Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1995, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995
Viðskipti
hagnaðurhjá
NIB1994
Hagnaöur af starfsemi Nor-
ræna fiárfestingarbankans, NIB,
á síðasta ári jókst um 53% frá
árinu 1993 og var 8,3 milljaröár
króna. Sem kunnugt er stýrir Jón
Sigurðsson, fyrrum seðlabanka-
stjóri, bankanum í Helsinki.
Hreinar vaxtatekjur jukust um
14% á árinu og námu tæpum 10
milljöröum. Engin útlánatöp
urðu á síðasta ári. fjárfestingar
innan Norðurianda fara nú vax-
andi á ný. Útborguð ný lán til
Norðurlanda jukust þannig milli
ára um 16% og námu 57,3 millj-
örðum. Þar af fóru 4 milljarðar
til íslands. Ársreikningurinn
verður lagður fram á fundi Norö-
urlandaráös í Reykjavík 1. mars
nk.
Vínlandeða
ekkiVínland
Héraðsdómur Reykjavíkur hef-
ur úrskurðað að fyrirtækinu Vin-
landi hf., Clausen/Hraíhsson, sé
bannað að nota það nafn í hluta-
félagaskrá. Þar með var orðiö við
kröfu Þorbjörns Magnússonar
sem hefur haft einkaleyfi á vöru-
merkinu Vínland í vörumerkja-
skrá. Eigendum fyrirtækisins var
gert að afmá nafhíð úr auglýsing-
um, bréfhausum eða á annan
hátt innan 30 daga en dómurinn
féll í síöustu viku.
198prósent
Launavísitala, lánskjaravxsi-
tala og byggingarvísitala hafa
fengiö ný gildi. Byggingarvísital-
an fyrir mars er 200 stig sam-
kvæmt útreikningum Hagstof-
unnar, 0,3% hærri en í janúar sl,
Talan iiefur síðustu þrjá mánuði
hæltkað um 0,5% sem jafngildir
1,8% verðbólgu á ári.
Hagstofan hefur reiknað út að
launavísitalan fyrir febrúar er
133,9 stig sem er 0,1% hækkun frá
þvi í janúar. Þá hefur Seðlabank-
inn reiknaö út iánskjaravísi-
töluna 3402 fyrir marsmánuð sem
er 0,18% hækkun frá janúar,
9,8 milljarða innlausn spariskírteina:
Bankar tóku 2,5
milljarða til sín
- skirteini endumýjuð fyrir 5,8 milljarða
Frestur til að nýta sér endurnýjun-
arkjör ríkissjóðs vegna innlausnar á
tæpum 10 milljörðum króna í spari-
skírteinum ríkisins frá 1990 rann út
á mánudag. Af tæpum 10 milljörðum
tóku bankastofnanir strax 2,5 millj-
arða til eigin nota af því sem þær
áttu af skírteinunum. Af þeim 7,3
milljörðum sem þá voru eftir til inn-
lausnar voru um 5,8 milljarðar end-
urnýjaðir.
Endurnýjun skiptist þannig að eig-
endur völdu verðtryggð spariskír-
teini fyrir 2,8 milljarða, ECU-tengd
spariskírteini fyrir 1,7 milljarða og
ríkisvíxla fyrir 1,3 milljarða.
Af því sem ekki var endurnýjað er
áætlað að 1 milljarði hafi verið varið
til annars en verðbréfakaupa. Sam-
kvæmt því hefur um 500 milljónum
verið varið til kaupa á öðrum verð-
bréfum en ríkispappírum eða verið
lagðar inn á innlánsreikninga í bönk-
um og sparisjóðum.
„Þetta er mjög góöur árangur,"
sagði Pétur Kristinsson, forstöðu-
maður Lánasýslu ríkisins, við DV
um niðurstöðu innlausnarinnar.
Hvaö varð um
10* milljarðana?
