Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1995, Blaðsíða 50
58 LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1995 Afmæli Gísli Jónsson Gísli Jónsson, Múla, Vopnaílrði, verður sextugur á morgun. Starfsferill Gísli fæddist á Eskifirði og átti þar heima til sex ára aldurs er hann flutti með foreldrum sínum að Hólmum í Reyðarfirði. Gísli stundaði það nám sem boðið var upp á í farskóla að Hólmum og bæj unum þar í kring og að Eiðum 1951-53. Hann útskrifaðist úr Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1957. Gísli var á þessum árum stýrimað- ur á ýmsum bátum bæði í Vest- mannaeyjum og á Eskifirði. Hann keypti ásamt fleiri 45 tonna bát sem gerður var út frá Vopnafirði og hann var þar skipstjóri. Gísli var kennari við grunnskól- ann á Vopnafirði 1967-75, starfs- maður Ríkismats sjávarafurða 1980-90, og ferskfiskmatsmaður hjá Tanga hf. 1990-94. Gísli hefur komið víða við í félags- málum, m.a. setið í sveitarstjórn, verið formaður Verkalýðsfélags Vopnafjarðar, formaður Alþýðu- bandalags Vopnafjarðar og átti stór- an þátt í endurreisn Ungmennafé- lagsins Einherja og var formaður þessumárabil. Fjölskylda Gíslikvæntist 12.7.1958Ásdísi Ernu Vigfúsdóttur f. 13.5.1937, d. 13.2.1994, húsmóður. Hún vardóttir Vigfúsar Sigurjónssonar verka- manns og k.h., Bjargar Davíðsdótt- ur húsmóður, Sunnuhvoli, Vopna- firði, en þau eru bæði látin. Synir Gísla og Ásdísar eru Jón Kristinn f. 6.2.1963, vél- og renni- smiður í Reykjavík, starfsmaður hjá J. Hinrikson, kvæntur Ingunni Láru Hannesdóttur hárgreiðslumeistara og eiga þau eina dóttur, Hildi Dís, f. 22.2.1988; Heimir Þór f. 31.8.1964, trésmiður, Kjalarnesi, kvæntur Kirsten Nielsen Toft verslunar- stjóra og eru börn þeirra Sandra Erna, f. 1.8.1984, Elitsh Freyr, f. 21.10.1986, ogTrausti Adrian, f. 25.3. 1990; Trausti f. 21.4.1966, sjómaöur, Vopnafirði, látinn; Gísli Amar, f. 8.8.1968, fiskeldisfræðingur á Eski- firði, háseti á Sæljóni SU-104, kvæntur Árnýju Birnu Vatnsdal póstafgreiðslumanni; Vigfús Vopni f. 9.2.1974, nemi í húsasmíði í Reykjavík, en unnusta hans er Sæ- rún Sævarsdóttir, starfsmaður í bakaríi. Systkini Gísla voru alls ellefu tals- ins og eru átta þeirra á lífi; Ragn- hildur f. 25.12.1929, húsmóðir í Hafnarfirði; Guðjón Einar f. 20.4. 1931, fv. kennari, Hafnarfirði; Jón Snædal f. 13.6.1933, húsasmiður á Eskifiröi; Guöni Þór f. 7.11.1936, húsgagnasmiður, starfsmaður rækjuvinnslu, Eskiflrði; Kristín Selmaf. 11.1.1938, húsmóðir í Vog- um á Vatnsleysuströnd; Auðbergur f. 16.3.1943, læknir, Eskifirði; Þor- valdur f. 4.6.1944, verkstjóri hjá Reyðarfjarðarhreppi; Helga Ósk f. 14.4.1949, húsmóðir, Reyðarfirði. Foreldrar Gísla voru Jón Kristinn Guðjónsson, f. 5.6.1906, frá Kolmúla í Fáskrúðsfirði, bóndi Hólmum í Reyðarfirði, og k.h., Þóra Guðný Jónsdóttir Snædal, f. 5.10.1910, frá Brautarholti, Vopnafirði, húsmóðir. Gisli Jónsson. Ætt Jón var sonur Guðjóns Jónssonar, verkamanns á Eskifirði, og Kristín- ar Jónsdóttur húsmóður. Þóra var dóttir Jóns Halldórssonar Snædal frá Fagradal í Vopnafirði og