Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 15 Störfunum fjölgar enn Vofa atvinnuleysis hefur gengiö ljósum logum víöast um hinn vest- ræna heim. Því miður hefur þessi ófögnuöur stungið sér niður hér á íslandi, gagnstætt því sem menn höföu vonað. Árum saman bjugg- um viö íslendingar viö fulivissu þess aö atvinnuleysið sneiddi hjá okkar garöi. Við höföum vanist því aö fremur vantaði fólk til starfa á íslandi en að hér væri atvinnu- brestur. Regluleg þensluskeið í at- vinnu- og efnahagslífi, íjármögnuö með erlendum neyslulánum, sáu til þess aö ærin voru störfin. Verö- bólga, efnahagsleg óstjóm og allt sem því fylgir blekkti okkur og viliti sýn. Þaö er mikill misskilningur að einn góðan eða slæman veðurdag hafi allt breyst til hins verra. Hin neikvæða þróun í atvinnumálum okkar hefur átt sér langan aðdrag- anda. Smám saman seig á ógæfu- hliðina uns atvinnuleysið varð bláköld staðreynd sem enginn fékk umflúið. Verðbólga eða atvinnuleysi? Því verður ekki á móti mælt að mjög margt hefur mistekist í at- vinnulegri uppbyggingu okkar. Fyrr á tíð var fjárfesting mikil í efnahagslífinu, án þess aö hún skil- aöi okkur varanlegum efnahags- bata. Verðbólgan var atvinnulífinu það villuljós sem leiddi okkur út í ógöngur. Það er þess vegna regin- misskilningur þegar því er haldið fram að auðveldlega megi kveöa niður atvinnuleysisdrauginn, með því að magna upp vofu verðbólgu í staðinn. Reynsla okkar og ann- arra sýnir einfaldlega að verðbólga og atvinnuleysi fer saman. Óstjórn í efnahagsmálum veldur að lokum atvinnuleysinu. Sígur á ógæfuhliðina -en réttúrkútnum Strax á árinu 1988 fór að síga á ógæfuhliðina hvað atvinnutæki- færin áhrærði. Árið 1987 var vinnuaflsnotkunin hér á landi um 131,8 þúsund ársverk, en dróst svo árlega saman uns svo var komið að vinnuaflsnotkunin nam 122,7 þúsund ársverkum árið 1992. Hafði með öðrum orðum dregist saman um sem svaraði um 9 þúsund árs- verkum. KjaLaiinn vinnuaflsnotkunin 125,4 þúsund ársverk og er áætlað að hún verði 126,3 þúsund ársverk á þessu ári. Þetta eru gleðileg tíðindi. Eftir árvissan samdrátt í vinnuaflsnotk- un í atvinnulífinu þróast mál nú mjög á annan veg. Ársverkum hef- ur fjölgað um 4 þúsund frá því að lægðin var dýpst á árinu 1992. Þetta er vissulega merki um árangur sem mikilvægt er að við höldum til haga og byggjum á. á þessu kjörtímabili skýra þennan árangur. Stöðugleiki í verðlagi, lægri vextir og hagstæðara raun- gengi hafa átt sinn þátt í því að fyrirtækin ráða til sín fleira fólk. Áfnám kostnaðarskatta á borð við aðstöðugjaldið skapaði margra milljarða nýtt svigrúm í atvinnulíf- inu. Breytt skattlagning að öðru leytinu var atvinnulífinu til hags- bóta. Það er umhugsunarefni að á sín- Regluleg þensluskeið i atvinnu- og efnahagslífi, fjármögnuð með erlendum neyslúlánum, sáu um að halda uppi störfum, segir greinarhöf. m.a. Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum Síðan þá hefur þróunin verið á annan veg sem betur fer. Ársverk- um fjölgaði um eitt þúsund á milli áranna 1992 og 1993. í fyrra var „Það er þess vegna reginmisskilningur þegar því er haldið fram að auðveldlega megi kveða niður atvinnuleysisdraug- inn, með því að magna upp vofu verð- bólgu í staðinn.“ um tíma réðust áhrifamikil öfl í Efnahagsaðgerðir stjórnmálum og víðar gegn þessum skilaárangri efnahagsráðstöfunum. Saganhefur Það er enginn vafi á því að ýmsar dæmt málflutning þeirra rangan. efnahagsaðgerðir sem gripið var til Einar K. Guðfinsson Er bifreið leikfang? Lögð hefur verið fram þingsá- lyktunartillaga um einkanúmer á ökutæki, 345. mál á þessu stutta kosningaþingi. Flutningsmenn eru hvorki meira né minna en átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Skora þeir á dómsmálaráðherra að gefa nú þegar út reglugerð sem heimiiar einkanúmer á ökutæki og aö sérstakt gjald á einkanúmer verði notað sem fjáröflun til að auka og efla umferðaröryggi. Ruglingur alþingismanna Tillagan gengur eiginlega í tvær áttir. Annars vegar, og aðalatriðið, er ósk um aö grafa upp gamla núm- erakerfið og koma því á að fólk geti á ný keypt sér stöðutákn í umferðinni. Hins vegar er að selja númerin til tekjuöflunar í um- ferðaröryggismálum. Einkennilegt viö þessa tillögu er ruglingur alþingismanna á skipt- ingunni í framkvæmda- og löggjaf- arvald. Þingmennimir átta lýsa nýju númerakerfi nákvæmiega, stafafjölda, samsetningu tölu og bókstafa. Þvi eygi ég nú von um aö ná mér í númer með mínu nafni sem akkúrat er 6 stafa langt, ef nafnar mínir