Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 1995 Fréttir________________________________________________________ Fjöldi atvinnurekenda óskaði tilboða 1 verðmætaflutninga: Atvinnurekendur allt of kærulausir - segir Viðar Agústsson, framkvæmdastjóri Vara Nokkur fjöldi forsvarsmanna fyr- irtækja hefur haft samband við ör- yggisgæslufyrirækin Vara og Secu- ritas, í kjölfar ráns á peningasend- ingu Skeljungs á mánudagsmorgun, og lýst yfir áhuga á tilboðum í verð- mætaflutninga. Fjölmargir atvinnu- rekendur hafa hins vegar haft á orði í samtali viö DV að kostnaður hafi hingað til staðið í vegi fyrir því að þeir hafi fengið öryggisgæslufyrir- tækin til að vinna fyrir sig. „ Við höfum fengið töluvert af fyrir- spumum um verðmætaflutninga og það er greinilegt aö fólk er skelkað vegna þessara atburða á mánudag. Hins vegar htur fólk á kostnað sem af þessu hlýst eins og munað. Ég get ekki falhst á það. Þetta er nákvæm- lega eins og aö kaupa sér tryggingu. Maður veit aldrei hvenær á henni þarf að halda og mér blöskrar að horfa upp á hvemig sum fyrirtæki standa að verðmætaflutningum. Það er mikið kæmleysi sem einkennir þá,“ segir Viðar Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Vara. Stefán Þórarinsson, yfirmaður ör- yggismála hjá Seðlabankanum, sagði í samtali við DV aö undanfarið hefðu bankarnir tekið á verðmætaflutning- um sínum og almennt væru þeir í góðum farvegi. Þó væri þörf á að endurskoða þá, sérstaklega með til- liti til aðkomu að bönkunum. Vari starfrækir sérstakan brynvar- inn verðmætaflutningabíl og segir Viðar hann ekki hafa nýst vel til þessa en í ljósi viðbragða nú á hann von á breytingu á því. Aðspurður hvort hægt sé lækka kostnaðinn við verðmætaflutninga ef aukin verkefni Viðar Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Vara, við verðmætaflutningabíl fyrirtækisins sem hann vonar að fái aukin verkefni nú. Allt of mikið kæru- leysi hafi einkennt verðmætaflutn- inga fyrirtækja til þessa. DV-mynd Brynjar Gauti fáist segir Viðar svo ekki vera. Kostnaðurinn sé þegar í lágmarki. Hannes Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Securitas, segir á hinn bóginn að það sé vel hugsanlegt ef verkefnum af þessum toga fjölgar. Securitas er öryggisráðgjafi Skelj- ungs og segir Hannes að ekki sé hægt að tala um að neitt hafi brugð- ist í öryggisferli Skeljungs þegar rán- ið var framiö. Allar varúðarráðstaf- anir séu gerðar til að draga úr hættu á ráni en aldrei sé hægt að koma í veg fyrir slíkt. Skeljungur hafi tekið þá ákvörðun að láta sína eigin menn sjá um flutningana og það hafi boðið upp á vissar hættur. Nú sé fyrirhug- að að Securitas sjái um verðmæta- flutninga á vegum fyrirtækisins. -PP Stuttarfréttir dv Visahagnast Kreditkortalyrirtækið Visa ís- land hagnaðist um 78 milljónir króna á síðasta ári sem er 37% meiri hagnaöur en árið 1993. Velt- an jókst um 3,5% og nam rúmum 44 miUjörðum. Markaöshlutdeild Visa er 76% i kredii kortum BgnarhaMfest Kristján Ragnarsson, fomiáðúr LÍÚ, segir að stofnanir ríkisins séu á góðri leið með að festa eign- arhald útgerðarinnar á auðlind- inni með því að skattleggja kvóta sem eign. RÚV greindi frá þessu. Hutidagjald lækkað Nefnd sem endurskoðar sam- þykktir um hundahald í Reykja- vík leggur til að hundagjald verði lækkað um 12 prósent. Þetta kom fram á RÚV. AHiríESB! Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra lagði til á Norð- urlandaráðsþingi í gær að öll rík- in á Norðurlöndum færu inn í Evrópusambandið til að tryggja norrænt samstarf. Samið við þýskt f élag Ferðaskrifstofa Austurlands hefur samið við þýska flugfélagið LTU um vikulegt áætlunarflug milli Þýskalands og íslands í sumar. Stöð 2 greindi frá þessu. Stúdentar við Háskóla íslands gengu til kosninga í stúdentaráð og háskóla- ráð í gær. Röskva vann ytirburðasigur á Vöku, þann stærsta síðan 1932. DV-mynd BG Stórsigur Röskvu „Það er ekki hægt að velja betri formála að því að hætta sem formað- ur stúdentaráðs," sagöi Dagur B. Eggertsson viö DV eftir að úrsht lágu fyrir í kosningum til stúdentaráðs og háskólaráös við Háskóla íslands. Röskva vann yfirburðasigur, þann stærsta í stúdentapóUtíkinni síðan 1932, með tæplega 60% atkvæða. Vaka fékk um 38% atkvæða. Kjör- sókn var í meðaUagi góð. Nú Uggur fyrir að Röskva verður með 17 fuUtrúa í stúdentaráði næsta vetur og Vaka 12. Óháði listinn verð- ur áfram með 1 