Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 Baráttufeðgamir á Akureyri fagna tvöföldum sigri: Menn uppskera - segir Gísli Bragi, sigurvegari ÚA-málsins, og Alfreð Gíslason sem færði KA bikarinn í handboltanum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Feðgamir Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfulltrúi Alþýðuílokksins, á Ak- ureyri og Alfreð Gíslason, þjálfari og leikmaður handboltaliðs KA, hafa verið í sviðsljósi fjölmiðla að undanf- örnu. Gísli Bragi var í aðalhlutverki í ÚA-málinu svokallaða og stóð fast- ur fyrir á þeirri sannfæringu sinni að hiagsmunir ÚA fælust í því að af- urðaviðskipti fyrirtækisins yrðu áfram í höndum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Alfreð fór með lærisveina sína annað árið í röð í úrslitaleikinn í bikarkeppni Hand- knattleikssambandsins og fór þar á shkum kostum að lengi verður í minnum haft. Þeir feðgar stóðu uppi sem sigurvegarar í þessum orrahríð- um, KA varð bikarmeistari í fyrsta skipti í handboltanum og sjónarmið Gísla Braga í ÚA-málinu varð lokan- iðurstaða bæjarstjórnarmeirihlut- ans. Reyndar vill Gísli Bragi ekki líta á sig sem sigurvegara í ÚA-málinu, segir að hagsmunir ÚA hafi verið hafðir í fyrirrúmi við afgreiðslu þess máls. En ákveðni hans og staðfesta í því máh vakti athygli og þá ekki síður sú harka sem Alfreð sýndi í úrslitaleiknum gegn Val þar sem hann fór áfram á einhveijum auka- krafti, sárþjáður vegna hnémeiðsla sem hafa hrjáð hann lengi. Stöðug slagsmál „Ég held að ég hafi lært það strax sem strákur að þurfa að bjarga mér sjálfur og leggja á mig það sem þarf til að ná árangri. Við bræðurnir stóð- um í stöðugum innbyrðis slagsmál- um á okkar yngri árum þar sem mikið gekk á og 11 ára var ég farinn að vinna í byggingavinnu hjá karlin- um fóður mínum. Ég fékk ekkert gefins þar og var reyndar fúll út í karlinn þegar hann var að ráða kunningja mína í vinnu og greiða þeim hærra kaup en mér. En ég held að okkur bræðrunum hafi snemma lærst það að reyna að bjarga okkur og ef þú segir að við séum harðir af , okkur og ákveðnir þá má e.t.v. segja aö það sé hluti af uppeldinu," segir Alfreð. „Ég held að Alfreð hafi lært það eins og systkini hans að menn fá ekki neitt fyrir ekki neitt, menn upp- skera eins og þeir sá,“ segir Gísli Bragi, en synir hans og Aðalheiðar Alfreðsdóttur eru ekki óþekktir menn í íþróttalífinu. Hjörtur, sem er elstur, er margfaldur íslandsmeistari og landshðsmaður í lyftingum og frjálum íþróttum. Alfreð er næstelst- ur, þá kemur Gunnar sem var þekkt- ur handboltamaður og knattspymu- maður og landsliðsmaður í báöum greinunum. Tvíburabræðumir Garðar og Gylfi urðu hins vegar landshðsmenn í lyftingum. Yngst í þessum systkinahópi er dóttirin Lilja sem reyndar lét íþróttimar afskipta- lausar. „Hún er hins vegar það bam- anna sem nefur sýnt mestan áhuga á póhtík, henni finnst umhverfið skipta sig máh og er varamaður í sveitarstjóm Arnarneshrepps," segir Gísh Bragi. Gífurlegir keppnismenn „Strákamir vom hlaðnir orku sem mörg orð um framhaldið, ég heillaö- ist af þeirri lesningu og las síðan allt sem ég komst yfir um þessa póhtísku stefnu. Það