k.h.. Ragnhildar Rannveigar Einarsdótt- ur Snædal húsmóður sem ættuð var úr Suðursveit. Gísli verður að heiman á afmælis- daginn. Til hamingju með afmælið 11. febrúar 80 ára Gerður Sigurðardóttir, Sigtúni, Hólahreppi. Sigríður Kristjánsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 75ára Jóhann Guðmundsson, Kolholtshelli, Villingaholtshreppi. Haita Einarsdóttir, Eikjuvogi24. Hörður Björnsson, bygginga- tæknifræðing- ur, Skólatröö2, Kópavogi. Kona hanser Þórhalla Kristjánsdótt- ir. Þau eru að heiman. 70 ára Halidór Sigurðsson, Valþjófsstööum 3, Öxarfjarðar- hreppi. Jóhanna Gísiína Vigfúsdóttir, Sólvangi, Árskógshreppi. Ragnar Þorieifsson, Hraunbæ I2a, Reykjavík. 60ára Stefán Jóhannsson, Eystri-Norðurgarði, Vestmanna- eyjum. Rannveig Gunnarsdóttir, Hjálmholti 1, Reykjavík. Óskar Benedikt Benediktsson, Kjalarlandi 6, Reykjavík. Tómas Grétar Ólason, Borgarholts- braut 73, Kópa- vogi. Kona hans er Guðlaug Gísla- dóttir. Þau hjómntakaá mótigestumi dag, laugardag, í Félagsheimili Kópavogs kl. 16-19. Gréta Björg Árelíusdóttir, Húnabraut 8, Blönduósi. 50ára_____________________ Ásta Ágústsdóttir, Sólheimum, Grímsneshreppi. Ámi Traustason, Árholti9,ísafiröi. Gréta Ingólfsdóttir, Ásgarði7, Keflavík. Bragi Ólafsson, Fjarðarási 20, Reykjavik. Ólafur G. Gústafsson, Hvassaleiti 135, Reykjavík. 40ára Margrét M. Steingrímsdóttir, Kirkjuvegi 11, Ólafsfirði. Þóra Soffía Bjarnadóttir, Feijubakka 12, Reykjavík. Sjöfn B. Eysteinsdóttir, Faxabraut 69, Keflavík. Margrét Ingibjörg Jónsdóttir, Öldugötu 48, Hafnarfirði. Friðgeir Vilhjálmsson, Heiöarlundi 2g, Akureyri. Áskrifendur DV fá 10% aukaafslátt af smáauglýsingum ^ wwwv AUGLYSINGAR Þverholti 11 -105 Reyhjavík Sími 563 2700 - Bréfasími 563 2727 Græni síminn: 99-6272 (fyrir landsbyggðina) OPIÐ: Virka daga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 Sunnudaga kl. 16-22 Athugiðl Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum. Sigriður Sigurðardóttir Sigríður Sigurðardóttir kennari, Káratanga undir Vestur-Eyjafjöll- um, verður fimmtug á þriðjudaginn kemur. Starfsferill Sigríður fæddist í Steinmóðarbæ undir Vestur-Eyjafjöllum og ólst þar upp. Hún stundaði barnaskólanám í Vestur-Eyjafjallahreppi og nám við Tónlistarskóla Rangæinga, lauk landsprófi frá Miðskólanum á Sel- fossi og stundaði jafnframt nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, lauk kennaraprófi frá KÍ1966 og tón- menntaprófi 1969 og stundaði fram- haldsnám viö Deutschland Stadtlic- he Hochschule fúr Musik und Thea- tre im Hannover. Sigríður var skólastjóri Tónlistar- skóla Rangæinga 1973-87 og hefur verið kennari við Dalbrautarskóla frá 1987. Fjölskylda Sigríður giftist 21.9.1968 Friöriki Guðna Þórleifssyni, f. 5.6.1944, d. 31.7.1992, kennara og rithöfundi. Hann var sonur Þórleifs Bjarnason- ar, námsstjóra á Vesturlandi, og Sig- ríðar Hjartar húsmæðrakennara. Þau voru fyrst búsett á ísafirði og síðan á Akranesi. Dóttir Sigríðar og Friðriks Guðna er Hjálmfríöur Þöll Friðriksdóttir, f. 17.1.1969, tónlistarnemi en unn- usti hennar er