Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 7
ÞRID.JUDAGUR 21. FEBRUAR 1995 7 Fréttir Vegamálastjóri um vegi að Hvalflarðargöngum: Eignarnámsheimildir gilda við Akrafjall - samningar um flármögnun á lokastigi, segja Spalarmenn „Megnið af vegagerðinni kringum Akraíjallið er verkefni Vegagerðar innar og þar gilda þessar hefð- bundnu eignarnámsheimildir vega- laganna. í samningum Spalar við rík- ið eru ákvæöi um að ríkið beiti sér fyrir eignarnámi ef á þarf að halda en ég vona aö það komi ekki til þess að landið verði tekið eignarnámi," segir Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri. Samningar um ijármögnun á fram- kvæmdum við Hvalfjarðargöng eru á lokastigi þrátt fyrir andstöðu bænda 1 Innri-Akraneshreppi. Gísli Gíslason, varaformaður Spalar, segir að fljótlega sé von á lokasvari frá forsvarsmönnum bandaríska trygg- ingafélagsins Prudential. Bygging Hvalfjarðarganga kosti 3,5 til fjóra milljarða króna, Prudential leggi rúma tvo milljarða í púkkið og ýmsir lífeyrissjóðir kaupi skuldabréf upp í afganginn. „Umferðin eykst verulega. Undir- lendi meðfram fjallinu er lítið og búskapurinn verður lítið spennandi þegar jörðunum hefur verið skipt í þrennt með tveimur vegum. Við telj- um að ekki sé hægt að taka landið eignarnámi því að það væri þá gert í þágu einkafyrirtækisins Spalar. Stjórnarskráin verndar okkur gegn eignarnámi," segir Ólafur Sigur- geirsson, bóndi á Þaravöllum undir Akrafjalli. „Við höfum ekkert við þessa bænd- ur að tala því að Vegageröin á að ganga frá samningum við þá. Þessi vegur er bara eins og hver annar þjóðvegur í eigu Vegagerðarinnar sem cdmenningur fer um. Það stenst ekki að ekki sé hægt að taka landiö eignarnámi," segir Gísli Gíslason. Spölur sf. er hálfopinbert fyrirtæki í eigu Akranesbæjar, Sementsverk- smiðjunnar, Járnblendisins, Vega- gerðarinnar og fleiri aðila. Óvænt flölgun aö Grund í Svínavatnshreppi: Folald fæddist í snjó og tíu stiga gaddi „Merin var ekki með folaldi í vor og ég hélt sátt að segja að hún væri geld. Ég átti alls ekki von á að hún færi að kasta svona um hávetur. En einn daginn í lok janúar var hringt af næsta bæ og mér sagt að merin væri að kasta úti í haga. Nágrann- arnir, frændur mínir, komu fljótt að merinni og folaldinu í snjóugum hag- anum skömmu síðar og fylgdu þeim heim í hús. Folaldið var á fæti og þeim varð hvorugu meint af þessu. Þeim heilsast alveg ágætlega í dag þar sem þau eru inni í húsi,“ sagði Þórður Þorsteinsson, bóndi á Grund í Svínavatnshreppi, við DV. Merin sem um ræðir er um 10 vetra og hélt til í haga skammt frá bænum þegar þetta gerðist. Sæmilegt veður var en mikill snjór og 10 stiga gadd- ur. Merin var í hvarfi við hól og sást því ekki frá Grund en íbúar að Holti, skammt frá, sáu í sjónauka hvar merin var að kasta. „Það var mjög heppilegt að þetta skyldi gerast einmitt þennan dag. Það komu þarna nokkrir dagar þar sem veður var skaplegt og sást milli húsa en dagana á undan og á eftir var snælduvitlaust veður. Hefði mer- in kastað í þvílíku veðri hefði hún ekki komist sjálfviljug heim og fol- aldið ekki lifað. Það er í lagi þótt svona gerist í snjó og kulda en það verður að koma skepnunum í hús mjög fljótt á eftir," sagði Þórður. Þórður er á níræðisaldri, að mestu hættur búskap en á nokkra hesta með syni sínum og um 70 rollur sem hann hefur sér til gamans. Mál Guðjóns Andréssonar gegn ríkissjóði: Forsetinn þarf ekki að vitna - enn deilt um forsætis- og íj ármálaráðherra Ljóst er að forseti íslands þarf ekki að mæta sem vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Guðjóns Andrés- 'sonar gegn dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkis- sjóðs. Jón Oddsson, lögmaður Guðjóns, stefndi til vitnis í málinu forseta ís- lands, forsætisráðherra, dómsmála- ráðherra, fjármálaráðherra og vara- ríkissaksóknara. Ríkislögmaður mótmælti þessari kröfu lögmanns Guðjóns og var ágreiningur leystur að hluta til í þinghaldi fyrir helgina. Lögmaður Guðjóns féll frá því að stefna forseta