Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 Fréttir Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambandsins, um nýju kjarasamningana: Framlag ríkisstjórnar- innar er rýrt í roðinu „Þaö veldur mér vonbrigöum hversu rýrt í roðinu það var sem kom frá ríkisstjóminni. Samt sem áður mátu menn það svo að ekki væri ástæða til að fara enn einu sinni á fund ríkisstjórnarinnar. Það væri ekki líklegt til að gefa mikið af sér. Við munum síöan fylgjast mjög grannt meö því hvernig veröur spilað úr þeim efnisatriðum sem ekki eru verðlögð inni í því sem að ríkisstjó- irnin gaf út. Þar getur skipt verulegu máli hvernig er á haldið í fram- kvæmdinni," sagði Benedikt Davíðs- son, forseti Alþýðusambands ís- lands, aðspurður um nýju kjara- samningana. - Það hefur verið staðið með nokkuð öðrum hætti að gerð þessa kjara- samnings en verið hefur á undan- förnum árum þegar um samflot ASÍ félaga hefur verið aö ræða. Hvernig þykir þér útkoman? „Ég ætla nú ekki að leggja mat á það efnislega. Framkvæmdalega er það miklu meiri vinna að gera þetta svona heldur en með samflotinu. Við getum hins vegar aldrei bundið okk- ur alveg við eitthvert eitt form í gerð kjarasamninga. Ég er alveg sammála þeim sem hafa tjáð sig um aö það hafi verið nauðsynlegt að félögin og einstök sambönd gætu komist beint að samningum við sína viðsemjend- ur með sérkjörin. Ég var talsmaður þess þegar lagt var upp með þetta í haust. Ég held hins vegar að það hefði verið minni vinna í sameigin- legu málunum, bæði hvað varðar kaupið og samskiptin við ríkisstjórn- ina ef samstarfið heföi veriö þétt- ara,“ sagði Benedikt Daviösson. Að lokinni undirritun nýrra kjarasamninga í nótt tókust forystumenn samningsaöila í hendur. Hér handsala Magn- ús Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, og Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrún- ar, nýju samningana en Þórarínn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, fylgist með. DV-mynd GVA Er ekki verð- bólguhvetjandi - segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ Guðmundur Þ. Jónsson: Égerekkert óánægður með útkom- una „Það þýðir ekkert annað en að sætta sig við orðinn hlut og því get ég sagst vera sæmilega ánægður. Eg er enda ekkert óánægður með útkomuna,“ sagði Guömundur Þ. Jónsson, formað- ur Iðju og Landssambands iön- verkafólks, i samtali við DV í nótt. „Vissulega eru kauptaxtamir lágir og við vonuðumst til aö geta hækkað þá lægstu meira en oröið er. Þó eru hækkanir á lægstu taxta frá 11 og allt upp í 15 pró- sent í þessum samningum. Það sem kemur frá ríkisstjóminni er að vísu rýrara í roðinu en við vonuðumst eftir. Samt eru þar ávinningar sem eiga aö vera bún- ir aö skila sér um það bil sem víö setjumst niður til aö gera næstu kjarasamninga. Þetta stefnir því allt heldur í rétta átt“ Kristján Gunnarsson: Maðurnær aldrei öllu fram „Þaö má segja aö ég sé þokka- lega ánægður. Þetta er búinn að vera krappur dans og maður nær aúðvitaö aldrei öllu fram sem maður ætlar. Þó telst okkur til að við höfum náð um það bil 65 prósentum af þeim kröfum sem við lögðum tram í upphafi. Auk þess tel ég vera marga góða áfanga í þessum samningum. Þá vil ég taka alveg sérstaklega fram hvaö við höfum náð mörgum ágætum atriðum fhun í sérkjara- samningum. Það er orðið mjög langt síöan við höfum getað skoð- að okkar sérkjarasamninga. Við tókum þá flesta upp núna og lög- uðum marga hnökrana," sagöi Kristján Gunnarsson, formaöur Verkalýös- og sjómannafélags Keflavíkur, í samtali við DV. Kristján var spurður hvort hann væri ánægður með sara- vinnu þá sem verið hefur í Flóa- bandalaginu svokallaða? „Já, ég held að það