var ekki aftur snúið, en málin hefðu e.t.v. getað þróast öðru- vísi, ef það hefði til dæmis vantað einhvern til að vera talsmaður Sjálf- stæðisflokksins á þessum iðnnema- fundi,“ segir Bragi og glottir við. Óvægin bæjar- málapólitík - En hefur þú aldrei haft þig í frammi í landsmálapólitíkinni? „Nei, enda hefur mér alltaf fundist vera næg verkefni hér í bænum ef einhver not væru fyrir mig. Mér hef- ur fundist að ég hafi haft ýmislegt til málanna að leggja hér í bænum og gert það frekar en að vera muldrandi einhvers staðar út í horni." Þessi bæjarmálapólitík er sögð harðari og persónulegri en sú pólitík sem stunduð er á landvísu. „Hún er það og getur verið óvægin enda er maður í meira návígi við andstæðingana og einnig þá sem maður telur sig vera að vinna fyrir. Það hafa miklu fleiri skoðun á bæjar- málunum en landsmálunum og mað- ur fær það oft óþvegið. Hinu er ekki að leyna að ef menn hafa góða bak- hjarla eins og ég hef haft þá stappar það í mann stálinu og ég leyfi mér ekki að neita því að klapp á bakið eftir gott verk er vel þegiö.“ Þér hefur m.a. veriö nuddað upp úr því af pólitískum andstæðingum að fyrirtæki þitt og tveggja annarra manna lenti í gjaldþroti fyrir nokkr- um árum. Tókum rangar ákvarðanir „Já, en ég skammast mín ekkert fyrir það mál. Ég eyddi 25 árum í fyrirtækið Híbýli sem var eitt stærsta byggingafyrirtæki bæjarins. Við tókum stóran þátt í að byggja bæinn upp. Hins vegar tókum viö rangar ákvaröanir, seldum íbúðir of lágu verði og urðum að gjalda fyrir það í lokin með gjaldþroti. Ég gat alveg átt von á því að þetta yrði not- að gegn mér af póhtískum andstæö- ingum. En ég fékk líka stuðning, all- ir strákarnir mínir voru erlendis þegar þetta gekk yfir og þeir, jafn pennalatir og þeir eru nú, skrifuðu mér allir og sögöust trúa því að þetta væri hjalli sem við hjónin myndum klifra yfir. Þeir og margir fleiri stóðu þétt með okkur.“ Kosninga- loforðin efnd Gísli Bragi er eini bæjarfulltrúi Alþýöuflokksins og hefur síðan í haust helgað sig bæjarmálunum alf- arið og þeir sem til þekkja tala um sjálfboðavinnu í því sambandi. „Þegar við stofnuðum til meirihlut- ans eftir síðustu kosningar vorum við Jakob Björnsson bæjarstjóri ákveðnir í því að taka til hendinni, efna kosningaloforðin, reyna aht sem hægt væri til aö gefa hér nýjan tón og snúa við þeirri þróun sem hefur verið í atvinnulífinu. Það þýðir ekk- ert að vera með eitthvert hálfkák í því sambandi og það verður bara að Gisli Bragi (i miðið) ásamt þeim Jóni Ingvarssyni hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Jakobi Björnssyni á Akureyri. fékk útrás í íþróttum og slagsmálum. Þeir slógust heima og var leyft það a.m.k. að vissu marki. Stundum gengu þeir reyndar of langt, eins og þegar tviburarnir, þá unglingar, hreinlega köstuðu mér út úr húsinu og læstu. Þeir voru hins vegar svo hræddir eftir þennan verknað aö þeir þorðu ekki að hleypa mér inn fyrr en eftir langar samningaviðræð- ur í gegnum glugga,“ segir Gísli Bragi og Alfreð bætir við: „Hjörtur var haldinn mikilli kraftadellu og tók okkur bræðurna oft heldur betur í gegn. Gunnar var nokkuð gjarn á að gefast upp