Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 Fréttir Síbrotamaður á ferð og flugi: Tekinn þrívegis á jaf n mörgum dögum - var nýlega dæmdur og er með tvö mál á sig hjá héraðsdómi Tæplega þrítugum manni, sem hef- ur þrívegis veriö handtekinn af lög- reglu undanfarna daga vegna inn- brota og þjófnaðar, hefur í öll skiptin verið sleppt lausum eftir nokkrar klukkustundir í haldi lögreglu og gengur nú laus. Maðurinn var handtekinn á föstu- dagsmorgun fyrir innbrot i fyrirtæki í Austurstræti. Þegar komið var aö honum var hann með þýfi í poka og haföi brotið sér leið inn í húsnæðið. Hann var fluttur á.lögreglustöö en var sleppt eftir yfirheyrslur. Síðdegis á laugardag var maðurinn handtekinn fyrir þjófnað á víni á veitingastað. Hann var íluttur á lög- reglustöð en var sleppt eftir yfir- heyrslu'r. Síðdegis á sunnudag var maðurinn handtekinn í þriðja skipti eftir að hann braust inn í bíl við Laugaveg. Skýrsla var tekin af manninum og honum sleppt í kjölfarið. Maðurinn hefur ítrekað komið við Fjarðarkaup: aðreka bensínstöð Forsvarsmenn stórmarkaðarins Fjarðarkaupa í Hafnarfirði hafa ósk- að eftir leyfi til að starfrækja bensín- afgreiðslu á ióð Fjarðarkaupa við Hólshraun í Hafnarfirði. Erindið var lagt fyrir bæjarráð á fimmtudag og sent til skipulagsnefndar. Sveinn Sigurbergsson, verslunar- stjóri í Fjarðarkaupum, segir að for- svarsmenn verslunarinnar hafi átt í viðræðum við Olís um rekstur bens- ínstöðvar en ekki sé ljóst hvort versl- unin sjálf starfrækir bensínafgreiðsl- una eða hvort stofnaö verður sér- stakt fyrirtæki um reksturinn. „Þetta var í rauninni bara könnun. Lóðin liggur vel viö og við erum með gríðarlega stórt plan þannig aö okk- ur fannst rétt aö kanna málið. Við ætlum að hafa þennan möguleika í handraðanum ef það kemst í tísku að starfrækja bensínstöðvar. Við höfum ekki verið í samningaviöræð- um við Irving Oil. Það stendur allt opiö með Olís og Essó en eftir því sem ég hugsa máliö betur held ég aö það sé ekki fýsilegt fyrir verslunina sem slíka að fara út í þetta,“ segir Sveinn Sigurbergsson, verslunarstjóri í Fjarðarkaupum. Suðumes: Kosið um bæj- arnaf n í þing- kosningunum? Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Við munum sækja um leyfi til yf- irkjörstjórnar á Reykjanesi að fá að kjósa um nafn á sveitarfélagið sam- hiiða þingkosningunum 8. apríl. Ég vona að það fáist. Kjörsókn verður betri og þá þurfa íbúar ekki að kjósa tvisvar á stuttum tíma,“ sagði Jónína Sanders formaður bæjarráðs Kefla- víkur, Njarðvíkur og Hafna. Yfirkjörstjóm Reykjaness mun taka beiðnina til skoðunar á næstu dögum. Samkvæmt heimildum DV verður kosið um nöfnin Reykjanes og Suðurnes. sögu lögreglu seinustu tvö ár vegna innbrota, þjófnaða, ölvunar og lík- amsmeiðinga. Árið 1994 var hann dæmdur af Héraðsdómi Reykjavíkur í skilorðsbundið fangelsi í þrjá mán- uði til þriggja ára. Nú eru tvö þjófn- aðarmál á hendur honum til með- __________ ferðar hjá héraðsdómi og í hvorugu níI'USHÖFDA2n ’112 reykjavík - sími 587ii99 þeirrahefurdómurfallið. -pp ----------------------------------- ★ ★ ★ ★ Dýniu Gallerí Húsgagnahallarinnar -ekki bara stórkostlegt úrval heldur -þjónusta. ★ ★ ★ Húsgagnahöllin it/fj* Frá fimmtudegi til fimmtudags Opið virka daga 9 - 20 laugardag 10-17 sunnudag 13-17 I húsi Ingvars Helgasonar hf. að Sœvarhöföa 2. Þar fœrð þú á frábæru og jafnvel fyrstu 6-8 mánuðina. Visa eða Euro greiðslukjör. fyrsta hálfa árið fylgir bílnum og frítt bensín fram á sumar miðað við meðalakstur á meðalbíl. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími 674848

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.