hafi komiö félagslega séð vel út fyrir okkur. Við styrktum hver annan í_þessu og lærðum hver af öðrum. I heild er því ekki liægt að segja annaö en að þetta hafi gengið ljómandi vel. Ég er aö minnsta kosti mjög sáttur við félaga mína í Flóa- bandalaginu,“ sagði Kristján Gunnarsson. „Nei, þetta eru að okkar dómi ekki verðbólguhvetjandi samningar. Við teljum að fyrirtækin eigi að geta axl- að þá án þess að verðbólga veröi hærri hér en í þeim löndum sem viö miðum okkur við. Heildar meðaltals launabreytingamar á þessu ári verða samkvæmt samningnum 3,6 prósent, meiri í samkeppnisgreinun- um, sjávarútvegi og iðnaði, en minni í ýmsum öðrum greinum. Þetta á ekki að leiða til meiri verðbólgu en í löndunum í kringum okkur," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, í nótt þegar undirskrift nýju kjarasamninganna fór fram. Hann var spurður hvort niður- staða þessara samninga væri nær því sem vinnuveitendur buðu í upphafi eða því sem verkalýðshreyflngin kraföist? „Ég hef nú ekki verið að leita eftir slíkum niðurstöðum í þessu. Það hefur verið tekið á mjög mörgum áhersluatriðum verkalýðshreyfing- arinnar og fundin þar varanleg lausn, að ég vona. Þar má nefna fast- ráðningsamning fiskvinnslufólks, sem er mjög stórt mál að hálfu Verkamannasambandsins. Þannig að ef þetta er allt metið hygg ég að farið hafi verið bil beggja. Það er hins vegar afar mikilvægt að það skyldi takast að finna leið sem skerðir ekki samkeppnishæfni íslenskra atvinnu- vega. Samningurinn teygir verulega á samkeppnishæfninni og er án vafa í efsta kanti þess sem gerist í okkar heimshluta. Þess vegna er mikilvægt að fyrirtækjunum takist að auka framleiðnina til að standa sig í þessu bæði hvað varðar verðsamkeppni hér heima og erlendis," sagði Þórar- inn V. Þórarinsson. Stuttar fréttir Mikiðafloðnu Mjög mikíð hefur fundist af loðnu við Suðausturland. Engu að siður telja fiskifræðingar að stofninn sé hálfri mil^jón tonna minni en þeir höföu spáö. Sjón- varpið greindi frá þessu. Stjórnin héSdi veíli Sijórnarflokkamir fengju um helming atkvæða ef kosið væri núna skv. skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnunar HÍ. Alþýöu- flokkur fengi 10,3%, Framsókn- arflokkur 18,7%, Sjálfstæðis- flokkur 39,8%, Alþýðubandalag 15,6%, Kvennalisti 3,9% og Þjóð- vaki 10,5%. Mbl. greindi írá. Forgangsverkefni Ólafs Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, seg- ir það forgangsverkefni í kom- andi kosningum að fella ríkis- stjómina og koma í veg fyrir stjóm íhalds og Framsóknar. Tíminn greindi frá þessu. Ófærðtafðilista Ófærð á Norðurlandi vestra kom 1 veg fyrir að hægt væri að ganga frá framboðslista Þjóðvaka um síðustu helgi. Alþýðublaðið greindi frá þessu. Spurning um úrsögn Guðmundur Bjarnason, vara- formaður Framsóknarflokksins, segir sérframboð Péturs Bjama- sonar á Vestgörðum jafngilda úrsögn úr flokknum. í Alþýðu- blaöinu kemur fram að Pétur tel- ur sig hins vegar vera í flokknum. Hagnaður af rekstri Kaupþings á síðasta ári nam 44,3 miUjónum, en 256 milljónum eftir skatta. Heildarveltan á árinu var 257 milljónir. Mbl. greindi frá þessu. Aðskilnaðar kraf ist Póstur og sími eiga að skilja að póstþjónustuna sem háð er einkarétti og aðra póstþjónustu sem stofnunin innir af hendi. Samkeppnisstofnun hefur úr- skurðað að þetta eigi að gerast fyrir 1. janúar 1996. RÚV greindi frá. Hreinsun gagnrýnd íbúar í Súðavík eru óánægðir með hreinsunarstörf á snjóflóða- svæðinu. í fréttum á Stöð tvö kom fram að þeir telja aö ýmsir per- sónulegir munir hafi tapast þar sem ekki hafi gefist tími til að leita þeirra í rústum húsanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.