íslands í réttarhaldi fyrir helgina og ákveðið var að vara- ríkissaksóknari gæti uppfyllt vitna- skyldu sína með vottorði og þyrfti því ekki sjálfur að mæta. Hins vegar er enn deilt um hvort forsætisráðherra og fjármálaráð- herra þurfi að bera vitni. Ríkislög- maður mótmælir því á þeirri for- sendu að vitnisburður þeirra sé þýð- ingarlaus og varði ekki ágreinings- atriði málsins. Dómarinn tók sér að minnsta kosti vikufrest til að úrskurða um þetta deiluatriði málsins. -pp Norðurland vestra: Anna Dóra leiðhr Kvennalista sæti listans skipa: 2. Anna Hlín Bjamadóttir, Varma- hlíð, 3. Ágústa Eiríksdóttir, Sauðár- króki, 4. Jófríður Jónsdóttir, A- Húnavatnssýslu og 5. Eygló Ingadótt- ir, Hvammstanga. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Anna Dóra Antonsdóttir, kennari í Skagafirði, leiðir framboð Kvenna- listans á Norðurlandi vestra fyrir kosningarnar í vor. Fjögur næstu Þórður Þorsteinsson, bóndi á Grund í Svínavatnshreppi, með folaldið sem fæddist úti í haga, i miklum snjó og 10 stiga gaddi. DV-mynd Magnús Ólafsson Grindavíkurbær: Krefsttug- milljóna í fasteigna- gjöld -afhitaveitunni Grindavíkurbær hefur endur- vakið hátt í tíu ára gamla deilu milli sveitarfélaganna sem standa að rekstri Hitaveitu Suð- umesja og krafist þess að Hita- veitan greiði samtals 20-30 millj- ónir króna með dráttarvöxtum í fasteignagjöld af orkuverinu í Grindavík þrátt fyrir samkomu- lag frá árinu 1985 um að Hitaveit- an sé undanþegin hvers konar gjöldum til sveitarfélaganna. Málið er til umsagnar hjá lög- fræðingi bæjarins og er vonast til að lausn fáist með vorinu. „Skiptar skoðanir eru um hvort það hafi orðið samkomulag um þetta milli sveitarfélaganna. Menn hafe ýtt þessu máli á undan sér frá árinu 1985 en nú vonumst við til að menn átti sig á því að þaö er ekki á færi eins að dæma þegar tveir deila. Ef ekki tekst að ná sáttum leita menn réttar síns hjá dómstólum. Það er kominn tími til að fá lok í þetta mál,“ seg- ir Jón Gunnar Stefánsson, bæjar- stjóri í Grindavík. „Þetta er ekkert stórkostlegt hitamál en menn eru ekki sáttir. Ég er búinn að senda lögfræðingi Grindavíkur bréf og hann er að funda meö þeim. Þetta er í vinnslu í mesta bróðerni og menn reyna aö finna eðlilegan flöt á þessu,“ segir Júlíus Jónsson, for- stjóri Hitaveitu Suðurnesja. Norðurland eystra: ir í efstu sætunum Gylfi Kiistjánsson, DV, Akuieyri: Guðmundur Bjarnason, alþing- ismaður á Húsavik, skipar efsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Noröurlandskjördæmi eystra en framboðslistinn var kynntur um helgina. í næstu sætum listans eru: 2. Valgerður Sverrísdóttir, Grýtu- bakkahreppi, 3. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Eyjafjarðarsveit, 4. Ingunn St. Svavarsdóttir, Kópaskeri, 5. Guðmundur Stef- ánsson, Akureyri og 6. Helga Ei- riksdóttir, Dalvík. VEGNA HAGSTÆÐRA SAMNINGA, GETUM VIÐ NU UM SINN BOÐIÐ FLESTAR GERÐIR DÖNSKU GRAM KÆLISKÁPANNA Á FRÁBÆRU VERÐI, T.D. NEÐANGREINDAR: GRAM gerð: Ytri mál mm. br. x dýpt x hæð Rými kæl. + Itr. fr. kWst 24 t. Staðgr. verð * KS-201T 550x601 x 1085 200 + 0 0,57 45.980,- KS-245T 550x 601 x 1285 245 + 0 0,60 49.990,- KS-300E 595 x 601 x 1342 274 + 0 0,67 54.980,- KS-350E 595 x 601 x 1542 327 + 0 0,70 64.900,- KS-400E 595 x 601 x 1742 379 + 0 0,72 72.980,- KF-185T 550 x 601 x 1085 146 + 37 0,97 46.990,- KF-232T 550 x 601 x 1285 193 + 37 1,07 49.990,- KF-263 550 x 601 x 1465 200 + 55 1,25 56.980,- KF-245E 595 x 601 x 1342 172 + 63 1,05 ' 58.990,- KF-355E 595 x 601 x 1742 275 + 63 1,45 72.960,- KF-335E 595x601 x 1742 196 + 145 1,80 77.980,- *Staðgreiðsluafsláttur er 5% Úrvalið er miklu meira, því við bjóðum alls 20 gerðir GRAM kæliskápa. Að auki 8 gerðir GRAM frystiskápa og 6 gerðir af GRAM frystikistum. Komdu í Fönix og kynntu þér úrvalið - eða hafðu samband við næsta umboðsmann okkar. Upplýsingar um umboðsmenn hjá GULU LÍNUNNI s 562 6262. GRAM KF 355E GOÐIR SKILMALAR FRÍ HEIMSENDING TRAUST ÞJÓNUSTA jFOmx HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.