Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1995, Side 11
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995
11
Merming
Berglind Sigurðardóttir sýnir í Galleríi Greip:
Augnabliksmyndir
Berglind Sigurðardóttir lauk námi
frá Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands áriö 1990 en hefur þegar haldið
tvær einkasýningar og þessa þá
þriðju. Sýningin lætur ekki mikið
yfir sér enda er plássið ekki mikið í
Greip en smáar myndir Berglindar
eru vel ígrundaðar og ná að njóta sín
saman.
Flestar myndirnar eru úr einni
röð, unnar með olíupastel á svartan
pappír. Þettar eru í raun frekar
teikningar en nokkuð annað, ristar
Myndlist
Jón Proppé
með oddi ofan í þykkan pastellitinn.
Teikningin er fínleg útlína og við-
fangsefnið er alltaf það sama: nakin
kona. Þótt naktar konur séu alls ekki
óalgengt viðfangsefni í myndlist og
listrýnar því alvanir að virða þær
fyrir sér í ólíklegustu stellingum er
ekki laust við að maður fari dálítið
hjá sér þegar maður skoðar konur
Berghndar. Konumar í myndunum
eru ekki að sitja fyrir - hafa ekki
stillt sér upp fyrir listamanninn og
áhorfandann - heldur bera það
glögglega með sé að þær eru einar.
Þetta eru einkamyndir þeirra,
augnablik úr einkalífi þeirra sem
áhorfandinn á engan rétt á. Einmitt
af þessum sökum verða myndirnar
spennandi og munúðarfullar en það
er ekki laust við að manni finnist
maður vera dálítillpervert fyrir vik-
ið. Berghndi tekst hér að gera
skemmtilega sýningu með einfóldum
og hógværum myndum og það væri
gaman að sjá hana glíma viö stærri
verkefni.
stofnaö 1971
yminty
Þrjár myndanna á sýningunni.
Rýmingarsala
Verslunin flytur úr Kringlunni
15-30% afsláttur af öllum vörum
dagana 16.-18. febrúar
Antikmunir
Kringlunni, 3. hæð, sími 887877
ATH. Rýmingarsalan er eingöngu í Kringlunni
Þrjár konur
Listaklúbbur Leikhúskjallarans stendur vikulega fyrir margs konar
uppákomum og hefur starfsemin mælst vel fyrir. Af því sem þar hefur
verið á boðstólum undanfarin mánudagskvöld má nefna söng og hljóð-
færaleik af ýmsu tagi, upplestur, lifandi umræður um ýmis málefni tengd
hstum, ljóðalestur og leikhst.
Það var troðfullt hús í Þjóðleikhúskjallaranum, þegar þrír einþáttungar
eftir Ingibjörgu Hjartardóttur voru frumfluttir þar á dögunum og búið
er að endurfíytja þá einu sinni síðan.
Ingibjörg byggir þættina á viðtölum sínum við þrjár ólíkar konur sem
segja sögu sína og velta fyrir sér lífi sínu og tilfinningum. Þessi bakgrunn-
ur viröist þó fyrst og fremst notaður sem frumhugmynd því að úrvinnsl-
an er persónuleg og viðhorf höfundar skapa ákveðna tengingu á milh
Leilist
Auður Eyda!
þáttanna. Að minnsta kosti eiga söguhetjurnar þrjár æöi margt sameigin-
legt í því hvemig þær bregöast viö ágjöfum í lífinu, þó að þær dynji yfir
viö mjög óhkar aðstæður.
Saga þessara þriggja kvenna kemur í reynd inn á sögu sex kvenna, því
að aftur og aftur beinist tal þeirra að mæðrum sínum. Fyrsti einleiksþátt-
urinn bar nafnið Saga dóttur minnar og mér fannst sá þáttur best skrifað-
ur. Efniviðurinn varð trúverðugur og gaf þegar upp var staðið nokkuð
góða augnabhksmynd af viðhorfi dótturinnar til móður sinnar og sam-
bandi þeirra frá sjónarhóh dótturinnar séð.
Hinir þættimir, Bóndinn og Slaghörpuleikarinn, vora meiri lifsreynslu-
sögur. Þær konur sem þar tala reyna að botna í því hvers vegna örlögin
hafa leikið þær svo grátt og verður fátt um svör. Sögumar era átakanleg-
ar en þrátt fyrir það reyna konurnar eins og konum er tamt að taka á
sig byrðarnar, herða sig upp og bera sig mannalega. En það vantar samt
einhvern æðaslátt til þess að þær nái alveg til manns.
Leiklesturinn var sviðsettur undir stjóm Sigríðar Margrétar Guð-
mundsdóttur leikstjóra og var öhu smekklega fyrir komið. Leikkonumar
Guðlaug María Bjamadóttir, Guðbjörg Thoroddsen og Ingrid Jónsdóttir
fluttu hver sinn einleiksþátt og gerðu það ágætlega, einkum fannst mér
Guðlaug María ná að kveikja líf í textanum í fyrsta þættinum.
Sviðsettur leiklestur i Listaklúbbi Leikhúskjallarans:
Þrir einleiksþættir: Saga dóttur minnar, Bóndinn og Slaghörpuleikarinn
Höfundur: Ingibjörg Hjartardóttlr
Lelkstjóri: Sigrfður Margrét Guðmundsdóttir
SUZUKI SWIFT
Verulega góður kostur
Suzuki Swift er bíll, sem hefur reynst einstaklega vel við íslenskar aðstæður, eins og mikill fjöldi
ánægðra eigenda getur vitnað um.
Rekstrarkostnaður er sérstaklega lágur vegna lítillar bilanatíðni og sparneytni er í algjörum
sérflokki, frá 4.0 lítrum á hundraðið. Endursöluverð á Suzuki Swift er einnig óvenju hátt.
Nú getum við boðið Suzuki Swift á ákaflega hagstæðu verði:
Verð: Suzuki Swift, beinskiptur, frá kr. 939.000
Sjálfskiptur frá kl*. 1.029.000
$ SUZUKI
■WM
SUZUKIBÍLAR HF
SKEIFAN 17, SÍMI 568 5100