Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIl).iUI)A(iUI{ 21. I-’IÍUKUAR 1995 Afmæli Már Breiðfjörð Gunnarsson Már Breiöíjörð Gunnarsson, flutn- ingastjóri Nesskips hf., Nesbala 122, Seltjarnarnesi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Már fæddist á Patreksfirði og ólst þar upp fyrstu þrjú árin. Þá flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann átti heima á Teigunum í þrjú ár en síðan í Hlíðunum. Hann flutti á Sel- tjarnarnesið 1976 og hefur átt heima á Seltjarnarnesinu siðan. Már lauk landsprófi 1961, far- mannaprófi frá Stýrimannaskóla íslands 1967, lauk prófi sem útgerð- arfræðingur frá Tækniskóla íslands 1979 og hefur sótt fjölda námskeiða sem tengjast útgerð og rekstri. Már var til sjós í sumarafleysing- um á bátum og togurum 1959-64, var háseti, stýrimaður og afleysinga- skipstjóri hjá Hafskip hf. 1964-78 og hefur verið flutningastjóri hjá Nes- skip hf. frá 1979. Már sat i stjórn handknattleiks- deildar Vals 1976-80, sat í heilbrigð- isnefnd Seltjarnarness 1978-88, var varaformaður heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis 1988-90 og formaður sömu nefndar 1990-94, í stjórn Sjálf- stæðisfélags Seltjarnarness 1989-94, situr í aðalstjórn SÁÁ frá 1988 auk margi'ar annarrar nefndar- og stjórnarsetu um skemmri tíma. Þá hefur hann starfað i Oddfellowregl- unni frá 1984. Fjölskylda Már kvæntist 28.8.1976 Guðrúnu Einarsdóttur, f. 30.3.1951, hjúkrun- arfræðingi. Hún er dóttir Einars Kr. Sigurðssonar, vélvirkja hjá íslenska álfélaginu, og Önnu Kristjánsdótt- ur, starfsstúlku á Landakoti, en þau eru búsett í Garðabæ. Stjúpdóttir Más er Heiðrún Anna Björnsdóttir. f. 1.6.1973, sýningar- stúlka í Mílanó. Dætur Más og Guð- rúnar eru Vigdís Másdóttir, f. 31.5. 1978, nemi við MH; Helga Rósa Más- dóttir, f. 6.7.1979, nemi í Valhúsa- skóla; Anna Lilja Másdóttir, f. 8.3. 1983, nemi við Mýrarhúsaskóla. Systkini Más eru Sigurþór B. Gunnarsson, f. 18.1.1936, d. 27.12. 1986, verslunarmaður; Rósamunda B. Gunnarsdóttir, f. 22.6.1938, hús- móðir í Kaliforníu í Bandaríkjun- um; fndíana B. Gunnarsdóttir, f. 15.12.1946, húsmóðir í Reykjavík; Stefán B. Gunnarsson, f. 23.4.1951, múrari i Reykjavík. Hálfbróðir Más, samfeðra, er Ólaf- ur Þorri Gunnarsson, f. 19.12.1958, b. í Bollakoti í Fljótshlíð. Foreldrar Más voru Gunnar B. Þórarinsson, f. 20.8.1914, d. 18.8. 1989, skipstjóri og útgerðarmaður í Reykjavík, og Lilja Kristdórsdóttir, f. 5.4.1912, d. 19.4.1993, húsmóðir. Már og Guðrún taka á móti gest- um i Oddfellowhúsinu við Vonar- Már Breiðfjörð Gunnarsson. stræti í Reykjavík í dag milli kl. 17.00 og 19.00. Kristján Jóhannesson Kristján Jóhannesson framhalds- skólakennari, Hólabraut 16, Kefla- vík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Kristján fæddist í Reykjavík en ólst upp í Borgarfirðinum. Hann stundaði bamaskólanám í heima- húsum og við heimavistarskólann á Varmalandi í Borgarfirði, lauk gagnfræða- og landsprófi í Reykholti 1962, stundaði nám í vélvirkjun í Vélsmiðjunni Héöni 1962-66, stund- aði nám við Iðnskólann í Reykjavík á sama tíma, lauk sveinsprófi í vél- virkjun 1966, öðlaðist meistararétt- indi 1969, stundaði nám viö Vélskóla íslands 1967-71 og stundaði nám í uppeldis- og kennslufræöi við KHÍ 1988-90. Kristján bjó á Akranesi um skeiö en flutti til Vestmannaeyja 1971 og kenndiþarviðVélskólaíslandsi . Vestmannaeyjum. Hann varð þar skólastjóri 1972 og kenndi síðan við Framhaldsskólann í Vestmannaeyj- um frá því hann var stofnaður, 1979-92, er hann flutti til Keflavíkur þar sem hann hefur verið deildar- stjóri við málmiðnaðardeild Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Þá var Kristján starfsmaður Vinnueftirlits ríkisinsísexár. Fjölskylda Kristján kvæntist 17.6.1972 Vig- disi Hallfríði Guðjónsdóttur, f. 27.10. 