Aðalsteinn Bjarn- þórsson, f. 3.12.1964, rafvirki. Systkini Sigríðar eru Sigurður, f. 1930, strætisvagnabilstjóri í Kópa- vogi; Einar, f. 1931, verkamaður í Reykjavík; Ingjaldur, f. 1932, tré- smiður í Reykjavík; María Lilja, f. 1933, b. í Rangárvallasýslu; Hjalti, f. 1934, lögregluþjónn í Keflavík. Foreldrar Sigríðar voru Sigurður Sigurðsson, f. 1895, d. 1981, bóndi í Sigríður Sigurðardóttir. Steinmóðarbæ undir Eyjafjöllum, og k.h., Sigríöur Helga Einarsdóttir, f. 1900, d. 1985, húsmóðir. Sigríður tekur á móti gestum í Hamraborg 1, Kópavogi, laugardag- innll.2.frákl. 20.00. Erwin Pétur Koeppen Erwin Pétur Koeppen, hljómhstar- maður og tungumálakennari, Þing- hólsbraut 56, Kópavogi, verður sjö- tugur á morgun. Starfsferill Erwin fæddist í Berlin og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi og stundaði nám við tónlistarháskóla í Hamborg. Síðar stundaði hann nám við heimspekideild HÍ, lauk þaðan cand. mag.-prófi 1976 og varði dokt- orsritgerð í bókmenntum 1978 um breskar og bandarískar bókmenntir með sérstakri áherslu á verk Shake- speares og ljóö Audens. Erwin starfaði sem kontrabassa- leikari með Sinfóníuhljómsveit ís- lands frá stofnun hennar. Auk þess lék hann með ýmsum þekktum danshijómsveitum og stundaði tón- listarkennslu. Þá hefur hann einnig fengist talsvert við þýðingar. Að námi loknu hefur hann verið dósent viðHÍ. Um þessar mundir kemur út bók eftir Erwin sem hefur að geyma skondriar frásagnir frá hljómlist- arárum hans. Fjölskylda Erwin kvæntist 10.3.1951 Eriku Björnsson Koeppen, f. 30.3.1921, tungumálakennara. Hún er dóttir Rudolfs Kolakowski og Marie Kola- kowski en þau eru bæði látin. Dóttir Erwins og Eriku er Dagmar Gabriela Koeppen, f. 8.1.1952, tungumálakennari, leiðsögumaður og túlkur, en maður hennar er Brynjar Bjarnason rafverktaki og eiga þau þijú böm, Erwin Harald, Stefán Ingimar og Eriku Angelu. Foreldrar Erwins voru Rudolf Ehrig og Frieda Ehrig Koeppen en þau eru bæði látin. Erwin Pétur Koeppen. Erwin Pétur verður fjarverandi á afmælisdaginn en heillaóskum er veitt móttaka að Þinghólsbraut 56 í síma 642385. Jóhanna Þóra Jónsdóttir Jóhanna Þóra Jónsdóttir verka- kona, Aðalstræti 32, Akureyri, verður níutíu og fimm ára á morg- un. Starfsferill Jóhanna fæddist að Illugastöðum í Fujóskadal og ólst þar upp til sex- tán ára aldurs við öll almenn sveitastörf þess tíma. Hún hefur síðan lengst af verið verkakona á Akureyri. Fjölskylda Sonur Jóhönnu er Birgir Hólm Helgason, f. 22.7.1934, kennari við Bamaskóla Akureyrar. Hann var kvæntur Olufine Thorsen, f. 1934, og eru börn þeirra Konráð Jón, f. 1958, Jóhanna Kristín, f. 1962, og Guðbjörg Margrét, f. 1968. Sambýl- iskona Birgis er Fanney Ármanns- dóttir, f. 1941, og er dóttir þeirra Ásdís Inga, f. 1980. Hálfsystir Jóhönnu, samfeðra, er Margrét Jónsdóttir, f. 1916. Foreldrar Jóhönnu voru Jón Kristjánsson, f. 17.12.1877, d. 1963, bóndi og verkamaður á Illugastöð- um, og Indíana Margrét Indriða- dóttir, f. 1878, d. 1902. Jóhanna Þóra Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.