Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 1995
Fréttir
Enn einu sinni verið að
$
svíkja láglaunafólkið
- segir Sigurður Tr. Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Hlifar
Menn tala um kjarajöfnun í nýgerð-
um kjarasamningum. Þú segist
ekki samþykkja það?
„Nei, það samþykki ég ekki. Þess-
ir samningar hífa ekki láglauna-
fólkið upp. Þvi miður stormuðu
aðrir innan ASÍ fram úr og lág-
launafólkið situr eftir. Ég sam-
þykki það ekki að tala um kjarabót
þegar laun, sem eru rúmar 43 þús-
und krónur á mánuði eða um 248
krónur á tímann, hækka ekki nema
um 21,34 krónur á tímann. Á sama
tíma sátu landssambönd innan Al-
þýðusambandsins önnur en Verka-
mannasambandið og sömdu við
atvinnurekendur í Karphúsinu. Og
áður en þessi 2.700 króna láglauna-
bót kom ofan á okkar kaup höfðu
þeirra taxtar verið hækkaðir og
það miklu meira en láglaunataxt-
amir. Þetta var gert með alls konar
taxtatilfærslum og launaflokkal-
eikfimi innan samninganna. Síðan
fengu þeir 2.700 krónurnar eins og
við og 1.000 krónumar fyrir þá sem
eru með lægri taxta en 80 þúsund
krónur. Ég legg áherslu á að allir
þeir hærra launuðu fengu fleiri
krónur í sinn vasa en þeir lægst
launuðu vegna þessara taxtabreyt-
inga sem gerðar voru. Þama vora
til að mynda iönaðarmennimir.
Sem sagt þeir hærra launuðu fengu
alls staðar meira en við.
Fylgdust þið ekki með því sem var
að gerast?
„Þessir aðilar héldu sig sér í
Karphúsinu þannig að við í Verka-
mannasambandinu vissum ekkert
af þessu. Við fréttum það ekki fyrr
en síðar og ég er jafnvel ekki búinn
að fá allt sem þetta snertir inn á
borð til min enn. Ofan á þetta bæt-
ist svo afnám tvísköttunar á lífeyr-
isgreiöslur sem kemur fyrst og
fremst hátekjumönnum til góða.
Þeim mun hærri laun þeim mun
meira fá menn út úr því dæmi.
Allt þetta veldur því að ég er
hundóánægður meö þessa samn-
inga. Það er enn einu sinni verið
aö svíkja láglaunafólkið í landinu.
Menn vom aö spila annað spil en
maður hélt þá vera að gera eða þá
að það hafi verið viljandi gefið vit-
laust."
Stillt upp við vegg
Þú lýsir yfir megnri óánægju með
kjarasamningana. Hvers vegna
skrifaðir þú þá undir?
„Ég gat þess þegar ég skrifaði
undir að ég fengi ekki séð að það
væri nein glóra í þessum samning-
um. Þegar ég tók þetta fyrir á fundi
í Hlíf gat ég óánægju minnar með
samningana. Ég sagði jafnframt við
fundarmenn að ég teldi að staðan
væri sú, illu heilli, að við hefðum
aðeins einn möguleika í stöðunni.
Hann væri sá að samþykkja. Það
væri búið að stilla okkur upp við
vegg. Við hefðum ekki þol í tveggja
eða þriggja vikna verkfall. Eins
benti ég á tengingu þessarar stjúp-
móðursneiðar við aðgerðir ríkis-
stjómarinnar.“
Var þá Flóabandalagið einskis
virði. Hefði það ekki getað knúið í
gegn betri samninga með aðgerð-
um?
„Það hefði án vafa getaö knúið í
gegn betri samninga. En eftir hve
langan tíma? Hversu langt verkfall
hefði það kostað? Og hvað hefði þá
orðið um það sem ríkisstjómin lof-
aði?“
Ég heyrði á mörgum að þeir skrif-
uðu undir samninginn sára
óánægðir. Hvers vegna er verka-
lýðshreyfingin hætt að beita afli til
að ná sínu fram?
„Verkalýðshreyfmgin er bara
ekki jafn styrk og hún var áður.
Við verðum bara að viðurkenna þá
staðreynd. Ég vil nefna í þessu sam-
bandi að í Verkamannasambandinu
era 53 félög og af þeim höfðu færri
en 30 aflað sér verkfallsheimilda.
Og ég vissi það af samtölum við
menn að það vora aðeins örfá sem
hugðust nota sér þessa verkfalls-
heimild. Síðan má nefna að einung-
is þijú félög boðuðu verkfall, það
vora félögin í Flóabandalaginu.
Önnur félög hugðu ekki á aðgerðir
að mínum dómi.“
Tilvistarkreppa
Ertu með þessu að segja að afl
verkalýðshreyfingarinnar sé þorr-
ið. Er hún dauð úr öllum æðum?
„Ég vona auðvitað að svo sé ekki.
Ég fæ hins vegar ekki betur séð en
að hún sé í alvarlegri tilvistar-
kreppu. Og ég held að það sé ekki
Yfirheyrsla
bara að mér sýnist það. Tilvistar-
keppnan blasir alls staðar við.