Uttekið
Önnur
verðbréf
Bankar til
eigin þarfa
' Nákvæml. 9.8 milljaröar í 1. fl. D1990
DV
íslenskur sjávarútvegur:
Þekkingin dýrmætust
- sagði prófessor frá Harvard á Viðskiptaþingi ’95
„Þjóðir heims eiga frekar að horfa
á framtíðartækifæri en hvað þau
geta gert í dag. Hvað ísland varðar
er útflutningur á þekkingu í sjávar-
útvegi líklegra framtíðartækifæri en
fiskurinn sjálfur," sagði dr. Bruce
R. Scott, prófessor viö viðskiptadeild
Harvardháskóla í Bandaríkjunum,
m.a. á Viðskiptaþingi Verslunarráðs
í síðustu viku. Þingið bar yfirskrift-
ina „Samkeppni á íslandi - ísland í
samkeppni".
í máli prófessorsins kom fram aö
náttúruauðlindir þjóða gætu verið
þeim bölvun frekar en blessun og tók
Norðmenn sem dæmi í því sam-
bandi. Olíuauðlindirnar hefðu gert
aðrar atvinnugreinar illsamkeppnis-
hæfar á alþjóðavettvangi og þeim
væri flestum haldið uppi á ríkis-
styrkjum.
Dr. Bruce R. Scott, prófessor við Harvard, i ræðustóli á Viðskiptaþingi.
DV-mynd BG
Þingvísitala hlutabréfa í hámarki
Þingvísitala hlutabréfa náði sögu-
legu hámarki sínu á mánudaginn
þegar hún fór í 1056 stig. Mestu réð
hækkun hlutabréfa Eimskips, Flug-
leiða og íslandsbanka. Gengi Eim-
skipsbréfanna og Flugleiðabréfanna
hefur aldrei verið hærra, 5,00 hjá
Eimskip og 1,70 hjá Flugleiðum. Is-
landsbankabréfm fóru á 1,30 á mánu-
dag.
Hlutabréfaviðskipti í síðustu viku
námu rúmum 25 milljónum króna
og við bættust 11 milljóna viðskipti
sl. mánudag. Viðskipti gærdagsins
lágu ekki fyrir þegar þetta var ritað.
Mest hefur verið keypt af hlutabréf-
um Hampiðjunnar, eða fyrir 5,7
milljónir, og fyrir 5,2 milljónir af
bréfum íslandsbanka. Sömuleiðis
var nokkuð keypt af bréfum Síldar-
vinnslunnar, íslenskra sjávarafurða
og Flugleiða. Þrátt fyrir hækkun
Eimskipsbréfanna hafa viðskipti
með þau verið mjög lítil í krónum
talið.
Þrír seldu í Þýskalandi
Tveir togarar seldu afla sinn í
Brimarhöfn í Þýskalandi í síðustu
viku og einn sl. mánudag. Dala Rafn
VE náði hæsta meðalverðinu, 145
krónum kílóið, þegar hann seldi 140
tonn fyrir rúmar 20 milljónir króna.
Viðey RE fékk tæpar 29 milljónir fyr-
ir 246 tonn og Akurey fékk á mánu-
dag rúmar 24 milljónir fyrir 177
tonna afla. Sem fyrr var uppistaða
aflans karfi.
í gámasölu í Englandi seldust 188
tonn fyrir 29 milljónir í síðustu viku.
Að meðaltali fékkst lægra fiskverð
en í vikunni á undan.
Álið á uppleið
Álverð á heimsmarkaði virðist
vera á uppleið eftir flótta fjárfesta
af markaðnum. Staðgreiðsluverðið
var komið í 1904 dollara tonnið þegar
viðskipti hófust í London í gærmorg-
un. Það er 5% hærra verð en fyrir
viku.
Mikil eftirspurn á álmarkaðnum
hefur stuðlað að hækkuðu verði.
Ástæðan er m.a. ótti við áhrif verk-
faUa sem hafa verið boðuð nk. mánu-
dag í tveimur stórum verksmiðjum
Kaiser og Takoma í Bandaríkjunum.