verða ekki á undan. Þá hafa þeir reiknað út að númerin verði tvisvar til þrisvar sinnum dýrari en fastanúmer og gefi 10-15 Kjállariim Eggert Ásgeirsson skrifstofustjóri þús. kr. aukatekjur. Ég dáist að nákvæmni flutningsmannanna í tillögugerðinni og bind vonir við slík vinnubrögð en vona að það verði þó á öðru sviði. Þau gleðilegu tíðindi hafa borist af umferðinni að slysum hefur far- ið fækkandi undanfarin ár og mun- ar, samkvæmt fréttum af trygg- ingamálum, miklu á tjónagreiðsl- um og slysum. Ýmissa skýringa hefur verið leitað á þessu. Umferð er stöðugri og öruggari en áður, ekki ber eins á að ökumenn sýni skap sitt í umferðinni. Fastnúmerakerfi til góðs í umræðum manna milli hefur verið látið að því liggja að fastnúm- erakerfið hafi haft áhrif til góðs í þessu efni. Nú bera ökumenn og farþegar síður kennsl á bifreiðar og ökumenn. Að nokkru vegna þess að rúður eru skyggðar. Þeir sem muna umferðina áður þekkja að ökumenn voru þá stöð- ugt aö skima eftir númerum og ökumönnum, sveitungum og vin- um, heilsuðust með fagnaðarlát- um. Allt þetta truflaöi umferðina og dró úr einbeitingu og öryggi. Ekki er þetta svo sem einhlít skýr- ing á hegðun fólks í umferðinni. Samt er þessi skýring á vaxandi umferðaröryggi ekki verri viðbót en hver önnur. Niðurstaða þessa máls er sú ósk að ekki verði hróflað við því núm- erakerfi sem viö höfum innleitt með þrautum. Þaö hefur reynst vel. Skoöun bifreiða og kaup og sala er einfaldari en áður. Menn líta frekar en áður á bifreiðar sem nauðsynlegt tæki til mannflutn- inga. ðráölegt er að gera sérstakar ráð- stafanir til að innleið hégómaskap í umferðina eins og þingmenmmir átta eru að leggja til, með Áma Johnsen í broddi fylkingar, jafnvel þótt þeir segi í greinargerð að Al- þýðusamband Islands og Vinnu- veitendasambandið sýni málinu áhuga!! - Höfum umferðaröryggi í fyrirrúmi. Eggert Ásgeirsson „Óráölegt er að gera sérstakar ráðstaf- anir til að innleiða hégómaskap í um- ferðina eins og þingmennirnir átta eru að leggja til, með Árna Johnsen í broddi fylkingar.. Æruvemd opinberra starfs- manna Nauðsynleg „Ég tei að þessi 108. grein lag- anna, sem ver opinbera starfsmenn ærumeiðing- um, eigi að vera áfram í lögununt. . Meirihluti Óakar Bjartmars lög- nefndar, sem rea|uma<ur var að endurskoða þessa laga- grein, var þeirrar skoðunar að hana ætti ekki að afnema og ég er þeim sammála. Ég tel laga- greinina, og þá vernd sem hún veitir opinberum starfsmönnum, í raun vera spurningu um að lög- reglan geti haldið uppi allsheijar reglu. Eg tel aö það sé nægilega mikifl losarabragur í þjóðféfag- inu, þó svo fólk geti ekki átölu- faust komist upp með að helfa yfir lögreglumenn skömmum og svívirðingum. Ég vil einnig benda á ef menn ætla að afhema 108. greinina tel ég nauösynfegt aö leysa lögreglumenn undan þagn- arskyldu. Þaö er nauðsynlegt að lögreglumenn geti 'tjáð sig óheft ef þeir missa þá vernd sem 108. greinin veitir. Þá má benda á að í Svíþjóö er nýlega fallinn dómur í máli sem spratt af því að tveir lögreglumenn voru kallaðir fas- istar. Lögregfumennirnir fóru í mál og unnu það. Það er langur tími síðan þessum lagaákvæðum hefur veriö beitt í Svíþjóð en ljóst á þessum dómi að Svfum þykir eðfifegt að hafa svona varnará- kvæði inni í sínum lögum. Ég tel því að það sé eðlilegt að þau séu líka í okkar fögum." Hérerumfrá- leita lagagrein aðræða „Það hljóta allir sann- gjaniir menn að sjá að hér er um alveg fráleita laga- grein að ræða. Ég fæ ekki sé hvers vegna í Ósköpunum tWStoiphWinsson oinberir umhverfisráðherra starfsmenn eigi að njóta ein- hverra sérstakra réttinda um- fram annað fólk í landinu í meið- yrðamálum. Þar ofan í kaupið þykir mér þessi 108. grein hafa verið notuð mjög grimmúðlega og nýleg dæmi þar um eins og alþjóð veit. Það nær auðvitað ekki máli á okkar tímum að ekki skuli mega gagnrýna opinbera starfsmenn, alveg sama hversu rétt sú gagnrýni er, án þess að eiga það yfir hðfði sér aö verða dæmdur fyrir. Þess vegna hlýt ég að fagna því ef fagagreinin verður aömmin. Hún ber þess merki áð vera leifar frá gamalli tíð, þeim tíma þegar embættismenn hér á landi voru yfirstétt í þjóðfélaginu og nutu sérstakra forréttinda. Það er því í raun umhugsunar- efhi hvers vegna greinin hefur ekki verið numin brott úr lögum fyrir löngu. Nö eru aðrir tímar og yfirstétt embættis- manna ekki lengur til. Þvi er sjálfsagt að afhema þessi forrétt- indi. Það eiga að gilda ein lög fyr- ir aifa landsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.