Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1995, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995
13
Fréttir
Hörpuskels-
vertíð að Ijúka
Amlieiður Ólafedóttir, DV, Stykkishólmi;
Hörpuskelsvertíöinni í Breiöafirði
fer senn að ljúka. Veiðarnar byrja í
upphafi kvótaárs 1. september og
standa fram í febrúar og eru í mjög
föstum skorðum ár eftir ár.
Skelbátamir níu í Stykkishólmi
róa flmm daga í viku - frá sunnudegi
til fimmtudags - og landa fyrirfram
ákveðnum afla á hverjum degi.
Hörpuskelskvótinn í Breiðafirði er
líka svipaður frá ári til árs og er nú
Hörpuskelin hreinsuð um borð.
DV-myndir Arnheiður
Norðurland vestra:
Skólameistar*
inn leiðir
A-listann
Öm Þórarinsson, DV, Fljótum;
Listi Alþýðuflokksins í Norður-
landskjördæmi vestra í komandi al-
þingiskosningum hefur verið birtur
og skipa eftirtaldir listann.
1. Jón Hjartarson skólameistari,
Sauðárkróld. 2. Ólöf Kristjánsdóttir
bæjarfulltrúi, Siglufirði. 3. Steindór
Haraldsson markaðsstjóri, Skaga-
strönd. 4. Sólveig Zóphóníasdóttir
leiðbeinandi, Blönduósi. 5. Friðrik
Friðriksson skipstjóri, Hvamms-
tanga. 6. Gunnar Bjömsson verk-
stjóri, Hofsósi. 7. Soffía Amarsdóttir
afgreiðslumaður, Siglufirði. 8. Ragna
Jóhannsdóttir sjúkraliði, Sauöár-
króki. 9. Kristján Möller, forseti bæj-
arstjórnar, Siglufirði, og 10. Jón
Karlsson, formaður Verkalýðsfélags-
ins Fram, Sauðárkróki.
Jón Sæmundur Siguijónsson skip-
aði efsta sæti listans við tvennar síð-
ustu kosningar. Sat á þingi 1986-1990
en náöi ekki kjöri 1990.
Vatnsskortur
á Flateyri
aguijón J. Sgurösson, DV, Flateyri;
Mikill vatnsskortur er á Flateyri
nú, svo mikill að til vandræða horfir
að sögn Kristjáns Jóhannessonar
. sveitarstjóra. Farið verður í að bora
eftir vatni og vonast er til að þá fáist
lausn á vandanum.
„Ástæðan fyrir því að við emm að
fara út í þessa bomn er sú aö skel-
vinnslan þarf svo mikið vatn aö
vatnsveitan hefur ekki undan. Vegna
frosta og þurrka hefur vatnið í lind-
inni minnkað mikið, er aðeins um
30% af því sem venjulegt er, og því
getur skelfiskvinnslan ekki farið í
gang með eðlilegum afköstum,“ sagði
Kristján.
8500 tonn. Það er svipuð tala og verið
hefur síðustu árin.
Skelbáturinn Ársæll SH 88 úr
Stykkishólmi fór í síðasta túr sinn á
vertíðinni í síðustu viku og frétta-
maður DV var með i ferðinni. Hörpu-
skelin er veidd í svokallaða skel-
plóga. Sandur og skeljabrot em
hreinsuð frá um borð, vöðvinn og
stundum hrognin tekin úr og fryst í
landi og enda svo á diskum sælkera
vestan hafs og austan.
Góður afli hjá Arsæli.