Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 13 dv_______________________________________________________________________ Fréttir Forseti Alþýðusambands Vestfjarða um skuldbmdingar ríkis og bæja vegna lífeyrissjóða: Aumingjaskapur stjórnvalda „Þetta er aumingjaskapur hjá stjórn- völdum að hafa ekki tekið af skarið og samþykkt lög um samræmdan líf- eyrisrétt fyrir alla landsmenn. Það er höfuðatriði að sameina lífeyris- sjóði í mun meira mæli en gert hefur verið. Spumingin um réttlætið snýr að því hvers vegna eigi að tryggja opinberum starfsmönnum fullverð- tryggðan lífeyri þegar almenningur innan frjálsu sjóðanna þarf að standa undir sínum sjóðum," -segir Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða og formaður stjómar Líf- eyrissjóðs Vestfirðinga. Eins og DV hefur skýrt frá þarí' Akranesbær að greiða tæpar 4 millj- ónir árlega með Lífeyrissjóði Akra- Slysavamafélagið: Húsið hætt að síga Niðurstaða hefur fengist í mæling- um sem gerðar vom á húsi Slysa- varnafélagsins. Eins og fram kom í blaðinu á laugardag hefur það sigið frá því það var byggt fyrir nokkram áratugum og hallar í átt til sjávar. Niðurstaðan er sú að húsið hefur ekki sigið frekar frá því það var mælt seinast fyrir hálfu öðra ári. Er það von manna að húsið sé hætt að síga og um sé að ræða sig frá fyrri árum. Þau leiðu mistök urðu við vinnslu fréttar um ástand Slysavarnafélags- hússins í blaðinu á laugardag að far- ið var rangt með nafn skrifstofu- stjóra Slysavamafélagsins. Rétt nafn hans er Guðbjörn Ólafsson en ekki Jón Skúlason, eins og sagt var í frétt- inni. Jón er hins vegar í forsvari fyr- ir þá verkfræðistofu sem sá um mælingar á húsinu. Hlutaðeigendur erubeönirvelvirðingar. -pp Sjálfstæðisflokkúrinn: Flokksráð fjallaði um kosningarnar „Það voru engar sérstakar niður- stöður af þessum fundi enda var hann ekki haldinn til þess. Fundur- inn var haldinn til þess að fara yfir kosningaundirbúning flokksins, málefnastarf og þess háttar. Það starf heldur bara áfram. Fundurinn var mjög fjölsóttur og þetta gekk ágæt- lega,“ segir Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins. Um 250 flokksráðsmenn og for- menn sjálfstæðisfélaga um allt land sóttu flokksráðsfund í félagsheimil- inu á Seltjarnamesi á laugardag. Á fundinum hélt Davíð Oddsson for- sætisráðherra ræðu og ýmsir tóku til máls. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins í kosningunum í vor héldu svo áfram almennum umræðum um kosningarnar, kosningaundirbún- inginn og málefnastöðuna á sérstök- um fundi í gær. „Viö höfum okkar stefnu sem ligg- ur fyrir og er þjóðinni kunn. Hún kemur meðal annars fram í störfum sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Við kynnum hana svo betur eftir því sem að kosningum líður,“ segir Kjartan. AÍll Ifi ■5=-. sssrs áflTi H SS —• — — SS 'sssrsst Tst 99-1 7-00 Verö aöeins 39,90 mín. ness svo að sjóðurinn geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sjóð- félögum. „Mörg sveitarfélög hafa ekki fram- reiknað þær lífeyrisskuldbindingir sem þau hafa tekið á sig. Hér á ísafirði hafa endurskoðendur gert athugasemdir við bæjarreikninga í