Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 Dagur elskenda er á þriðjudag: Rómantíkin liggur í loftinu Það er til siðs að gefa þeim sem maður ann mest gjafir á Valentínusardag. Gjafirnar eru misstórar og dýrar. Konfekt og rósir munu vera vinsæustu gjafirnar. allt frá fomu fari, sumir segja að hann hafi verið til fyrir Krists burð. Ságan segir að í eina tíð hafi siðurinn verið þannig að fyrsti ókvænti maðurinn sem ung stúlka mætti á Valentínusardaginn myndi verða eiginmaður hennar. Fyrr á öldum var meiri léttúð í kringum Valentínusardaginn og gift fólk gerði sér dagamun jafnt og þeir ógiftu. Gjafimar gátu verið mjög dýrar og era til sögur af hertoga á sautjándu öld sem færði sinni heittelskuðu skartgripi fyrir 800 pund en sú upphæð væri um 47 þúsund pund í dag. Það liggur mikil rómantík í loftinu enda er Valentínusar- dagurinn á þriðjudag, 14. febrúar. Sá dagur er nefndur dagur elskenda. Þá senda menn sínum útvöldu ástarjátningar. Sumir senda sérstök Valentínusarkort aðrir senda konfekt eða aðrar fallegar gjafir. Siður þessi hefur aðallega verið í enskumælandi löndum en virðist vera að breiðast út til annarra landa, m.a. til íslands. Dagurinn er helgaður kaþólska dýrlingnum og píslarvættinum Valentínusi sem dó píslarvættisdauða í Róm á 3. öld. Undanfarna daga og jafnvel vikur hafa bresk og bandarísk blöð auglýst Valentínusardaginh, verslanir hafa skreytt glugga sína af þessu tilefni og blómasaiar búa sig undir mikla rósasölu. Ástarkortin fylla nú hillur bókabúðanna. Margir vilja meina að kaupmenn séu famir aö notfæra sér þennan dag og auglýsi orðið stíft. Þá má ekki gleyma að póstþjónustan þénar stórfé á ástarkortunum. Bleikar verslanir Bandarikjamenn hafa haldið sérstaklega mikið upp á þennan dag og flestar verslanir verða bleikar og rauðar til að undirstrika hvað sé í vændum. Rauð hjörtu era hvar sem litið er og þau skreyta jafnt lok á konfektkössum sem heilu verslunardeildirnar. Valentínusargjafirnar eru þó alltaf að verða stærri og stærri. í fyrstu vora það aðeins kortin en í erlendum tímaritum má nú sjá auglýsingar um heldur dýrari gjafir eins og farsíma handa honum og silkinærföt 'handa henni. En hjartalaga konfektkassar og rauð rós eru þó vinsælustu gjafirnar. Á íslandi hefur ekki verið haldið Nælonsokkar þykja ekki verri gjöf en hvað annað en margar undirfataverslanir auglýsa fyrir Valentínusardaginn. upp á Valentínusardaginn nema í einhverjum örfáum undantekningartilfellum hjá fólki sem hefur búið erlendis og kynnst siðnum þar. Þó mun Bylgjan hafa haldið Valentínusardansleik á Hótel íslandi í gærkvöldi en það er náttúrlega alls ekki rétti dagurinn. Dagur bónorðanna Hér áður fyrr þýddi Valentínusarkort eða gjöf til dömu sama og bónorð en í dag er það varla meira en daður. Enn þá mun það þó algengt að menn biðji sér konu á þessum degi. Það era ýmsar sögur til varðandi Valentínusardaginn enda hefur sá dagur verið helgaður elskendum í einum hluta Englands var það t.d. til siðs fyrr á öldum að skilja gjafir eftir við dyr elskunnar, banka á hurðina og hlaupa í burtu. Valentinusarkortin munu hafa rutt sér til rúms á átjándu öld og var þá oft lögð mikil vinna í að skreyta kortin með fallegum hjörtum. Breska blaðið Cosmopolitan bendir á uppástungur að gjöfum og má þar sjá nælonsokka, farsíma, ávexti, Amaretto líkjör, tannkrem sem gerir brosið enn fallegra og konfekt. Rauðar rósir Svo virðist sem þessi gamli siður sé hægt og sígandi að ryðja sér til rúms á íslandi. Blómasalar hafa fundið fyrir aukningu í sölu á rauðum rósum sl. tvö ár á þessum degi. Þeir hafa þó ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir vegna þess enda er stutt í konudaginn (19. febrúar) en það er áratuga gamail siður á íslandi að gefa konum blóm á þeim degi. Blómasalar, sem flytja inn blóm, finna þó fyrir hversu mjög rósir hækka í verði rétt fyrir Valentínusardag enda er þá eftirspurnin gifurleg. „Undanfarin tvö ár hefur verið aukning í sölu á rauðum rósum þennan dag, þannig að við finnum mun,“ segir Sigurður Moritzson, framkvæmdastjóri Blómamiðstöðvarinnar. Verslunarstjóri Konfektbúðarinnar í Kringlunni segist hafa tekið eftir því I fyrra að aukning varð á konfektsölu í kringum Valentínusardaginn. „Við erum meö hjartalaga kassa en einnig höfum við útbúið sérstakar körfur. Það er ekki spuming að þetta er að færast inn á dagatalið héma.“ Skrifstofustjóri Nóa-Siríusar Bleikur litur og rauður verða allsráðandi á þriðjudaginn en þá halda enskumælandi þjóðir upp á Valentínusardaginn - dag elskenda. Hjörtun slá áreiðanlega hraðar þann dag hjá þeim ástföngnu og margir munu stynja upp bónorðinu. segir að fyrirtækið hafi ekki enn hafið framleiðslu á hjartakonfektkössum í tilefni Valentínusardags en sérstakir kassar með rósum hafa hreyfst í sölu. „Salan hefur ekki aukist eins og gerist í öðrum löndum þannig að blómin virðast hafa verið vinsælli. Við finnum þó merkjanlega breytingu og ég gæti vel trúað að eftir tíu til fimmtán ár verði þetta orðið svipað og í öörum löndum,“ segir Öm Hauksson. Amaretto líkjör er sagður gjöf ástarinnar og er því upplagður sem Valentínusargjöf, a.m.k. stingur breska blaðið Cosmopolitan upp á því. Áhrifagjarnir íslendingar í versluninni Tokyo hefur hinum ýmsu vörum, svo sem hjörtum af öllum gerðum, böngsum og kortum verið stillt í glugga ásamt útlistunum á Valentínusardeginum. Að sögn afgreiðslustúlku þar hefur alltaf verið nokkuð um að fólk á aldrinum tvítugu til þrítugs komi og kaupi slíkar vörur og hún sagði að það væri alltaf að aukast. „Við erum með alls kyns . Valentínusarkort og höfum selt talsvert af þeim á undanfómum árum og ég býst við að það verði meira á þessu ári því áhuginn er alltaf að aukast.“ Þá eru íslenskar undirfataverslanir farnar að auglýsa Valentínusamærfótin. Það er alveg ljóst á þessu að íslendingar eru afar áhrifagjamir og það þari ekki mikið til að þeir taki upp siði annarra þjóða. Búast má við að börn dagsins í dag skrifi Valentínusarkort þegar þau komast á þann aldur að verða ástfangin og finnist það sjálfsagt - þannig breytist tíðarandinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.