Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRUAR 1995 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PALL STEFANSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Samgönguæð nútímans Ríkið á alltaf og alls staðar erfitt með að nota peninga- veldi sitt til að stuðla að nýsköpun í atvinnuvegum. Það er alþjóðleg reynsla, sem hefur fengið óvenjulega skýra staðfestingu hér á landi í miklu tapi opinberra sjóða af stuðningi við nýsköpun í loðdýrarækt og fiskeldi. Lánasjóðir og gjafasjóðir ríkisins eiga líka erfitt með að fmna einstök fyrirtæki eða verkefni, sem geti komizt á flug með hjálp Stóra bróður. Það er ekki til nein aðferð við að finna, hvaða hugvitsmenn og snillingar séu líkleg- astir til að ná árangri og hverjir blási sápukúlur. Ríkið getur samt gert mikið gagn og búið í haginn fyrir atvinnugreinar nútímans. Það gerist með því að leggja í kostnað við að undirbúa jarðveginn. Beinasta og augljósasta dæmið um slíkt er samgöngukerfi á landi, í sjó og í lofti og ekki sízt í símaþráðum af ýmsu tagi. Ríkið byggir og rekur vegi án þess að rukka sérstak- lega fyrir notkun neins hluta þeirra. Með sveitarfélögum, sem líka eru opinberir aðilar, byggir það hafnir. Sveitar- félög reka þær með lágu notkunargjaldi, sem ekki tekur stofnkostnað með í dæmið, aðeins rekstrarkostnað. Framtak opinberra aðila á þessum sviðum er forsenda hins hefðbundna atvinnulífs hér á landi. Ef ríkið gengi ekki fram fyrir skjöldu í vegagerð og hafnargerð, væri alls ekki hægt að stunda hefðbundna atvinnuvegi hér á landi, þar á meðal ekki fiskveiðar og fiskvinnslu. Þessa dagana er orðið fínt að tala um, að hér á landi þurfi að byggja upp atvinnuvegi nútímans, greinar, sem byggja á menntun og hugviti. Talað er um gerð hugbún- aðar, fjarþjónustu, viðskipti á intemetinu og ýmislegt fleira, sem skapi þjóðinni hálaunastörf við tölvur. Ríkið getur stuðlað að þessu og fetað á undan þróun- inni með því að byggja gott samgöngukerfi fyrir atvinnu- greinar nútímans. Um þessar mundir er aðeins notuð alls kostar ófullnægjandi, 128 kílóbita lína til gagnaflutn- ings og annarra tölvusamskipta til og frá landinu. Þetta þýðir, að þeir, sem ætla að ná árangri í utanrík- isviðskiptum á þessum sviðum, verða að flytja rekstur sinn úr landi. Það er þeim auðvelt, af því að rekstur þeirra er ekki staðbundirm, heldur auðflytjanlegur. Hann notar engar vélar eða tæki í hefðbundnum skilningi. Ef ríkið ætlar að halda þessu hálaunafólki í landinu, þarf það að lýsa formlega yfir, að það ábyrgist mun meiri bandvídd í gagnaflutningsgetu til og frá landinu en notuð er á hveijum tíma og muni til að byija með auka bandvíddina úr 128 kílóbitum í 4.000 kílóbit. Póstur og sími hefur raunar tífalda þá bandbreidd, 40.000 kílóbit, til ráðstöfunar. Það er rúmlega þrjúhundr- uðfóld núverandi bandvídd. Kapallinn hefur verið lagður og bíður eftir viðskiptum. Það þýðir hins vegar ekki að verðleggja notkunina eins og einhvern fágætan hlut. Ef ríkið og einkaréttarstofnun þess geta ekki jafnað aðstöðumun innlendra og erlendra fyrirtækja á sviði hugbúnaðargerðar, fjarþjónustu, viðskipta á intemetinu og öðrum tölvusamskiptum, stoðar lítt að monta sig af 40.000 bita bandvídd til gagnaflutninga yfir hafið. Svo kann að fara, að ríki og sími þurfi sameiginlega að afskrifa hluta af kapalverðinu til að gera þetta kleift og að ríkið þuríi jafnframt að bjóða út rekstur gagnaflutn- ingsins eftir kaplinum til þess að ná fram lægra verði en einkaréttarstofnunin telur sig geta ráðið við. Góðu fréttimar em, að ríkið getur nánast með tveim- ur pennastrikum lagt sitt af mörkum til að tryggja mögu- leika íslendinga í hinum nýju atvinnugreinum tölvunnar. Jónas Kristjánsson Greinarhöfundur telur hugmyndina um tilvísunarkerfi vera enn einn nýjan sjúklingaskatt og muni auka út- gjöld sjúklinga. Sjúklingum mismunað Meö reglugerð frá heilbrigöis- ráöherra frá því í september 1992 um svokölluð ferilverk var inn- leiddur sjúklingaskattur sem er í því fólginn aö sjúklingur borgar stóran hluta kostnaöar viö skurð- aögerö, rannsóknir, lyíja- og geisla- meðferð, að öllu jöfnu leggst sjúkl- ingur þá ekki inn á sjúkrahús eða þá er miðað við að hann liggi ekki nema einn sólarhring. Þá tekur viðkomandi læknir 60% af greiðslu sjúklings en sjúkrahúsiö fær 40% í svokallað aðstöðugjald. Algengt verð á slíkri aðgerð er 12-14 þús., en getur verið hærra. Síðan bætist við endurkomugjald, mismunandi hátt. Venjulega er