Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1995, Síða 29
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 1995
29
í kvöld verður minningardagskrá
um Björn Braga Björnsson á
Sóloni íslandusi.
Minningardag-
skrá á Sóloni
í kvöld veröur minningardag-
skrá á Sóloni íslandusi um Björn
Braga Bjömsson sem lést í nóv-
ember sl. Meðal þeiiTa sem koma
fram eru Höröur Torfason,
Andrea Gylfadóttir, Borgardæt-
ur, Valdimar Örn Flygenring og
Björn Ingi Hilmarsson.
Tónleikar
Háskólakórinn
Á háskólatónleikum í Norræna
húsinu í dag kl. 12.30 kemur Há-
skólakórinn fram undir stjórn
Hákonar Leifssonar.
Flutt verður verk eftir Hákon
Leifsson við ljóð Hálldórs Lax-
ness, þjóðlög í útsetningu Hafliða
Hallgrímssonar og þjóðlög í út-
setningu Johns Ilearne.
Fjölmiðlunartónleikar
Á litla sviði Borgarleikhússins
geta unnendur nútímatónlistar
upplifaö fjölmiðlunartónleika í
kvöld. Á dagskrá eru fimm verk
en tónleikamir hefjast kl. 20.
I Þýskalandi nýtur bjór mikilla
vinsælda.
Stærsta
ölstofan
Heimsins stærsta ölstofa er
Matháser í Bayerstrasse 5 í
Miinchen í Þýskalandi þar sem
daglega er neytt 48.000 lítra af
bjór. Kráin var opnuö 1829, eyði-
lagðist í síðari heimsstyrjöldinni
en var endurreist 1955.
Þar em nú sæti fyrir 5500
manns.
Blessuð veröldin
Lengsta barborðið
Lengsti varanlegi barinn er 103,6
m langur bar í Lulu’s Roadhouse
í Kitchener í Ontario í Kanada,
opnaður 3.apríl 1984.
Á bamum hjá Erickson við
Bumside Street í Portland í Oreg-
on var, þegar best lét (1883-1920),
208,48 m langt borð sem lá hring-
inn í kringum og þvert yíir aðal-
vínveitingasalinn.
Gaukurinn elstur
Elsta starfandi ölstofa á íslandi
er Gaukur á Stöng á homi
Tryggvagötu og Veltusunds í
Reykjavík, opnuð 19. nóvember
1983.
Sú ölstofa sem er í elsta hús-
næðinu er Fógetinn í Aðalstræti
10, elsta húsinu í miðbæ Reykja-
víkur.
IZ
oo
Leið 4:
Hagar-
Mjódd
Strætisvagnar aka þessa leið á 20
mín. fresti alla virka daga frá kl. 7-19
en á hálftíma fresti eftir þann tíma.
Á laugardögum er ekið á hálftíma
Umhverfi
fresti frá kl. 7 en á helgidögum hefst
aksturinn kl. 10 og stendur til miö-
nættis eins og alla aðra daga.
Farþegum er bent á að hægt er að
kaupa farmiðaspjöld og græna kortið
á Hlemmi, í biðskýlinu á Lækjar-
torgi, biðskýlinu viö Grensásveg og
í skiptistöðinni í Mjódd. Þá eru far-
miöaspjöld einnig seld í afgreiðslum
sundstaða borgarinnar og hjá upp-
lýsingaþjónustu í Ráðhúsinu.
'
v./Dalbraut
Hagar - Mjódd v ... g™*
Frá Ægissíöu - Hofsvallagata - Lækjartorg--'Hlemmur -
Kieppsv./Dalbraut - aö Holtayegi - SQðdd - frá MJödd -
Hollavegur - Kleppsv./Dalbráut - LæKjargata - Hofsvallag. - ,' :;í :'
Ægisíöa
li
DV
Kringlukráin:
Tríó Þóris Bald-
djass og rokk
í kvöld leikur Tríó Þóris Baldurs-
sonar á Kringlukránni en það hef-
ur nokkra sérstöðu meöal tríóa.
Hljómsveitarstjórinn leikur á
Hammond-orgel með miklum fóta-
bassa sem er óvenjulegt í djass-
Skemmtanir
sveiL Efnisskrá tríósins ber óneit-
anlega keim af orgelinu en spannar
þó ansi breitt tímabil i djass- og
rokksögunni. Á efnisskránni verða
m.a. lög eftir Bob Berg, Jeff Beck
og Duke Ellington. Auk Þóris eru
þeir Björn Thoroddsen gítarleikari
og Einar Scheving trommuleikari
í triómu.
Tónleikamir hefjast kl. 22 og er
aðgangur ókeypis.
Þórir Baldursson og Bjöm Thoroddsen spila djass og rokk.
