Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 43 Óttar Guðmundsson læknir „Dægurlagatextar lifa með þjóðinni t rútubilum og skiðaskálum og hljóma meðan einhver getur haldið tóni og takti.“ dægurlögum Aöalhlutverk skálda er að lýsa raunveruleika eigin þjóðar. Sjúk- dómar og veikindi hafa jcifnan ver- ið andans mönnum hugleikin enda eru þau samofin mannlegum for- gengileika. Móðursjúk skáld lýsa heilsuleysi betur en lærðir höfund- ar þykkra kennslubóka í læknis- fræði. Þekktar eru sjúkdómslýs- ingar úr íslendingasögum, Egla segir frá ellihrumleika og náttúru- leysi Egils Skallagrímssonar. í Sturlungu er lýst dauða Einars Skemmings úr blóðnösum og Þórð- ar kakala úr fylhríi á áhrifaríkan hátt. Nokkrir nútimahöfundar hafa lýst sjúkdómum á ágætan hátt s.s. Þórbergur Þórðarson, Halldór Laxness, Guðbergur Bergsson og Einar Már Guðmundsson í Englum alheimsins. Veikindi og dægurtónlist Dægurtónlist er óaðskiljanlegur hluti samtímamenningar. Dægur- lagatextar lifa með þjóðinni í rútu- bílum og skíðaskálum og hljóma Álæknavaktmni Sjúkdómar í íslenskum meðan einhver getur haldið tóni og takti. Fáir textar lýsa þó sjúkl- ingum eða sjúkdómum enda næsta óskemmtilegt að syngja um slíkt í aftursæti í rómantískum vanga- dansi. Flestirfjalla um kátínu og gleði (Nú hggur vel á mér, í syngj- andi sveiflu) eða um ástir og róm- antík (Bláu augun þín, Þú og ég og ótal ástarsöngvar Bubba Morth- ens). Ýmsir eldri textar lýsa þó bitr- um íslenskum raunveruleika. Þannig lýsir Freymóður Jóhanns- son (12ti september) í Draumi fang- ans, smákrimma á Litla-Hrauni sem lætur hugann reika til elsk- unnar sinnar. Skyndilega stendur hún við rúmstokkinn og leiðir hann til takmarkalauss frelsis í Kjallara Keisarans. í lögum sínum Lith tónhstarmaðurinn og Við hlið- ið stend ég eftir ein, segir hann frá óeðlilegum tengslum barna við for- eldri sín. Nútíma uppeldisfræðing- ar af Stígamótakynslóð líta þessa texta grunsemdaraugum. í laginu Einsi kaldi úr Eyjunum er lýst óforbetranlegum kvennabósa sem hleypur úr einu bóli í annað í leit að sannri hamingju. Samkvæmt nútíma geðlæknisfræði er Einsi kaldi óöruggur einstaklingur sem efast um eigið ágæti. Hann reynir að lappa upp á brotna sjálfsmynd með þvi að komast yfir sem flestar konur. Bjössi á mjólkurbílnum er kvensamur ökufantur sem misnot- ar aðstöðu sína hjá mjólkurbúun- um og keyrir eins og ljón á mjólk- urbílnum og stefnir fjármunum bænda í bráða hættu. Óhamingju- samur Keli Keh í kjallaranum er andstæða þeirra Einsa og Bjössa; óforbetran- legur kúristi sem situr sveittur við að lesa. Sennilega hefur Keh verið taugaveiklað og bælt barn með mikla þráhyggju. Foreldrar gerðu til hans of miklar kröfur og grófu þannig undan sjálfstrausti og lífs- hamingju. Annar höfundur lýsir íslenskum veruleika í laginu um Óla rokkara. Þar er fjallað um sómakæran framsóknarbónda sem tryllist skyndilega og fer til höfuð- borgarinnar th að dansa rokk. Lóa htla á Brú er um unga sveitastúlku sem giftist og flytur í bæinn. í lok kvæðisins er því lýst hvernig hún er orðin neysluþjóðfélaginu að bráð, eiginmaðurinn vinnur hörð- um höndum en haldin kaupæði vafrar hún um verslunarhúsin. Ótal höfundar hafa sagt frá drykkjumönnum í danslagatextum og raunum aðstandenda þeirra