Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Page 10
10
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995
|J| FORVAL
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir verktökum
til að taka þátt í forvali vegna lokaðs útboðs á byggingu leikskóla
að Laufrima 9 ásamt ióð.
Helstu magntölur:
Flatarmál húss: 640 mz
Rúmmál húss: 2.205 m3
Flatarmál lóðar: 2.854 m2
Forvalsgögn liggja frammi á skrifstofu vorri.
Lysthafendur skili forvalsgögnum til Innkaupastofnunar Reykja-
víkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, í síðasta lagi miðvikudaginn 22. febrú-
ar 1995, fyrir kl. 16.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjnvegi 3 - Sími 2 58 00
Aðalfundur
verður haldinn laugardaginn 25. febrúar 1995, kl.
13.30, að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð.
1. Kl. 13.00 hefst fundur með rietagerðarmönnum
þar sem reikningar Nótar verða afgreiddir.
2. Aðalfundur Félags járniðnaðarmanna hefst kl.
13.30.
Dagskrá
Venjuleg aðalfundarstörf
Breytingar á reglugerðum sjóða
Samningarnir
Ath. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstof-
unni milli kl. 15.00 og 18.00 fimmtudaginn 23. og
föstudaginn 24. febrúar nk.
Kaffiveitingar
Mætið stundvíslega.
Stjórnin
í
Sparidagar á
Hótel Örk
Holl hreyfing og
útivera,
skemmtun, glens
og gaman alla
daga.
Ókeypis aukanótt
Sparidagarnir lengjast um einn dag ykkur að kostnaðarlausu
og hefjast nú með kynningarfundi og kvöldverði á sunnu-
dagskvöld svo að dagskráin geti byrjað af fullum krafti strax
á mánudagsmorgun.
1
Sparidagar verða:
5., 12., 19. og
26. mars, 2. apríl
Verð kr. 15.800
fyrir manninn í 5 daga í tvíbýli.
Aukagjald fyrir einbýli kr. 1.500
á nótt.
Innifalið:
Gisting, morg-
unverður af
hlaðborði, þrí-
réttaður kvöld-
verður og eld-
fjörugt félagslíf
undir stjórn
Sigurðar Guð-
mundssonar alla
daga og kvöld.
Atthagafélög í Reykjavík athugió!
Nú er vinsœlt að hitta gamla vini og kunningja á sparidög-
um á Hótel Örk.
Kynnið ykkur hvenatr sveitungarykkar verða á sparidögum
og bókið sömu daga.
$3 HÓTEL ÖRK
HVERAGERÐI, sími 98-34700. Fax 98-34775
'i'"
C^lli
aiiv
rrra
9 9 • 1 7 ♦ 0 0
Verð aöeins 39,90 mín.
Læknavaktin
21 Apótek
.3.1 Gengi
Mertrimg
DV
Brahms
með bravúr
Gamli Jóh. Brahms var ekki allra meðan hann lifði
og sama má eiginlega segja um tónlist hans. Virðing
hans fyrir Beethoven var jafn takmarkalaus og þörfin
fyrir tónlistarlegt sjálfstæði. Sífelldur samanburður-
inn við Beethoven varð Brahms til trafala, tafði hann
við tónsmíðar og olli honum stöðugu hugarangri. Fyr-
ir vikiö eru margar tónsmíðar hans ofunnar og óþægi-
lega meðvitaðar um tónlistarsögulega „þýðingu" sína.
Því þarf oft miklar eldsáhr til að fá það besta út úr
þeim.
Eldsál af þessu tæi er bresk-bandaríski píanóleikar-
inn Stephen Kovacevich sem spilað hefur píanókon-
serta Brahms inn á diska með meiri bravúr en flestir
aðrir. Kovacevich er sjálfur „ekki allra“ og þekkir
þann sálarháska sem Brahms horfðist í augu við.
Tónlist
Aðalsteinn Ingólfsson
Hann hét nefnilega einu sinni Bishop og kom ungur
til Englands með snillingsstimpil á bakinu, varð síðan
mjög efins um eigin „ídentítet" og listgáfur og dró sig
nánast í hlé. Eftir langt og erfitt tímabil „fann“ lista-
maðurinn loks sjálfan sig, þá kominn hátt á fimmtugs-
aldur, tók upp gamalt fjölskyldunafn og píanóleik, síð-
ar einnig hljómsveitarstjórn.
Nýr þroski
Mótbyr og efasemdir virðast hafa þroskað
Kovacevich til muna sem píanóleikara, að minnsta
kosti hafa upptökur hans á Beethoven og Brahms feng-
ið nær einróma lof gagnrýnenda, bæði fyrir tilfmn-
ingalega dýpt og tækni. Er skemmst að minnast að
túlkun Kovacevich á fyrsta píanókonsert Brahms var
valin geisladiskur ársins 1993 af Biblíu tónlistaráhuga-
manna, Grammophone. Ekki er síður merkilegt aö
upptaka hans á öðrum píanókonsert Brahms, sem
hingað til hefur verið talinn lakara verk, hefiir fengið
menn til að endurskoða afstöðu sína.
Undirritaöur hefur varið með báðar þessar plötur
undir geislanum í nokkurn tíma, svo og eldri upptök-
ur með Emil Gilels sem hingað til hefur verið tahnn
leika fyrsta píanókonsertinn betur en nokkur annar.
Satt best að segja skagar Kovacevich hátt upp í Gilels
í mótun tónhendinga, i hraðatúlkununum og áður-
Stephen Kovacevich.
nefndri tilfinningalegri dýpt, auk þess sem hann fær
stuðning af frábærum hljómsveitarstjóra og upptöku-
tækninni. Sérstakur bónus á báðum þessum geisla-
plötum er nokkur sönglög Brahms með Ann Murray.