Ófærtum
Fróðárheiði
Ófært er um Fróðárheiði og veriö
er að moka fyrir Gilsfjörö í Reyk-
hólasveit. Þá er verið að moka frá
Patreksfirði um Kleifaheiði og einnig
um Mikladal og Hálfdán til Bíldu-
dals. Verið er líka aö moka frá Þing-
Færðávegum
eyri til Flateyrar og til Hólmavíkur
og yfir Steingrímsfjarðarheiði.
Þá er verið að moka til Skaga-
strandar, um Vatnsskarö og Öxna-
dalsheiði og frá Akureyri til Ólafs-
fjarðar en ófært er frá Hofsósi'til
Siglufjarðar. Verið er að moka um
Tjömes og fyrir Sléttu allt til Vopna-
fiarðar. Byijað er að moka Mývatns-
og Möðrudalsöræfi og einnig Vopna-
fjarðarheiði.
Fallega daman á myndinni kom
í heiminn fimmtudaginn 16. febrú-
ar kl. 5.47 á fæðingardeild Land-
spítalans. Stúlkan var 2870 grömm
þegar hún var vigtuð og 51 sentí-
metri á lengd. Foreldrar hennar
em Bára Mjöll Ágústsdóttir og
Helgi Magnús Baldvinsson. Systk-
in þeirrar litlu eru Darri Freyr, 9
' ára, og ElfaRós, 11/2 árs.
Töffarinn Bruce Willis.
Iitbrigði
næturinnar
í Regnboganum er nú verið að
sýna kvikmyndina Litbrigði næt-
urinnar. Þar fer töffarinn og eig-
inmaður Demi Moore, Bruce
Willis, með aðalhlutverkiö. Einn
þeirra sem búnir eru að sjá
myndina er Guðlaugur Berg-
mundsson, kvikmyndagagnrýn-
andi DV. Hann haföi m.a. þetta
að segja um Litbrigði næturinn-
ar:
Kvikmyndir
„Svo virðist sem karlstjörnur
vestur í Hollywood keppist þessa
dagana við að fletta sig klæðum,
samanber harðhausinn Sylvester
Stallone í Sérfræðingum. Enginn
hefur þó gengið jafn langt og
Bruce Willis í hlutverki sálfræð-
ingsins Bills Capas í trylhnum
Litbrigðum næturinnar. Þar
keppir hann líka við Jane March
í berháttun þótt hún hafi nú vinn-
inginn."
Nýjar myndir
Háskólabíó: Ekkjuhæð
Laugarásbíó: Corrina, Corrina
Saga-bíó: Leon
Bíóhöllin: Afhjúpun
Stjörnubíó: Á köldum klaka
Bíóborgin: Afhjúpun
Regnboginn: Barcelona
Gengið
Almenn gengisskráning LÍ nr. 47.
22. febrúar 1995 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 65,770 '65,970 67,440
Pund 104,070 104,380 107,140
Kan. dollar 46,900 47.080 47,750
Dönsk kr. 11,2650 11,3100 11,2820
Norsk kr. 10,1230 10,1630 10,1710
Sænsk kr. 8,9430 8,9790 9,0710
Fi. mark 14,3490 14,4070 14,2810
Fra. franki 12,7650 12,8160 12,8370
Belg. franki 2,1627 2,1713 2,1614
Sviss. franki 52,7300 52,9400 52,9100
Holl. gyllini 39,7500 39,9100 39,7700
Þýskt mark 44,6000 44,7400 44,5500
it. líra 0,04029 0,04049 0,04218
Aust. sch. 6,3330 6,3650 6,3370
Port. escudo 0,4294 0,4316 0,4311
Spá. peseti 0,5073 0,5099 0,5129
Jap. yen 0,67700 0,67900 0,68240
Irsktpund 103,660 104,180 105,960
SDR 97,92000 98,41000 99,49000
ECU 83,3200 83,6500 84,1700
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
Krossgátan
Lárétt: 1 tenings, 8 klampar, 9 pinni, 10
kjaftur, 11 slægjuland, 13 hlóðir, 14 skaut,
16 svik, 18 jurtin, 20 ávöxt.
Lóðrétt: 1 mælitæki, 2 ökumann, 3 rápir,
4 klerkar, 5 spurðu, 6 haf, 7 riftun, 12
hljóði, 13 hlass, 15 brún, 17 atferli, 19
umdæmisstafir.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárétt: 1 ylgja, 6 bú, 8 fáráður, 9 iða, 10
nart, 12 raskaði, 15 trúa, 17 lát, 19 amt,
20 rist, 21 sinni.
Lóðrétt: 1 yfirtak, 2 láö, 3 gras, 4 jánkar,
5 aða, 6 burð, 7 úr, 11 titti, 13 arms, 14
alin, 16 úti, 18 Ási.