1946, kennara, en þau hófu búskap 1969. Hún er dóttir Guðjóns Bjarna- sonar, bílstjóra á Akranesi, og Ingi- bjargar S. Sigurðardóttur húsmóð- ur. Börn Kristjáns eru Guðjón Jó- hannes Kristjánsson, f. 9.7.1968, vélstjóri í Keflavík; Þórður Grétar Kristjánsson, f. 16.6.1969, sjómaður í Hafnarfirði, en móðir hans er Guð- rún Gísladóttir frá Melum í Kjós; Jóna Kristjánsdóttir, f. 18.5.1971, verslunarmaður í Keflavík; Ingi- björgKristjánsdóttir, f. 3.7.1977, verslunarmaður í Keflavík. Systkini Kristjáns eru Þórhildur Jóhannesdóttir, f. 18.1.1941, kennari í Bandaríkjunum; Björn Jóhannes- son, f. 5.12.1946, stýrimaður í Reykjavík; Jóhannes Jóhannesson, f. 19.5.1949, b. á Stafholtsveggjum í Borgarfirði; Sigríður G. Jóhannes- dóttir, f. 4.8.1950, hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík; Ólafur I. Jóhann- esson, f. 12.3.1959, framleiðslustjóri íReykjavík. Foreldrar Kristjáns: Jóhannes Ól- afsson, f. 10.11.1918, fyrrv. bóndi í Ásum í Stafholtstungum, og Jóna Kristján Jóhannesson. Kristjánsdóttir, f. 9.8.1915, d. 3.6. 1989, húsmóðir. Kristján er að heiman. Andlát Jónas G. Rafnar Jónas Gunnar Rafnar, bankastjóri og alþm., lést í Reykjavík 12.2. sl. Útfór hans fer fram frá Dómkirkj- unni í dag, þriðjudaginn 21.2., kl. 13.30. Starfsferill Jónas fæddist á Akureyri 26.8. 1920 og ólst þar upp. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA1940 og embættis- prófi í lögfræöi frá HÍ1946. Jónas rak lögfræðiskrifstofu á Akureyri 1946L62, var bankastjóri Útvegsbanka íslands í Reykjavík 1961 og 1968-84, alþm. Akureyrar 1949-56 og 1959 og alþm. Norður- landskjördæmis eystra 1959—71. Jónas var forseti efri deildar Al- þingis 1967-71, var bæjarfulltrúi og sat í bæjarráði Akureyrar 1958-62, erindreki Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi 1946, í síldarútvegs- nefnd 1953-55, í flugráði 1955-63, í stjóm Laxárvirkjunar 1956-61, í stjóm Útgerðarfélags Akureyrar 1958-60, í bankaráði Seðlabanka ís- lands 1961-63 og formaður þess 1985-86, sat á allsherjarþingi SÞ1962 og 1970,1 stjóriðjunefnd 1965,1 stjóm Fiskveiðasjóðs 1967-73, í stjórn Iðn- þróunarsjóðs 1973-77, formaður Lánasjóðs íslenskra sveitarfélaga frá stofnun 1966-83, skipaöur í hafnaráð 1984. Þá sat hann í og veitti forstöðu fjölda opinberra nefnda. Fjölskylda Jónas kvæntist 10.8.1946 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Aðalheiði Bjarnadóttur Rafnar, f. 25.5.1923, húsmóður og hjúkrunarkonu. Hún er dóttir Bjama Jónssonar, skip- stjóra í Reykjavík, og k.h. Halldóru Jóhönnu Sveinsdóttur húsmóður. Dætur Jónasar og Aðalheiðar em Halldóra Rafnar, f. 31.5.1947, BA og húsmóðir í Reykjavík, gift Baldvini Tryggvasyni sparisjóðsstjóra og á hún tvo syni frá fyrra hjónabandi, Jónas Friðrik Jónsson, f. 10.11.1966, lögfræðing hjá Verslunarráði, en kona hans er Lilja Dóra Halldórs- dóttir lögfræðingur og eiga þau eina dóttur, Steinunni Dóm, f. 10.5.1990, og Magnús Jónsson, f. 8.7.1980, nema; Ingibjörg Þómnn Rafnar, f. 6.6.1950, hrl. og húsmóðir í Reykja- vík, gift Þorsteini Pálssyni sjávarút- vegsráðherra og eiga þau þijú börn, Aðalheiöi Ingu, f. 14.9.1974, háskóla- nema, Pál Rafnar, f.28.5.1977, versl- unarskólanema, og Þóranni, f. 6.9. 