs-
dómi til 24 og 18 mánaða fangelsis-
vistar. Sl. fímmtudag þyngdi Hæsti-
réttur dóm þess sem hlaut 18 mánaða
fangelsisdóm í héraði í 24 mánaða
fangelsi.
LSD og skyldar efnasamsetningar
falla undir lög um ávana- og fíkni-
efni.
Hvað er LSD?
Efnið, sem á íslensku heitir
Korndrjóli, er unnið úr sveppi sem
vex einkum á rúgi, aðallega á Spáni
og í Portúgal en 'einnig í nokkrum
öðrum löndum. Ýmis sambönd'sem
síðar hafa verið unnin úr sveppnum
hafa verið notuð til lækninga.
Upphaf kemískrar framleiðslu á
LSD hófst árið 1938 í framhaldi af
uppgötvun svissnesks vísindamanns
á samtengingu þess og virkni.
Leikur að
rússneskri rúllettu!
í septembermánuði sl. lá við stór-
slysi hjá nokkrum reykvískum ung-
mennum. Þeir höfðu neytt eitraðra
sveppa til þess að komast í vímu. í
tæka tíö tókst að koma þeim á sjúkra-
Neyslu LSD hefur oft verið líkt við rússneska rúllettu. Við neyslu brenglast
veruleikaskyn fólks og þess eru meðal annars dæmi að fólk hafi drepið
sjálft sig á „trippi". Oft endurupplifa neytendur vímuna löngu eftir að hafa
neytt efnisins.
Nokkrum dögum síðar voru þrír pilt-
ar á aldrinum 15-16 ára teknir af lög-
reglu fyrir að selja LSD.
Er neyslan
áhættunnar virði?
Á sjöunda áratugnum hættu lækn-
ar að ávísa LSD til sjúklinga þar eð
sannað þótti að með notkun þess
kæmu í Ijós ýmsar skaðlegar auka-
verkanir. Dæmi: geðveikikennd við-
brögð, slysahætta, árásarhneigð,
geðveiki, sjálfsvíg, morð, þunglyndi,
neytandinn missir möguleikann á að
greina á milli staöreynda og ímynd-
ana. Fjölmörg dæmi eru um að neyt-
endur hafi beðið varanlegt tjón á
geðheilsu sinni eftir LSD-neyslu í eitt
skipti. Þekkt eru dæmi um neytend-
Þetta barmmerki innihélt nokkra
skammta af LSD en farþegi sem kom
frá Amsterdam bar merkið utan á
jakkaboðungi sínum.
hús og dæla upp úr þeim. Engu mun-
aði að eitt ungmennanna týndi lífi.
Þannig líta LSD „töflur" nútímans út - eins og límmiðar sem börn líma í limmiðabækur. Stórhættulegt efni með
saklaust útlit.
Víðtæk þjónusta
fyrir lesendur
og auglýsendur!
Aðeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn.
99*56*70
ur sem hafa misst stjórn á sér, talið
sig geta flogið og í þeirri vissu stokk-
ið fram af svölum húsa.
Vímu frá 40-70 míkrógramma-
skammti verður vart eftir eina
klukkustund og getur hún varað í
allt að 5 klukkustundir. LSD getur
kallað fram tímabundna geðveiki
sem með endurtekinni neyslu leiðir
oft til varanlegrar geðveiki. Líkamleg
ávanahætta af völdum efnisins er
talin lítil en andleg ávanahætta er
hins vegar veruleg. Svokallað „flash
back“ er algengt. Dæmi er um að
neytandinn upplifi aftur síðustu
neyslu löngu eftir að líkamlegum
áhrifum efnisins lauk og án þess að
það sé tekið á ný. Endurhvarfið
stendur oftast stutt. Brenglaðar sýnir
eru algengustu einkennin.
Hvert stefnir?
LSD á markaði hérlendis kemur
að mestu frá Hollandi í gegnum Bret-
land. Efnið er iðulega í formi vökva
sem hefur veriö látinn síast í gegnum
ýmis efni, svo sem: sykurmola, sæl-
gæti, pappír, kökur, áfengi o.fl.
Sölumenn efnisins hérlendis hafa
iðulega verið staðnir að því að full-
yröa um skaðleysi þess. Það er að
um sé að ræöa allt aðrar sýrur (efna-
blöndur) en áður þekktust, í þeim
tilgangi að slá ryki í augu neytend-
anna sem oftast reynast vera þeir
sem landið eiga að erfa. Algengt er í
dag að sýran sé seld síuð í pappírs-
örkum með myndum af skrautlegum
teiknimyndafígúrum. Lyfjafræðing-
ar fullyrða að sögur sölumannanna
um skaðleysi LSD séu tilbúningur
einn og fái ekki staðist.
Aldrei hefur verið til nema eitt
form af LSD og er það stórhættulegt
andlegri heilsu manna.
Elías Kristjánsson,
fíkniefnadeild tollgæslunnar á Kefla-
víkurflugvelli.
TH1
Stálvaskar
Besta verð á íslandi
11 gerðir af eldhús-
vöskum á frábæru verði
Frá kr. 3.950
Einnig mikið úrval af
blöndunartækjum
Verslun
fyrír
alla
-tnjg
Faxafeni 9, s. 588-7332
Opið: mánud.-föstud. 9-18
laugard. 10-14
Vli orua
li'J ÚjMÍR El-f-f
vuð jlrihraun
Bílaspítalinn er fluttur í
stærra og betra húsnæði
• Vélastillingar • Allarviðgerðir
• Hjólastillingar • Réttingar og sprautun
• Ljósastillingar Shell
• Hemlaprófun smurþjónusta
JÚJbílaspítaunnIþ (E)
Kaplahrauni l • 220 Hafnarfirði • S. 555-4332,565-4332 • Fax: 565-4336