Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Qupperneq 30
38 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 „Sykursýki hefur of oft fengið nei- kvæða umfjöllun í íjölmiðlum sem auðveldar ekki okkur sem búum með henni lífið,“ segir Sigrún Mar- ía Kristinsdóttir. Hún vill leiðrétta það sem hún nefnir ýmsar rang- hugmyndir um sjúkdóminn. „í 5-E í Breiðholtsskóla fyrir tæp- um 13 árum sögðu vinkonur mínar mér að einn bekkjarbróðir okkar þyrði ekki að koma nálægt mér því að hann væri svo hræddur um að smitast af sykursýki. Alia tíð síðan hef ég rekist á ranghugmyndir fólks, fordóma og fáfræði og alltaf finnst mér það jafnsárt að sjá hvernig fjöður verður að gaggandi hænu. Sykursýki er ekki dauða- dómur, langt frá því. Hún er kvilli sem hægt er að stjórna og um leið og það kemst upp í vana er auðvelt að lifa með henni. Það er á okkar ábyrgð að eyða fordómum og fáfræði. Það gerum við ekki með því að segja að sykur- sjúk börn geti ekki það sama og önnur, séu í stöðugri lífshættu (sem við erum öll í ef við hættum okkur yfir götu, ef út í það er farið), gefa í skyn að sykursjúkir geti ekki búið einir og svo framvegis. Þvert á móti þurfum við, sem sykursjúk erum, aö segja fólki frá og reyna ekki að fela það að við höfum syk- ursýki. Flest það unga fólk sem ég þekki og hefur góða stjórn á sykursýki sinni er sammála mér að hún er ekki sjúkdómur í venjulegri merk- ingu þess orðs. Við getum til dæm- is ekki fengið örorkubætur vegna sykursýki. Ef við gætum vel að því að halda mataræði, hreyfingu og sprautum eins og þau eiga að vera eru sykursjúkir flestir heilbrigð- asta fólkið í sínu umhverfi. Ástæð- an er hollt matarræði og næg hreyfmg. En ef við ekki gætum að þessu þá fer allt í vitleysu. Þess vegna er góð stjómun ákaflega mikilvæg. Og sykursýkin hefur sína kosti; fyrir utan heilbrigði og sterkar tennur læra sykursjúkir sjálfsaga.“ Læra snemma sjálfsaga Sigrún leggur á það áherslu að sykursjúk börn, sem kennt er að fylgjast með líkama sínum sjálf og stjóma sykursýkinni, læri snemma sjálfsaga og að taka ábyrgð. „Ef þeim er kennt þetta em þau oft miklu samviskusamari en full- orðnir. Ég veit um ákaflega sam- viskusöm böm sem sprauta sig og mæla sjálf og þurfa á ótrúlega lít- illi aöstoð foreldranna að halda,“ greinir Sigrún frá. Hún getur þess að fólk með insúlínháða sykursýki þurfi að sprauta sig á hverjum degi. „Flestir em sammála um að það sé auðveldast, erfiðara sé að passa sífellt upp á mataræði og blóðsyk- urmælingar. Við þurfum til dæmis að borða á undan hreyfingu og veikindi sefja alltaf strik í reikning- inn. En ef farið er með gætni getum við allt sem „venjulegt" fólk getur; ég þekki til dæmis sykursjúkan mann sem gengið hefur á Græn- landsjökul. Ég fékk sykursýki fyrir réttum 13 ámm, þá 10 ára gömul. Þaö var auðvitað áfall, sennilega þó meira fyrir foreldra mína en mig. Ég hef lært að lifa með henni, meðal ann- ars með því að líta alltaf á sjálfa mig sem eðlilega, ég hef aldrei sam- þykkt að ég sé veik, að sykursýkin sé „sjúkdómur" sem ráði yfir mér. Ég kalla sykursýki ekki sjúkdóm heldur kvilla. Ég þoldi ekki að fólk vorkenndi mér og geri ekki enn en finn þó minna fyrir því í dag heldur en sem bam. Ég geri allt - eða næstum allt - sem annað fólk gerir en með gætni og nota höfuðið og Sigrún María Kristinsdóttir, sem er 23 ára, fékk sykursýki 10 ára gömul. Hún hefur lært að lifa með sykursýk- inni og getað ferðast