1979, nema; Ásdís, f. 24.4.1953, hdl. og húsmóðir í Reykjavík, gift Pétri Guðmundarsyni hrl. og eiga þau tvær dætur, Sigríði Rafnar, f. 21.6. 1979, nema og Ingibjörgu Rafnar, f. 6.12.1981, nema. Systkini Jónasar: Bjarni Rafnar, f. 26.1.1922, fyrrv. yfirlæknir á Ak- ureyri; Þórunn, f. 9.12.1924, d. 2.2. 1974, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Jónasar vora Jónas Rafnar, f. 9.2.1887, d. 20.10.1972, yfirlæknir á Kristneshæli í Eyja- firði, og k.h., Ingibjörg Bjamadóttir Rafnar, f. 30.1.1894, d. 6.7.1971, hús- móðir. Ætt Jónas var sonur Jónasar, prófasts og þjóöháttafræðings á Hrafnagili Jónassonar, b. og læknis á Tungu- hálsi í Tungusveit, Jónssonar, b. á Úlfá í Eyjafirði, Bergssonar. Móðir Jónasar prófasts var Guðríður Jón- asdóttir, b. á Halldórsstööum í Eyja- firði, Guðmundssonar. Móðir Jónasar yfirlæknis var Þór- unn Stefánsdóttir Ottesen, b. í Hlöðutúni í Stafholtstungum, bróð- ur Helgu, langömmu Kalmanns Stefánssonar i Kalmannstungu. Stefán var sonur Péturs, Ottesen, sýslumanns í Svignaskarði, bróður Lárasar, kaupmanns í Reykjavík, langafa Péturs Ottesen alþm. Móðir Stefáns var Þórunn Stefánsdóttir Scheving umboðsmanns, og Helgu Jónsdóttur, víglubiskups á Hólum, Magnússonar, bróður Skúla fógeta. Jónas Gunnar Rafnar. Ingibjörg var systir Ólafs í Braut- arholti, fóður Ólafs landlæknis. Ingibjörg var dóttir Bjarna, prófasts í Steinnesi, Pálsson, dbrm. á Akri, Ólafssonar, bróðir samfeðra þeirra Guðmundar, langafa Jóhannesar Nordals og Frímanns afa Valtýs Stefánssonar ritstjóra. Móðir Páls var Steinunn Pálsdóttir, prests á Undirfelli, Bjamasonar og Guðrún- ar Bjarnadóttur, systur Agnesar, langömmu Ágústar H. Bjamason. Móðir Bjama var Guðrún Jónsdótt- ir, prests í Otradal, Jónssonar. Móð- ir Ingibjargar var Ingibjörg Guð- mundsdóttir, hrepþstjóra í Fagra- nesi, Sölvasonar. Til hamingju með afmaeiið 21.febrúar 90 ára Hrefna Sigurbjörnsdóttir, Austurbyggö 17, Akureyri. 85 ára Lúðvík Jónsson, Skólastíg 5, Akureyri. Laufey Amórsdóttir, Hjallaseli 27, Reykjavík. Sigríður G. Biering, Skúlagötu 72, Reykjavík. 80 ára________________ ÓlafurH. Bjarnason, Lynghaga 8, Reykjavík. Ásthildur Guðlaugsdóttir, Borgarbraut 3, Borgarbyggð. 75 ára Sigrún Jónsdóttir, Litla-Itofi, Hofshreppi. Jóhanna Jónsdóttir, Fjarðarbraut 37, Stöðvarfirði. 70 ára Kristín Stefánsdóttir, Beijarima 9, Reykjavík. Guðmundur Halldór Gunn- laugsson, Móavegi 11, Njarðvik. Ingólfur Guðnason, Selbrekku 34, Kópavogi. Stefán Jón Ananíasson, Laugarbraut 23, Akranesí. Árni Jónsson, Skólabraut 3, Seltjarnamesi. Gunnar Guðjónsson, Laugalæk 40, Reykjavík. 60 ára ~~ Ingibjörg Kristjánsdóttir, Skálageröi 9, Reykjavík. Kolbrún Karlsdóttir, Hólastekk2, Reykjavik. Aðalbjörg Pálsdóttir, Vallakoti, Reykdælahreppi. Örn Ingólfsson, Álakvísl 31, Reykjavík. 40ára______________________ Haraldur örn Haraldsson, Stigahlíð 71, Reykjavík. Gréta Björg Jósefsdóttir, Höfðabraut 19, Hvammstanga. Ósk Ölöf Sigurðardóttir, Langagerði 66, Reykjavík. Inga Stefánsdóttir, Sporðagrunni 17, Reykjavík, Guðbjörg Vallaðsdóttir, Kambaseli 79, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.