Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1995, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1995, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995 Fréttir Síbrotamaður dæmdur í fangelsi í gær fyrir stórfellda likamsárás: Tvö ár fyrir að stinga í háls með brotinni f lösku - nakin kona, fáklæddur maður og „fullt“ og „dópað“ fólk átti hlut að máli Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Bjarna Leif Pétursson, 36 ára, í tveggja ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás með því að hafa brotið flösku og stungið mann talsvert djúp- an skurð í háls í kjallaraíbúð í Þing- holtsstræti aöfaranótt 14. júni síð- astliðinn. Þetta var 33. dómurinn sem Bjarni Leifur hlaut og sjötti dómur- inn þar sem um var að ræða ofbeldis- verk. Inni í dómnum sem kveðinn var upp í gær felast einnig þjófnaðar- brot sem þó voru ekki stórvægileg þó þau hefðu einhver áhrif haft á dómsniðurstöðuna. Átök urðu í kjallaraíbúðinni um nóttina og sögðu vitni að maður sem þar var innandyra hefði tekið upp hníf. Eftir það hefði Bjami Leifur brotið bjórflösku og síðan stungið mann í hálsinn. Deilumar snemst um kvenmann sem var inni í íbúð- inni en fólkið var ýmist „fullt“, „dóp- að“ eða hvorttveggja. Eitt vitnanna bar að það hefði farið með sakbomingnum í íbúöina í Þing- holtsstræti en þar hafi verið fyrir nakin kona en fáklæddur maður. Hann hefði farið út en síðan komið aftur og kastað grjóti inn. Maðurinn hefði þá ráðist á ákærða - báðir hafi átt sök á átökunum. í niðurstöðu dómsins segir að Bjami Leifur hafi stungið umræddan mann með brotnum flöskustút í háls- inn og valdið honum áverka. Tahð Homafjarðarós: Veður og sjólag í tölvu Júlia Imsland, DV, Ho&i: Nú geta sjófarendur, sem leið eiga um Homaíjarðarós, fengiö nákvæm- ar upplýsingar um veður og sjólag við ósinn með því að hringja í síma 97 82097. Þá svarar veðurathugunar- stöðin í Hvanney og greinir frá vind- styrk, hitastigi, loftþrýstingi, sjávar- og ölduhæð. Olduhæð er mæld á 3ja tíma fresti. Ef hún er meiri en 3 metrar er mæling á klukkustundar- fresti. Sjávarhæðarmælir er á klöppun- um innan við Hvanney, veðurathug- unarstöðin við htla vitann á Suður- íjöröum og öldudufhð er tvær sjómil- ur suður af Hvanneyjarvita. Þægheg stúlkurödd svarar í sím- ann og gefur upplýsingar en sú er ekki af holdi og blóöi heldur talgerv- ill tengdur við veðurtölvu og breytir merkjum í talmál. Þetta upplýsinga- kerfi er hannað af Hugrúnu hf. og Vita- og hafnamálaskrifstofunni. Sigfús Harðarson hafnsögumaður sagði að sjómenn nýttu sér þessar upplýsingar vel og fyrstu 6 mánuðina voru símtöhn 250 á viku. Sigfús Haröarson víð upplýsingatölvuna. DV-mynd Ragnar Imsland Hlutafélagið Sjávarleður stofnað á Sauðárkróki: Framleiðsla á f iskleðri skapar 8-10 ný störf ÞórhaUur Áarraindsson, DV, Sauðárkrátd: „Já, við erum mjög bjartsýnir á þennan markað og teljum ótvíræðan styrk í samstarfinu viö norska aðh- ann. Við njótum þar góðs af sölu- kerfi fyrirtækisins sem er öflugt og á móti seljum við því tækniþekkingu þá sem við höfum skapað með þróun á sútun fiskroðs á undanfornum árum,“ segir Birgir Bjamason, fram- kvæmdastjóri Loðskinns, en um síð- ustu áramót var stofnað á Sauðár- króki hlutafélagið Sjávarleður hf. Að því standa Loðskinn, með 40% eign- arhluta, og Sauðárkróksbær og ís- lenska umboðssalan með sín 30% hvort. Áformað er að Sjávarleður starf- ræki verksmiðju á Sauðárkróki sem hefji vinnslu á fiskleðri um mitt þetta ár. Áætlun gerir ráð fyrir að 8-10 manns starfi við framleiðsluna og unnið er aö gerð viðskiptaáætlunar fyrir verksmiðju er framleiðir 200 þúsund fiskleður á ári. Að sögn Birg- var sannað að maðurinn braut flösk- una í þeim thgangi að gera sér vopn úr henni. Engu að síður var talið hggja fyrir aö þetta gerðist í átökum sem fórnarlambið var upphafsmaður að eftir að það veitti sakbomingnum högg. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp dóminn. -Ótt Starfsmenn Loðskinns sem hafa aðallega unnið aö þróun fiskleðursins, Karl Bjarnason og Gisli Eymarsson með eintök af sútuðu fiskroði. DV-símamynd Þórhallur Ásmundsson is er markaðurinn fyrir fiskleður 98% erlendis eins og gæmmarkaður- inn. Gerður hefur verið samstarfs- samningur við leðuriðju í Norður- Noregi, Viking Leather í Oksfjord, þekktan aðha í þessum geira sem m.a. hefur tekið þátt í tveim sýning- um í Hong Kong og einni í París. Framleiðsla fiskleðursins hófst á síðasta ári og hefur innlendi markað- urinn tekið leðrinu ákaflega vel. Leð- uriðjur hafa framleitt töskur og muni úr því og skóverksmiðjan Skrefið á Skagaströnd notað fiskleður í fram- leiðslu sinni. Sútunarmenn frá Loð- skinni hafa í þrígang farið til Noregs th að miðla þekkingu sinni th Viking Leather og sameiginlega ætla þessi tvö fyrirtæki að hasla sér völl á heimsmarkaði. Salan á tækniþekk- ingunni hjálpar Sjávarleðri hf. að koma undir sig fótunum en á næstu mánuðum munu forráðamenn fyrir- tækisins vinna að öflun hlutafiár fyr- ir 15-20 mhljónir th að hefla starf- semina. Haíraiinsóknastofniin: Loðnustofn- inn þriðjungi minni en áð- urvartalið „Þetta nær engan veginn því sem við héldum að ætti að vera til i sjónum," segir Hjálmar Vh- hjálmsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, um ástand loðnustofnsins. Hafrannsóknastofnun leggur til að upphafskvóti á Ioðnu, 950 þús- und tonn, veröi látinn gilda sem hehdarkvóti. Mat stofnunarinnar hafði verið að loönustofninn stæði undir veiði á 1,5 mhljónum tonna. Alls fundust í tveimur leíðöngrum Hafró i janúar og fe- brúar 875 þúsund tonn af loðnu austan- og suðaustanlands. Þetta er þriðjungi minna en áður var tahð. „Þaö er ljóst að það eru meiri líkur á vanmati nú.en ofmati. Við höfum fréttir af loðnutorfum á Vestfiarðamiöum sem eru ekki inni í myndinni. Ég er því enn ekki úrkula vonar um að fyrra mat okkar standist," segir Hjálm- ar. Nú er eftir að veiða rúmlega 500 þúsund tonn af loðnukvótanum og Jjóst er að þótt vel veiðist munu loðnuskipin eiga fullt í fangimeðaðnáþeirakvóta. -rt Sætin brotnuðu viðáreksturinn Tvær ungar konur voru fiuttar á slysadehd eftir harðanárekstur tveggja bíla á Hafnarfiarðarvegi, sunnan Kópavogslækjar, síðdegis í fyrradag. Um aftanákeyrslu var að ræða og var það jeppi sem ók aftan á smábíl sem stúlkurnar voru í, Þær sátu í framsætum bílsins og brotnuðu þau viö ákeyrsluna. Stúlkurnar munu hafa kennt eymsla i hálsi og baki en ökumað- urjeppans slapp ómeiddur. -pp Piltarskutu af loftbyssu Lögreglunni barst tilkynning um tvo 14 ára pilta sem voru að skjóta af loftbyssu á bha sem óku um Meistaravelli í fyrrakvöld, Hald var lagt á byssuna, skýrsla tekin af phtunum, sem neituðu að hafa skotið á bílana, og þeirn sleppt. -pp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.