Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 29 Leikstjórinn Hávar Sigurjónsson. Taktu lagið, Lóa! Þjóðleikhúsið sýnir í kvöld á Smiðaverkstæðinu leikritíö Taktu lagið, Lóa! en það er eftir Jim Cartwright, eitt þekktasta nútímaleikskáld Breta. í verkinu segir frá Möllu Kloff, „kátri ekkju“ sem er óreglusöm, skemmtanasjúk og á síðasta snúningi með líf sitt. Dóttir henn- ar, Lóa, er afskipt og vanrækt, Leikhús feimin og óframfærin. Hún hefur lært að loka sig inni í sínum eigin heimi, sem er heimur tónlistar- innar. Eitt kvöldið kemur móðir- in heim með nýjan bólfélaga. Hann er umboðsmaður fyrir þriðja flokks „skemmtikrafta" og dreymir um fljótfenginn gróða. Hann heyrir Lóu syngja og sér samstundis gróðavon. Leikstjóri er Hávar Sigurjóns- son en leikendur eru Kristbjörg Kjeld, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Ragnheiður Steindórsdóttír, Hilmar Jónsson, Róbert Amfmnsson og Jón Ólafs- son. Keppt hefur veriö í handbolta i innan við 100 ár. Þridjudagsblús Jass-barinn við Lækjargötu er nýr tónlistarbar sem ætlar að bjóða upp á lifandi blús og blústengda tónlist á þriðjudags- kvöldum. Það verður hijómsveitin Blues-Express sem ríður á vað- ið og ætla þeir Gunnar Eiriks- Skemmtanir son og félagar hans í sveitínni að leika slatta af standördum og einnig nýstárlegri útsetnmg- ar og frumsamið efni Spilað verður frá klukkan tiu tíl eitt eftir miðnættí og er að- gangur ókeypis. Gunnar Eiríksson og félagar hans i Danskur handbolti Handknattleikur er dönsk upp- fmning. R.N. Emst liðsforingi og Holger Nielsen íþróttakennari mótuðu þessa íþrótt hvor í sinu lagi á árunum 1896-1907. Eftir það þróaðist íþróttin eink- um í Þýskalandi. Keppt hefur verið í handknattleik á ólympíu- leikum síðan 1936 en þá unnu Þjóðverjar gullverðlaun. Blessuð veröldin Júdó Japaninn Jigoro Kano lagði drög að júdó 1882. Hann var fæddur 1860 í Mikage í Setsu-héraði og hafði lagt nokkra stund á jiu- jitsu. Kano stundaði nám við há- skólann í Tokyo og kynnti sér vandlega öll afbrigði jiu-jitsu. Loks mótaði hann árásar- og vamarkerfi sem gerði manni kleift að sigra aflmeiri andstæð- ing með lipurð og mýkt. Knattspyrna Sú knattspyma sem iðkuö er nú um stundir mótaðist 1863. Að markvörðum undanskildum máttu leikmenn nú ekki snerta knöttinn með höndum nema í innkasti. Kínverjar léku svipaða knattspymu um 350 f. Krist. Verið að moka Stein- grímsfjarðarheiði Á Vesturlandi er fært um Heydal í Dölum og mn norðanvert Snæfells- nes, Kerlingarskarð er fært og verið er að moka Fróðárheiði. Þá er verið að moka fyrir Klofning og um Gils- fíörð í Reykhólasveit og vonast er til Færðávegum að leiðin opnist síðdegis. Fært er til Hólmavíkur og verið er að moka Steingrimsfíarðarheiði. Fært er norður yfir Holtavörðuheiði og um Norðurland til Siglufíarðar og Ólafsfíarðar, einnig er fært til Húsa- víkur en Mývatns- og Möðmdalsör- æfí og Vopnafíarðarheiði era ófær. Vegir á Austfíörðum eru flestir færir og greiðfært er með suður- ströndinni til Reykjavíkur. Ástand vega Eö Hálka og snjór án fyrirstööu Lokaö B Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir m Þungfært © Fært fjallabílum Þessi sæti strákur fæddist laug- ardaginn 11, febrúar kl. 6.27 á fæð- ingardeild Landspítalans. Dreng- urinn var 3235 grömm þegar hann var vigtaður og 53 sentímetrar á lengd. Foreldrar snáðans eru Jean- atte Castioni og Gisli Öm Þórólfs- son. Þetta er fyrsta barn þeirra. Masatoshi Nagase í hlutverki íslandsfarans. Á köldum klaka Stjörnubíó sýnir um þessar mundir nýjustu mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Á köldum klaka. Guðlaugur Bergmunds- son, kvikmyndagagnrýnandi DV, er einn þeirra sem hafa séð myndina og hann hafði m.a. þetta um hana að segja: „Eins og svo oft áður er það náttúra landsins og kvikmynda- takan sem hér era sfiörnumar. Kvikmyndir Það var hárrétt ákvörðun hjá Friðriki Þór að láta söguna gerast að vetrarlagi þegar landið tekur á sig enn hrikalegri myndir en á sólríkum sumardegi. Fegurðin og hrikaleikinn njóta sín með ein- dæmum vel í myndatöku Ara Kristinssonar. Þar skal sérstak- lega -nefna þegar Hirata gengur út í tunglbjarta nóttina uppi á fíöllum. Það er eins og hann hafi stígið inn í heim andanna." Nýjar myndir Háskólabíó: Ekkjuhæð Laugarásbíó: Corrina, Corrina Saga-bíó: Leon Bíóhöllin: Aflijúpun Stjörnubíó: Á köldum klaka Bíóborgin: Afhjúpun Regnboginn: Barcelona Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 46. 21. febrúar 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 65,750 65,950 67,440 Pund 103,950 104,270 107,140 Kan. dollar 46,980 47,170 47,750 Dönsk kr. 11,2580 11,3030 11,2820 Norsk kr. 10,1100 10,1500 10,1710 Sænsk kr. 9,0110 9,0470 9,0710 Fi. mark 14,3360 14,3930 14,2810 Fra. franki 12,7760 12,8270 12,8370 Belg.franki 2,1676 2,1662 2,1614 Sviss. franki 52,5900 52,8000 52,9100 Holl. gyllini 39,6300 39,7900 39,7700 Þýskt mark 44,4600 44,5900 44,5500 It. lira 0,04100 0,04120 0,04218 Aust. sch. 6,3110 6,3420 6,3370 Port. escudo 0,4286 0,4308 0,4311 Spá. peseti 0,5093 0,5119 0,5129 Jap. yen 0,67490 0,67690 0,68240 Irskt pund 103,430 103,940 105,960 SDR 97,78000 98,27000 99,49000 ECU 83,4600 83,8000 84,1700 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan Lárétt: 1 úlfypja, 6 heimili, 8 einfaldur, 9 svelgur, 10 kropp, 12 ónáöaöi, 15 dygga, 17 dauði, 19 lunboðssvæði, 20 grind, 21 hugur. Lóðrétt: 1 hámark, 2 land, 3 gróður, 4 samþykkir, 5 skel, 6 fæöingu, 7 mælir, 11 pinna, 13 útlims, 14 lengdarmál, 16 erlendis, 18 mannsnafn. Lausn á siðustu krossgátu. Lárétt: 1 sýr, 4 eski, 8 ofur, 9 kal, 10 last- ar, 11 lækur, 13 tá, 15 iður, 17 fis, 18 nugg- uöu, 20 org, 21 árum. Lóðrétt: 1 sollin, 2 ýfa, 3 rusk, 4 ertur, 5 skarfur, 6 kartið, 7 ilm, 12 æður, 14 ásum, 16 ugg, 19 gá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.