Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 Spumingin Finnst þér kennarar of kröfuharðir í kjaramáium? Þór Gunnars Daníelsson bílstjóri; Nei, það finnst mér ekki. Heiðrún Sveinbjörnsdóttir bóndi; Já, ég myndi segja það en þeir þurfa samt einhverja kauphækkun. Kristófer Þorleifsson læknir; Nei, það held ég ekki. Anna Kristín Jeppesen nemi: Nei, það held ég ekki. Berglind Guðmundsdóttir nemi: Nei, mér finnst sanngjamt að þeir fái það sem þeir fara fram á. Sveinhildur Torfadóttir nemi: Nei, ég styð þá fullkomlega. Lesendur Stasi-skjölin og uppgjörið Konráð Friðfinnsson skrifar: Þegar múrinn í Berlín hrundi hinn 9. nóv. 1989 og Austur-Þýskaland opnaðist opnuðust einnig skjalasöfn er höíðu að geyma upplýsingar um einstaklinga sem tengdust málefnum þessa hiuta landsins. Það sem vekur athygli þama er hve víðfeðm starf- semi leyniþjónustanna í austantjald- slöndunum hefur veriö. Austur- þýska leyniþjónustan hefur t.d. hald- ið ítarlega skrá um sérhvern útlend- an aöila er dvaldist um lengri eða skemmri tíma í landinu. Á sjötta og sjöunda áratugnum voru íslenskir námsmenn sendir í læri í austur-þýskum háskólum. í sjónvarpsþætti á dögunum kom fram að „snuðrarar" frá leyniþjónustu Austur-Þýskalands, Stasi, hafi reynt að fá hina íslensku námsmenn á sitt band. Einnig sést að þeim hefur ekki tekist það ætlunarverk sitt nema í einu tilfelli. Það sem eflaust hefur vakað fyrir þarlendum var að „lærl- ingamir" myndu síðar undirbúa jarðveginn heima hjá sér. íslenskur stjómmálaflokkur hefur legið undir ámæh vegna málsins. Hann hefur verið krafinn um „upp- gjör“ á fortíðinni. Fyrir þær sakir hafa komið fram gögn um flokkinn og ákveöna fylgismenn hans. Ég vil minna á annað mál sem kom hér upp fyrir u.þ.b. 2 árum er ákæra var lögð fram á hendur manni af erlendum upprana er hér bjó (nú látinn). Sú ákæra byggðist einmitt á gögnum frá leyniþjónustu í Eist- landi. Ákærandinn í því máh var Wiesenthal-stofnunin í ísrael. Þegar ákæran var hins vegar birt risu menn upp með hægri pressuna í landinu í broddi fylkingar og hróp- uðu: „Pappíramir em einskis virði - gyðingaofsóknir og kommalygi til þess að sverta æra mannsins". í dag hins vegar eru Stasi-skjölin allt í einu orðin að „hehögum og óvéfengjanlegum sannleika" sem óhætt sé aö byggja á máhlutning. Þetta segja menn þótt vitað sé að skjölin séu í raun sprottin af sama meiði. - Sami grautur, reyndar úr annarri skál. Svona tal er að minu viti tvískinnungur og htið annaö. Allt tal manna um landráð og traustsyfirlýsingu á skjölunum að austan hæfir ekki umræðunni. - Vilji menn vera sanngjarnir hljóta þeir að viðurkenna þetta. ,***•*# [*»««*( fíífí*. Aðsetur Stasi-leyniþjónustunnar í Austur-Berlin. Félagshyggjan í verki? Hallur skrifar: Fyrir síðustu jól, þegar búðir voru opnar lengi fram eftir, var fólki gert að greiöa bílastæðagjöld í miðborg- inni til kl. 23 að kvöldi í staðinn fyrir th kl. 17 eins og venjulega. Þetta mun hvergi hafa veriö auglýst eftir því sem ég best man. Þessi ónærgætni og smámunasemi kom þó illa við fólk sem vildi eða þurfti að versla í miö- borginni. Nú er hins vegar búið að tilkynna að flest eða öll stæðisgjöld í miðborg- inni verði hækkuð og er borið við hagræðingu og spamaöi á vegum borgarinnar. Fólk sé ekki of gott tíl að leggja bhum sínum utan miðborg- arinnar og ganga niður í bæ. Það sem mælir fyrst og fremst gegn þessari ákvörðun er að flestar ríkis- og borgarstofnanir, sem almenning- ur þarf að skipta við, era í miðborg- inni og borgaryflrvöld hafa að réttu lagi lagt mikla áherslu á að „halda lífi í miöbænum". - Þama er verið að skerða mikhvæga þjónustu við borgarbúa og er þetta tilræði við „líf- ið í miðbænum". Kostnaður við bílastæðahiis hlýtur að afskrifast á mörgum árum og skuld bhastæðasjóðs (borgarsjóðs) við borgarsjóð er nánast bókhalds- atriði en verður ekki lækkuð svo nokkru nemi með þessari álappalegu skerðingu á þjónustu við almenning. Hvar eru nú Miðbæjarsamtökin, Neyténdasamtökin, FÍB og öh þau ágætu félög önnur sem hafa á stefnu- skrá sinni aö gæta hagsmuna neyt- enda? - Á skal að ósi stemma. Ef borgaryfirvöld komast upp með þessa þjónustuskerðingu koma vís- ast aðrar, meiri og þyngri í kjölfarið. Ökulag íslendinga Helgi skrifar: Sjaldan verður augljósara að hinn dæmigerði íslendingur er í raun hálf- gerður vihimaöur en þegar