og þá var ég bara tekinn þeim mun fastari tökum." „Strákarnir hafa verið gífurlegir keppnismenn, þeir settu sér markm- ið og þeim skyldu þeir ná hvaö sem það kostaði," segir Gísh Bragi, en Alfreð rifjar upp að pabbi sinn hafi reyndar ekki haft mikla trú á að hann yrði íþróttamaður í fremstu röð. „Fram undir fermingu benti ekkert til þess að Alfreö myndi ná árangri í íþróttum. Hann var hálf- gerð rengla fram á unglingsárin og fæturnir þvældust fyrir honum í fót- boltanum. Hann var miklu seinni til varðandi íþróttirnir en bræður hans, en óneitarúega hefur hann samt náð mestum árangri þeirra aö mínu mati.“ Keppti með Páli frænda - Hvað um íþróttaferil þinn, var hann einhver? „Það má segja að hann hafi verið skrautlegur. Eg var reyndar 1 sveit sem strákur í Húnavatnssýslu og þar keppti ég með frænda mínum Páli frá Höllustöðum á héraðsmótum Ung- mennafélags Svínvetninga. Ég var alltaf Þórsari þótt ég ætti heima á Brekkunni og það kom aldrei til greina að breyta því þótt allir í hverf- inu væru í KA. Ég keppti í körfu- bolta og knattspyrnu, varð unglinga- meistari íslands í langstökki og 110 metra grindahlaupi og ég var í fyrsta Alfreð með blómakörfuna sem honum var gefin eftir sigurinn i bikarnum. unglingahópi Skíðasambandsins sem sendur var til keppni erlendis. En þegar bömin komu þá hætti ég þessu alveg enda fullt starf fyrir okk- ur Aðalheiði að vera foreldrar þessa hóps.“ Vantaði talsmann krata Það var eins og hver önnur tilviljun að ég hóf afskipti af pólitík, þá 18 ára gamall. Þá var ég í félagi iönnema á Akureyri og það var ákveðið að halda pólitískan fund. Það var enginn tals- maður krata til staöar svo mér var falið það hlutverk á fundinum að tala máli þeirra. Áður en til fundar- ins kom fór ég til Braga Sigurjóns- sonar þingmanns krata og fékk hjá honum ýmis gögn um jafnaðarstefn- una, m.a. bókina „Jafnaðarstefnan" eftir Gylfa Þ. Gíslason. Það þarf ekki eins og þeir sá LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 37 cididas Feðgarnir Gísli Bragi og Alfreð hafa sama baráttuskapið og gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Þeir geta því verið kátir þessa dagana DV-myndir gk, Akureyri hafa það þótt málningardósin sé enn inni á baði hjá mér síöan á síðasta ári og baðið ómálað. En ég stend ekki einn, ég hef með mér fólk sem starfar í nefndum þótt í minn hlut komi að fylgja málum eftir í bæjarráði og bæjarstjórn." Það er sagt að þú hafir beygt fram- sóknarmennina fimm í meirihlutan- um til hlýðni í ÚA-málinu, þinni ákvörðun hafi ekki verið haggað. „Ég tók enga ákvörðun í því máli fyrr en öll gögn lágu fyrir og ég hef aldrei í nokkru máli leitað eftir eins mikilli aðstoð. Það unnu margir menn að þessu máli fyrir mig, gerðu alls kyns athuganir og unnu úttektir. Framsóknarmenn vissu alltaf hvem- ig ég vann þetta og að ég hefði hags- muni ÚA í fyrirrúmi. Eg beygði þá alls ekki, þeir voru höfundar þessa máls og vildu einfaldlega fylgja því eftir þótt þeir hafi tahð aöra leiö : betri. En samstarfið í meirihlutanum er sterkara eftir og ég get alveg lýst því yfir að ég hef ekki haft betri sam- starfsmann í pólitíkinni en Jakob