eins og i laginu Mamma grét. Þar er lýst örlögum ungs drykkju- manns sem drekkur í síbylju með- an mamma hans situr heima og grætur. Lagið endar svo á því aö drykkjufanturinn hættir að drekka (án þess að fara í meðferð) en mamma hans grætur hamingjutár- um og stundar Alanon-fundi af miklum móð. í kvæðinu Á kránni með Mánum frá Selfossi er fjallað um litla stúlku sem stendur á bar og biður pabba sinn grátandi að 'hætta drykkjuskap og hypja sig heim til sinna veiku barni. Allt kemur fyrir ekki og barnið deyr meðan pabbi kneyfar öl. Bubbi Morthens lýsti hér í eina tíð veru- leikanum af miklu innsæi; Lhla varð geðveik og fór í raflost. Annað yrkisefni Bubba var maður sem dó í fangageymslu lögreglunnar með- an varðstjórinn æfði lögreglukór- inn af krafti. En þetta var áður en Bubbi fór að syngja hvert ástar- kvæðið öðru væmnara og datt úr tengslum við þann veruleika sem gerðihannfrægan. Megas Af textahöfundum seinni ára hef- ur þó Magnús Þór Jónsson algjöra sérstööu. Hann hefur öðrum frem- ur lýst íslenskum raunveruleika tuttugustu aldarinnar, rugli, spennu, kapphlaupi og æsingi. Hann bregður sér í allra kvikinda líki, drekkur með Birkiland, bíður á biðstofum embættismanna og gengur niður stigann þegar lyft- urnar í blokkinni bila. Bestur er Magnús þegar hann fer inn í heim geðsjúkdómafræðinnar og lýsir hughrifunum þaðan. í Heilræða- vísum lýsir hann svo raunheimi þunglyndissjúklingins;, já, ef þú ert sligaður eymd þinnar stöðnun- ar og eyddir innheimar og sviðnir þeir þegja“. Lausn á þessari and- legu pínu lýsir Magnús í þekktu kvæði: í Víðihlíð en þar gefur hann eftirfarandi ráð: „ef enginn þér sýnir samúð neina, / og sorgirnar hlaðast að fyrir því, / og ef engin hræða th þín tekur, / tillit né sýnir viðmót hlý. // Þá valhoppaðu inní Víðihlíð, og vertu þar síðan alla tíð. (Víðihlíð var á þessum árum ein deild Kleppsspítala). Þetta mun vera einhver fyrsta ábendingin th þjóðarinnar að láta af fordómum gagnvart geðdehdum og leitá sér bótar við þunglyndi. Að lokum Ég lagði oft við hlustir th aö skyggnast inn í hugarheim nýrri höfunda fyrir síðustu jól. En þar réð flatneskjan ein. Menn bulla endalaust á ensku um ekki neitt. Vonandi glatar íslensk þjóð ekki þeim auði sem skemmtheg dægur- tónlist er. Og vonandi týna ekki dægurtónlistarhöfundar sjálfum sér og þjóð sinni í eltingaleik við heimsfrægð sem aldrei kemur. Samtök gegn astma og ofnæmi halda fund þriðjudaginn 14. febrúar 1995 kl. 20.30 í Múlabæ, Ármúla 34, 3. hæð. Ásta R. Jóhannesdóttir, deildarstjóri í Tryggingastofnun ríkisins, flytur erindi og svarar spurningum. Önnur mál, kaffiveitingar. Mætum öll. Stjórnin Til sölu eða leigu einn öflug asti FWD snjó- blásari 4x4x4 BTll 330 hö., sjálfskiptur blásari, 600 hö., 3 m á breidd, 2 m á hæð. Upplýsingar í síma 567-7067, bfla- sími 985-20540. Lausafjáruppboð Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, lögmanna, banka og sparisjóða fer fram nauðungarsala á ýmsu lausafé laugardaginn 18. febrúar 1995, kl. 13.30, í uppboðssal í Tollhúsinu við Tryggvagötu (hafnarmegin). Eftir kröfu tollstjórans: Málm- og fatastandar, lampar og Ijósabúnaður, skiði, skrúfur, handverkfæri, festingar, hettur, lykkjur, verkfæri til að bora, plastvörur, íslensk