Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1995, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 1995 11 Fréttir Maður ákærður fyrir að notfæra sér ölvunarástand ungmennis kynferðislega: Akærði nýtur vafans gagnvart 14 ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið sýkn- aður af ákæru um að hafa notfært sér ölvunarástand 14 ára stúlku þeg- ar hann hafði samræði við hana á heimili hans í lok október síðasthð- ins. Málið snerist að miklu leyti um það atriði að stúlkan hefði ekki getað spomað við verknaöinum sökum ölvunar. Pjölskipaður þriggja manna héraösdómur, sem er heldur sjald- gæft í sakamálum, taldi að vafa í málinu bæri að meta sakbomingn- um í hag. Atburðurinn átti sér stað laust eftir miðnætti á laugardagskvöldi. For- eldrar stúlkunnar tilkynntu lögreglu um grun um nauðgun eftir að náð hafði verið í hana blóðuga þar sem fleiri ungmenni voru. Við skýrslu- töku kom hins vegar fram hjá stúlk- unni að hún teldi sig hafa verið mis- notaða. Maðurinn og stúlkan hittust á al- mannafæri þar sem ungmenni voru undir áhrifum áfengis. Þeim bar ekki saman um hvort þau heföu leiðst að heimih mannsins eða hann dregið hana þangað og ýtt upp tröppur eftir rnn hálfrar klukkustundar kynni. Maðurinn viðurkenndi að fyrir hon- um hefði vakað að hafa samræði við stúlkuna og kvaðst hafa tahð hana vera 15-17 ára - hún hefði verið vel drukkin en ekki ofurölvi. Fram kom að maðurinn var 10-15 mínútur að koma fram vilja sínum með stúlk- unni á heimili hans áður en hann fór aftur út. Dómurinn taldi ekki ástæðu til að draga í efa fuhyrðingu stúlkunnar um að henni hefði fundist hún vera misnotuð kynferðislega - hún hefði verið 14 ára og ölvuð en ákærði 21 árs, maður sem hún þekkti ekkert. í dóminum segir jafnframt að fram- burður stúlkunnar og vitna, ástand hennar og viðmót og niðurstaða alkóhólrannsóknar á sýni sem tekið var 5 klukkustundum eftir atburðinn „þykja þó ekki taka af ahan skyn- samlegan vafa um það að stúlkan hafi verið svo ósjálfbjarga að ákærða hafi hlotið að vera ljóst að hún hafi verið það drukkin að hún hafi ekki af þeirri ástæðu getað spomað við samförunum eða skhið þýðingu þeirra". Með hhðsjón af þessu var sakborn- ingur, samkvæmt 45. grein laga um meðferð opinberra mála, látinn njóta vafans. Þar segir: „Sönnunarbyrði um sekt sakbomings og atvik, sem telja má honum í óhag, hvfiir á ákæruvaldinu. -Ótt EiningíEyjaíiröi: Félagar fá atkvæðaseðlana sendaheim Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyri: Verkalýðsfélagið Eining í Eyjafirði hefur sent rúmlega 4100 félagsmönn- um sínum heim atkvæðaseðla og upplýsingar um kjarasamningana sem gerðir voru á dögunum og er meö þessu farin ný leið við atkvæða- greiðslu um kjarasamninga hjá fé- laginu. Björn Snæbjömsson, formaður Einingar, segir að samningarnir hafi verið kynntir á fimm félagsfundum um helgina og þá fundi hafi sótt um 200 manns. „Það hefur oft borið á óánægju með það fyrirkomulag sem viðhaft hefur verið varðandi at- kvæðagreiðslur um kjarasamninga. Margir hafa ekki komist á fundi þar sem samningar hafa verið kynntir og atkvæði greidd. Ég held að þessi aðferð, að fólk fái ítarlegar upplýs- ingar um samninga heim th sín og sendi okkur síðan atkvæöaseðil sinn í pósti, sé það sem koma skal,“ segir Björn Snæbjörnsson. Atkvæðaseðlar Einingarfélaga eiga að vera komnir í póst mánudaginn 6. mars og atkvæði verða síðan tahn fimmtudaginn 9. mars og úrsht hggja fyrir þá um kvöldið. Um undirtektir á félagsfundunum um helgina segir Björn að þar hafi ekki verið nein yfir- þyrmandi ánægja og mörgum hafi fundist innihald samningsins rýrt. Það var fjör hjá krökkunum á leikskólanum Hliðarbergi í Hafnarfirði á bolludaginn. Flengingar voru margar enda fást bollur fyrir. Hér má sjá fína sveifju hjá Gylfa og Hjördis er tilbúin með bollurnar. DV-mynd GVA Þér eru allir vegir færir með Macintosh Performa 475 íjm(nrt£~ ^ MIЩBEIMAR - - - - - — http:llwww.apple.isl Macintosh Performa 475 er öflug einkatölva, sem hentar sérlega vel hvort heldur er íyrir heimili, skóla eða íyrirtæki. Hægt er að nota hana fyrir nánast allt sem viðkemur námi, starfi eða leik. Svo er hún með íslensku stýrikerfi og fjölmörgum forritum á íslensku. Macintosh Performa 475 er með 15" Apple-litaskjá, stóru hnappaborði, mús, 4 Mb vinnsluminni og 250 Mb harðdiski. TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA I VtSA WWI—ll RAÐGREIÐSLUR TIL ALLT AO 24 MANAÐA * Upphæðin er meðaltalsgreiðsla meS vöxlum, lóntölculcostnaði og færslugjaldi. 36 x 4.242,- kr. = 152.712,- kr. Apple-umboðið hf. Skipholti 21, sími: (91) 62 48 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.