Þeir sem til þessa hafa gert lítiö úr Brahms ættu að
leggja eyrun við þessum tveimur geisladiskum.
Brahms - Píanókonsert nr. 1
Stephen Kovacevich/Ann Murray
Lundúnafílharmónian & Wolfgang Sawallisch
EMI Classics 0777 7 54578 27
Umboð á islandi: Skifan
Brahms - Píanókonsert nr. 2
Fimm söngljóó
Stephen Kovacevich/Ann Murray
Lundúnafilharmónian & Wolfgang Sawallisch
EMI 7243 5 55218
Umboö á íslandi: Skifan
Antonio Carios Jobim
-1927-1994
Brasilíski lagasmiðurinn og píanóleikarinn Antonio
Carlos Jobim lést 8. des. síðastliðinn, 67 ára að aldri.
Banamein hans var hjartaáfall eftir skurðaðgerö. Job-
im samdi meira en 400 lög sem mörg hver eru orðin
sígild. Hann var einn af frumkvöðlum hinnar svo-
nefndu bossanova-tónlistar sem flæddi um heim allan
í upphafi sjöunda áratugarins og hefur alla tíð síðan
verið afskaplega vinsæl meðal flytjenda af öllu tagi,
ekki síst meðal djassleikara.
Jobim fæddist í Rio de Janeiro og ólst upp í strand-
bænum Ipanema, sem síðar varð kveikjan að einu af
hans frægustu lögum, „A Garota de Ipanema" (Stúlkan
frá Ipanema). Á uppvaxtarárum Toms, eins og hann
var kallaður af löndum sínum, var náttúrufegurð
bæjarins, eða úthverfisins, viðbrugðið, fuglalíf fjöl-
skrúöugt og höfrungar stungu sér í öldunum innan
um börn á sundi og auövitað var fótbolti í hávegum
hafður. Fjórtán ára gamall hóf Tom píanónám hjá
þýskum kennara sem var lærisveinn Schönbergs og
átti sá eftir að koma upp fríðum flokki framúrstefnup-
íanista í Brasilíu. Það var þó ekki fyrr en Jobim kynnt-
ist tónlist tónskáldsins Heitor Villa-Lobos að tónlist-
aráhuginn varð að sannri ástríðu og hann ákvað að
helga líf sitt tónhst. Hann nam hljómfræði og teóríu
en hafði meiri áhuga á alþýðutónlistinni í landinu en
tólftónafræðum. Um 1950 var hann farinn að leika á
píanó í næturklúbbum og starfaði einnig við að tón-
setja tónlist höfunda sem ekki gátu skrifaö nótur. Upp
úr því fékk hann vinnu sem listráðunautur hjá EMI-
útgáfufyrirtækinu og ásamt æskufélaga sínum, pían-
istanum N. Mendonca, samdi hann fyrstu lögin sem
síðar áttu eftir að afla honum heimsfrægðar. Frá þess-
um tíma eru lögin „Desafinado" og „Samba de Uma
Nota So“; einnar nótu samban.
Grunnurinn aö bossanova-tónlistinni er samt ekki
lagður fyrr en Jobim fer að vinna með ljóöskáldinu
og leikritahöfundinum Vinícus de Moraes að leikritinu
um hinn blakka Orfeius. „Orfeio Negro" var síðar
kvikmynduð (1956) og óskarsverðlaun fylgdu í kjölfar-
ið. Gítarleikarinn Luis Bonfá átti einnig lög í Orfeiusi
og ásamt Joao Gilberto, öðrum gítarleikara með ein-
stæða söngrödd, urðu þessir íjórir eins konar samnefn-
arar fyrir hina nýju tóniist. Fjölmargir aðrir lagasmið-
ir og flytjendur komu þó einnig við sögu.
„Lækkaðar fimmundir og stækkaðar níundir eru
ekki einkaeign djassspilara", sagði Jobim, „Bach not-
aði þær líka“. Ekkert er svo sem splunkunýtt en sér-
kennilegar og stundum flóknar hljómsetningar þeirra
bossanova-manna ásamt útpældum synkópum voru
Djass
Ingvi Þór Kormáksson
kannski þau atriði sem heilluðu bandaríska djassleik-
ara eins og Stan Getz og Paul Winter og fleiri sem
komu í heimsókn suður eftir. Djass-samba varð til sem
annað nafn á bossanova og þessi músík barst um allt.
Ekki skal fjölyrt meira hér um bossanova-músík en
þess getið að Antonio Carlos Jobim hélt áfram að semja
dásamleg lög alla ævi. Ein af hans bestu hljóðritunum
er talin vera platan „Urubu" frá 1976. Á henni blandar
hann saman alls kyns áhrifum frá MPB (musica popul-
ar brasileira), bossanova, þjóðlegri músík og klass-
ískri. Önnur athyghsverð plata sem vert er að minn-
ast á er „Passarim" sem er frá árinu 1987. Þar kemur
músíkölsk ljölskylda Toms mjög við sögu með laga-
smiðinn og hugsanlegan fóðurbetrung, Paulo Jobim,
í fararbroddi. - Alls staðar hljóma lög Jobims; í tón-
leikasölum, á dansleikjum, í útvarpi, lyftum og stór-
mörkuðum og guð veit hvar. Án efa er hann í flokki
með albestu lagasmiðum aldarinnar. Töfrar tónlistar
hans munu alltaf lifa.