ein sins liðs. Myndin er tekin i New York. Sykursyki er hægt að stjóma - segir Sigrún María Kristinsdóttir blóðsykurmælinn. Hann var mikil framíor, auðveldar okkur lífið mik- ið. í upphafi sprautaði ég mig tvisvar á dag en fljótlega skipti ég yfir í fjórar sprautur á dag sem mét finnst auðveldara. Eins og aðrir sem hafa sykursýki er ég alltaf með sykurmola í vasanum, til vonar og vara ef blóðsykurinn einhverra hluta vegna lækkar mikið. Á þeim 13 árum sem við sykursýkin höfum verið ferðafélagar hef ég tvisvar fengiö svo alvarlegt kast að ég þurfti á hjálp að halda, það fyrra fyrir um 8 árum og það seinna ári síöar. Bæði skiptin var þaö vegna of lágs blóðsykurs og í bæði skiptin vegna þess að ég ákvað að leggja mig aðeins aftur eftir að ég beið eftir að morgunsprautan færi að virka - en það tekur 15-20 mínútur fyrir insúlínið að verða virkt í lík- amanum eftir að sprautan er gefin - og sofnaði. Allt fór vel þar sem bræður mínir og faðir voru til stað- ar og brugðust rétt við. Ég lærði þó mína lexíu og geri eitthvað sem heldur mér vakandi þar til eftir að ég er búin að borða á sunnudags- morgnum! Eftir morgunmatinn get ég svo hallað mér aftur. Nokkrum árum eftir að sykur- sýkin uppgötvaðist fékk ég gubbu- pest og var þá lögð inn á spítála, bæði hennar vegna og til þess að aðlaga mig fjórum sprautum á dag í stað tveggja. Þá og þegar sykur- sýkin uppgötvaðist eru einu skiptin sem ég hef verið lögð inn vegna syKursýkinnar. Ég var þó enginn engill á unglingsárunum, gerði uppreisn gegn sykursýkinni og það tók mig nokkur ár að komast að því að það kom ekki niður á nein- um nema sjálfri mér ef ég var kærulaus. Seinna lærði ég að margir sykursjúkir unghngar gera uppreisn gegn sykursýkinni eins og aðrir unglingar gegn skóla eða foreldrum. Skátaforinginn lærði að sprauta Eftir að sykursýkin uppgötvaðist fór ég fjögur sumur í sveit, bæði á íslandi og í Danmörku, ein og með yngri bróður mínum. Bændurnir lærðu allt um rétt viðbrögð sykur- falla og allt fór vel. Ég var skáti og fór í nokkrar útilegur frá 11 ára aldri. Mamma kenndi skátaforingj- anum að sprauta mig og hvernig ætti að bregðast við ef eitthvaö kæmi upp á. Það fór alltaf vel, við skátaforinginn og vinkonur mínar fylgdumst allar með því að ekkert færi úr skoröum. 14-15 ára var ég enn skáti og þá fór ég í útilegur svo gott sem um hverja helgi. Þá var ég farin að þekkja líkama minn betur og komin með blóðsykurmæ- litæki og aldrei lenti ég í alvarleg- um vandræðum. Streita kemur ólagi á sykuriafn- vægið. Próf geta til dæmis ruglað öllu kerfinu. Sérstaklega voru stúdentsprófin erfið. Ég lærði snemma að það borgar sig fyrir mig aö taka með mér ávaxtasafa og brauðsneið í próf. Ég boröaði brauðsneiðina áður en ég fór inn í prófið og hafði Trópí með mér inn í stofuna. Stundum þurfti ég á tveimur fernum að halda en oftast engri. Þar sem hreyfing er mjög mikil- væg fyrir sykursjúka tek ég óhikað þátt í íþróttum en auðvitað með fyrirvara og ábyrgö. Ég er ekki veik og þar af leiðandi hefur mér alltaf fundist það fráleitt að þurfa að neita mér um eitthvað sem „eðli- legt“ fólk gerir, annað en að borða sætindi. Ég mæli mig á hálftíma til klukkutíma fresti ef þörf er á, til dæmis í fjallgöngum. Hingað til hefur mér aldrei verið neitað um vinnu vegna sykursýk- innar. Ég segi afitaf frá henni þegar ég sæki um en það er annars ekki skylda okkar. Ef til vill er það - vegna þess að ég starfa