Gengi helstu gjaldmiðla gagnvart
íslensku krónunni hefur verið að
lækka að undanfornu. Er þá einkum
átt við dollar og pund. Þannig hefur
dollarinn lækkað í veröi um nær 2%
á einni viku.
Þingvísit. hlutabr. Þingvísit. húsbr.
N D J F
Miiyarðavið-
milli banka
Sigurjón J. Sigurðssson, DV, ísafirði:
Þrjú fyrirtæki í sjávarútvegi í
Hnífsdal, Bakki, Miðfell og Hrað-
frystihúsið hf„ gengu frá því ný-
lega að ílytja viðskipti sín frá ís-
landsbanka til Landsbankans á
ísafiröi. Viðræður þessa efnis
hafa staðið yfir frá áranxótum.
Fyrirtækin þrjú, sem velta nær
tveimur milljörðum árlega, liafa
verið í viðskiptum við Islands-
banka frá stofnun hans og hin tvö
síðastnefndu voru í viðskiptunx
við Útvegsbankarm um áratuga
skeið. Ljóst er að missir íslands-
banka er mikill en að sama skapi
er ávinningur Landshankans
stór. Enda er hér um að ræða
einn stærsta viöskiptasamnhig
sem xitibú Landsbarxkans á
ísafxrði hefur gert.
Fyrstaolíufélag-
iðálnternetið
Fyrsta íslenska olixxfélagið til
að tengjast Internetinu er Olís. Á
heimasíðu félagsins er að fmna
almermar upplýsingar um starf-
semina og þær vörur og þjónustu
sem í boði eru, í gegnum Internet-
ið verður í náinrú framtíð hægt
aö ganga frá pöntunum á öllum
vöruílokkum sem Olís býður.
Heimasíðan er unnin af
Margmiðlxm Ixf. og upplýsinga-
deild Olís. Textanum fylgja
landakort og myndir sem sýna
hvar á laxxdinu Olís býður þjón-
ustu fyxdr sjávai'útveg, landstarf-
semi og flugrekstur. Á næstunni
veröur sett upp koii: af landinu
sem sýrúr þjónustustöðvar Olís.
íslandsdeild
Evrópusinna
stofnuð
Nokkrir sjálfstæðismenn og ai-
þýðuflokksmerm, sem eru við
nám i stjórnmálafræði og skyld-
um íögum við Háskóla íslands,
hyggjast halda áfram stofnmx ís-
landsdeildar ungliðasamtaka
Evrópusambandsins og Evrópu-
ráðsins, svokallaðs Félags ungra
Evrópusinna, hér á landi eftir
kosningar og hafa sótt um flár-
hagslegan styrk til stofnunarinn-
ar híá Verslunarráði íslands.
Fyx-ri stofnfundur félagsins vax-
haldinn síöasta haust.
Samkvæmt heimildum DV er
stefnt aö því að Félag ungra Evr-
ópusinna verði hluti af formlega
viðurkenndum ungliðasamtök-
um Evrópusambandsins og Evr-
ópuráðsins eftir framhaldsstotn-
fundinn í vor. Forsvarsmaður ís-
landsdeildarinnar er Eiríkur
Bergmann.
Helga Guðrún í
nýttstarf
Helga Guð-
nxn Jónasdóttir
er tekin við
starfi fram-
kvæmdastjóra
Landsnefhdar
Alþjóða versl-
unarráösins en
hún hefur á síð-
astliðnum
fimnx árum
veitt Upplýsingaþjónustu land-
búnaðarins forstöðu, eða frá fe-
brúar 1990. Landsnefndin tók til
starfa fyrir rúmum áratug. IWn
er tengiliður íslensks athafnalífs
við Alþjóða verslunarráðiö, ICC,
sem hefur frá árinu 1919 starfað
að málefnum frjálsrar verslunar
og viðskipta á alþjðöavettvangi. i