Vissulega eru öll viðhorf breytt frá
því sem áður var. Þess vegna þurf-
um við að endurskoða allt hjá okk-
ur. Við þurfum að endurskoða til
hvaða aögerða við grípum og
hvernig útfærslan yrði ef við hugs-
anlega færam í átök. Hér áður fyrr,
þegar menn fóru í átök, má segja
að menn hafi ekki haft neinu að
tapa. Fólk átti varla málungi mat-
ar. Fólk var ekki með þessi ands...
greiðslukort, afborganir eða aörar
skuldir. Vegna þessa er fólk ekki
tilbúið að berjast og bendir alltaf á
einhvern annan.“
Þú segir að verkalýðshreyfingin sé
í tilvistarkreppu. Hvernig er hægt
að leysa hana?
„Ég tel til að mynda að ef við
færum í átök eigi að forðast alls-
heriar verkfóll. Það þarf að skoða
vel hver sé besta aðferðin í átökum.
Ef við tökum Verkamannasam-
bandið þá era félögin þar mjög
misstór og með mismunandi áríð-
andi þætti innan sinna vébanda til
að stöðva ef til átaka kæmi. Ég vildi
sjá öll félögin sameinast í kostnaði
við að stöðva ákveöna áríðandi
þætti. Þama gæti veriö um að ræða
þætti með ekki svo mikinn mann-
afla sem hægt væri að greiða laun
á meðan menn væru í verkfalli."
Tökum þá Flóabandalagið sem
dæmi. Ef þessi þrjú félög fara í verk-
fall lokast landið og segja má að
allt athafnalíf lamist. Hefði Flóa-
bandalagið ekki getað farið í átök,
stutt af öðrum verkalýðsfélögum?
„Nei, mörg félögin eru afar lítil
og eiga sama og enga sjóði. Auk
þess var það mál allt órætt og þeg-
ar svo er á maður ekki að fara út
í slíkt. Við verðum líka að horfa á
þaö aö við höfum ekki farið í slag
lengi og eram hreinlega leitandi.
Eram óörugg. Menn þurfa bara að
viðurkenna þessa staðreynd."
Þið lögðuð upp með ákveðnar kröf-
ur, meðal annars launahækkun
upp á 10 þúsund krónur á mánuði.
Vinnuveitendur höfnuðu öllum
ykkar kröfum, lögðu sínar tillögur
fram og þið tókuð við þeim. Er svo
komið að atvinnurekendur geta
skammtað verkalýðshreyfingunni
það sem þeir vilja?
„Því miður er svarið já við öllum
þessum liðum. Við verðum að við-
urkenna þá staðreynd að við höfð-
um ekki roð við þeim.“
Sumir halda því fram' að Alþýðu-
sambandið sé orðið þriðja ijármála-
veldið í Iandinu í gegnum lífeyris-
sjóðina og eignaraðild að íslands-
bank';. Þess vegna vilji Alþýðusam-
bandið halda frið á vinnumarkaði.
Heldur þú að þetta geti verið rétt?
Hrikalegt dæmi
„Þetta getur verið hluti af dæm-
inu en tel þó að það sé minnihluti
þess. Topparnir hjá Alþýðusam-
bandinu hafa því miður verið sof-
andi með stór mál og þar vil ég
sérstaklega nefna vaxtabótamálið.
Milli áranna 1994 og 1995 er þvílík-
ur niðurskurður á vaxtabótunum
að það getur sett íjölda heimila á
kaldan klaka. Ég skal nefna þér
dæmi. Hjón með 2,5 milljónir króna
í árslaun, eignir upp á 8 milljónir
og skulda 3 milljónir fengu í vaxta-
bætur í fyrra 166.680 krónur. Ef
allt er óbreytt í ár hjá þessum hjón-
um fá þau 63.822 krónur í vaxta-
bætur. Þau missa rúmlega 100 þús-
und krónur milli ára. Er þetta
hægt?“
Bíddu nú við. Þið voruð að semja
við ríkisstjórnina á dögunum og
vissuð að þessi skerðing hafði öðl-
ast gildi. Var þetta ekki nefnt við
ráðherra?
„Ég er ekki daglegur gestur í
húsakynnum Alþýðusambands ís-
lands. Þó veit ég að menn þar vissu
af þessu og það var engu líkara en
að þetta væri feimnismál hjá topp-
unum í ASÍ. Þeir háu herrar fóru
á fund forsætisráðherra og fengu
uppgefið hvað ríkisstjórnin ætlaði
að gera. Ég veit ekki til að þá hafi
veriö minnst einu orði á vaxtabæt-
umar. Þeir komu til okkar og voru
sendir til baka á annan fund ráð-
herra með skilaboð um að gera
betur. Þá í tvígang nefndi ég við
þá að það yrði að gera eitthvað í
vaxtabótamálinu. Ég benti þeim á
að á sama tíma sem menn væru
að tala um launahækkun upp á
3.700 krónur á mánuði væri verið
að taka milli 8 og 9 þúsund krónur
á mánuði af meðalfjölskyldu í
skertum vaxtabótum. Samt kom
ekkert út úr þessu hjá toppum Al-
þýðusambandsins sem fóra á ráð-
herrafundi. Þess vegna kalla ég þá
til ábyrgðar í þessu máli.“