fuUtrúa í ráðinu. Röskva og Vaka verða með sinn fuU- trúann hvor í háskólaráöi. Dagur mun hætta sem formaður stúdentaráðs en situr áfram í ráöinu fyrir hönd Röskvu. Margar innf luttar öryggistöskur óvirkar - búnaður í þeim, sem þarf viðhald, er ekki endumýjaður Samkvæmt lauslegri könnun, sem DV gerði í gær, eru tugir fyrirtækja með sérútbúnar öryggistöskiu- í notkun, sams konar og rænt var frá Skeljungi. Töskumar eru útbúnar eins konar vælu og reykbombu sem sleppir frá sér Utuðum reyk sem erf- itt er að ná af sér og ómögulegt er að ná af peningum. Öryggisbúnaður- inn í tösku Skeljungs brást hins veg- ar, þannig að vælan sendi ekki frá sér hljóð og reykbomban sprakk ekki. í samtah við DV sagði Jakob Kristj- ánsson, sem starfaði hjá fyrirtæki sem fyrir nokkrum árrnn flutti inn öryggistöskur, seldi hann á annan tug af töskum á sínum tíma. Hann segir að þjónusta þurfi töskurnar reglulega til að þær virki sem skyldi. Skipta þurfi um rafhlöður reglulega og sama gfidi um reykbombumar en duftið í þeim eyðileggist tveimur árum eftir framleiðslu. Hann segist aðeins vita um einn aðUa sem sjái um aö þjónusta þær töskur sem hann seldi á sínum tíma. Sá aöili vUdi ekki tjá sig í smáatrið- um um töskumar við DV en staö- festi að hann hefði á undanfomum ámm ekki tekið við fleiri en fimm töskum til yfirferðar. Af þessu má sjá að margar af þeim öryggistösk- um, sem fyrirtæki em með í notkun í dag, eru vitagagnslausar, líkt og Skeljungstaskan. Samkvæmt upp- lýsingum þaðan er hins vegar ljóst að töskurnar eru sendar til Bretlands árlega í eftirht. Viðar Ágústsson, framkvæmda- stjóri Vara, sagði í samtali við DV að 5 til 10 töskur, keyptar hjá Vara, væru í notkun og þær væru allar þjónustaðarreglulega. -pp Bónus íhugar enn strangari öryggisráðstafanir: Vekur ugg í brjósti - segir Jóhannes Jónsson „Við flytjum fjármuni okkar á ákveðinn hátt sem við gefum ekki upp í smáatriðum. Við höfum verið með slíkt kerfi frá upphafi. Við erum alltaf tveir á ferð og ef ég fæ ekki neinn með mér fæ ég lögreglu til að aðstoða mig. Þetta ástand vekur ugg í brjósti okkar og við hljótum að gera enn þá strangari kröfur um öryggis- gæslu en áður með þetta í huga,“ segir Jóhannes Jónsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss. Hann segir aö fyrirtæki sitt sé tryggt fyrir atburði eins og þeim sem átti sér stað á mánudagsmorgun fyr- ir framan íslandsbanka. Um sé aö ræða milljónaiðgjöld á ári þannig að kostnaður vegna varúðarráðstaf- anna sé verulegur. Samt sem áður sé það í athugun að fá sérhæfða aðila til að sjá um verðmætaflutninga fyr- ir Bónus. Mikill kostnaður hcúi hins vegar staöið í vegi fyrir slíku hingað til og nauðsynlegt sé að öryggis- gæslufyrirtækin, sem sérhæfi sig í verðmætaflutningum, lækki gjald- skrá sína hvað þetta varðar svo fleiri geti nýtt sér hana. Fleiri atvinnurek- endur, sem DV ræddi við í gær, tóku í sama streng og Jóhannes. „Þegar maður var hjá Sláturfélag- inu í gamla daga var maður að fara einn með þetta í bankann á kvöldin og fannst það ekkert óeðhlegt. Við sem eru aldir upp í svona sveita- mannasamfélagi eigum svo bágt með að trúa einhveiju ihu upp á aðra. En í kjölfar svona atburða sér maður að það er aldrei of varlega farið með svona.“ Hjúkrunarforstjóri Eirar: Slúkraliðar höf nuðu undanbáau fvrir deviandi mann Stjómendur hjúkrunarheimilis- ins Eirar sóttu um undanþágu fyrir deyjandi einstakling í verkfalh sjúkrahða fyrir áramót en undan- þágubeiðninni var hafnaö af verk- fallsstjóm. Biraa Kr. Svavarsdótt- ir, hjúkrunarforstjóri á Eir, segir að viðeigandi ráðstafanir hafi verið geröar og aörir fengnir inn á hjúkr- unarheimiliö til að „sinna þessum einstaklingi þannig að það kom aldrei til þess að verkfahiö ylh því að hann fengi ekki þjónustu," segir hún. „Á hjúkrunarheimilum em alltaf mikil veikindi í gangi og fólk getur verið í þeirri aöstöðu að sjúkdóm- urinn er genginn mjög langt. Það var auðvitað sótt \mi undanþágu vegna alvarlega veíks einstakhngs en við fengum ekki aðstoð á þeim tíma. Við björguðum málinu öðm- vísi og því var aö sjálfsögöu bjargað og engin áhætta tekin,“ segir Bima. „í verkfahi kemur alltaf upp sú staða að menn fara fram á undan- þágur og aðstoð sem tengist alvar- lega veikum einstaklingum en að- almarkmið allra eftir verkfall er að sátt riki á vLnnustað," segir hún.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.