Björnsson bæjarstjóra. Við vinnum af heilindum og þeir sem voru að vonast eftir því að þetta mál myndi fella meirihlutann urðu fyrir von- brigðum." Ánægóur með karlinn „Auðvitað hef ég fylgst með karhn- um í pólitíkinni og mér finnst ótrú- legt hvað hann nennir að standa í þessu. Póhtíkin er nefnilega oft „óþverrabisness" og sumir eiga það til að leggjast ótrúlega lágt til að koma höggi á andstæðinginn sér til framdráttar. En ég styð það sem hann er að gera og er ánægður með hann. Ég veit nefnilega að karhnn er sjálfum sér samkvæmur og fylgir sannfæringu sinni sama hvað á gengur," segir Alfreð. Ferih Alfreðs í handboltanum er bæði langur og glæsilegur. Þegar hann hafði lokið sagnfræðinámi við Háskóla íslands hélt hann í atvinnu- mennskuna th Þýskalands þar sem hann lék í fimm ár með Essen. Þá kom hann heim í eitt ár og lék með KR. Síðan lá leiðin th Bidasoa á Spáni og að því loknu heim til Akureyrar aö nýju. Hann varð á þessum árum bikarmeistari með KR, Essen og Bid- asoa og tvívegis þýskalandsmeistari með Essen. Bikarmeistaratitillinn með KA á dögunum var svo sú skrautfjörður í hattinn sem Alfreð segist hafa verið tilbúinn að gefa alla hina titlana fyrir. Lýkferlinum á Akureyri „Ég var alltaf ákveðinn í að ljúka ferhnum á Akureyri og mér fannst gott aö koma heim aftur. Það hafði orðið skemmtheg þróun í bænum sem er fallegri en áður, gróðurinn hér og veðurfarið er einstakt á ís- landi. Hins vegar mætti fólkið vera opnara og gera minna að því að tala um náungann en það finnst mér því miður áberandi í fari margra Akur- eyringa," segir Alfreð. Hann starfaði sem framkvæmda- stjóri KA eftir að hann kom heim en tók síðan til við önnur störf. „Ég hafði unnið hjá Tryggingamiðstöð- inni í Reykjavík þegar ég var þar og tók viö skrifstofu TM á Akureyri. Svo fórum við Sigurður Sigurðsson, fé- lagi minn, út í það að kaupa Gránufé- lagshúsið, eitt elsta húsið á Akur- eyri, og koma þar upp veitingastaðn- um Við Pollinn. Við sjáum ekki eftir þeirri ákvörðun. Bæði var aö það vantaði svona veitingastað á Akur- eyri og þótt ekki hafi veriö th annars en aö bjarga þessu gamla og merki- lega húsi þá var það eitt og sér ögrandi verkefni." Þekkti minn mann Þótt Gísh Bragi sé yfirlýstur Þórs- ari þá slær hjartað oft í KA-takti þegar Alfreð fer fram með lærisveina sína. Ljúkum þessu spjalh á því hvemig honum leið þegar KA var að innbyrða fyrsta bikarmeistaratith sinn á dögunum, en þar var Gísli Bragi meðal áhorfenda. „Eg fór auðvitað sem Akureyring- ur á þennan leik og verð að játa að eitthvað í uppeldi Alfreðs hefur misf- arist þar sem hann geröist KA- maður. Ég játa það hka að eins og KA-menn í höllinni í Reykjavík þá sleppti ég mér alveg. Ég er búinn að fylgjast með Alfreð í mörgum úrshta- leikjum bæði hér heima og erlendis og auðvitað er ég hreykinn af strákn- um. Ég hef ekki séð hann leggja sig svona gjörsamlega fram áður og ég hélt að hann gæti ekki leikið hehan leik af svona krafti eins og hann er á sig kominn vegna meiösla. En ég kannaðist við keppnisskapiö og þekkti minn mann á fjölum Laugar- dalshallarinnar."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.