Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 Snjókoma eða éljagangur Skyldu þessir vera á mála hjá vinnuveitendum? Byssukjaftar vinnuveitenda „Þetta er eins og að standa fyrir framan byssukjafta." - Sigurður ,T. Sigurðsson, for- maður Hlífar í Hafnarfirði, í DV í gær. Með allt á hreinu „Ég ætla að veröa mfiljónamær- ingur þegar ég verð stór.“ - Halldór Benjamín Þorbergs- son í DV á föstudaginn. Litblindir lygarar „Pólitískt litróf íslenskra stjóm- málaflokka og forystumanna þeirra hefur alltof lengi borið í sér einkenni litblindu og lyga.“ - Lúðvíg Thorberg, verkamaður á Tálknafirði, í Mogganum á laugardaginn. Ummæli Búist er við stormi á Vestfjarðamið- um, norðvesturmiðum, vesturdjúpi, Grænlandssundi og norðurdjúpi. Á Vestfjörðum verður allhvöss eðá Veórið í dag hvöss norðaustanátt og snjókoma eða éljagangur í dag en heldur hæg- ari vindur og él í nótt. Norðanlands verður norðaustan kaldi og skúrir eða slydduél í dag en él í nótt. Sunn- an til á landinu verður austlæg átt, gola eða kaldi og skúrir eða slydduél í dag en stinningskaldi og él í nótt, einkum suðaustan til. Hiti breytist lítið í dag en í nótt kólnar. Á höfuðborgarsvæðinu veröur austan gola eða kaldi í dag en stinn- ingskaldi í kvöld og nótt. Dálítil snjo- eða slydduél. Hiti 1-4 stig í dag en frost, 1-3 stig, í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 18.20 Sólarupprás á morgun: 9.01 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.43 Árdegisflóð á morgun: 11.08 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 3 Akumes þokaí grennd 0 Bergsstaðir skýjað 1 Bolungarvík snjókoma -1 Keílavíkurflugvöllur léttskýjað -2 Kirkjubæjarkla ustur alskýjað 1 Raufarhöfn alskýjað 1 Reykjavík skýjað 0 StórhöfOi skýjað 0 Bergen skýjað 2 Helsinki snjók. ásíð. klst. 1 Kaupmannahöfn rigning 3 Stokkhólmur léttskýjað 0 Þórshöfh haglélásíð. klst. 3 Amsterdam alskýjað 10 Beriín skýjað 6 Feneyjar þoka 2 Frankfurt lágþoku- blettir 6 Glasgow léttskýjað 3 Hamborg rign. á síð. klst. 9 London skýjað 7 LosAngeles þrumuveð- ur 19 Mallorca skýjað 7 Á víð og dreif „Ég hef verið að finna búta úr bílnum hér og þar eftir ábending- ar frá almenningi." - Þorbjörn Pétursson, fyrmm jeppaeigandi, í DV á laugardag- inn. Appelsínulýðveldið ísland „Eg held að þetta sé einsdæmi og myndi ekki koma fyrir í banana- lýöveldum." - Sigurður R. Þórðarson, einn eigenda ms. Leifs Eiríkssonar, í DV á laugardaginn. rrc-deildin Röst ITC-deildin Röst á Suðumesj- um heldur fund í Sölku Völku að Víkurbraut 21 í Grindavík kl. 20.30 í kvöld. Hjónanámskeið Sigr’íður Anna Einarsdóttir fjöl- skyldufræðingur stendur fyrir hjónanámskeiði á þriöjudags- kvöldum og hefst það í kvöld. Uppl. í sima 15404. Samtökin Fjölskyiduvernd Samtökin Fjölskylduvemd efna til fundar með fuÚtrúum stjóm- málaflokkanna í safnaðarheimili Langholtskirkju í kvöld kl. 20.30. Yfirskriftin er Fjölskyldan og rik- isvaldið. Fundir Rannsóknir Guðna í dag fjallar Guðni Elísson bók- menntafræðingur um rannsókn- ir sínar í boði Rannsóknarstofú í kvennafræðum við HÍ. Rabbiö verður í stofu 422 í Árnagaröi kl. 12-13. Vakingarsamkoma í tilefiú af heimsókn norska söngvarans og predikarans, Jans Öysteins Knedals, verða haldnar vakingarsamkomur á Hjálpræð- ishemum, Kiriyustræti 2, á hveiju kvöldi kl. 20.30 næstu daga. Námskeiðfyrirbörn Skóli Johns Casablanca býður upp á námskeið fyrir böra. Uppl. í síma 588-7799 eða á Grensásvegi 7,2. hæð. Þriðjudagshópurinn Þriðjudagshópurinn kemur saman í Risinu í kvöld kl. 20. Sig- valdi stjómar. Opið öUu eldra fólki Sveinn Ögmundsson, útvarpsstjóri Verslunarskólans: ara 1 „Þetta er eiginlega upplýsingam- iðill til nemenda á meöan verkfall stendur yfir. Nemendur geta fylgst með því hvað um er að vera í skó- lanum enda verður reynt að halda uppi eins mikilli dagskrá og mögu- legt er. T.d. er eróbikk á morgnana og svo getur fólk komið hingað tíi aö læra og þá geta eldri nemendur hugsaniega hjálpað þeim yngri. Við sendum út allan sólarhringinn en Madur dagsins hyijum klukkan átta á morgnana með talað mál en við sendum út á FM 89,3,“ segir Sveinn Ögmunds- son, nemandi í Verslunarskóla ís- lands, en þar reka nemendur nú útvarpsstöð á meðan verkfaU kennara stendur yfir. Sveinn, sem er titlaður útvarps- sfjóri stöðvarinnar, segir að út- sendingar muni standa yfir í a.m.k. hálian mánuð. Auk þess sem áður er getið verður boðið upp á nám- skeið i Ld. skyndihjálp og mat- Sveinn ögmundsson. reiðslu svo það er ljóst að við ýmis- iegt er aö vera þótt heföbundin kennsla hggi niöri. Þá mun út- varpsstöðin að sjálfsögðu flytja fréttir af kennaradeilunni en alls eru það sex manns sem sjá um út- sendingarnar. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem útvarp er starf- rækt í skólanum og heldur ekki í fyrsta skipti sem Sveinn hefur af- skipti af sliku. „Ég var hérna í fyrra en þá vor- um við með útvarpsstöð, bæði fyrir og eftir áramót, og svo tók ég við útvarpsstjórn á þessu ári,“ segir Sveinn og bætir við að hann sé þokkalega ána&gður með viðtök- umar en það er mikið hringt. Út- varpsstjóranum finnst einnig gott að hvOa sig á námsbókunum en segir jafnframt aö hann noti nú líka stundum tækifærið og gluggi aö- eins í þær. Viö frekari spurningar segist Sveinn vel geta hugsað sér að starfa við útvarp en hann er annars á hagfræðibraut 1 skólanum og lýkur þar námi í vor ef aUt geng- ur að óskum. Það er þó ekki hægt aö skilja viö útvarpsstjórann í Verslunarskólanum án þess að spyrja hvemig hljóðið sé í nemend- um þessa dagana. „Það er misjafnt Þeir sem eru að klára eru ekkert aUtof hressir en ég held aö allir sé sammála um kennarar hafi ekkert of há laun. Ég held að flestir séu á bandi kenn- ara í þessari baráttu.“ Myndgátan 1152 Cib- r <*• -, /» Skjólbelti -EYÞoÍR- Myndgátan hér aö ofan lýsir athöfn Njarðvík mætirVal í 1. deild kvenna í kvöld er einn Ieikur í 1. deOd kvenna í körfuknattleik. Vals- stúlkur fara suður með sjó og leika viö stöUur sínar í Njarövík. Leikurinn fer íram i íþróttahús- inu í Njarövík og hefst hann kl. 20. Handbolta- og blakmenn eiga frí í kvöld en á morgun hefst 2. umferð úrslitakeppni 2. deUdar karla í handbolta og sama kvöld er leikið i undanúrslitum bikar- keppninnar í blaki. Skák Frá einvígi Karpovs og Gelfands í Sang- hi Nagar. Staðan er úr 7. einvígisskák- inni þar sem Karpov knúði fram sigur eftir langt og strangt endatafl. Hann hafði svart og átti leik í þessari stöðu: 68. - d4! 69. Kd3 Eftir 69. exd4 Kxd4 eru öll hvítu peðin í bráðri hættu. Svartur hótar 70. - Ke4, eða 70. - Bf7, sem yrði jafnframt svarið við 69. e4. 69. - Bb5 + 70. Ke4 d3! 71. Kf5 Bc4 72. Ke4 d2 73. £5 Bxa2 74. Kd3 Bbl + 75. Kxd2 Bx£5 Karpov hefur unnið peð og nú er skammt til leiks- loka. 76. Be2 Be4 77. Kcl Kd6 78. Kb2 Bd5 79. Bd3 Bf7 80. Be2 Ke5 og Gelfand gafst upp. Jón L. Árnason Bridge Þegar trompsamningur er spilaður er þægindi aö því að hafa minnst 8 spUa samlegu í litnum. í sumum tilfeUum er þó hægt að spUa vitrænan trompsamning á 4-3 samiegu, sérstaklega þegar grand- samningur er útUokaöur þar sem stöðv- ara vantar algerlega i einn lit. í örfáum tilfeUum er 3-3 samiega spUanleg en það gerist mjög sjaldan. Hitt upplifa fáir viö borðið að spUa redoblaðan trompsamn- ing á öðru sagnstigi og vinna hann, eig- andi minnihlutann af punktunum. Þaö gerðist þó eitt sinn í tvimenningskeppni í Danmörku í þessu spili. Sagnir gengu þannig, austur gjafari og enginn á hættu: ♦ 753 V G5 ♦ Á52 4» 87543 ♦ 864 * K976432 + 962 ♦ K92 V 108 ♦ KD7 + ÁKDG10 ♦ ÁDGIO V ÁD ♦ G1098643 Austur Suöur Vestur Noröur 1+ 2* Dobl Pass Pass Redobl Pass Pass!? Pass Noröur og suður hölðu aldrei spUaö sam- an áður og það útskýrir misskilninginn. Tveggja laufa sögn suöurs átti aö tákna stutt lauf og suöur taldi að meö þvi aö redobla ætti norður ekki að fara í grafgöt- ur með að hann ætti ekki lauf. Norður var hins vegar grunlaus og þvi uröu 2 lauf redobluð lokasamningurinn. Vana- lega í stöðum sem þessum er best fyrir vömina að spUa út trompi en af einhveij- um sökum ákvaö vestur að spUa fyrst út tígulásnum (svona tíl þess að líta á stöðuna). Meira þurfti suður ekki. Trompað í blindum, spaða svinað, tígull trompaður, spaða svínaö, þriðji tígullinn trompaður og síöan tveir slagir á hjarta og spaðaás. Atta slagir og 760 í dálkinn sem er að sjálfsögðu betra skor en fékkst fyrir 4 hjörtu staöin með þremur yfirslög- um. ísak öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.