innan heil- brigðisgeirans að ég hef yfirleitt mætt miklum skilningi vinnuveit- anda minna en ég tel að það skipti mestu máli að vera hreinskilin og reyna ekki að fela sykursýkina. Ég er sjúkraliði og tek næturvaktir með varúð en tek þær samt. Þá mæh ég mig oft, stundum á klukku- tíma fresti og stilli insúlín og fæðu- inntöku eftir þvi. Ferðastein Ég hef ferðast mikið. TU dæmis fór ég í lestarferðalag um Evrópu fyrir nokkrum árum og skömmu seinna fór ég ein í fjóra mánuði til Kólumbíu í spænskunám. Nú síð- astfiðna tæpa 8 mánuði hef ég verið á sífeUdu ferðalagi. Fyrst var ég þrjá mánuði í New York í Banda- ríkjunum og vann þar í sumarbúð- um. Þegar ég sótti um þar fékk ég bréf frá lækninum mínum þess efn- is að ég gæti séð um mig sjálf. ís- lenska sendiráðið í London geymdi fyrir mig insúlínbirgðir fyrir vetur- inn svo ég þyrfti ekki að ferðast með of mikið í hitanum í Banda- ríkjunum en insúlín, sem ekki er í notkun, þarf að geyma í kæU. Svo var ég þrjá mánuði í Suður-Eng- landi við heimahjúkrun. Þar fékk ég að geyma insúlínbirgðirnar mínar hjá vini mínum, því ég víldi ekki fara með margra mánaða ins- úlínskammt í bakpoka á miUi sjúklinganna minna en ég bjó hjá hveijum og einum í tvær vikur. Nú seinustu tæpu tvo mánuðina hef ég verið í Kaupmannahöfn. Sykursýkin hamlar mér ekki en óneitanlega væri það gott að þurfa ekki sífeUt að gæta þess að hafa með nægt insúUn, sykurmola, nál- ar og fleira. Þegar ég ferðast geymi ég aUtaf insúUnið á að minnsta kosti tveimur stöðum svo að ég tapi ekki öllum lyfjunum mínum ef handtöskunni er stoUð. Ég sprauta mig næstum hvar sem er, svo sem inni á veitingastöðum og flugvöll- um. Þetta tekur enga stund og fólk tekur ekki eftir því þótt ég sprauti mig fyrir framan það. Ég fer þó oftast inn á almenningssalemi til að taka blóðsýni því það er meira tfistand. Það fer svo lítið fyrir sprautum og blóðsykurmæUtæki að þetta kemst í venjulega handt- ösku, skólatösku eöa jafnvel í úlpuvasa. Samtök sykursjúkra GöngudeUd sykursjúkra hefur reynst mér, sem og flestum öðrum sem þangað hafa leitað, afskaplega vel. Það er þó ekkert eins og stuðn- ingur annarrar manneskju sem gengið hefur í gegnum þaö sama og við sjálf. Þar koma Samtök syk- ursjúkra inn í mypdina. Þau eru virk samtök sem vinna þarft og viðamikið starf en stjómin sam- anstendur af fólki sem allt er í fuUu starfi svo að öU aðstoð sem félags- menn vUja veita er vel þegin. Tryggingarnar hafa dregið úr að- stoö við sykursjúka seinustu árin og það kostar allt peninga. Þar hafa Samtök sykursjúkra komið gífur- lega miklu til leiðar og þau beriast sífeUt staðfastlega fyrir rétti okkar, fyrir utan að vera mikUl andlegur stuðningur fyrir okkur. Á fundum gefst okkur tækifæri tíl að hitta aðra sem eins er komiö fyrir, hvort sem við erum sjálf sykursjúk, mak- ar, foreldri eða börn; ráðleggja og þiggja ráð. I nokkur ár hefur verið starfandi foreldrahópur sem Samtök sykur- sjúkra geta komið foreldmm í sam- band við. Hann er hugsaður fyrir foreldra og börn. Samtökin eru tíl húsa að Knarr- arvogi 4 í Reykjavík og símatímar em regliUega. Þá er öllum spurn- ingum svarað eftir fremsta megni. Ég bíö auðvitað eftir lækningu eins og aUir aðrir sykursjúkir en þangaö til hún kemur verðum við að læra aö lifa með þessum kvUla og standa saman um að eyða fá- fræði og fordómum því þau gera okkur lífið svo miklu erfiðara."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.