hann er kominn undir bílstýri. - Hérlendir ökumenn virðast hta svo á aö um- ferðarlögin séu í hæsta lagi ætluð th viðmiðunar. Það dettur th dæmis engum í hug að nema staðar á gatnamótum, þar Hríngið í síma 563 2700 milli kl. 14 og 16 -eða skrífið WMMþjónusta 991500 Villimenn á vegum úti? - Virðast lita svo á að umferðarlögin séu í hæsta lagi ætluð til viðmiðunar, segir bréf- ritari m.a. sem logar gult ljós. íslenskir öku- menn skhja gula ljósið sem hvatn- ingu til sín að herða nú ferðina, hver sem betur getrn-. Fari hins vegar svo iha að landinn neyðist th aö nema staðar á rauðu Ijósi fer hann ekki af stað fyrr en í fulla hnefana. Græna ljósið hefur blasað við lengi vel þegar ökumenn telja sig færa um að halda áfram ferð sinni. Hending er ef fleiri en þremur bílum leyfist, í hverri umferð, að beygja th vinstri þar sem ljós eru á annað borð. Og fleira þessu líkt mætti nefna. Og það er auðvitað af og frá að ökumenn geti verið á réttri akrein þegar þeir ætla að skipta um aksturs- stefnu. Þegar skipta þarf um akrein sér vitanlega enginn neitt athugavert við aö dóla á litlum sem engum hraöa meðan beðið er færis að gera það. í raun réttri ættu ökumenn sem ekki geta skipt um akrein í tíma að sitja sjálfir uppi með óforsjálni sína í stað þess að valda öðrum óþægindum. - Og svona mætti lengi telja. Aht kemur þetta af því að íslend- ingar era upp th hópa óuppaldir vhh- menn í mörgu tihiti, þar sem áratug- um saman hefur af, jafnréttisástæð- um“ engum mátt segja til og enginn hefur þurft að lúta aga, og vhl vænt- anlega ekki héðan af. „Launalækkun“ borgarfulltrúa Þorleifur skrifar: Þegar núverandi borgarstjóri var spurður út í „launalækkun" borgarfuhtrúanna sagðist hún ekki hafa vitað af tilhögun þeirri sem fylgdi, þ.e. að nefhdum og ráðum var fjölgað í staðinn! - Borgarstjóri er þó ekki ókunnug- ur nefhdum og setum í þeim frá fyrri tið. Annað er athyghvert. Formenn nefnda era ahir á tvö- fóldum launum - og formennirn- ir era alhr frá vinstri flokkunum fimm! Ekki datt vinstri mönnum í hug að lækka laun fyrir nefnd- arsetu en þaðan fá þeir sjálfir meirihluta tekna sinna. Sést af þessu að þeir hafa engan áhuga á að lækka sín laun. Það eitt vak- ir fyrir þeim að slá ryki í augu borgarbúa. Engsnhætta álsafirði! Guðný Jónsdóttir skrifar: Manni kemur á óvart hvemig togast er á um það atriöi hvort hætta sé fyrir hendi á skíðasvæöi þeirra ísfirðinga. 1 svissneskrí skýrslu um snjóflóðavamir kem- ur fram að á skíðasvæði þar vestra sé alls ekki hættulaust. Síðan greinir bæjarstjóra eða bæjarstjóm ísfirðinga og sýslu- mann á um túlkun hættuástands- ins. - Þetta er ekki traustvekj- andi. Verða menn ekki einfald- lega að kaha hættusvæði sínu rétta nafni, hvemig sem það kem- ur við heimamenn eða utanað- komandi? Krakkanaíþegn- skylduvinnii Sigurbjörn hringdi: Nú er hvorki færri né fleiri en 60 þúsund krökkum á skólaaldri vísað út á götuna þessa dagana vegna verkfalls kennara. Hvemig væri að senda hluta þessara krakka í þegnskylduvinnu í svo sem 6 th 12 mánuði? Hér er af nógu að taka og þarf ekki þjóðfé- lagið á ódýra vinnuafli að halda? Er okkur íslendingum eitthvaö vandara en öðrum þjóðum? Áskoruntilvinnu- markaðarog ríkisvalds Kristinn Sigurðsson skrifar: Því miður virðast vera til menn á íslandi sem telja verkfóh lausn allra vandamála. í flestum lönd- um Evrópu era verkfoll úrelt baráttuaðferð. Vonandi nær skynsemin yfirhöndinni líka. - Eítt viröist og hafa gleymst hjá aöilum vinnumarkaðarins, en þaö er að stytta starfsaldurs fólks úr 67 áram í 65 ár. í flestum Evr- ópulöndum eru starfslok við 60 ára aldursmarkið og hæst 65 ára. Viö eram á eftir öðrum í þessu réttlætismáli. Hér hefur ríkis- stjómin stórt tromp á hendi og á að spila þvi út. Símadamatil fyrirmyndar Þorgrímur skrifar: í nokkur ár hefur mig langað th aö minnast á starfsmann, sem ég hvorki þekki með nafni né í sjón. - Þetta er konan sem svarar í símann í íslandsbanka i Lækjar- götu. Það er ekki nóg með aö hún hafi skýra og fallega rödd og meö skemmthegan talanda, heldur virðist ávaht liggja svo einstak- lega vel á henni. Þessari konu hlýtur að líka mjög vel í starfmu og vera sérlega lífsglöð. Hún er frábær auglýsing fyrir íslands- banka í Lækjargötu og mættu margir símsvarendur taka hana sér til fyrirmyndar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.