íjöldamörg ár. Þetta hefur ekki verið reiknað inn í ljárhagsgrundvöll bæj- arins. Það er tíundað ef um er að ræða víxil upp á einhverja þúsund- kalla en það þykir ekki ástæða til tíunda þennan þátt sem er upp á tugi ef ekki hundruð milljóna sem búið er að veðsetja tekjur bæjarins til framtíðar," segir Pétur. Kjarasamningar opinberra starfs- manna innan BSRB kveða á um að ríki og sveitarfélög eigi að greiða þann mismun sem vantar þegar sjóð- irnir standa ekki undir sér. Þetta þýðir í raun að mistakist ávöxtun hjá sjóð sem er undir þessum kjömm, þá borgar almenningur brúsann. „Þessir sjóðir hafa verið notaðir með því að hærri lán hafa farið til félagsmanna en aðrir sjóðir geta boð- ið. Þá hafa þeir boðið lægri vexti og alltaf er málunum bjargað. Þá má benda á lífeyrissjóði þingmanna og ráðherra, þar sem menn fá réttindi mikið fyrr en annars staðar. Þetta er mjög öfugsnúið alltsaman," segir Pétur. Smáauglýsing í D V er allt sem þarf ti! aö komast í pottinn Smáauglýsingar DV eru aðalsmerki blaðsins og landsþekktar fyrir að skila góðum árangri enda nær DV til um 96.000* einstaklinga um land allt daglega. Hvort sem þú ert að kaupa eða selja getur þú treyst smáauglýsingum DV til að skila árangri. Fimm nöfn dregin daglega úr smáauglýsingapotti DV Frá mánudeginum 6. febrúar til og með laugardeginum 11. mars verða nöfn fimm heppinna auglýsenda dregin daglega úr pottinum. Þú sem auglýsandi í smáauglýsingum DV hefur möguleika á að vinna glæsilega vinninga. Glæsilegir vinningar t boði fyrir hefífínaauglýsendiir að heildar yerðmæti um kr. TgO.OOO l Eftirfarandi vinningar eru I boöi og er hver vinningur að verömæti um kr. 5.000: Tískuvöruverslunin Blu di Blu, Laugavegi 83, Reykjavík. Tíu fataúttektir Bónusradíó, Grensásvegi 11, Reykjavík . Tíu YOKO ferðaútvarpstæki með segulbandi Bræöurnir Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík Tíu TEFAL matvinnsluvélar Einar Farestveit og Co., Borgartúni 28, Reykjavík Tíu SEVERIN Espresso kaffívélar Heimilistæki, Sætúni 8, Reykjavík Tíu PHILIPS gufustraujárn Hljómbær, Hverfisgötu 103, Reykjavík Tíu ZODIAC takkasímar Japis, Brautarholti 2, Reykjavík Tíu PANASONIC útvarps vekjaraklukkur LEVI'S búðin, Laugavegi 37, Reykjavík Tíu fataúttektir Ljósmyndavörur, Skipholti 31, Reykjavík Tíu FUJI myndavélar Ó.M. búöin, Grensásvegi 14, Reykjavík Tíu úttektlr Radíóbúöin, Skipholti 19, Reykjavík Tíu TELEFUNKEN útvarps vekjaraklukkur Radíóbær, Ármúla 38, Reykjavík Tíu AIWA vasadlskó með útvarpl Rönning, Borgartúni 24, Reykjavík Tíu ABC hraðsuðukönnur Sjónvarpsmiöstöðin, Síöumúla 2, Reykjavík 7/o armbandsúr Útilíf, Glæsibæ, Álfheimum 74, Reykjavík Tíu EQUADOR bakpokar 15% staðgreiðslu- og greiðsiukortaafsiáttur og stighækkandi birtingarafsláttur Askrifendur fá 10% aukaafslátt af smáauglýsingum AUGLYSING AR ♦Samkvæmt fjölmiölakönnun ■ Félagsvísindastofnunar Háskólans í mars 1994 - skila árangrí! Þverholti 11 -105 Reykjavík Sími 563-2700 - Bréfasími 563-2727 Græni síminn: 800-6272 (fyrir landsbyggðina) Opið: Virka daga kl. 9-22 laugardaga kl. 9-14 sunnudaga kl. 16 - 22 Athugið! Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.