heildarkostnað- ur sjúklings um 20 þús. kr. Ójöfnuður Þessi skattlagning kallar á ójöfn- uð. í fyrsta lagi getur læknir unnið á sjúkrahúsi slíkt aukaverk og þeg- ið aukaþóknun. Hann nýtir starfs- fólk, tæki og lyf stofnunarinnar, en einungis læknirinn þiggur auka- þóknun. Látum það nú vera. Verra er að sjúklingum er mismunað þannig að jafnvel á sömu stofu geta legið tveir sjúkhngar hhð við hlið eftir sams konar aðgerð. Annar borgar aðgerðina, hinn ekki. Þetta er óþolandi mismunun og umhugs-. unarefni að hún skuli vera fundin upp af jafnaðarmannaflokki ís- lands. ^ Það er einnig mismunandi milh sjúkrastofnana hvort slíkar að- gerðir eru gerðar sem ferilverk með fyrmefndri skattlagningu eða framkvæmdar sjúklingum að kostnaöarlausu. Það má segja að þaö sé undir sérfræðingnum komið á viðkomandi stað, þrátt fyrir að ríkið reki stofnunina. Lyf og vottorð og tilvísanir Með því að stórauka hlutdeild KjáUarinn Ingibjörg Pálmadóttir 2. þingmaður Vesturlands- kjördæmis sjúklinga í lyíjakostnaði taldi heil- brigöisráðherra að auka mætti kostnaðarvitund sjúkhnga þannig að lyfjanotkun minnkaði. En það sem gérst hefur er þetta: Kostnaður ríkissjóðs minnkaði en að sama skapi hefur kostnaður sjúklinga farið upp úr öllu valdi. Fyrir læknisvottorð greiða sjúkl- ingar 600 kr. og ef þeir þurfa á mörgum vottorðum að halda í senn, t.d. vegna sjúkradagpeninga, sjúkraþjálfunar og fyrir hjálpar- tæki, auk þess komugjald til lækn- is, kostar það sjúklinginn 2.400 kr. Þetta er e.t.v. allt í lagi fyrir þá sem hafa sæmilegar tekjur en fyrir þá sem em með 15 þús. kr. í sjúkra- dagpeninga er þetta þungur skatt- ur. Mér sýnist að hugmyndin um til- vísunarkerfi sé enn einn nýr sjúkl- ingaskattur og muni enn auka út- gjöld sjúkhnga, ef fer sem horfir, enda er tilgangurinn að spara 100 millj. kr. sem er í raun yfirfærsla á kostnaði frá ríki yfir á sjúklinga. Aukinn fjöldi öryrkja Öryrkjum á íslandi hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Á sl. ári fjölgaði þeim t.d. um 11,3%. Ástæðan er m.a. atvinnuleysi en langvarandi atvinnuleysi leiðir til örorku og auk þess eru sjúkradag- peningar eins og fyrr kom fram ótrúlega lág upphæð og því fremur sótt um örorku en sjúkradagpen- inga. Það sem hér hefur komið fram sýnir, svo ekki verður um villst, ranga stefnu í heilbrigðismálum. í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa nánast þær einu skipulagsbreyt- ingar átt sér stað að sjúklingar hafa mátt þola nýjar og nýjar álög- ur. Ingibjörg Pálmadóttir „Á sömu stofu geta legið tveir sjúkling- ar hlið við hlið eftir sams konar að- gerð. Annar borgar aðgerðina, hinn ekki. Þetta er óþolandi mismunun og umhugsunarefni að hún skuli vera , fundin upp af jafnaðarmannaflokki Is- lands.“ Skoðanir aimarra Fjársvelti í menntun Fjársvelti íslenskrar menntunar er shkt að líkast til verður að leita til vanþróaðra landa að finna sam- bærilega nísku - og þá á ég við reglulega vanþróaðra landa. Laun þeirra, sem sjá um að mennta kynslóð- ina sem nú vex úr grasi, eru svo lág að þjóðarskömm er að. Á þetta við um alla kennara, jafnt grunn-, fram- halds- sem háskólakennara." Þórður Helgason í Lesbókarrabbi Mbl. 18. febr. í vernduðu umhverfi „Ef íslensku ohufélögin standast ekki heilbrigða samkeppni hvaðan sem hún kemur - þá hefur far- ið fé betra ef þau heltast úr lestinni. Þau hafa hingað til lifað í vehystingum praktuglega í andrúmi fá- keppni og samráðs. Vonandi verður það brátt liðin tíð - almenningi til hagsbóta. Það væri óskandi að utanaðkomandi samkeppni kæmi til á fleiri sviðum í íslensku viðskiptalífi, því það eru ekki bara ís- lensku ohufélögin sem hafa lifað í tiltölulega vernd- uðu umhverfi... Á þessu er að verða breyting, sem betur fer fyrir lífskjör íslensku þjóðarinnar, og þá er að duga eða drepast fyrir íslensku fyrirtækin.“ Úr forystugrein Morgunpóstsins 20. febr. Lítt skiljanlegur dráttur „Það er út af fyrir sig skiljanlegt að stjórnvöld vilji sjá einhverja heildarmynd af launaþróuninni í land- inu, þegar gengið er frá samningum við svo fjöl- menna stétt sem kennarar eru. Hins vegar er sá dráttur, sem oröið hefur á því aö ræða við þá um önnur starfskjör en beinar launahækkanir, htt skilj- anlegur. Sú vinna hefði átt að fara í gang strax um áramót, ef ekki fyrr... Einkennileg viðbrögð stjórn- valda í upphafi eru ekki síst orsökin að því hvernig nú er komið.“ Úr forystugrein Tímans 18. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.