blöð, baðm.peysur, rafm.hljóðmagnarasett, myndbands- tæki, innbrota- eða brunaviðvörunarkerfi og áþekk tæki, snúningsstólar, skrifborð, hillur og skápar, seguldiskar, tölvugagnavinnsluvélar, veiðibúnað- ur, málmhúsgögn, bolir, kvenyfirhafnir, plastvörur, handtöskur, speglar, ilm- úðarar, herðatré, jakkar, töskur, púður, rifflar, skothylki, skotfæri, lesgler- augu, rafmagnsreiknivélar, leikföng, seguldiskar m/leikjum, innihurðir, hanskar, herðapúðar, gólfefni, Ijósm.pappír, skjalabindi, sjálflímandi filmur, áritunarvélar, umbúðakassar, myndbönd, hillur, íþróttavörur, hjólb.slöngur, eldavélar, þvottavél, kæliskápar, segulbandsupptökutæki, óáfengt hvítvín, hlutir fyrir lýsingatæki, alkalívökvi, vefnaðarvara, bílavarahlutir, stál, indversk- ir messingmunir, auglýsingar, plastbakkar, nælonþorskanet, 877 kg, karl- mannaskyrtur, rafm.fittings, búsáhöld, cartridges, límefni, fatnaður, vínyl- rúlla, pappírsvörur, klinger, conveior belting, hjóla-beltaskóflur. Eftir kröfu lögmanna, Gjaldheimtunnar i Reykjavík, banka og sparisjóða og fleiri: Hitaformunarvél, geislaspilari, tölvur og prentarar, skrifborð, skrif- borðsstólar, hillusamstæður, farsími, svepparæktunarhillur, þokuúðunar- tæki, 3 hitablásarar, tölvuvigt, hleðsluborvél, skápar, upptökutæki, telefax- tæki, peningaskápur, skrifstofustóll úr leðri, vélritunarborð, skjalaskápar, af- greiðsluborð, vélklippur, spónlagningarpressa og kantlímingarvél, setningar- tölva, Krupp 1300 vökvafleygur, tölvuvog, farseðlaprentari ásamt tölvu fyr- ir bókunarkerfi, sjónvörp, ryk- og vatnssugur, krapavél, dragvél og niður- tog, skábekkur, liggjandi róðrartæki og standandi róðrartæki, stakur bekkur og stakur skábekkur, yfirfræsari, kæliskápur, Leica myndavél, beygjuvél, bókalager, 40 eintök af bókinni Akureyri 1895-1930 og 300 eintök af bókinni Á tímum friðar og ófriðar 1924-1945, háþrýstiþvottatæki og raf- suðutæki, Grafo Press prentvél, háþrýstidæla af gerðinni Jumbo, Ijósritunar- vélar, hjólsög í borði, rennibekkur, shakevél Taylor, ísvél Taylor, hitaborð, Marinius MM2040 3ja rása hljóðblandari, saumavélar, 100 eintök af bók- inni Tröllatunguætt, 50 eintök af bókinni Pálsætt og 50 eintök af bókinni Vigurætt, leiktækjakassi, trésmíðavél Robland, kæli- og frystivélar, tvær ein- ingar af gerðinni V-Block, sandsparslvélar og loftpressur, bátur, seglskútan Svalan 16 feta, Tandon móðurtölva ásamt Opus Allt hugbúnaðarkerfi og þremur útstöðvum, tíu Ideal Kitchen eldhúsinnréttingar án tækja, vélstand- ar fyrir gólfdúka og teppi, Rational gufusteikingarpottur, sax og beygjuvél, Telwin Mic suðuvél, þykktarhefill, borðsög og bútsög, Miller rafstöð og rafsuðuvél á hjólum, Krupps kaffivélar, Krupps espresso kaffivélar, Krupps örbylgjuofnar, mótahreinsivél Europa og 3 hjólainnivinnupallar, rennibekk- ur, Hoger reiðhjól, sogkerfi fyrir spón, sogkerfi fyrir slípivélar, Tobo lyftu- borð, járnpallar og málningarvinnustóll, þvottavél, frystiskápur, kæliskápur, gaseldavél, frystikistur, ísskápar, trefjaplastbátur Eir MB 006, skrn. 6406, málverk eftir Axel Einarsson: Sólarlag og Þingvellir, JVC-klippisett. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshald- ara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN i REYKJAVÍK ”í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.